Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGU NBLAÐIÐ LISTIR Reuter Olivier í The Globe MENIMTUN Menntamálaráðherra á Alþingi Brottfall nemenda úr framhaldsskóla kannað LEIKSTJÓRINN Richard Olivier horfir yfir aðalsal „The Globe“ i Lundúnum, leikhúss sem er nákvæm eftirmynd samnefnds leikhúss sem uppi var á timum Ieikskáldsins Williams Shakespe- KVIKMYNPIR Bíóborgin BLOSSI („The Glimmer Man“) ★ '/j Leikstjóri John Gray. Handritshöf- undur Kevin Brodbin. Kvikmynda- tökustjóri Rick Bota. Tónlist Trevor Rabin. Aðalleikendur.Steven Seagal, Kenneth Ivory Wayans, Bob Gunton, Brian Cox, John Jackson, Michelle Johnson, Stephen Tobolowsky. 92 mín. Bandarísk. Warner Bros. 1996 POPPKORNSMYND er rétt- nefni á nýjustu mynd Stevens Se- agal, sem líkt og aðrir „buff“ leik- arar, tjáir sig með útlimunum. Seagal reynir þó að fitja uppá nýj- ungum, að þessu sinni er slags- málahundur hans nýaldarlögga, tvöfaldur í roðinu. í aðra röndina svellkaldur manndrápari með lit- skrúðugan feril að baki sem böð- ull á vegum leyniþjónustunnar, í hina yfirvegaður Búddatrúarmað- ur sem leitaði og fann frið í sálinni í klaustrum Tælands eftir aftök- urnar á vegum hins opinbera. Nú er þessu ágæti maður, af einhveij- um ástæðum, engu að síður kom- inn aftur á kaf í slátrunina, að þessu sinni sem lögga í Los Angel- KVIKMYNPIR Laugarásbíó APINN ED „ED“ ★ Leikstjóri: Bill Couturie. Aðalhlutverk: Matt LeBIanc, Jayne Brook, Bill Cobbs, Jack Wamer. Universal. 1996. GÆLUDÝR eru vinsælar kvik- myndastjörnur í amerísku þijúbíó- myndunum Iíkt og apinn Ed, sem fer með aðalhlutverkið í sam- nefndri gamanmynd Laugarásbíós. Sérstaða hans er leikni í ameríska hafnarboltanum en hann grípur vel og kastar jafnvel enn betur. Besti vinur hans í boltanum er einfaldur sveitastrákur sem á framtíðina fyrir sér í íþróttinni en þarf að læra að slappa af á vellinum. Meira er eiginlega ekki um málið að segja því myndin er með ólíkindum inni- haldsrýr skemmtun og samin af andleysi og litlu hugmyndaflugi. Þijúbíó geta verið vandmeðfarinn hlutur en höfundar þessarar mynd- ar virðast ekki hafa miklar áhyggj- ur af því. í þeirra huga er þijúbíó ares. Olivier, sem er sonur leikar- ans Sir Laurence Olivier, hyggst setja upp Hinrik V. eftir Shake- speare í leikhúsinu er það verður formlega tekið í notkun um mitt næsta ár. es. Er að leita uppi fjöldamorð- ingja sem skilur eftir sig slóð iila leikinna fórnarlamba. Myndir af þessu sauðahúsi eru gerðar í þeim tilgangi einum að hafa ofanaf fyrir bíógestum í 90 mínútur, eða svo, það fer vonandi enginn maður með meiri væntingar á slíkar sýningar. Sem afþreying sleppur Blossi fyrir horn, svona rétt á mörkunum. Það sem einkum má finna að er að allt snýst um hina lokkaprúðu B-myndahetju, aðrar persónur sitja nánast á hak- anum. Þessi burðarás myndarinnar er þó engu að síður laus i loftinu, kjötskrokkur sem heldur lapþunnri sögunni á floti. Þrátt fyrir inni- haldsleysið er Blossi illskást af nokkrum slagsmálamyndum sem sýndar eru í bíóunum þessa dag- ana, það þarf heldur ekki mikið til. Hún er sjaldan leiðinleg í öllum sínum klisjukenndu ómerkilegheit- um, leikstjórinn keyrir hana vel áfram og kann vel til verka í átaka- atriðum. Nokkrir þungaviktar- menn úr röðum skapgerðarleikara setja svip á atganginn. Undir sýn- ingu er mælt með risapoppi, kók og algjöru aðgerðarleysi á heila- stöðvunum. ekkert annað en ódýr skrípaleikur og farsi þar sem gamansemi og tilfinningasemi er einlægt haldið á lægsta plani. Þannig eru til dæmis að því er virðist ómissandi rop- og prump- brandarar nútíma gamanmynda mjög ráðandi í húmornum. Einnig er væmið ástarævintýri vinar ap- ans lýjandi og það að maðurinn ungi og sviphreini finnur sjálfan sig í hornaboltanum eftir allt er óttalega lítt spennandi í framsetn- ingu svosem eins og myndin öll. Það er ekki til frumleiki í handriti eða vinnubrögðum leikstjórans heldur notast við margnota klisjur. Sirkuslætin í apanum nægja engan veginn til að halda þessari ládeyðu uppi og þó reynir hann eins og hann getur og óhætt er að segja að leikur hans sé betri en flestra hinna; undanskilinn er Jack gamli Warden í hlutverki þjálfa. Matt LeBlanc sem fer með aðalhlutverk- ið er óttalega sykursætur að vísu en fremur snauður af hæfíleikum. Það má vera að krakkar skemmti sér yfir apaspili þessu en þeir eiga samt eitthvað betra og hollara skilið. Arnaldur Indriðason í MENNTAMÁLARÁÐUNEYT- INU er í undirbúningi sérstök at- hugun á brottfalli nemenda úr framhaldsskólum, þar sem leitast verður við, meðal annars, að leiða í ljós orsakir brottfallsins, að því er Björn Bjarnason menntamála- ráðherra upplýsti á Alþingi í liðinni viku. „Inn í þá athugun kemur að sjálf- sögðu efnahagur og búseta nem- enda og hvort þeir þættir hafa áhrif á skóladvöl þeirra," sagði ráðherra og vísaði þar til fyrir- spurnar Ólafíu Ingólfsdóttur al- þingismanns um hvort ráðuneytið hefði látið kanna hvaða áhrif auka- kostnaður vegna búsetu hefði á möguleika ungmenna á lands- byggðinni til að stunda framhalds- nám. Uttékt á heimavistum Sem svar við annarri fyrirspurn Ólafíu um hvort ráðherra hefði hugsað sér að gera tillögur um aðgerðir til þess að jafna möguleika ungmenna til framhaldsnáms, benti hann á ýmis almenn atriði þar að lútandi, s.s. uppbyggingu fram- haldsskóla á landsbyggðinni, styrki, skólaakstur o.fi. Ennfremur væri verið að vinna að úttekt á vegum ráðuneytisins sem næði yfir heimavistir allra framhaldsskóla utan Reykjavíkur og Reykja- VÍSINDANEFND Háskóla íslands (HÍ) hefur skilað álitsgerð til rekt- ors HÍ og háskólaráðs um skipu- lagsmál stofnana við skólann. Er álitsgerðin birt í heild sinni í nýju Fréttabréfi HÍ. Segir þar meðal annars að álit núverandi nefndar sem og raunar þeirrar sem starfaði á árunum 1991-94 sé að stofnanir innan háskólans séu of margar, of dreifðar og að ekki sé kveðið nógu skýrt á um starfsskipulag þeirra og stöðu innan HÍ. Telur vísinda- nefndin að nú sé tímabært að huga að endurskipulagningu þeirra. Greinarmunur gerður á hlutverki stofnananna Nefndin telur mikilvægt að greinarmunur sé gerður á hlutverki háskólastofnana sem reknar eru í tengslum við kennslu í skólanum og annarra rannsóknarstofnana, s.s. á Keldum, Árnastofnunar og Orðabókar háskólans. Tekið er fram að fyrrgreindu stofnunum beri að efla rannsóknir og rannsóknanám við skólann. Lögð er áhersla á að stofnanirnar sem reknar eru í tengslum við einstakar deildir séu virkur starfsvettvangur fyrir alla fastráðna kennara og séu jafnframt undir stjórn þeirra. Þá er bent á að þessar stofnanir séu ekki ákjós- anlegasti starfsvettvangur sérfræð- inga án kennsluskyldu þar eð rann- sóknir þeirra kunni að vera úr sam- hengi við hinn kennslutengda þátt starfseminnar. Kanna þurfi hvort hægt sé smám saman að gera kennsluskyldu að þætti í störfum þeirra sérfærðinga sem nú starfa á þessum forsendum. Efla ber samvinnu Vísindanefndin bendir á að þrátt fyrir að greinarmunur sé gerður á Vill styðja Verk- menntaskólann á Akureyri sem þróunarskóla í fjarkennslu nessumdæmis til að greina hús- næðisþörf. Stefnt væri að frekari uppbyggingu á heimavistum í sam- vinnu við nemendasamtök, sveitar- stjórnir og aðila í ferðamálum til að skapa ódýrari og betri mögu- leika í húsnæðismálum. Um 2.300 nemendur hafa á þessu ári hlotið styrk til jöfnunar á námskostnaði og um 450 nem- endur nýta sér skipulagðan skóla- akstur, að því er fram kom í svari Björns Bjarnasonar. Hann sagði að samkvæmt frumvarpi til fjár- laga 1997 mundi fjárveiting til þessara þátta hækka um 15 millj- ónir króna yrði frumvarpið sam- þykkt. Benti ráðherra á að síðast en ekki síst ætti ijarkennsla eftir að ryðja sér meira rúms en nú væri. „Þar hefur Verkmenntaskól- inn á Akureyri (VMA) haft mikla forgöngu og hefur það starf þróast með ólíkindum að mínu mati á undanförnum tveimur árum. Menn eiga eftir að kynnast því, ef rétt verður á málum haldið, að það á stofnunum sé nauðsynlegt að stefna að aukinni samvinnu háskólakenn- ara, stofnana þeirra og annarra rannsóknarstofnana jafnt innan háskólans sem utan. I álitsgerðinni segir einnig að rannsóknarstofnanir HÍ séu fleiri en svo að hagkvæmt megi teljast og því hljóti að teljast eðlilegt að samnýta ýmis gögn og gæði, s.s. skrifstofu- og aðstoðarfólk en einn- ig vissa sérfræðilega vinnu. „Vís- indanefnd hvetur til þess að kannað verði hvernig skapa megi stærri rannsóknaeiningar innan skólans, en leggur áherslu á að þetta gerist á faglegum grunni en ekki ein- göngu efnahagslegum." Þá segir að lykilatriði í þróun til stærri rannsóknaeininga sé skipu- lag þess húsnæðis sem ætlað er undir rannsóknastofnanir. Gera þurfí könnun á núverandi rann- sóknaaðstöðu og leggja mat á þarf- eftir að hafa mun meiri áhrif í menntamálum en við gerum okkur grein fyrir á þessari stundu,“ sagði Björn Bjarnason. Fjarkennsla á eftir að jafna aðstöðumun Nokkrar umræður urðu meðal alþingismanna um nauðsyn þess að kanna orsakir brottfalls fram- haldsskólanema og raunhæfar ráð- stafanir til að tryggja sem flestum sem bestan aðgang að námi. Að þeim loknum kvaðst ráðherra enn vilja vekja athygli á því brautryðj- endastarfi sem unnið hefði verið í fjarkennslu í VMA. Þar stunduðu menn ekki aðeins nám við skólann úr sveitum landsins heldur úti um allan heim. Hann tók fram að ásóknin í nám- ið hefði aukist án þess að skólinn hefði gert nokkuð í að kynna það markvisst. Hann kvaðst telja að þegar rætt væri um aðstöðu til náms fælist í fjarnámi einhver mesta bylting sem menn hefðu staðið frammi fyrir. „Eg hef fuilan hug á því að hann [VMA] verði þróunarskóli á þessu sviði hér á landi og að við leggjum skólanum lið við þessa uppbyggingu, því það er skynsamlegasta skrefið sem ég hef vitað um og heyrt um upp á síðkastið sem lýtur að raunveru- legri jöfnun náms í landinu." ir smærri sem stærri eininga, því víða kunni að leynast ónýttir möguleikar, m.a. í samnýtingu hús- næðis. Háskólaráð móti stefnu Að lokum segir að vísindanefndin telji að háskólaráð þurfi að móta stefnu í skipulagi stofnana háskól- ans. „Sérstaklega er brýnt að taka afstöðu til þess hvort stefna beri að færri og stærri rannsóknastofn- unum. Sé sú stefna mörkuð - eins og vísindanefnd leggur til - þarf að hvetja til samstarfs um slíka þróun og vinna að henni með já- kvæðu hugarfari, þ.e.a.s. með það fyrir augum að hún komi öllum rannsóknasviðum skólans vel. Slíkt má sannarlega ekki gerast vegna fyrirhugaðs niðurskurðar, heldur vegna þess að stefnt sé að því að nýta fjármagn betur og láta stofn- anir njóta þess.“ Nýaldarlögga notar hnefana Sæbjörn Valdimarsson Apaspil Álitsgerð vísindanefndar HÍ Háskólaráð taki afstöðu til rannsóknastofnana Morgunblaðið/Úr myndasafni VÍSINDANEFND telur tímabært að endurskoða stofnanir innan Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.