Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 65 _________BREF TIL BLAÐSINS___ Borgarholtsskóli málmiðn- aði á Islandi til skammar Frá Rúnarí Sigurjónssyni: ÞAÐ hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að eitt af aðalum- ræðuefnum þjóðfélagsins að undan- förnu eru menntamál og þá einkum undirbúningur barna fyrir framhaldsnám. En hvað með framhaldsnám- ið? Jú, ég er nemandi í hinum nýja Borgar- holtsskóla á málmiðnaðar- braut og þar er sko ekki allt með felldu. Einhvetjum hottintottum datt það í hug að best væri nú að byggja einn stóran og mikinn skóla sem þjónað gæti málmiðnað- arkennslu fyrir alla nemendur af Stór-Reykjavíkursvæðinu og hætta að kenna þessi fög í Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem ég var áður við nám, og Fjölbraut í Breiðholti. Sú hugmynd að koma þessari kennslu undir eitt þak hefði nú kannski ekki verið svo slæm ef skól- inn hefði ekki verið staðsettur því sem næst upp í miðjum Esjuhlíðum í eins illa skipulögðu hverfi og raun ber vitni. Skólinn er svo illa stað- settur og gatnakerfið að honum svo illa hannað að nánast þarf að aka í gegnum túnið á Korpúlfsstöðum til að komast að honum. Umferðar- hnútarnir á þessu svæði eru kannski ekki svo óvenjulegir í þessum ný- byggða borgarhluta. Það virðist nefnilega vera tíska um þessar mundir hjá þeim sem teikna og hanna gatnakerfi borgarinnar að hafa hverfín svo hlykkjótt og flækjulega uppsett að ef þessir menn væru fengnir til þess að gera nýjan veg frá Reykjavík til Kefla- víkur lægi hann líklega í gegnum Kirkjubæjarklaustur. Þetta þýðir að flestir nemendur í málmiðnaði á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa yfir mjög langan veg að fara í skólann. Það er nú samt ekki það versta, heldur er það sú staðreynd að skipu- lagið er ekki betra en svo að tölu- vert margar stundaskrár skólans eru eins og gatasigti og líkjast miklu frekar teikningum af gróf- sigti fyrir möl en stundaskrám. Þetta þýðir annaðhvort margar ferðir þessa löngu leið eða hangs i skólanum yfir engu og hver nennir því eða hvaða námsmaður á að hafa efni á að reka bíl í hitt. Gæti þetta ekki skapað uppgjöf og brott- hvarf frá námi og hvaða hagur er í því fyrir þjóðina að reka slíkan skóla? Reynt hefur verið að kenna byijunarörðugleikum skólans um þessar stundarskrár. En hveijir eru byijunarörðugleikar Borgarholts- skóla? Þegar kennsla hófst þar síð- astliðið haust gat ég ekki betur séð en skólinn ætti ekki einu sinni svo mikið sem skrúijárn af handverk- færum. Þau tól og tæki sem þó voru komin í skólann voru gömui tæki úr FB og IR sem búið var að planta þar sem þau lentu eftir flutn- ingana í óskipulagðri röð og allt var í rusli og drasli og allt út um allt. I flestum tilfellum var búið að taka ágætis kennslugögn, á meðan þau voru í áðurnefndum skólum, slíta þau úr samhengi og gera þau ónot- hæf til kennslu. Allavega eins og búið var að koma þeim fyrir þarna. Skólastjóri skólans afsakaði það reyndar i setningarræðu sinni um haustið að ekki væri alveg búið hnýta nokkra lausa enda á vissum stöðum en bauð hinsvegar þeim nemendum sem væru til í að rétta fram hjálparhönd við frágang skól- ans aukaeiningu fyrir aðstoðina ef þeir vildu. Fyrstu önn þessa skóla er nú að ljúka og þrátt fyrir að verknám nemenda hafi meðal ann- ars verið fólgið í því að reyna að klára frágang hússins vantar enn mjög langt i land að þetta kennslu- húsnæði _sé tilbúið undir þessa kennslu. Ég get að vísu á sumum sviðum ekki séð að það verði það nokkurntímann. Skipulagsleysið í uppsetningu tækja og tóla er eins og áður sagði í algerum hrærigraut og málmiðnaðardeildin er að verða starfsþjálfunarsvæði þar sem fyrir- myndin á að vera sverustu krumma- skuðaverkstæði á landinu, rusla- kompa þar sem enginn fínnur neitt og allir eru að leita að öllu því hlut- irnir eiga sér flestir engan sama- stað. Það er alveg ljóst að kennsla í skólanum hófst alveg ári of snemma en það hefði ekki veitt af þessum vetri til þess að klára frá- gang skólans svo ekki þyrfti að notast við hann með eintómum bráðabirgðalausnum í öllum horn- um þar sem iðnaðarmenn, kennarar og nemendur eru í vinnu við að skítredda hinu og þessu hér og þar. Ég fæ ekki annað skilið en þetta kosti nú engar smá fjárhæðir fyrir þjóðarbúið að vera með svona tvíverknað á öllum sviðum. Borgar- holtsskóli er skammstafað BHS. Forsvarsmenn skólans hafa útlagt skammstöfunina með öðrum hætti. Bókmennt, handmennt og að end- ingu siðmennt. Ég tel að þeir ættu að skammast sín fyrir það síðast- nefnda. Það er nú meiri siðmenntin sem felst í því að kynna mönnum þessa hálfkláruðu og skipulags- klúðruðu ruslakompu sem rekur nemendur úr skónum svo öruggt sé að þeir fái eithvað vinsælt upp í lappirnar gangandi um á jesús- kónum sér til varnar þar sem nær væri að kreíjast að menn væru í öryggisskóm. Ég minnist þess ekki einu sinni að hafa þurft að fara úr skónum í gagnfræðaskóla hvað þá í framhaldsskólum og/eða öðrum opinberum stofnunum nema þá kannski helst sjúkrastofnunum sem bendir okkur á hversu sjúkt slíkt reglugerðafár er. Aðrar skólareglur eru á þann veg að þær henta miklu frekar sem umgengnisreglur á Grænuborg frekar en í skóla þar sem nemendur gætu flestir talist fullorðið fólk i fijálsu námi. Svona gæti ég lengi halda áfram, en ég ætla að ljúka máli mínu hér með því að segja að mér finnst þessi gjörningur í menntun í málmiðnaði þar sem Borgarholtsskóli heitir vera íslensku menntakerfi til háborinnar skammar. RÚNAR SIGURJÓNSSON, Miðtúni 11, Reykjavík. Islenskt smyrsl dugði þegar annað þraut Frá Svavari Guðna Svavarssyni: ÉG flýði kuldann og umhleypingana hér heima á íslandi og bjó mér heim- ili á Grand Cayman í Karíbahafí, gifti mig þar og hugðist njóta veður- lagsins því það hafði ég fregnað að verkir og á stundum kvalir linuðust við hit- ann. í fyrstu var ég eins og fískur í vatni og leið vel. Ég var múr- ari og bak mitt, háls og lungu brugðust. En svo bregðast krosstré sem önnur tré, þarna var um 40°C og vel yfir því sem gögn höfðu sagt mér og rakinn var vel yfir 80% í lofti. Það var skelfilegt þetta með rakann, það var nokkuð sem ég hafði hvergi lesið um eða verið sagt frá. Ég var fyrr- um rauðhærður og hef þó nokkuð af því enn þótt gamall sé. Smátt og smátt fóru að koma á mig upp- hlaup eða hrúður þar sem skinn nuddaðist við skinn, undir höndum og í klofi svo mynduðust sár og í þetta komst sveppasýking og vafa- laust einhver önnur sýking því ég var með hita. Baðvatn það sem þarna er notað er ekki gott og kom mér það afar illa. Svo má geta þess að Caymanar nota mjög sterkar sápur til þvotta og þykir það eðli- legt, enda þrifnir, en þeir hafa ekki húð íslendings. Loftið er kyrrt þarna, enda eru eyjarnar innarlega og neðarlega í Karíbahafinu, fyrir ofan Colombíu og Venesúela og til vesturs er Panama og þarna er ekki andvarinn sem eyjarnar í mynni Karíbahafsins hafa, þessar eyjar eru alveg sér og það á allan hátt. Nú, þetta endaði með að ég fékk lyf í töfluformi sem hét Sporanex að mig minnir og eitthvað sveið undan því. Síðar, þegar þetta virtist ekki hafa nægjanleg áhrif, var farið með mig til annars læknis sem gaf mér ann- að og nú keyrði allt um þverbak. Nú ákveð ég að fara til íslands til alvöru læknis að leita mér alvöru hjálpar eftir þennan ósigur minn fyrir veðurfarinu og tókst eftir langa mæðu að komast hingað. Heimilis- læknir minn, Stefán Finnsson, reyndist mér hin mesta hjálparhella eins og allt starfsfólk sem er á þeirri heilsugæslu. Stefán vísaði mér svo til Rannveigar Pálsdóttur húðsjúk- dómalæknis og henni sýndi ég smyrsl, sem ég hafði borið á mig kvölds og morgna, því ég hefði mik- inn kláða í útbrotunum, en um miðj- an dag bar á ég mig Lamisil 1%. Rannveig sagði mér að ljúka við Lamisilið, en hiklaust bera á mig hitt smyrslið, sem í rauninni er selt sem snyrtivara og að miklum hluta búið til úr lýsi, þetta er SD sjávar- og jurtasmyrsl. Nú ég var nærri búinn með Lami- silið og lauk því, síðan hef ég borið á mig SD-smyrslið og það hefur hreint og beint gert kraftaverk. Myndir voru teknar í upphafi með- ferðar og núna í lokin. Frá unga aldri hef ég tekið lýsi og oft í seinni tíð þegar háls, herðar og bak hafa verið sem verst í kuldum hef ég aukið aðeins skammtinn. Lýsi er meira en fæðu- og bætiefni, það gefur vörn við kuldanum og eins og allar meiriháttar uppgötvanir bíða þær bara eftir að þær séu notaðar. Fyrst þetta var svona gott innvortis, því þá ekki útvortis? Þessu hafa þeir velt fyrir sér sem gerðu þetta smyrsl. Auk þess eru í þessu smyrsli jurtir sem bæta og efni svo hægt sé að nota þetta út- vortis. Mér þótti mjög vænt um að þetta er 100% náttúruafurð og Hollustuvernd ríkisins hefur sam- þykkt þetta til dreifingar. Ég hef frétt að einnig séu til afurðir frá SD sjávar- og jurtasmyrslum, sem hægt er að nota í hár fólks og smyrsl og vökvar fyrir hesta og ýmis húsdýr. Þegar áhugi minn óx á þessu komst ég að þvi að það hefur líknað og hjálpað psoriasis- og exem-fólki. Sé þetta það sem ég held að það sé mun fólk kalla þetta „kraftaverkið mikla“ í fram- tíðinni. SVAVAR GUÐNISVAVARSSON, Freyjugötu 38, Reykjavík. ^emantaúÚMð Handsmíðaðir silfurskartgripir Ti’íihæit luuð O0. úrttal. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 ^EfiemciMtaAúóið Handsmíðaðir 14kt gullhringar 'h Slhvi t tu'i'J. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 í OLYMPUS Þegar hvert orð skiptir máli! OLYMPUS DIKTAFÓNAR Notaöir af læknum, lögreglu, 1S% afs/át* blaðamönnum, skólafólki o.fl. Urf,1/ó/a/ Margar gerðir fáanlegar. Verð frá kr. 4.990. t t Borgartúni 22, Rvík. Sími 561 0450. raðgreiðslur Þar sem vandlátir versla. GjÖFIN SEM VERMIR Pelskápur, jakkar, húfur, lúflur og treflar i miklu úrvali Ullarkápur ogjakkar með loðskinni Rúskinnskápur ogjakkar með loðskinni PEISINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.