Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 17.12.1996, Síða 1
108 SIÐUR B/C/D 289. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR17. DESEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stærsta verkalýðssambandið í Serbíu Styðja mótmæli gegn Milosevic Belgrad. Reuter. Reuter NÁMSMENN í Belgrad hófu í gær fimmtu viku mótmælanna gegn Milosevic, forseta Serbíu, en um helgina voru 250.000 manns á útifundi i borginni. Nú hefur stærsta verkalýðssam- bandið í landinu lagst á sveif með þeim og stjórnarandstöðunni. Reykingar karlmanna Ogetin börn í hættu London. Reuter. KARLMENN, sem reykja, geta skaðað sæðisfrumurnar og valdið þannig aukinni hættu á krabba- meini í börnum sínum. Skýrðu breskir vísindamenn frá þessu í gær. Rannsókn, sem gerð hefur verið við háskólann í Birmingham, bendir til, að 15% krabbameinstil- fella í börnum megi rekja til reyk- inga feðra þeirra. Magnið skiptir máli „Reyki menn 20 sígarettur á dag, eru 42% meiri líkur á krabba- meini í börnum þeirra en þeirra, sem ekki reykja,“ sagði dr. Thom- as Sorahan, einn þeirra, sem unnu að rannsókninni. Reyki menn 10 til 20 sígarettur er þetta hlutfall 31% og 3% ef sígaretturnar eru færri en 10 daglega. STÆRSTA verkalýðssambandið í Serbíu lýsti í gær yfir stuðningi við önnur smærri verkalýðssam- tök, sem tekið hafa þátt í mótmæl- unum gegn Slobodan Milosevie, forseta landsins. Þótt það hafi ekki hvatt félagsmenn sína til að fara út á göturnar er samt um tímamót að ræða í andófinu gegn stjórn sósíalista. Samband óháðra verkalýðsfé- laga, sem hefur yfirleitt verið hollt stjórnvöldum, lýsti í gær yfir stuðningi við félaga í verkalýðs- samtökunum Nezavisnost en þeir hafa tekið þátt í mótmælum náms- manna og Zajedno, samtaka stjórnarandstöðuflokkanna, en þau hafa staðið í rúmar fjórar vik- ur. Um helgina komu 250.000 manns saman í Belgrad til að krefjast þess, að Milosevic viður- kenndi úrslit og sigur stjórnarand- stöðunnar í sveitarstjórnarkosn- ingunum nýlega. Eðlileg verkalýðsbarátta „Kröfur Nezavisnost um bætt kjör eru réttlætanlegar og eðlileg- ur þáttur í verkalýðsbaráttunni,“ sagði Dragan Radulovic, talsmað- ur verkalýðssambandsins, en verkamenn hafa til þessa tekið fremur lítinn þátt í mótmælaað- gerðunum gegn Milosevic og stjórninni af ótta við að missa vinnuna. Héraðsdómar í tveimur borgum, Smederevska Palanka og Nis, hafa úrskurðað, að stjórnarandstaðan hafi sigrað þar í sveitarstjórnar- kosningunum og skipað kjörstjórn- um að afhenda henni völdin. Er ekki vitað hvort við því verður orð- ið en úrskurðimir em mikill sigur fyrir stjómarandstöðuna, sem seg- ist hafa sigrað í 14 borgum. Faremo farin úr norsku sljórninni Segir af sér vegna njósna- hneykslis Yfirmaður leyniþjónustunnar lætur einnig af starfi Ósló. Morgunblaðið. GRETE Faremo, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, hefur sagt af sér vegna hneykslismáls innan norsku leyniþjónustunnar. Thorbjorn Jagland forsætisráð- herra skýrði frá þessu í gær en einnig mun Hans Olav Ostgaard, yfirmaður leyniþjónustunnar, láta af störfum. Jagland sagði á þingfundi i gær, að hann hefði fallist á afsögn Faremo en hún var dómsmálaráð- herra í júní í fyrra eða á þeim tíma, sem hneykslið nær til. Varð upp- skátt um það í síðustu viku en þá var skýrt frá því, að norska leyni- þjónustan hefði farið í gegnum leyniskjöl Stasi, leynilögreglunnar í Austur-Þýskalandi, í von um að finna þar eitthvað um Berge Furre, fyrrverandi frammámann í röðum norskra vinstrimanna. Furre situr í Lund-nefndinni, sem er að kynna sér njósnir leyniþjón- ustunnar um kommúnista á dög- um kalda stríðsins. Leyniþjónustan endurskipulögð „Faremo skýrði mér frá því, að hún vildi axla stjórnarskrárlega ábyrgð á þessu máli og segði því af sér. Ég hef fallist á það,“ sagði Jagland. Lagði hann jafnframt áherslu á, að nauðsynlegt væri að hefjast strax handa við endur- skipulagningu norsku leyniþjón- Grete Faremo ustunnar, jafn- vel þótt störfum Lund-nefndar- innar væri ekki lokið. Þótt Faremo hafi sagt af sér fullyrðir hún, að hún hafi ekkert vitað um eftir- grennslanina um Furre en yf- irmaður leyniþjónustunnar, Hans Olav Ostgaard, heldur öðru fram. í viðtali við iVTB-fréttastofuna norsku í gær kvaðst hann einnig mundu segja af sér en vildi þó ekki játa, að sér hefði orðið neitt á í messunni. Fleiri afsagnir? Þetta er í annað sinn á þremur vikum sem norskur ráðherra segir af sér en Terje Rod-Larsen sagði af sér sem skipulagsráðherra 27. nóvember vegna ásakana um, að hann hefði hagnast með óeðlileg- um hætti á hlutabréfaviðskiptum fyrir 10 árum. Segja fréttaskýrendur, að Jag- land, sem tók við af Gro Harlem Brundtland 25. september sl, hafi ekki átt annarra kosta völ en sýna fulla hörku gagnvart Faremo og láta hana fara og spá því, að fleiri afsagna sé að vænta í þessu máli. John Major hafði betur London. Reuter. BRESKA ríkisstjómin hafði betur í atkvæðagreiðslu á þingi í gær- kvöld um fískveiðistefnu Evrópu- sambandsins en í síðustu viku urðu úrslit í aukakosningum í einu kjör- dæmi til þess, að stjórnin missti meirihluta sinn. Ríkisstjórn John Majors forsætis- ráðherra hefur nú jafn marga þing- menn og stjórnarandstaðan en í atkvæðagreiðslunni í gær komu níu þingmenn sambandssinna á Norð- ur-Irlandi stjórninni til hjálpar. Hafði Verkamannaflokkurinn boð- að tillögu um vantraust færi svo, að stjórnin yrði undir. ------»-♦■■■♦--- Ný ofurtölva Billjón aðgerðir á sekúndu San Francisco. Reuter. BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Int- el tilkynnti í gær, að það hefði fram- leitt öflugustu tölvu í heimi, sem fær væri um billjón eða milljón milljóna aðgerða á sekúndu. Var hún smíðuð fyrir bandaríska orku- ráðuneytið. Þessi hraði er næstum þrisvar sinnum meiri en tölvunnar, sem japanska fyrirtækið Hitachi kynnti í fyrra, en hún er fær um 368 millj- arða aðgerða á sekúndu. Verður Intel-tölvan notuð til að líkja eftir kjarnorkusprengingu og koma þannig í staðinn fyrir eiginlegar til- raunir og hún verður einnig notuð til að spá fyrir um breytingar á veðurfari. Bandaríska orkumálaráðuneytið mun greiða Intel 3,35 milljarða ísl. kr. fyrir tölvuna en ekki er talið, að mikill markaður verði fyrir hana á næstunni. Reuter Reiði í Suður-Kóreu SUÐUR-kóreskur áfrýjunarréttur breytti í gær dauðadómi yfir Chun Doo Hwan, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, í ævilangt fangelsi en hann hafði verið dæmdur fyrir valdarán og fyrir að bera höfuð- ábyrgð á fjöldamorðum hersins í borginni Kwangju árið 1980. Þá voru fangelsisdómar yfir eftir- manni Chuns, Roh Tae-woo, og 12 hershöfðingjum mildaðir. Hefur þessi niðurstaða vakið mikla reiði meðal ættingja þeirra, sem létu líf- ið í Kwangju, og efndu þeir til mótmæla í húsi borgardóms í Seo- ul, höfuðborg landsins, í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.