Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 15

Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 15 FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnór ÞÉTTSETINN strætisvagn á fyrsta starfsdegi Almenningsvagna Reykjanesbæjar. Almenningsvagnar Reykjanesbæjar Bylting í samgöngumálum ALMENNINGSVAGNAR Reykjanesbæjar hófu akstur á laugardaginn. Að sögn Þórunnar Benediktsdóttur formanns Al- menningsvagnanefndar eru við- tökurnar framar vonum. „Þetta er bylting í okkar samgöngumál- um. í nýja bæjarfélaginu er bæði þéttbýli og dreifbýli og það eru um tuttugu kílómetrar milli staða í jaðarbyggð. Þetta er því mörgum kærkomin þjónusta og notkun á kerfinu er strax orðin mikil, þó ekki hafi mikið verið auglýst. Ég held að íbúar hafi verið að fylgjast með starfi nefndarinnar og bíða eftir þess- ari þjónustu." Þórunn segir að tímaáætlanir virðist ganga vel upp og án stress. Okeypis er í vagnana fram að áramótum. Nú er ekið á laugardögum auk allra virka daga en eftir áramót falla laugardagsferðirnar niður. Ferðir eru á hálftíma fresti í Keflavík og Njarðvík fram að kvöldmat, en á klukkutíma fresti fram að miðnætti. Einnig eru ferðir til Hafna og Grænáss. Farið kostar hundrað krónur fyrir fullorðna, 25 krónur fyrir börn á aldrinum 6-11 ára en 50 krónur fyrir 12-16 ára. Einnig eru í boði mánaðarkort fyrir full- orðna á 2500 krónur og ódýr annarkort fyrir skólabörn og nemendur Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Ókeypis er fyrir börn yngri en sex ára og börn í 1.-3. bekk grunnskóla fá fríkort fyrir leiðina í skóla og frá. Gerður hefur verið samningur við SBK hf. um aksturinn og kostar hann bæjarfélagið um 40 milljónir króna. Allar tekjur koma til frádráttar og er laus- Iega áætlað að heildarútkoman gæti orðið 34-35 milljón króna kostnaður. Það samsvarar um 3700 krónum á hvern íbúa í bæj- arfélaginu á ári. SBK hefur keypt fimm bíla til akstursins og verða þrír þeirra stöðugt í ferð- um en tveir til vara. Bæjarjólatréð á Selfossi gjöf frá Öryrkja- bandalagi Is- lands Selfossi. Morgunblaðið. KVEIKT var á bæjarjólatrénu við Tryggvatorg á Selfossi laugardaginn 14. desember. Að þessu sinni var tréðgjöf frá Öryrkjabandalagi íslands sem viðurkenning fyrir það hversu vel er staðið að málefn- um fatlaðra hjá Selfosskaup- stað og þeim stofnunum sem annast um fatlað fólk á Sel- fossi. Að venju krydduðu síðan jólasveinar tilveruna við Tryggvatorg þegar þeir komu ofan úr Ingólfsfjalli til þess að heilsa upp á börnin með tralli og dansi í kringum jólatréð. Þá var í Tryggvaskála jólasýn- ing þar sem maðal annars mátti sjá heimagerð jólatré frá fyrri tíma. Mikill fjöldi fólks fylgdist með á Tryggvatorgi og tók þátt í samkomunni. Öryrkjabandalag íslands hefur haft þann sið að halda hátíðarstund á aðventu og helga hana einhveijum stað, byggðarlagi eða landsvæði og gefa um leið jólatré sem viður- kenningu fyrir vel unnin verk í þágu fatlaðs fólks. Að þessu sinni varð Suðurland fyrir val- inu með Selfoss sem miðstöð þessara málefna. Það var Helgi Seljan sem flutti ávarp fyrir hönd Öryrkjabandalags Is- Morgunblaðið/Sig. Jóns. GENGIÐ í kringum jólatréð á Tryggvatorgi á Selfossi. FRÁ jólasýningunni í Tryggvaskála. Fremst á myndinni er jóla- tré úr Flóanum. lands og það var síðan gamall nemandi hans, Guðni Rafn Valdórsson, sem kveikti ljósin á trénu. Auk Helga flutti Sig- ríður Jensdóttir, forseti bæjar- sljórnar Selfoss, ávarp og þakkaði gjöfina fyrir hönd Selfossbúa. Helgi heilsaði gestum með eftirfarandi ljóði: Birta í sól og sinni, sindra ljósin á tré. Vermandi ylur inni, enn verður stormahlé. Halda skal heilög jól, hugurinn fyllist gleði. Lýs- ir svo ljúft í geði, lausnarans milda sól. Landssamband gegn áfengisbölinu 22. ÞING Landssambandsins gegn áfengisbölinu, haldið mánudaginn 2. desember 1996, heitir á alla ís- lendinga að leggja sig fram um að temja sér lífshætti sem stuðla að heilbrigði og lífshamingju. Þingið flytur þeim foreldrum, sem hafa verið börnum sínum góð fyrirmynd í orðum og gerðum, þakkir fyrir þá hlutdeild sína til að bæta íslenskt samfélag og vottar þeim virðingu sína. Þá fagnar þingið liðveislu ýmissa forystumanna æskulýðs- og for- eldrafélaga við baráttuna gegn áfengisbölinu, jafnframt því sem þingið minnir á gildi góðs fordæmis þeirra og á þau gömlu sannindi að af því læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þingið vottar öllum þeim samúð sína, sem eiga um sárt að binda vegna slysa, fíkniefnaneyslu, hjóna- skilnaða eða fjölskylduvandamála og minnir á hversu oft áfengis- neysla er þar beinn eða óbeinn or- sakavaldur. 22. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu vekur athygli á því að alla þá öld, sem brátt er á enda runnin, hefur áfengisneysla íslend- inga verið minni en annarra þjóða í Evrópu. Meðalaldur hefur einnig farið hækkandi og nú eru ævilíkur íslendinga með því besta sem gerist í heiminum. Þetta ber einkum að þakka skynsamlegri áfengismála- stefnu sem bestu menn lögðu grundvöll að snemma á öldinni. Nú er vegið að þeirri stefnu í nafni svokallaðs frelsis í vímuefna- málum. Komnar eru fram kröfur frá kaupmönnum í þá veru að þeir fái að selja áfengi í matvöruverslun- um. Landssambandið bendir á að meðalaldur Dana, einu Norður- landaþjóðarinnar sem leyfir sölu þessa lögleyfða vímuefnis í mat- vörubúðum, var sjötti hæstur fyrir 30 árum. Nú hafa þeir fallið í 21. sæti og kennir félagsmálaráðherra þeirra drykkju og reykingum um. Landssambandið hvetur alþingis- menn og allan almenning til að slá skjaldborg um skynsamlega áfeng- ismálastefnu og gjalda varahuga við áróðri þeirra sem hyggjast græða á áfengissölu og láta sig engu skipta heill og hag þjóðarinn- ar. 22. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu vekur athygli á niður- stöðum rannsókna á áfengismálum, sem hafa verið gerðar af vísinda- mönnum víða um heim og komið á framfæri af Heilbirgðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að árangursríkustu forvarnir gegn aukinni áfengisneyslu er verð- lagning áfengis, áfengiseinkasala, aldurstakmörk til áfengiskaupa, lögregluaðgerðir og reglur um áfengisveitingaleyfi. Þetta ætti fólk að hafa í huga, þegar það er að vega og meta aðgerðir til að minnka áfengisneyslu. 22. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu óskar öllum lands- mönnum áfengislausra gleðilegra jóla. Jafnframt skorar þingið á alla þá sem komnir eru til vits og ára að leggja sig fram á komandi ári við að draga úr áfengisneyslu og því böli sem henni fylgir. Við skulum ávallt hafa í huga, hvert og eitt okkar, að sýna þeim börnum og unglingum, sem í kring- um okkur eru og við erum að ala upp, gott fordæmi. Með því stuðlum við best að gæfuríku, gleðilegu og hamingjuauðugu nýju ári. Gerum árið 1997 að ári minnkandi áfengis- neyslu, fækkandi slysa, minnkandi ofbeldis, harmleikja og tára. Gerum það að ári aukinnar hagsældar og hamingju. Guð blessi og varðveiti íslenska þjóð á árinu 1997. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Jólastund á Bókasafninu í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. BÓKASAFN Vestmannaeyja er með sögustundir fyrir börn, á aldrinum þriggja til sex ára, á fimmtudögum yfir vetrartímann. Sögustundir eru bæði fyrir og eftir hádegi og eru yfirleitt á bilinu 15 til 40 börn sem mæta í hveija sögustund. Sú hefð hefur skapast að halda jólastund á að- ventunni og síðasta fimmtudag var jólastundin á Bókasafninu. Mættu þá um 70 börn og að sjálf- sögðu kom jólasveinn í heimsókn. Hann spjallaði við börnin og síð- an var sungið og dansað kringum jólatré við undirleik tveggja harmoníkuleikara. Engin saga var lesin í jóla- stundinni enda allir uppteknir af jólasveininum og uppátækjum hans og virtust börnin skemmta sér vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.