Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 63
FRETTIR
ASKASLEIKIR.
Askasleikir á
Þjóðminjasafni
GOMLU íslensku jólasveinarnir verið hefur undanfarin ár. Aska-
koma í heimsókn einn af öðrum sleikir er sjötti og verður i safn-
á Þjóðminjasafn íslands eins og inu í dag kl. 14.
Selja merki í baráttu
gegn vímuefnum
Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík
Yfirlit helgarinnar 13. - 16. des.
Unglingsstúlka missti
stjórn á samkvæminu
FÉLAGIÐ Ungt fólk gegn vímu-
efnum er að hefja sína árlegu söfn-
un með sölu á barmmerkjum fé-
lagsins og stendur hún frá 15.-30.
desember.
Sölumenn félagsins ganga í
húys og verða fyrir framan helstu
verslunarstaði á höfuðborgar-
svæðinu.
Fimmtán þeirra ökumanna, sem
lögreglan þurfti að hafa afskipti
af um helgina, _eru grunaðir um
ölvunarakstur. í einu tilvikanna
hafði ökumaður lent í umferðaró-
happi áður en til hans náðist. Til-
kynnt var um tæplega 40 önnur
umferðaróhöpp og slys, 12 inn-
brot, 11 þjófnaði, 12 eignaspjöll
og 6 líkamsmeiðingar. Afskipti
voru höfð af 37 einstaklingum
vegna ölvunar og vista þurfti 50
í fangageymslunum, bæði vegna
þess og af öðrum ástæðum. Sextán
ökumenn voru kærðir fyrir of hrað-
an akstur, 4 fyrir að aka gegn
rauðu ljósi, 7 fyrir brot á stöðvun-
arskyldu og 4 ökumenn, sem svipt-
ir höfðu verið ökuréttindum, voru
stöðvaðir og færðir á lögreglustöð.
Þijátíu sinnum var kvartað yfir
hávaða og ónæði að næturlagi,
þ.a. 24 sinnum vegna hávaða innan
dyra í sambýlishúsum. Fíkniefni
komu við sögu í tveimur málum
helgarinnar.
A föstudagskvöld lögðu lög-
reglumenn hald á 6 gr af amfet-
amíni í íbúð við Hólmgarð. Einn
var handtekinn. Aðfaranótt sunnu-
dags fundust tvær E-töflur á
manni, sem handtekinn var á
Lækjartorgi eftir að hafa slegið
mann. Þann þurfti að flytja á slysa-
deild, en árásarmaðurinn var vi-
staður í fangageymslunum. Nokk-
uð var um að fólk meiddist er það
féll í hálku.
Miðborgin.
Um 1.500 manns voru í miðborg-
inni þegar flest var aðfaranótt
laugardags. Gott veður var framan
af kvöldi, en fólki fækkaði til muna
þegar snjóa fór og hvessa. Lítil
afskipti þurfti að hafa af fólki.
Unglingar sáust ekki á svæðinu,
hvorki þá nótt né aðfaranótt sunnu-
dags. Þá voru um 1.800 manns þar
þegar flest var. Kalt var í veðri og
nokkur vindur. Fólk staldraði stutt
við, enda voru pylsusölur lokaðar.
Það er mat lögreglumanna að sú
ráðstöfun hafi haft mikið að segja
um tiltölulega gott ástand mála í
miðborginni þessa helgi.
Missti stjórn á
samkvæminu
Aðfaranótt laugardags aðstoð-
uðu lögreglumenn unglingsstúlku
við að ryðja heimili hennar, en hún
var þar með samkvæmi, sem hún
hafði misst tökin á. Fleiri höfðu
gert sig heimakomna en búist hafði
verið við. Enn á ný eru foreldrar
hvattir til að skilja ekki börn sín
eftir eftirlitslaus heima við slíkar
aðstæður. Undir morgun þurfti að
vísa 30 manns út úr samkvæmi í
húsi við Miklubraut.
Innbrot
Tveir 16 ára piltar voru hand-
teknir á Tjarnarstíg aðfaranótt
sunnudags. Þeir höfðu farið inn í
12 bifreiðir á Seltjarnarnesi og auk
þess grunaðir um að hafa brotið
rúðu í leikskóla. Piltarnir voru
færðir á lögreglustöð til yfir-
heyrslu. Auk þessa var brotist inn
í geymslu húss við Smyrilshóla,
verslun við Amarbakka, bílskúr við
Vífilsgötu, íbúð við Holtsgötu, bif-
reiðir við Grenimel, Tryggvagötu,
Hallveigarstíg, Grundarstíg og
Ægisgötu og í skóla við Dalbraut.
Tveir menn voru handteknir að-
faranótt laugardags í Lönguhlíð
eftir að sést hafði til þeirra vera
að fara inn í bifreiðir við Skipholt.
Fíkniefnaeftirlit
Á síðustu tveimur mánuðum
hafa lögreglumenn haft afskipti af
125 einstaklingum vegna fíkni-
efnamála í 78 tilvikum. Þá hafa
þeir og tekið þátt í 21 húsleit og
framkvæmt 36 leitir í ökutækjum.
I 38 tilvikum fundust fíkniefni og
áhöld til neyslu þeirra.
Það sem af er árinu hefur verið
lagt hald á rúmlega 36 kg af hassi,
tæplega 4 kg af marijuana, 216
gr af hassolíu. 115 gr af kannabis-
fræjum, 1020 kannabisplöntur, um
6 kg af amfetamíni, 808 amfeta-
míntöflur, 1.530 E-töflur, tæplega
eitt kg af kókaíni og 261 LSD
skammt, auk 2.502 stera, 5.540
lyfjataflna og rúmlega 6.000 stk.
af sveppum.
Vistanir í fangageymslu
Á síðasta ári höfðu lögreglu-
menn skv. dagbók afskipti af
4.961 einstaklingi vegna ölvunar
eingöngu. Á þau tilvik voru ritaðar
1.590 skýrslur skv. kæruskrá. Þró-
unin hefur sýnt að afskiptum lög-
reglu af ölvuðu fólki hefur fækkað
jafnt og þétt frá árinu 1990. Þá
voru afskiptin alls 7.440 og fjöldi
skýrslna varðandi þau mál var þá
2.645. Vistunum vegna ölvunar í
fangageymslum lögreglunnar hef-
ur jafnframt fækkað á undanförn-
um árum í sama hlutfalli. Á árinu
1995 þurfti að vista þar 1.457 ein-
staklinga vegna ölvunar, en þeir
voru 3.160 árið 1990. Heildarfjöldi
vistana í fangageymslunum árið
1990 var 5.526, en 3.329 árið
1995.
Af aldursskiptingu heildarfjöld-
ans, þ.e. af sérhverri ástæðu til
vistunar, má sjá að 16 ára og
yngri voru 152 talsins árið 1990,
en þeir voru 102 talsins árið 1995.
Börn undir 16 ára aldri hafa ekki
verið vistuð í fangageymslum lög-
reglunnar nema í algerum undan-
tekningartilvikum og þá í skamm-
an tíma undir eftirliti. Lög banna
ekki vistun barna í fangageymsl-
unum, en vinnureglur lögreglu
kveða á um að það skuli ekki gert
nema í neyðartilvikum.
Lögreglan vekur athygli fólks á
að fara varlega í meðferð flugelda
og blysa um áramótin. Fólk er
hvatt til að gæta hófs í áfengis-
neyslu um jól og áramót.
Jólapottur
Hjálpræðis-
hersins á
Laugavegi 25
HIN árlega jólasöfnun Hjálpræðis-
hersins á íslandi er hafin. Eins og
undanfarna áratugi mun Hjálp-
ræðisherinn leitast við að styðja
og styrkja þá sem minna mega
sín í þjóðfélaginu.
Þeir sem eiga leið um Lauga-
veginn nú fyrir jólin eiga þess
kost að láta peninga af hendi
rakna en söfnunarkassi Hjálpræð-
ishersins „Jólapotturinn" er sem
fyrr staðsettur fyrir framan leik-
fangaverslunina Liverpool sem nú
er á Laugavegi 25. Þeim fer sí-
fellt fjölgandi sem til Hjálpræðis-
hersins leita og þörfin nú er brýnni
en áður, segir í frétt frá Hjálpræð-
ishemum.
-----♦ ♦ ♦--
Rætt um EES-
samninginn
og íslensk
stjórnmál
ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há-
skólans og Félag stjómmálafræð-
inga halda fund vegna útgáfu bók-
arinnar Áfangi á Evrópuför, EES
og íslensk stjórnmál. Bókin fjallar
um stefnumótun flokkanna og af-
stöðu þeirra til EES-samningsins
en punkturinn er settur við árið
1994.
Ólafur Stephensen, höfundur
bókarinnar, mun kynna efni bók-
arinnar og Árni Bergmann rit-
stjóri ræðir um EES-málið og ís-
land. Fundurinn verður haldinn í
Odda, Háskóla íslands, stofu 101,
á morgun, miðvikudag, og hefst
kl. 17.15.
------» ♦ ♦-----
Fyrirlestur
um náttúrufar
í Vermont
FUNDUR verður haldinn í Félagi
landfræðinga þriðjudaginn 17.
desember og hefst hann kl. 20.30
í stofu 101 í Odda.
Dr. Margaret G. Ottum mun í
máli og myndum lýsa staðháttum,
náttúrufari og menningu í Verm-
ont-ríki í Bandaríkjunum.
Vermont er eitt af smærri ríkj-
um Bandaríkjanna, aðeins 25.000
ferkílómetrar og íbúar eru rúm-
lega hálf milljón. Vermont fékk
ríkisréttindi 1791 og er eitt af
Nýja Englands ríkjunum og vin-
sælt ferðamannaland. Dr. Ottum
mun sérstaklega ræða umhverfis-
og ferðamál í ríkinu.
Félagsmenn eru hvattir til að
mæta og taka með sér gesti, allir
velkomnir.
Brettabíó
í Norræna
húsinu
GLÆNÝ íslensk hjólabrettamynd
verður frumsýnd í Norræna húsinu
miðvikudagskvöldið 18. desember
kl. 20.30 en myndin hefur verið í
smíðum síðustu mánuði og einnig
verða sýnd nýjustu snjóbretta-
myndirnar frá X-treme video.
íslenska rapphljómsveitin Qua-
rashi tekur nokkur lög af nýút-
komnum diski sínum „Switch-
stance".
Miðaverð er 300 kr. og miða-
sala fer fram í Týnda hlekknum,
Hafnarstræti 16 og KRÍM, Lauga-
vegi 12.
-----*—»—»-----
Tónleikar
á Gauknum
ANNA Halldórsdóttir ásamt
hljómsveit sinni og hljómsveitin
Dead Sea Apple verða með tón-
leika á Gauk á Stöng í kvöld,
þriðjudagskvöldið 17. desember.
Bæði Anna og Dead Sea Apple
sendu frá sér geisladisk fyrir þessi
jól og gefst fólki nú kostur á að
hlýða á efni þessara hljómplatna.
Anna Halldórsdóttir mun hefja
tónleikana um kl. 22.30 og Dead
Sea Apple mun svo taka við af
henni og spila til lokunar.
GENGIÐ frá fatnaði til Vilnius,
Söfnuðu fatnaði handa
bág'stöddum í Vilnius
KIWANISFÉLAGAR úr tíu
klúbbum Eddusvæðis stóðu fyrir
fatasöfnun til handa bágstöddum
í Vilnius í Litháen í lok nóvember-
mánaðar. Ákveðið var að fara út
í þetta sameiginlega verkefni þeg-
ar fréttir bárust af ömurlegum
fatabúnaði fanga í fangelsinu í
Vilnius.
Það var fráfarandi heimsforseti
Kiwanishreyfingarinnar, Eyjólfur
Sigurðsson, sem átti þess kost að
skoða allar aðstæður í þessu fang-
elsi og sjúkrahúsi þess fyrr í
haust.
„Þarna vantaði nánast allt til
alls, hjúkrunaráhöld, hjúkrunar-
vörur, legu- og aðgerðarrúm,
ábreiður og fatnað. ... Heima-
menn í Vilnius segja að úrbætur
í málefnum fanga og margra ann-
arra sem við þröngast kost búa
séu ekki á forgangslista stjórn-
valda,“ segir í fréttatilkynningu.
Eins og fyrr segir vildu Kiwan-
isfélagar á Eddusvæði leggja sitt
af mörgum til hjálpar við þessar
kringumstæður. Á nokkrum dög-
um söfnuðust hátt í fjögur tonn
af fatnaði sem nú hefur verið
sendur út, áleiðis til Vilnius. í
Vilnius munu kiwanisfélagar bú-
settir þar taka við sendingunni
og sjá um dreifingu hennar. Allur
karlmanna- og hlífðarfatnaður fer
til fangelsisins en annar fatnaður
fer til bágstaddra í borginni.
Það voru eftirtaldir klúbbar
sem tóku þátt í þessari söfnun:
Korri Ólafsvík, Kirkjufell Grund-
arfirði, Smyrill Borgarnesi, Jöklar
Borgarfirði, Þyrill Akranesi, Vífíll
Reykjavík, Katla Reykjavík, Jörfi
Reykjavík og Höfði Reykjavík.