Morgunblaðið - 20.02.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 20.02.1997, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingnr „Japansloðnan“ fór í bræðslu að hluta til í sumar FRYSTING loðnu á Japansmarkað hefur gersamlega brugðist á þessari vertíð, sökum mikillar smáloðnu í afla. Miklar vonir voru bundnar við vertíðina enda loðnustofninn sjaldan verið stærri. Menn leita nú skýringa á lágu hlutfalli stóru loðnunnar í hrygningargöngunni og telja margir að góð veiði á eldri árgöngum loðn- unnar síðastliðið sumar hafi haft áhrif á stærðarsamsetningu hennar nú. Skiptar skoðanir eru þó um þetta meðal loðnuskipstjóra. Loðnuvertíðin síðasta sumar gekk mjög vel, alls veiddust tæp 500 þús- und tonn og fór loðnan að mestu í bræðslu. Loðnan sem fékkst í sumar þótti mjög væn og er það álit margra að þar hafi verið veidd uppistaðan af stóru ioðnunni sem menn vonuð- ust til að fá í vetur og frysta á Jap- ansmarkað. Ljóst er að hér hafa menn orðið af miklum verðmætum. Hluti fjögurra ára loðnunnar veiddur í sumar Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknarstofnun, segir að líklega hafi hluti af stóru loðn- unni verið veiddur í sumar og farið í bræðslu. Það sé ekki hægt að úti- loka að þegar sumarveiðar gangi vel sé loðnan sem gangi til hrygningar heldur smærri. Sveinn segist hins- vegar ekki hafa skoðað sýni frá því í sumar með þetta atriði sérstaklega í huga. „ Sumarveiðar hafa verið mjög litlar síðustu ár. Ég hef ekki skoðað samband á milli hlutfalls stórrar loðnu í hrygningargöngu í janúar og febrúar annarsvegar og hversu miklar sumarveiðarnar hafa verið hinsvegar. En loðnan sem fékkst í sumar var stór og falleg að sögn loðnuskipstjóra. Sjálfsagt hefur þá verið veiddur hluti af þeirri loðnu sem hefði skilað sér tii hrygningar í vetur og þar af leiðandi er hún ekki eins áberandi í aflanum núna og þegar sumarveiðarnar hafa verið minni,“ segir Sveinn. Sveinn segir að hér sé um að ræða hluta af íjögurra ára loðnu og stærsta hlutann af þriggja ára loðn- unni. „Uppistaðan í sumarveiðunum er tveggja og þriggja ára loðna. Loðnan er sögð eiga afmæli um ára- mót þannig að núna er talað um þessa loðnu sem þriggja og fjögurra ára, sem hefur verið uppistaðan í þeim afla sem vanalega er frystur á Japansmarkað. Stærsta loðnan í þessum árgöngum hefði því átt að skila sér aftur inn á grunnið í byijun febrúar," segir Sveinn. Raddir hafa verið uppi um að banna loðnuveiðar á ákveðnum tíma- bilum til að hlutfall stórrar loðnu í aflanum verði meira á þeim tíma sem hún er hvað verðmætust. Sveinn segir að þegar stofninn sé stór og kvótaúthlutun leyfi miklar veiðar, séu engin fiskifræðileg rök fyrir veiðibanni. Stofninn sé sterkur og hafi verið skynsamlega nýttur fram að þessu. „Þar yrðu að iiggja fyrir einhverskonar hagfræðileg rök. Magn heilfrystrar hrygnu sem fer á Japansmarkað er hlutfallslega mjög lítið af heildarkvóta. Núna var geta ráð fyrir að frysta um 40 þúsund tonn á Japansmarkað en á sum- arveiðunum voru veidd tæplega 800 þúsund tonn, þar af var langmestur hlutinn veiddur af okkur íslending- um. Hefði þessi loðna ekki verið veidd í sumar þá hefði hún ekki komið á land. Afkastageta flotans og verksmiðja á þessum stutta tíma eftir áramót, ræður ekki við þetta magn. Því hefði þessi loðna að mest- um hluta gengið sína hefðbundnu slóð, hrygnt og síðan drepist," segir Sveinn. Vorveiðarnar gætu haft áhrif „Það eru margar kenningar á lofti þessa dagana," sagði Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE, þegar Morgunblaðið innti hann álits. „Það getur verið að sumarveiðarnar hafi haft einhver áhrif á stærð hrygningarloðnunnar. Loðnan sem fékkst norður í hafi í sumar var væn og gæti þess vegna hafa verið þessi fjögurra ára loðna sem menn vilja fá meira af núna. En það getur líka allt eins hafa ver- ið hængur, því að á sumrin eru hængurinn og hrygnan alveg eins. Eins er það spurning hvort veiðar við Snæfellsnes í fyrravor hafi haft áhrif. Þá var veidd loðna sem lifði af hrygninguna og er að koma fjög- urra ára gömul upp í hrygningu núna og er mjög væn. Það er vissu- lega mjög litið hlutfall af loðnunni sem lifír af hrygninguna, en það er einnig mjög lítið af heildarveiðinni sem er fryst á Japansmarkað, aðeins um 30-40 þúsund tonn af milljón," sagði Guðmundur. Loðnan gæti verið að aféta sig „Ég fellst ekki á þá skýringu að stóra loðnan hafi verið veidd í sum- ar,“ segir Grétar Rögnvarsson, skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni SU. „Sum- arið 1991 var góð loðnuveiði og þá fékkst Iíka stór loðna. Loðnan sem gekk upp að landinu þá um veturinn var einnig mjög góð. Við fengum mjög stóra og fallega loðnu vestur á Hala í nóvember síðastliðnum, þannig að hún hefur ekki klárast í sumar. Auk þess fengum við stóra loðnu í flottroll í Rósagarðinum í janúar. Það er miklu sennilegri skýr- ing að loðnan hafí blandast smærri loðnu. Mér fínnst heldur ekki ólíkleg sú skýring að loðnustofninn sé svo mikið stærri en gert er ráð fyrir að hann sé farinn að aféta sig,“ segir Grétar. Grétar telur ekki rétt að banna veiðar á ákveðnum árstímum til að freista þess að fá stærri loðnu í hrygningargönguna. „Við ættum frekar að einbeita okkar að því að klára þá kvóta sem við höfum. Það stefnir allt í það að við brennum inni með hann núna eins og fyrri daginn," segir Grétar. Mikið af loðnu brætt á Eskifirði ALLS hefur verið tekið á móti 40 þúsund tonnum af loðnu í bræðslu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar frá áramótum og þegar er búið að frysta um 3.500 tonn, bæði á Rússlands- og Japansmarkað. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri HE, segir að þó að frystingin á Japans- markað hafí farið fyrir ofan garð og neðan á þessari vertíð, hafi það ekki mjög mikil áhrif á rekstur fyrirtækis- ins. „Við bræðum þessa loðnu og verð á mjöli og lýsi er mjög hagstætt þessa dagana. Þannig að þetta er langt frá því að vera tapaður peningur. Auk þess höfum við fryst mikið af loðnu á Rússlandsmarkað og það er ekki mikill verðmunur á þeirri loðnu og smáloðnunni sem Japanir kaupa. Það hefur komið fyrir áður að loðnan hefur verið smá á þessum tíma en það kemur önnur vertíð á eftir þess- ari. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Aðalsteinn. Reuter HUBBLE-sjónaukinn svífur upp úr viðgerðarlest geimferjunnar Discovery í gærmorgun. Hubble í endumýj- un lífdaga Houston. Reuter. GEIMFARAR á bandarísku geimfeijunni Discovery luku í gærmorgun endurbótum á Hubble-stjörnusjónaukanum og slepptu honum aftur á braut um jörðu, 15 kílómetrum hærra en hann var áður. Endurbæturnar voru sagðar hafa gengið að óskum en alls voru geimfararnir utan ferjunn- ar í 33 klukkustundir við að skipta um og endurbæta tækja- búnað sjónaukans. Kostnaður- inn nemur 350 milljónum doll- ara og er þá ekki tekið tillit til kostnaðar við geimskot ferjunn- ar. Þar sem Hubble hefur gengið í endurnýjun lífdaga á sjónauk- inn að geta tekið mun betri myndir af óravíddum geimsins en áður. Bíða vísindamenn á jörðu niðri spenntir eftir niður- stöðunum. Við tekur stilling og endurforritun tækjabúnaðarins frá jörðu og er gert ráð fyrir að sjónaukinn starfi með eðli- Iegum hætti eftir 3-4 vikur. Búist er við að fyrstu myndirnar berist frá Hubble eftir um 10 vikur. Gert var ráð fyrir fjórum geimgöngum vegna endurbót- anna á Hubble en þeirri fimmtu varð að bæta við til þess að gera við skemmdir á silfurhjúp sjónaukans sem endurvarpar sólarljósi og ver hann hita- skemmdum. Til þess að ráða fram úr því gripu geimfararnir það sem hendi var næst; umbúð- ir, rafmagnsvír og fallhlífar- streng. Næsta viðhaldsferð til Hubble er ráðgerð eftir tvö ár og með reglulegu viðhaldi er búist við að sjónaukinn verði í fullri notk- un a.m.k. til ársins 2005. Disco- very er væntanleg til jarðar á morgun, föstudag, og mun lenda í myrkri í Flórída. Norska dómsmálaráðuneytið Innlimun Schengen í ESB ekki vandamál NORSKA dómsmálaráðuneytið er hlynnt því að halda áfram vega- bréfasamstarfi við aðildarríki Schengen-samkomulagsins þótt svo fari að það verði innlimað í stofn- sáttmála Evrópusambandsins. Aftenposten hefur eftir Oystein Mæland, aðstoðarráðherra í dóms- málaráðuneytinu, að Noregur hafi hagsmuni af samstarfi við ESB um sameiginlegt landamæraeftirlit og baráttu gegn glæpum. Þetta eigi við burtséð frá því hvort núverandi milliríkjasamstarf í Schengen flytj- ist á vettvang ESB og ekki skipti heldur öllu máli í hvaða formi sam- starfíð verði innlimað í sambandið. Ummæli Mælands þykja til marks um öllu jákvæðari afstöðu en fram hefur komið hjá Bjorn Tore Godal utanríkisráðherra, sem hefur sagt að yrði Schengen inn- limað í ESB myndi það hafa í för með sér vandamál og hugsanlega breyta afstöðu Noregs til sam- starfsins. Aftenposten hefur eftir diplómöt- um i Brussel að það verði æ lík- legra að Sehengen-samkomulagið verði hluti af stofnsáttmála ESB, þótt enn séu ýmis ljón í veginum. Fari svo, sé fullur vilji til að halda áfram samstarfi við Island og Nor- eg. Boðin samvinna við Europol Frá því var greint í Stavanger Aftenblad fyrir skömmu að Noregi hefði verið boðið samstarf við | Europol, Iögreglusamvinnustofnun . Evrópu, í tengslum við væntanlega ' aðild að Schengen-samkomulaginu. í Blaðið hefur eftir Willy Bruggeman, næstráðanda í höfuðstöðvum Europol í Haag, að ESB geti ekki barizt gegn skipulagðri glæpastarf- semi í Norður-Évrópu án samstarfs við Noreg. Búast megi við að norsku lögreglunni verði boðið að hafa tengiliði í höfuðstöðvum stofnunar- innar og vinna með starfsliði Europ- | ol í ákveðnum málum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra segir að aðild íslands að p Schengen muni hafa í för með sér einhvers konar lögreglusamvinnu við aðildarríki ESB, en ekki hafi verið ákveðið í hvaða formi hún verði. Hann segir að samstarf við Europol sé einn þeirra kosta, sem þurfí að skoða, en ennþá hafi ekk- ert verið ákveðið í þeim efnum. Samþykkja vítur á fram- kvæmdastjómina og Breta Strassborg. Reuter. ÞRIR framkvæmdastjórnarmenn Evrópusambandsins, þau Emma Boninon, sem fer m.a. með neyt- endamál, Jacques Santer forseti framkvæmdasljórnannnar og Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál, silja undir skömmum þingmanna á Evrópu- þinginu í fyrradag. Þingið sam- þykkti í gær vítur á fram- kvæmdastjórnina og brezk stjórnvöld fyrir meðferð þeirra á kúariðumálinu með 422 at- kvæðum gegn 49, en 48 þing- menn sátu hjá. í þingsályktuninni, sem hlaut samþykki, gagnrýnir þingið „framkomul brezku ríkisstjórn- arinnar og meðferð hennar á kúariðumálinu og harmar að landbúnaðarráðherra Bretlands hafi neitað að bera vitni fyrir [þing]nefndinni.“ Jafnframt er skorað á fram- kvæmdastjórnina að grípa þegar í stað til aðgerða til að tryggja að neytendum stafi ekki ógn af sjúkdómum á borð við kúariðu. Ella er framkvæmdasljórninni hótað vantrausti, sem hefði í för með sér að hún yrði að segja af sér í heilu lagi. Bundnar eru vonir við væntan- legar aðgerðir framkvæmda- stjórnarinnar í heilbrigðismál- um, sem Bonino á að stýra. Land- búnaðardeild framkvæmda- stjórnarinnar, sem Fischler stýr- ir, þykir hins vegar hafa farið illa út úr kúariðumálinu. í I \ I í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.