Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D/E/F 57. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 9.000 ára gamall ættingi London. Reuter. BRESKIR vísindamenn hafa með DNA- rannsóknum fundið lifandi ættingja manns, sem uppi var fyrir 9.000 árum. Hér er því um að ræða lengsta ættlegg, sem sögur fara af. 'Vísindamennimir tóku DNA-sýni úr beinagrind, sem fannst í helli í Suðvest- ur-Englandi og kunn er sem Cheddar- maðurinn. Báru þeir síðan sýnið saman við sýni úr fólki, sem býr á þessu svæði, og sér til mikillar furðu fundu þeir næstum nákvæma samsvörun í rúmlega fertugum sögukennara, Adrian Targett að nafni. „Þeir hafa átt sama forföður fyrir um 10.000 árum og eru því skyldir," sagði Bryan Sykes, sem starfar við sam- eindafræðistofnun læknaskólans í Ox- ford, en samburðarsýnin voru tekin úr fólki, sem á ættir sínar að rekja til þessa svæðis aftur í gráa forneskju. Er nú verið að gera sjónvarpsþátt um þessa uppgötvun. Vísindamennirnir segja, að enginn vafi leiki á um niðurstöðuna en beina- grindin fannst árið 1903. Er hún af karlmanni og hafði verið grafin í eins konar klefa í helli í Cheddar Gorge í Somerset. Targett segist fagna þessum forna frænda sínum og hefur nú sett hann inn í ættartöluna. Ljósmyndir bannaðar Kabúl. Reuter. TALEBAN-hreyfingin í Afganistan, sem heldur um stjórnartaumana í Kabúl, til- kynnti í gær, að hér eftir væri bannað að taka ljósmyndir eða kvikmyndir af lifandi verum. „Taka ljósmynda eða kvikmynda af lifandi verum er bönnuð samkvæmt íslömskum lögum og þau gilda í Afganist- an,“ sagði í tilkynningu afganska utan- ríkisráðuneytisins. Síðan Talebanar komu fyrst við sögu í Afganistan fyrir rúmum tveimur árum hafa þeir barist gegn ljósmyndun og sjónvarpi og algengt er, að þeir efni til „opinberrar aftöku" og „hengi“ sjónvörp á táknrænan hátt. Framkvæmd bannsins er raunar dálít- ið skrítin stundum því nýlega fengu franskir sjónvarpsmenn að taka upp viðtal við háttsettan mann í utanríkis- ráðuneytinu. Að einu leyti er þó engin undantekning á og það á við um mynda- tökur af konum. Talebanar hafa einnig skipað körlum að láta sér vaxa skegg og í síðustu viku var tilkynnt, að yrði einhver uppvís að því að skera skeggið, yrði honum refsað harðlega. Ættleiðingar og riftun Morgunblaðið/Ámi Sæberg Beðið eftir bitanum ÞÓTT þrösturinn sé farfugl hafa margir vet- ursetu og vonandi tekst flestum þeirra að þreyja bæði þorrann og góuna fram á vor. Þessir tveir voru á vappi í miðbænum í Reykjavík og ekki annað að sjá en þeir séu vel haldnir. Israelar æfir út í Evrópuríki Jerúsalem, Gaza. Reuter. STJÓRNVÖLD í ísrael hafa gagn- rýnt Evrópuríkin harðlega fyrir að standa að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ísra- elar eru hvattir til að hætta við áform um íbúðabyggingar í Austur- Jerúsalem. Beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi gegn henni en Palest- ínumenn segja, að það muni spilla fyrir friðarferlinu í Miðausturlönd- um. Bretar, Frakkar, Portúgalir og Svíar stóðu að ályktuninni og fékk hún 14 atkvæði eða allra nema Bandaríkjamanna. Freddy Eytan, ráðgjafi Davids Levy, utanríkisráð- herra Israels, sagði í gær, að af- staða Evrópuríkjanna væri einhliða og gerði það ekki líklegt, að fulltrú- ar þeirra gætu miðlað máium í Mið- austurlöndum. Fagnaði hann af- stöðu Bandaríkjanna en þótt sendi- herra þeirra hjá SÞ, Bill Richard- son, felldi ályktunina, þá gagnrýndi hann ísraelsstjórn harðlega bæði fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna. Fyrir allsherjarþingið Nabil Abu Radaineh, ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, sagði í gær, að með því að beita neitunarvaldi hefðu Banda- ríkjamenn spillt fyrir friðarferlinu í Miðausturlöndum. Búist er við, að ályktunin verði lögð fyrir allshetjar- þingið. Uppreisnarmenn í Albaníu búast til átaka við herinn Sarande. Reuter. MEIRI skipan hefur komist á uppreisnina í Albaníu eftir að fyrrverandi foringjar í hernum tóku að sér stjórnina. Hafa þeir skipað fyrir um afvopnun unglinga yngri en 18 ára og hafa látið grafa skotgrafir uppi á hæðadrögum og við þá bæi og borgir í suðurhluta landsins, sem eru á valdi andstæðinga Sali Berisha for- seta. „Það verður ekkert meira um ástæðulausa skothríð og vopnin verða tekin af fólki undir 18 ára aldri,“ sagði Davar, fyrrverandi foringi í hernum, á útifundi i borginni Sarande í gær. Jafnframt hafnaði hann boði Berisha um sakaruppgjöf gegn því, að uppreisnarmenn legðu niður vopn fyrir fimm á sunnudags- morgni. Uppreisnarmenn í suðurhlutanum eru að búa sig undir átök við stjórnarherinn og hafa GET ÉG FENGIfl VINNU? -------------2r grafið skotgrafir, komið upp fjarskiptasam- bandi og dulbúið stórskotaliðsvopn, sem tekin hafa verið úr vopnabúrum hersins. Stjórnar- herinn ræður einu aðflutningsleiðinni til Sar- ande á landi en feija hefur flutt vistir til bæjarins frá grísku eynni Korfu, sem er skammt undan. Vilja flýja land Þegar ferjan kom til Sarande í gær reyndu hundruð manna að fara um borð í von um að komast þannig til Grikklands en vopnað- ir menn komu í veg fyrir það með mikilli skothríð upp í loftið. Líklega myndi stór hluti Albana flýja land ef hann gæti og er- lendir fréttamenn eru oft beðnir að greiða fyrir því að fólk fái vegabréfsáritun til Grikk- lands. GERUMÞAÐSEM VIÐ GERUMBEST „Ef þú getur útvegað mér vegabréfsáritun til Grikklands skal ég gefa þér Kalashnikov- riffilinn minn og tíu handsprengjur," sagði ungur maður í Sarande. Viðbúnir hörmungnm Tveir læknar frá Kýpur voru á leið til Alban- íu í gær með lyf og önnur sjúkragögn en mikill skortur er á þeim í Albaníu og einkum á þeim svæðum, sem uppreisnarmenn ráða. Læknar í Sarande segjast viðbúnir miklum hörmungum komi til átaka milli stjórnarhers- ins og uppreisnarmanna. Evrópuríkin hafa vaxandi áhyggjur af ástandinu í Albaníu og í gær kom þangað nefnd manna frá Evrópusambandinu með Franz Vranitzky, fyrrverandi kanslara Austurríkis, í forsæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.