Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D/E/F
57. TBL. 85. ÁRG.
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
9.000 ára
gamall
ættingi
London. Reuter.
BRESKIR vísindamenn hafa með DNA-
rannsóknum fundið lifandi ættingja
manns, sem uppi var fyrir 9.000 árum.
Hér er því um að ræða lengsta ættlegg,
sem sögur fara af.
'Vísindamennimir tóku DNA-sýni úr
beinagrind, sem fannst í helli í Suðvest-
ur-Englandi og kunn er sem Cheddar-
maðurinn. Báru þeir síðan sýnið saman
við sýni úr fólki, sem býr á þessu svæði,
og sér til mikillar furðu fundu þeir
næstum nákvæma samsvörun í rúmlega
fertugum sögukennara, Adrian Targett
að nafni.
„Þeir hafa átt sama forföður fyrir
um 10.000 árum og eru því skyldir,"
sagði Bryan Sykes, sem starfar við sam-
eindafræðistofnun læknaskólans í Ox-
ford, en samburðarsýnin voru tekin úr
fólki, sem á ættir sínar að rekja til þessa
svæðis aftur í gráa forneskju. Er nú
verið að gera sjónvarpsþátt um þessa
uppgötvun.
Vísindamennirnir segja, að enginn
vafi leiki á um niðurstöðuna en beina-
grindin fannst árið 1903. Er hún af
karlmanni og hafði verið grafin í eins
konar klefa í helli í Cheddar Gorge í
Somerset. Targett segist fagna þessum
forna frænda sínum og hefur nú sett
hann inn í ættartöluna.
Ljósmyndir
bannaðar
Kabúl. Reuter.
TALEBAN-hreyfingin í Afganistan, sem
heldur um stjórnartaumana í Kabúl, til-
kynnti í gær, að hér eftir væri bannað
að taka ljósmyndir eða kvikmyndir af
lifandi verum.
„Taka ljósmynda eða kvikmynda af
lifandi verum er bönnuð samkvæmt
íslömskum lögum og þau gilda í Afganist-
an,“ sagði í tilkynningu afganska utan-
ríkisráðuneytisins. Síðan Talebanar
komu fyrst við sögu í Afganistan fyrir
rúmum tveimur árum hafa þeir barist
gegn ljósmyndun og sjónvarpi og algengt
er, að þeir efni til „opinberrar aftöku"
og „hengi“ sjónvörp á táknrænan hátt.
Framkvæmd bannsins er raunar dálít-
ið skrítin stundum því nýlega fengu
franskir sjónvarpsmenn að taka upp
viðtal við háttsettan mann í utanríkis-
ráðuneytinu. Að einu leyti er þó engin
undantekning á og það á við um mynda-
tökur af konum. Talebanar hafa einnig
skipað körlum að láta sér vaxa skegg
og í síðustu viku var tilkynnt, að yrði
einhver uppvís að því að skera skeggið,
yrði honum refsað harðlega.
Ættleiðingar
og riftun
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Beðið eftir bitanum
ÞÓTT þrösturinn sé farfugl hafa margir vet-
ursetu og vonandi tekst flestum þeirra að
þreyja bæði þorrann og góuna fram á vor.
Þessir tveir voru á vappi í miðbænum í
Reykjavík og ekki annað að sjá en þeir séu
vel haldnir.
Israelar
æfir út í
Evrópuríki
Jerúsalem, Gaza. Reuter.
STJÓRNVÖLD í ísrael hafa gagn-
rýnt Evrópuríkin harðlega fyrir að
standa að ályktun í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna þar sem ísra-
elar eru hvattir til að hætta við
áform um íbúðabyggingar í Austur-
Jerúsalem. Beittu Bandaríkjamenn
neitunarvaldi gegn henni en Palest-
ínumenn segja, að það muni spilla
fyrir friðarferlinu í Miðausturlönd-
um.
Bretar, Frakkar, Portúgalir og
Svíar stóðu að ályktuninni og fékk
hún 14 atkvæði eða allra nema
Bandaríkjamanna. Freddy Eytan,
ráðgjafi Davids Levy, utanríkisráð-
herra Israels, sagði í gær, að af-
staða Evrópuríkjanna væri einhliða
og gerði það ekki líklegt, að fulltrú-
ar þeirra gætu miðlað máium í Mið-
austurlöndum. Fagnaði hann af-
stöðu Bandaríkjanna en þótt sendi-
herra þeirra hjá SÞ, Bill Richard-
son, felldi ályktunina, þá gagnrýndi
hann ísraelsstjórn harðlega bæði
fyrir og eftir atkvæðagreiðsluna.
Fyrir allsherjarþingið
Nabil Abu Radaineh, ráðgjafi
Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna, sagði í gær, að með því að
beita neitunarvaldi hefðu Banda-
ríkjamenn spillt fyrir friðarferlinu í
Miðausturlöndum. Búist er við, að
ályktunin verði lögð fyrir allshetjar-
þingið.
Uppreisnarmenn í Albaníu
búast til átaka við herinn
Sarande. Reuter.
MEIRI skipan hefur komist á uppreisnina í
Albaníu eftir að fyrrverandi foringjar í hernum
tóku að sér stjórnina. Hafa þeir skipað fyrir
um afvopnun unglinga yngri en 18 ára og
hafa látið grafa skotgrafir uppi á hæðadrögum
og við þá bæi og borgir í suðurhluta landsins,
sem eru á valdi andstæðinga Sali Berisha for-
seta.
„Það verður ekkert meira um ástæðulausa
skothríð og vopnin verða tekin af fólki undir
18 ára aldri,“ sagði Davar, fyrrverandi foringi
í hernum, á útifundi i borginni Sarande í
gær. Jafnframt hafnaði hann boði Berisha um
sakaruppgjöf gegn því, að uppreisnarmenn
legðu niður vopn fyrir fimm á sunnudags-
morgni.
Uppreisnarmenn í suðurhlutanum eru að
búa sig undir átök við stjórnarherinn og hafa
GET ÉG FENGIfl VINNU?
-------------2r
grafið skotgrafir, komið upp fjarskiptasam-
bandi og dulbúið stórskotaliðsvopn, sem tekin
hafa verið úr vopnabúrum hersins. Stjórnar-
herinn ræður einu aðflutningsleiðinni til Sar-
ande á landi en feija hefur flutt vistir til
bæjarins frá grísku eynni Korfu, sem er
skammt undan.
Vilja flýja land
Þegar ferjan kom til Sarande í gær reyndu
hundruð manna að fara um borð í von um
að komast þannig til Grikklands en vopnað-
ir menn komu í veg fyrir það með mikilli
skothríð upp í loftið. Líklega myndi stór
hluti Albana flýja land ef hann gæti og er-
lendir fréttamenn eru oft beðnir að greiða
fyrir því að fólk fái vegabréfsáritun til Grikk-
lands.
GERUMÞAÐSEM
VIÐ GERUMBEST
„Ef þú getur útvegað mér vegabréfsáritun
til Grikklands skal ég gefa þér Kalashnikov-
riffilinn minn og tíu handsprengjur," sagði
ungur maður í Sarande.
Viðbúnir hörmungnm
Tveir læknar frá Kýpur voru á leið til Alban-
íu í gær með lyf og önnur sjúkragögn en
mikill skortur er á þeim í Albaníu og einkum
á þeim svæðum, sem uppreisnarmenn ráða.
Læknar í Sarande segjast viðbúnir miklum
hörmungum komi til átaka milli stjórnarhers-
ins og uppreisnarmanna.
Evrópuríkin hafa vaxandi áhyggjur af
ástandinu í Albaníu og í gær kom þangað
nefnd manna frá Evrópusambandinu með
Franz Vranitzky, fyrrverandi kanslara
Austurríkis, í forsæti.