Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ —..........^» .........----------—— ___________ - ________________________________________________;____________________\ / ALDARGÖMUL teikning af húsi fyrir jarðskjálftasvæði á íslandi, þar sem reynt var að tengja saman íslenska torfbæinn og .jarðskjálftaeinangrunartækni 20. aldar“, sem nú hefur unnið sér sess í verkfræði. Skálinn hvílir á kúlu, sem liggur í nokkurs konar skál, auk fjögurra stálstoða með liðum. Umhverfis skálann eru göng. itM! •ýffl atrn,f ’fflaxBU pKxaJt JtnUltH >&-$.. iMnetfjzUh Jm /ifftmtýM-, /->#*. ■'»- “ ■' ri “ w ‘'*•' áj ta ‘j&. -i í' ? Vv { r ÞESSI skemmtilega 100 ára gamla teikning, sem hér er birt af húsi er miðaði að því að standast betur jarðskjálfta en fyrri byggingar, var aldrei byggt, enda úrlausnir á und- an sinni samtíð. Ekki er vitað hver hannaði hana, en henni fylgir greinargerð á dönsku, sem þó get- ur verið skrifuð af íslendingi. Yfir- skriftin er „Sovestue for Jord- skælvseigne paa Island“. Prófessor Ragnar Sigbjörnsson, sérfræðingur í jarðskjálftaverk- fræði, skoðaði teikninguna, sem geymst hefur hjá fyrrum Vita- og hafnamálaskrifstofu, nú Siglinga- stofnun, og þá væntanlega fyrst hjá Landsverkfræðingi og skýrði tildrög hennar og útfærslu: Nýstárleg hús fyrir jarðskjálftasvæði „Að áliðnu sumri árið 1896 gengu miklir jarðskjálftar yfir Suð- urlandsundirlendið og ollu mikilli eyðileggingu, bæjarhús hrundu og fjórir einstaklingar týndu lífi. Umfang tjónsins má að verulegu leyti rekja til þeirra byggingar- hátta sem tíðkuðust á þessum tím- um. Mikill meirihluti húsa var torf- hús sem stóðust jarðskjálftana fremur illa. Húsin skekktust og algengt var að þung torfþökin féllu. Þau timburhús sem til voru á þessum tíma virðast hafa staðist jarðskjálftana mun betur. í kjölfar skjálftanna voru gerðar tillögur um breytta byggingarhætti og tóku tillögurnar einkum mið af aukinni notkun timburhúsa á skjálftasvæð- unum.“ „Einnig kom fram tillaga um byggingu mjög nýstárlegra húsa Aldargamalt framúr- stefnuhús * I Suðurlandsslqálftanum 1896 hrundu torfbæimir. í kjölfaríð voru gerðar tillögur um breytta byggingarhætti. Til er merkileg teikning með tilliti tiljarðskjálfta, þar sem er framúrstefnuúrlausn með aðferðum sem síðar hafa mtt sér til rúms. Elín Pálmadótt- ir fékk þessa aldargömlu teikningu hjá Sigl- ingastofnun og útskýringar hjá Ragnari Sig- bjömssyni verkfræðiprófessor. eða svefnskála. í greinargerð með teikningunum af byggingunni seg- ir: „Markmið með tillögunni að svefnskála fyrir jarðskjálftasvæði á íslandi er að útvega fólki á þess- um svæðum heppilegt neyðarskýli, þar sem það getur dvalið á óróa- skeiðum fremur en undir berum himni.“ Enn fremur segir í greinar- gerðinni að hugmyndin að baki til- lögunni sé að byggja skála sem hafi eins litla snertingu við yfir- borð jarðar og frekast er mögulegt og í þeim punktum þar sem snert- ing við jörðina verði ekki umflúin komi sveigjanlegar tengingar. Af meðfylgjandi mynd má sjá að hönnuðurinn hefur leitast við að tengja saman bygg- ingarform hins ís- lenska torfbæjar og , j arðskj álftaeinangr- unartækni tuttugustu aldar“. Sjálfur svefn- skálinn er 12x12 fet að grunnfleti og byggður úr mjög traustum viðum. Skál- inn hvílir á kúlu, sem liggur í nokkurs konar skál, auk fjögurra stál- stoða með liðum. Um- hverfis skálann eru göng, sem eiga að veita aðgang að öðrum húsum eins og tíðkað- ist á þeim tímum. Sperrurnar sem bera þakið yfir göngunum hvíla annars vegar á skálanum og hins vegar á súlum með liðum. Þessi frágangur á að veija skálann fyrir skemmdum í jarðskjálftum. Kúlan á að tryggja að skálinn leiti í upphaflega stöðu þegar jarðskjálftinn hefur gengið yfir. Tekið er sérstaklega fram í greinargerðinni með teikningunni að gera verði ráð fyrir að göngin hrynji í miklum jarðskjálftum, en að frágangur þeirra sé með þeim hætti að þau ættu ekki að skemma sjálfan skálann. í greinargerðinni er vakin sérstök athygli á ofninum sem er sýndur á teikningunni og tekið fram að slíkan ofn megi ekki nota heldur beri að nota lágan ofn sem sé stöðugri. Þá er einnig vak- in athygli á því að heppilegt geti verið að reisa skálann án gang- anna, það er að segja einan sér. Það vekur athygli hversu mikla innsýn hönnuður þessarar tillögu virðist hafa haft í eðli og eiginleika jarð- skjálfta," segir Ragn- ar ennfremur. „Hann virðist til dæmis hafa litið á jarðskjálftann sem bylgjuhreyfingu á yfirborði jarðar. Enn fremur eru hugmyndir hans um notkun kúlu sem „einangrara“ réttar í grundvallar- atriðum. Þrátt fyrir það að þessi tillaga að jarð- skjálftaþolnum svefn- skála sé um margt hin athyglisverðasta virð- ist svo sem samtíminn hafi hafnað henni, meðal annars á þeirri forsendu að slíkt mannvirki yrði of kostnaðarsamt. Það sama er upp á teningnum nokkrum ára- tugum síðar, þegar einn af forvíg- ismönnum íslenskra verkfræðinga víkur að tillögunni í grein í Tíma- riti Verkfræðingafélagsins og dæmir hana sem óhagnýta. í dag hafa hins vegar hugmyndir um ,jarðskjálftaeinangrun“ unnið sér sess í verkfræði. Þess má geta til fróðleiks að nú, nálega einni öld eftir að þessar hugmyndir voru settar fram, eru nálega allar nýjar brýr á jarð- skjálftasvæðum hérlendis búnar sérstökum ,jarðskjálftalegum“ sem ætlað er að veija brýrnar skemmdum í jarðskjálftum. Enda þótt sá búnaður sem notaður er í dag sé all frábrugðinn þessum ald- argömlu tillögum er grundvallar- hugmyndin í raun sú hin sama,“ sagði Ragnar Sigbjörnsson í lokin. Ragnar Sigbjörnsson prófessor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.