Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 37 ÞÓRUNN SIG URÐARDÓTTIR arra á þessu sviði. Ætla má að það I hafi vakið furðu sumra að þessi " maður skuli hafa verið alinn upp í Flókadal. Sveinn og Unnur hófu búskap í Vestur-Fljótum og 1951 fluttust þau að Berglandi sem var nýbýli út úr jörðinni Berghyl, sem var í eigu foreldra Unnar og tengdafor- eldra Sveins. Það hefur reynst mörgum borg- arbúum erfitt að koma börnum sín- um í sveit á sumrin. Við nutum | þess að eiga frændur og vini í Fljót- um, hjá þeim fengum við sumar- dvöl fyrir strákana okkar. Við það hafa skapast varanleg vinatengsl við æskustöðvarnar og fólkið sem þar býr. Yngsti sonurinn, Stefán Ragnar, var mörg ár í sumardvöl á Berglandi hjá Unni og Sveini og æ síðan hafa þau litið á hann sem I sinn son. Tengslin við Unni og Svein hafa verið fastur þáttur í lífs- mynstri okkar í rúm 30 ár. ) Sveinn gekkst undir aðgerð í Reykjavík vegna btjóskeyðingar í mjaðmalið. Þessi aðgerð heppnaðist ekki eins og vænst var, sem orsak- aði fötlun og skerta hreyfigetu, það var því ekki hjá því komist að breyta lífsstíl og bregða búi. Jörð hafði áður verið seld Rafmagn- sveitu Siglufjarðar og nú keypti \ hún húsin en seljendumir fengu I afnot af íbúðarhúsinu um óákveð- inn tíma. Sveinn var langdvölum 9 undir læknishendi í Reykjavík og þjálfun í Hveragerði og Reykja- lundi, á þeim tíma hafði hann tengsl við okkar heimili. Þá gafst okkur kærkomið tækifæri til að endur- gjalda sumardvöl sonarins. Fyrir 6 árum keyptu þau hjónin notalega íbúð á Skógargötu 6 á Sauðárkróki. Þar voru okkar síð- j ustu samfundir síðla á liðnu sumri. Q Þá vorum við að fylgja til grafar — öðmm tendasyni hennar Jónu frá 9 Berghyl, Kristni Jónassyni, en hann hafði eins og Sveinn helgað sveit- inni sína starfskrafta og þá helst á sviði félagsmála. Jóna dvelur nú í hárri elli á öldrunardeild Sjúkra- húss Sauðárkróks, andlega hress, komin hátt á tíræðisaldur. Við hjónin höfum átt ótaldar ánægjustundir með þeim hjónum Unni og Sveini. í minningunni ber | hæst samveran í sveitinni okkar. Á m móti okkur var tekið líkt og þar væm þjóðhöfðingjar á ferð. Við keyrðum um sveitina og nærliggj- andi staði og kynntum okkur tækninýjungar í búskaparháttum. Fundum kennileiti sem geyma minningar frá þeim tíma er við lék- um okkur þar sem börn. Þá má ekki gleyma öllum gjöfunum sem • höfðu að geyma lostæti, svo rausn- arlega útilátið að það nægði til að íj gefa vinum og ættingjum í Reykja- 0 vík. Sveinn naut trausts og virðingar sveitunga sinna. Vom falin ótal trúnaðarstörf innan og utan sveit- ar, var hreppstjóri og oddviti um margra ára skeið svo eitthvað sé nefnt. Skýrasti dómur um störf Sveins er vitnisburður sveitunga og samstarfsmanna, í þeim hópi r:j er ekki að fínna gagnrýnisrödd svo ég viti. Sveinn var skarpgreindur ^ og hafði skoðanir á flestum málum 4 utan lands og innan, sannur heims- borgari í bændastétt. Þeir sem best þekktu vissu að hann var örgeðja en hafði vald á að beita því ekki í samskiptum við aðra. I mínum huga var Sveinn glæsi- iegur ungur maður. Meira en meðalmaður á hæð, grannur og beinvaxinn með gerðarlegt andlit, g hóflega stórt kónganef og skarp- g legan augnsvip sem hvoru tveggja a tengdist ættinni. Með dökkbrúnt ™ hár sem orðið var silfurgrátt. Oft brá fyrir glettni í munnsvip og augum, enda var honum tamt að ræða um björtu hliðar lífsins og draga fram það sem vakti gleði með viðmælandanum (húmoristi af guðsnáð). Við hjónin sendum Unni og nán- ,;j um ættingjum hugheilar samúðar- kveðjur. Við viljum gjarnan mega Q deila minningunni um góðan dreng 4 með ykkur. Hjálmar og Stefanía. + Þórunn Sigurðardóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 24. mars 1907. Hún lést að morgni 13. febrúar og fór útför hennar fram í kyrr- Þey- Er ég minnist systur minnar, koma þær ljóslifandi í huga minn systurnar frá Patreksfirði, Nanna, Helga og Freyja Guðmundsdætur. Á milli þeirra var óslítanlegt tryggðarband. Þær voru svo hug- ljúfar, með tæra sál. Nú eru þær allar famar yfir móðuna miklu og ég bið góðan Guð að vera með þeim. Ég ætla ekki að rifja upp nein sérstök atriði úr lífi systur minnar. Hún var kona sem var ávallt viðbúin að takast á við það sem hún þurfti að fara í gegnum í þessu lífi. Við vitum það öll að þetta líf er ekki alltaf dans á rós- um, án mótlætis og erfíðleika mundum við ekki ná þeim þroska sem er nauðsynlegur hverri sál. Guð sér fýrir öllu. Tóta giftist yndislegum og góðum manni sem var einnig Dýrfirðingur. Hann var ekkjumaður og átti tvær yndisleg- ar ungar dætur. Hann hét Jens Viborg og var fyrsti vélstjóri á togaranum Verði. Hann var einn af þeim sem lést í Varðarslysinu. Eftir að þau byijuðu búskap á Patreksfirði var ég send til þeirra Tótu systur til hjálpar. Það var mér lærdómsríkt því á heimili þeirra ríkti hamingja og friður. Tóta tók þessum litlu, fallegu börnum sem móðir þeirraj ég var stolt að fá að passa þær. Árin liðu eitt af öðru og allt gekk að óskum. Síðar tóku þau að sér dreng, nokk- urra daga gamlan. Hann hét Dav- íð Jensson. Hann var myndardr- emgur, góður og vel gefinn. Hann andaðist ungur að árum. Þá voru þær þrjár eftir. Nú dró fyrir sólu á fallega heimilinu þeirra en dætur hennar voru móður sinni mikill styrkur og svo voru vinirnir með útréttar hendur því þeir voru heil- ir og sannir jafnt í sorg sem gleði. Elsku Auður og Þyri, við Fjóla þökkum ykkur fyrir það hvað þið hafíð verið duglegar að undirbúa jarðarförina og allt það sem því tilheyrði. Við og makar okkar vott- um og öllum ástvinum ykkar okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi okkar elskulegu syst- ur. Hvíli hún í friði. Þú ert mitt leiftrandi ljós, og lýsandi stjarna, sem greiðir mína braut. Þú gullkomum slærð, frá þínu glóandi hjarta, og gefur mér von í þraut. Þú ert sendiboði allra manna, sem engill hér á jörð. Þú ert holdleg vera með himneskan ljóma, þú heldur um oss vörð. Þú ert sem guðsmóðir mildasta vina þín verk eru þakkargjörð. Fjóla og Hrefna Sigurðardætur. (t FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf \= ÓÐINSGðTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700, FAX 562-0540 Verslunar- eða skrif- stofuhúsnæði nærri Sundahöfn 233 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði til sölu eða leigu nærri Sundahöfn. Næg bílastæði. FASTEIGNAMARKAÐUBINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 = rtOlt LI m j** j'drei jmcm w** EIGULISTINN Vantar þig 1.000 fm í vesturbænum Til sölu eða leigu allt að 3000 fm úr SÍF skemmunum við Keilugranda í vesturbænum. Laust til afhendingar 1. október 1997. Um er að ræða tvær skemmur sem hvor um sig er ca 1.350 fm með 4,7 m lofthæð undir lægsta punkt. Skemmurnar eru nánast einn geymur með möguleika á millilofti með þakglugga eftir endilöngu og geta hentað undir margskonar starfsemi s.s. iðnað, heildverslanir o.fl. I húsinu eru kælibunkt sem gætu t.d. nýst aðilum [ matvælaiðnaði. Öflugt iðnaðarhúsnæði á góðum stað með mikla möguleika. eða 1.000 fm í austurbænum Krókháls Lyngháls pTF l—* Óinnréttað 960 fm skrifstofuhús- Allt að 3.300 fm rými á tveimur næði á 2. hæð þ.e. 200 fm milliloft, hæðum, til leigu, þ.e. 2.100 fm til sölu eða leigu. Húsnæðið getur iðnaðarhúsnæði á jarðhæð með 3 verið til afhendingar fullinnréttað innkeyrsludyrum og allt að 7 m eftir þörfum hvers og eins. Mikið lofthæð. Á 2. hæð eru 1.200 fm áhvílandi. Hagstæð leigukjör. með aðkomu að ofanverðu. Upplýsingar í síma 511 1600. Sigurður Óskarsson lögg. fasteigna- og skipasaii. Berglind Björnsdóttir sölumaður. Sveinn Óskar Sigurðsson sölum. Sími 588 0150 Fax 588 0140 VITASTÍGUR Til sölu þessi glæsilega 195,9 fm vcrslunarhæð með 45,6 fm lagerhúsnæði í kjallara. Frábær staðsetning rén við Laugaveginn. Nánari upplýsingar hjá faslcignasölunni. Karlagata Til sölu 63 hn íbúð á 2. hæð í þríbýli. Nýiegar eldhúsinnréttingar. Verð 5,1 millj. Ahv. 2,6 niillj Dofraborgir 38-40 Erum að hefja sölu á sí’ðara stigahúsinu í Dofraborgum 38-40 í Grafarvogi. Um er að ræða nýjar og glæsilegar íbúðir ásamt bílskúrum. íbúðirnar verða til sýnis í dag milli kl. 13.00 og 15.00. íbúðirnar afhendast fullbúnar með vönduðum innréttingum og tækjum en án gólfefna. Til afhendingar nú þegar. Einungis fjórar íbúðir í stigahúsi. Fallegt útsýni. 4ra herbergja rúmgóðar íbúðir með bílskúr. Verð aðeins kr. 8,9 millj. 3ja herb. íbúðir með bílskúr. Verð aðeins kr. 7,9 millj. GOTT VERÐ - VANDAÐAR ÍBÚÐIR Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Síðumúli 21 X - HÓLL - af lífi og sál! 5510090 Miðleiti Gullfalleg 125 fm 4ra herb. íbúð á 3ju hæð ásamt stæði í bílskýli. Fallegt fjölbýli. Rúmgóð herb., góð stofa. Þvottahús í íbúð, suðursvalir. Innangengt í bílskýli. Áhv. 5 millj. húsbréf. V 11,9 m. Opið hús í dag frá 14 - 17 Laugarnesvegur 108-4. hæð Virkilega hugguleg 73 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð í 4ra hæða fjölbýli ásamt aukaherb. í kjallara sem er tilvalið til útleigu. (búðin er mikið endurnýjuð, sérlega sjarmerandi. Áhv. 3,9 millj. húsbréf/byggingarsj. Verð 6,7 millj. Oddný og Einar bjóða ykkur velkomin í dag milli 14 og 17. (3097) Arnartangi 72 - Mos. Fallegt 94 fm endaraðhús, auk frístandandi bílskúrs. 3 svefnherb., góður aarður. Hér er nú aldeildis gott að búa með börnin í sveitarómantíkinni. Áhv. 1700 þús. húsþréf. Verð 8,8 millj. Sigríður býður ykkur velkomin í dag milli kl. 14 og 17. (6717). Einarsnes 34 - Skerjaf. Nýlegt og sérstaklega skemmtilegt 105 fm parhús á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað. Fallegt parket og innréttingar prýða húsið. Sérbílastæði og suðurverönd. Áhv. 3,5 millj. húsbréf og bygg.sj. Verð 9,7 millj. Þórhallur verður í opnu húsi í dag milli 14 og 17. (6741).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.