Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 21
BYGGINGASTJÚRIÚR VÚGGUNNI
ARIÐ 1992 var stofnaður
með opinberu fé NýskÖp-
unarsjóður námsmanna
sem ætíað er að stuðla að
nýsköpun í fræðum og atvinnu-
lífi. Framlög ór sjóðnum hafa
gert námsmönnum kleift að
vinna að rannsóknum á eigin
hugmyndum en einnig hafa þeir
fengið vinnu hjá fyrirtækjum og
stofnunum sem lagt hafa fram
nokkurt eigið fé gegn ijárstuðn-
ingi ór honum til nýsköpunar.
„Sjóðurinn hafði um 25
miíijónir króna til umráða í fyrra
og okkur tókst að veita fé til
þriðjungs þeirra verkefna sem
kynnt voru. Það má segja að
rómlega 500 námsmenn hafi leit-
að til sjóðsins um styrk í fyrra,“
segir Haraldur Guðni Eiðsson,
umsjónarmaður Nýsköpunar-
sjóðsins.
Hann segír að enn sé það svo
að fyrst og fremst sæki þeir um
styrk sem telji sig vera með hug-
mynd um nýsköpun er tengist
atvinnuvegunum, miklu síður til
fræðastarfa. „Við erum að berj-
ast við þann vanda að margir
námsmenn halda að þetta sé
ekkí sjóður fyrir þá. Þeir átta sig
ekki á því að þeir eru kannski
með hugmynd í kollinum sem
gæti vel komið til greina.“
Fyrirtækið LH-tækní (Icecon-
sult), sem er m.a. í eigu Línu-
hönnunar, fékk á sínum tíma
styrk ór Nýsköpunarsjóði til að
hanna forrit sem nó er notað í
öfiugu kerfi til að stjórna eig-
naumsýslu og tók námsmaður
við Háskólann þátt í undirbón-
ingsvinnu við aé þróa og kynna
hugmyndina, Með kerfinu er tek-
ið á flestum mikilvægum atriðum
við rekstur hósa og annarra
mannvirkja, þ. á m. orkubúskap
og viðhaldi. Verður kerfið og
ýmislegt því tengt kynnt á blaða-
mannafundi í Kaupmannahöfn á
þriðjudag en allmörg dönsk fyrir-
tæki hafa þegar fest á þvi kaup.
Kerfið nefnist á islensku
Byggingastjóri, á ensku Maint-
enance Manager. Það verður selt
í Danmörku undir heitinu Drift-
chefen á vegum sölufyrirtækis-
ins Keycon sem Lánuhönnun og
LH-tækni eiga í sameiningu að
tveim þriðju; danskir aðilar eiga
afganginn.
Dönsk stjórnvöid hyggjast
tryggja að fullnægt verði ákvæð-
um alþjóðasamninga um að
draga ór koldíoxíðmengun og
ætía því að láta mæla nákvæm-
lega orkunotkun í öllum mann-
virkjum sem eru yfir 1.500 fer-
metrar.
Allur hugbúnaður
íslenskur
Skráningin verður lögbundin.
Síðan má gera ráð fyrir að bruðl
með orku verði skattlagt eftir
ákveðnum stöðlum og ráðamenn
mannvirkjanna verða þá að gera
það upp við sig hvort þeir borga
eða reyna að draga úr orkusóun.
íslendingarnir hanna og sjá um
allan hugbónaðarþátt kerfisins.
Gunnlaugur Hjartarson hjá
LH-tækni segir menn vera búna
að ná traustri fótfestu á danska
markaðnum með kerfíð, frekari
sölumöguleikar virðist vera
ágætir. Síðar verði hugað að
markaði í Þýskalandi og víðar
en forritið hefur þegar verið
kynnt á ráðstefnu { Hannover.
Þegar hafa nokkur öflug fyrir-
tæki og stofnanir í Danmörku
keypt forritið, þ. á m. rafeinda-
fyrirtækið, Semco sem er umsvif-
amikið i mælitækni, Aðaijám-
brautarstöðin f Kaupmannahöfn
og stórfyrirtæki á sviði verk-
fræði- og arkitektaráðgjafar.
Þyrftu að vera
áhugasamari og
nýta tækifærið betur
MAREL h/f tók í fyrsta sinn
þátt í Framadögum í fyrra og
Halldór Magnússon sölumað-
ur sagði reynslu fyrirtækisins
af þátttökunni góða.
„Okkur finnst jákvætt að
geta sýnt þeim hvað við leggj-
um áherslu á og höfum mikinn
áhuga á að fá námsmenn til
að vinna fyrir okkur lokaverk-
efni. Þegar við höfum ráðið
ungt fólk úr háskólanum í
vinnu hefur það oft verið í
tengslum við slík verkefni en
við höfum þá stefnu að greiða
ekki fyrir vinnuna," sagði
Halldór.
Hann sagði að ekki væri
auglýst sérstaklega eftir
afleysingamönnum á sumrin,
menn þyrftu að bera sig eftir
björginni og koma á staðinn.
Oft gerðist þetta með ein-
hveijum tengslum við háskól-
ann, vegna þátttöku í verkefn-
um eða prófessorar bentu á
tiltekna nemendur.
Hann sagðist hafa kynnst
svipuðu framtaki og Frama-
dögum er hann stundaði nám
í Bandaríkjunum en þar hefði
verið um markvissari atvinnu-
leit að ræða.
Bandarískur nemendurnir
hefðu verið miklu ákveðnari
í að koma sér á framfæri,
hefðu komið með svonefnt
curriculum vitae, sem nefnt
hefur verið lífshlaup á ís-
lensku og er lýsing á ferli,
námi og störfum. Þessu
dreifðu þeir á kynningarbása
fyrirtækjanna.
Halldór sagði aðspurður að
líklega þyrftu íslensku nem-
arnir að læra að notfæra sér
betur tækifærið á þessu kynn-
ingardögum til að mynda per-
sónuleg tengsl. Hann sagði að
hér létu nemarnir sér flestir
nægja að kynna sér hvað
fyrirtækin væru að gera og
spyija hvernig falast væri eft-
ir vinnu.
Bakverðir
kallaðir
inn
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús-
anna (SH) hefur verið með full-
trúa á Framadögum öll þijú
árin, að sögn Vilhjálms Jens
Arnasonar kynningarfulltrúa.
„Þarna eru aðilar sem gætu
komið til starfa hjá okkur og
einnig aðrir sem gætu ráðið sig
til starfa hjá fyrirtækjum sem
eiga viðskipti við okkur. Við
höfum stundum fengið menn til
að gera vel skilgreind lokaverk-
efni í samvinnu við okkur og
þess eru dæmi að þeir hafi far-
ið að vinna hjá okkur í kjölfar-
ið. Við höfum stundum greitt
eitthvað fyrir verkefnin.
Þeir viðskiptafræðingar sem
hafa reynst okkur mjög vel eru
ekki síst þeir sem hafa ein-
hveija starfsreynslu og ein-
hveija umfram menntun, t.d. í
matvælafræði. Þetta eru stund-
um menn sem hafa unnið í fisk-
vinnslu eða verið á skipum og
bátum en auðvitað getur verið
mjög erfitt að hnýta það saman
við nám I viðskiptafræði."
Hann segir að SH ráði lítið
af fólki til sumarstarfa og þau
hafi ekki verið auglýst. Tíma-
bundin störf séu bundin vertíð-
um eins og loðnuveiðum á vet-
urna. Þetta sé bundið ákveðnum
tímapunktum og SH hafi verið
með eins konar „bakverði“ í
Háskóla íslands sem kallaðir
séu inn, líka yfir sumartímann.
Fólk hsífi verið kallað í viðtal
og umsóknum haldið til haga
en hann viti ekki hve mikið
hafi verið gripið til þeirra.
Um klíkuráðningar segir Vil-
þjálmur að almenn hæfniskrafa
sé látin nægja til að koma í veg
fyrir að fólk sé ráðið vegna t.d.
ættartengsla. Auðvitað sé óhjá-
kvæmilegt að það hjálpi þegar
yfirmaður þekki eitthvað til við-
komandi einstaklings, viti hvað
í hann sé spunnið. Þá sé komið
annað sjónarhorn en þegar
menn hafi ekki annað en ein-
kunnablað eða blað með lífs-
hlaupi að styðjast við.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins-býður
öHúm sjóðfélogum til kynningarfundar urn
þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum
sjóðsins. Ilíkisstarfsmenn eru eindregið hvattir
til að mæta og kynna sér þetta hagsmunamál.
Kynningarfundir verða á næstunni sem hér segir:
Reykjavík:
mánudaginn 10. mars ki. 16:30, Grettisgötu 89
þriðjudaginn 1 1. mars kl. 20:00, Grettisgotu 89
mánudaginn 17. mars kl. 16:30, Grettisgötu 89
þriðjudaginn 18. mars kl. 20:00, Grettisgötu 89
miðvikudaginn 19. mars kl. 20:00, Árbæjarskóla
fimmtudaginn 20. mars kl. 20:00, Fjörgyn í Foldaskóla
þriðjudaginn 25. mars kl. 20:00,
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Fundur sérstaklega fyrir lífeyrisþega:
mánudaginn 10. mars kl. 20:00, Borgartúni 6
Garðabær:
þriðjudaginn 25. mars kl. 17:00, Garðaskóla
Mosfellsbær:
mánudaginn 24. niars kl. 20:00,
Gagnfra'daskólanum Mosfellsbæ
Reykjanesbær:
mánudaginn 17. mars kl. 20:00,
Fjólbrautaskóla Suðurn’esia
Seltjarnarnes:
mánudaginn 24. mars kl. 17:00, Mýrarhúsaskóla
Akureyri:
fimmtudaginn 13. mars kl. 10:00 í VMA
kl. 13:45 í FSA
kl. 17:001 VMA
ísafjörður:
föstudaginn 4. april kl. 15:00, Menntaskólanum á tsafirði
Sauðárkrókur:
miðvikudaginn 12. mars kl. 17:00, Fjölbraulaskólanum á
Sauðárkróki
Kynningarbæklingur um breytingarnar og val á rnilli
A' og B-deildar hefur verið gefinn út. Sjóðfélögum
sem ekki hafa feúgið bæklinginn sendan er bent á að
hafa samband við skrifstofu sjóðsins að Laugavegi 1 14
í Réykjavfk, eða 1 síma 560-4441, 560-4400 eða
gra-nr mímer 800-6044.
LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS