Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJOIMVARP POPPARAR í KVIK- MYNDUM Á UNDANFÖRNUM árum hafa poppstjörnur verið tíðir gestir á hvíta tjaldinu með oft mjög góðum árangri þó enginn þeirra hafi fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Sumir voru þó mjög nálægt því, í raun svo nálægt að margir undrast að þeir skyldu ekki fá tilnefningu. Nægir þar að nefna Madonnu í hlutverki Evitu Peron í myndinni Evita" og Courtney Love í hlutverki Altheu Flynt" í myndinni The People vs. Larry Flynt". I o I Dagvinna: Fyrrverandi nektar- dansmær, eiturlyfjaneytandi og eiginkona rokkgoðsins Kurts Cobains. Söngvari pönkrokk- sveitarinnar Hole. Kvikmynd: „The People vs. Larry Flynt“. Hlutverk: Althea Leasure, fyrr- verandi nektardansmær, eitur- lyfjaneytandi og kona klám- blaðakóngsinsn Larry Flynt. Besta frammistaða: Kom fram með tárvot augu í þætti Barböru Walters og var þar betriení nokkurri senu í Larry Flynt. Listin líkist poppinu: Skvetta og óþrifalegur eiturlyfjaneytandi. Framlag til tónlistarheimsins: Engin lög eftir hana eru í mynd- inni en dauðasenan í bað- herberginu er nothæf í næsta tónlistamyndband Hole. Dagvinna: Viðkvæmnisleg og fagureygð fyrirsæta og aðal- söngvari hljómsveitarinnar Lemonheads. Kvikmynd: „Heavy“. Hlutverk: Jeff, ruddalegur fagur- eygður vélvirki, söngvari og unn- usti þernunnar Callie ( Liv Tyler). Besta frammistaða: Gefur taktföstum leik nýja meiningu í láréttum ástarleikjum með Liv Tyler. Listin líkist poppinu: Callie þreytist þegar Jeff reynir í sífellu að heilla hana með sama laginu. Þetta er í raun táknrænt fyrir minnkandi sölu áplötum Lemonheads. Framlag til tónlistarinnar: Nær að herma vel eftir Evan Dando í nokkrum viðkvæmnislegum sveitasöngvum. Hverfafundir með borgarstjóra Hverfafundum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra með íbúum Reykjavíkur verður framhaldið á næstu vikum. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 10. mars með íbúum Bakka, Stekkja, Skóga og Seljahverfis auk Suður-Mjóddar. Fundarstaður: Ölduselsskóli kl. 20.00. 6. fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars með íbúum í Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfi. Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl 20.00. 7. fundur verður haldinn mánudaginn 24. mars með íbúum í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. 8. fundur verður haldinn mánudaginn 7. apríl með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Dagvinna: Fyrrverandi og núverandi söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Eagles. Kvikmynd: „Jerry Maguire“. Hlutverk: Eigandi knattspyrnuliðs en bregður þó afar sjaldan fyrir í myndinni. Besta frammistaða: Hendir sér inn í bakherbergi með munúðar- fullri ljósku og kyssir hana með sama ákafa og Casanova. Listin líkist poppinu: í hlut- verkinu er hann uppalegur jakkafatamaður með björgunar- hring og er því eins og klipptur út úr aðdáendahópi Eagles á einhverjum upprisutónleikunum. Framlag til tónlistarinnar: Ekkert. Sem betur fer er fólki hlíft við „Smugglers Blues“ eða „The Heat is On“. O I Dagvinna: Söngvari sem, eftir að hafa dillað sér með hljómsveit sinni Commodores, breyttist í svarta útgáfu af Perry Como í stjórnartíð Ronalds Reagans í Bandaríkjunum. Kvikmynd: „The Preacher's Wife“. Hlutverk: Britsloe, slepjulegur eigandi jassbúllu. Besta frammistaða: Hann segir við persónu Whitney Houston í myndinni: „Svona var þetta í gamla daga þegar allt var svo gott og skemmtilegt“. Hér er Richie óneitanlega í leið- inni að tala um eigin feril sem oft hefur risið hærra. Listin líkist poppinu: Kemur lítillega við sögu í myndinni, líkt og hann kemur aðeins lítillega við sögu í poppheimi nútímans. Framlag til tónlistarinnar: Richie er neyddur til að verða skósveinn mestu söngdrottningu allra tíma, Houston, og leikur undir á píanó. Dagvinna: Var eitt sinn eitt helsta goð unglingsstúlkna um víða veröld, sér í lagi á meðan hann var meðlimur í hljómsveit- inni New Kids on the Block. Kvikmynd: „Ransom“. Hlutverk: Mannræninginn Cubby Barnes, sem hjálpar til við að ræna syni milljónamærings sem leikinn er af Mel Gibson. Besta frammistaða: Liðast í gegnum litla matvöruverslun og spyr með sultarlegri Marlon Brando rödd.: „Eigið þið nokkuð Frankenberry morgunkorn, þetta með jarðarberjunum í?“ Listin líkist poppinu: Persóna hans liflr hratt og stutt, rétt eins og New Kids on the Block. Framlag til tónlistarinnar: Spilar tónlist af „Ghettoblaster". Annars er tónlistin í myndinni eftir Billy Corgan. Dagvinna: Sveitasöngvari. Kvikmynd: „Sling Blade“. Hlutverk: Doyle Hargraves, illskeytt fyllibytta sem áreitir konur, böm og leikarann John Ritter. Besta frammistaða: Tekur mikla áhættu með því að taka niður kúrekahattinn og opinberar hár sitt sem er farið að þynnast. Listin líkist poppinu: Persónan sem hann leikur er útúrdópuð lungann af myndinni. Framlag til tónlistarinnar: Ruglar saman reitum við gítarleikarann Ian Moore, Colonel Bruce Hampton, og Vic Chesnutt í hræðilegu bílskúrsbandi. Dagvinna: Nýbökuð móðir, fórnarlamb slúðurblaðafrétta- ljósmyndara, eftisóttur viðmæl- andi í spjallþáttum og þar fyrir utan stundar hún tónlist og leiklist. Kvikmynd: „Evita“. Hlutverk: Eva Perón, eiginkona Argentínuforseta og dýrkuð af Argentínumönnum. Besta frammistaða: Frammi- staðan í söngleiknum á eftir að færa henni einhverjar viður- kenningar til dæmis fyrir besta myndbandið af lengri gerðinni: La isla Evita". Listin líkist poppinu: Óhemju metnaðargjörn og sjálfsörugg kona. Hér er ekkert sem er líkt með leikkonu og persónu! Framlag til tónlistarinnar: Syngur lög Andrew Loyds Webbers með sérstakri nákvæmni. I kjölfarið fer hún sjálfsagt að syngja í Sunset Boulevard, með farandsöngflokki. Dagvinna: Fimmtugur popplista- maður sem hefur mikinn list- rænan metnað. Kvikmynd: „Basquiat". Hlutverk: Hinn metnaðarfulli popplistamaður Andy Warhol - sem talar með ögn breskum framburði. Besta frammistaða: Þegar listrænir vindar blása í vinnustofu hans í myndinni rýkur hann til aðstoðarmannsins og segii-: „Þetta er frábært Frank. Getur þú, ég veit ekki...?“ Listin líkist poppinu: Gráhærðui furðufugl með hárkollu gæti allt eins verið lýsing á Ziggy Stardust: „The Geritol Years“. Framlag til tónlistarinnar: Þeir lagstúfar sem hann raular í myndinni eru mun laglegri en allar Tin Machine plöturnar til samans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.