Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRUMKVÖÐULL auðæfa Rockefeller- ættarinnar í Bandaríkjunum, John D. Rockefeller eldri, var goðsögn í lifanda lífi en hann auðgaðist einkum á olíuvið- skiptum. Ein af þjóðsögunum um hann segir að eitt sinn hafí verkamaður nokkur af írskum ættum ruðst inn í vagn Rockefellers, klæddur grútskítugum samfestingi og löðrandi í olíu, og falast eftir stjórnunarstöðu. Maðurinn varð einn af æðstu stjórnendum olíufélags Rocke- fellers, Standard Oil, sem nú heitir Exxon. Sérfræðingar hjá ráðningastofum mæla yfirleitt ekki með aðferðum af þessu tagi. Þeir leggja áherslu á að fólk reyni að vera fremur snyrtilegt til fara og í velburstuðum skóm þegar það fer í atvinnuviðtal. Klæða- burð eigi að miða við aðstæður á vinnustaðn- um, hyggilegt sé að kynna sér þær vel fyrir fram, einnig í þessum efnum. Sums staðar séu umgengnisvenjur og siðareglur allar fijálslegri en annars staðar. Langar gervineglur Einn nefndi að ung og dugnaðarleg kona hefði árangurslaust farið í slík viðtöl, henni var alls staðar hafnað. Við könnun á málinu hefði komið í ljós hún hafði mætt með langar og vígalegar gervineglur sem líklega hafa virkað illa á viðstadda. Henni var ráðlagt að nota þær við önnur tækifæri. Of mikill íburð- ur getur virkað fráhrindandi; ungur háskóla- nemi á því helst ekki að skarta rándýrum minkapels og ósviknu Rolex-gullúri í viðtali, eigi hann slíka hluti. Sagt er að fyrstu mínútur viðtalsins ráði oft úrslitum, annaðhvort slær fólk þá í gegn eða ekki. Umsækjandi skal tjá sig skýrt en kurteislega, án málalenginga og muna að handtak á að vera þétt, ekki eins og verið sé að rétta fólki gamla tusku eða laufblað falli í lófa þess. ÞÉTT HMDTIIGER- R GJEFUMUNIHH Háskólanemar eru með Framadögum búnir að koma sér upp vísi að markaðstorgi starfanna. Ýmis mistök eru gerð í atvinnuviðtölum, að sögn sérfræðinga. taka með sér en þar er skýrt frá fyrri störfum og menntun, afrek- in tíunduð. Lífshlaupin eru mikið notuð í sumum grannlöndum okkar og heimildarmenn segja að oft eigi atvinnurekendur þar erfitt með að meta slíkar ritsmíðar sem oft séu samdar af þrautþjálfuðum ímyndarsmiðum er kunni vel að auka söluhorfur „vörunnar“ með ýmsum brögðum. Hægt er að fínna nákvæmar leiðbeiningar við gerð lífshlaupa á alnetinu. Þótt hreinskilni sé almennt talin dyggð er ekki talið ráðlegt að nefna beinlínis gallana ef ein- hverjir eru. Einn viðmælandi að læra vel og helst utan að allt sem standi blaðamanns sagðist þó vera nokkuð á varð- í lífshlaupinu, curriculum vitae, sem margir bergi gagnvart þeim sem ekki vildu kannast Eðlilegt sé að umsækjandinn hafi yfírleitt orðið án þess þó að hann grípi stöðugt fram í fyrir viðmælandanum, ekki má forð- ast um of að horfa í augu við- mælanda. Langar þagnir geta verið óþægilegar og benda til þess að umsækjandinn hafí ann- aðhvort lítinn áhuga á starfínu eða sé svo uppburðarlítiil að til vansa sé. Varað er við því að tala illa um skólann sinn eða fyrrverandi vinnustað, áhrifin af slíku tali séu yfirleitt neikvæð. Talið er best að afhenda sjálf- ur skriflegar umsóknir en senda þær ekki með pósti og mynd á að sjálfsögðu að fylgja. Rétt sé Gylfi Dalmann við neina galla í eigin fari. Frásögn þess sem aðspurður gengst við einhveiju neikvæðu í eigin fari eða mistökum er sannferðugri en þess sem er að eigin sögn dyggðin uppmáluð. Hæpið mun vera að eyða miklum tíma í að spyija um launamál í atvinnuviðtali. Öðru máli gegnir þó þegar fólk sækir um hjá opin- berum aðilum þar sem eðlilegt er að kanna strax röðun í launaflokka og hugsanleg fríð- indi. Mismunandi atvinnuhorfur Ljóst er að atvinnuhorfur eru mismunandi hjá langskólamenntuðu fólki eftir því hvaða fræðigrein það hefur lagt stund á. „Það var nokkuð þröngt um vinnu hjá há- skólafólki á samdráttartímanum 1989 til 1993,“ segir Gylfí Dalmann sem starfar hjá Hagvangi. „Síðan hefur það verið auðveldara, einkum fyrir viðskiptafræðinga, verkfræðinga og tölvunarfræðinga. Það horfir vel hjá þeim, sama er að segja um bókasafns- og upplýs- ingafræðinga. Þar er það líklega uppbygging námsins sem ræður, þeir geta unnið við skjala- söfn og skjalastýringu en tölvuþekking er auðvitað skilyrði.“ Gylfi segir að helsta einkennið á þróuninni sé aukin samkeppni, sífellt fleiri útskrifíst og atvinnurekendur séu famir að gera mun meiri kröfur en fyrr. Þeir vilji t.d. að viðskipta- fræðingar kunni erlend tungumál. Hann segist telja að þegar rætt sé um við- skipta- og rekstrarnám eigi brautskráðir nem- endur yfirleitt auðvelt með að finna sér vinnu pg þá giidi einu hvort þeir komi úr Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, Tækniskó- lanum eða Samvinnuháskólanum á Bifröst. Iðnrekstrarfræðingar frá Tækniskólanum geti farið í framhaldsnám í útflutningsmarkaðs- fræði. Þessir nemendur standi sig yfirleitt ágætlega og mörg störf séu í boði fyrir þá. | Morgunblaðið/Halldór Kolbeins VILHJÁLMUR Alvar Halldórsson, Guðrún Anna Antonsdóttir og Hjörtur Smárason í snjódrífunni við Lögberg, hús lagadeildar Háskólans. Þau sóttu þar fund á vegum Framadaga þar sem Gylfi Dalmann hjá Hagvangi og Sigurður Ólafsson lyá VIS ræddu um starf eftir nám, hvernig sækja bæri um vinnu og hvernig framtíðarhorfurnar væru. Gera tilboð í valda menn SÆPLAST á Dalvík tók nú í fyrsta sinn þátt í Framadögum og er auk þess fyrsta fyrirtæk- ið utan höfuðborgarsvæðisins sem það gerir. Hannes Garðars- son skrifstofustjóri segir mark- miðið fyrst og fremst að kynna fyrirtækið. „ Við eigum síður von á því að hitta nýja væntanlega starfs- menn á svæðinu, við útilokum það ekki en það er ekki helsta markmiðið. Við höfum farið þannig að að ýmist höfum við auglýst eða falast eftir völdum mönnum þegar ráðið hefur ver- ið í stjórnunarstöður hér, höf- um gert í þá tilboð.“ Launakjör segir Hannes að séu sambærileg við það sem gerist hjá fyrirtækjum í Reykjavík. Hann segir að ekki hafi verið talið nauðsynlegt fram til þessa að bæta við fólki yfir sumartímann en líklega verði breyting á núna enda hefur fyrirtækið vaxið hratt síðustu árin. Námsmaður með styrk úr Nýsköpunarsjóði hafi starfað hjá fyrirtækinu sl. sum- ar „og hann vinnur reyndar hérna enn, er búinn að vera hér í eitt og hálft ár en ætlar að vísu I framhaldsnám í haust. Hann er efnafræðingur úr Há- skóla íslands." Að sögn Hannesar unnu nem- ar við Samvinnuháskólann í Bifröst auk þess ítarlegt verk- efni í samvinnu við fyrirtækið. „Það er fyrst og fremst fram- kvæmdastjórinn sem hefur ráðningar á sinni könnu. Við eigum viðtöl við umsækjendur um starf áður en endanleg af- staða er tekin, þá er um að ræða valinn hóp sem rætt er við. í handbók Framadaganna röðum við forsendunum þannig að starfsreynsla er númer eitt, einkunnir númer tvö og per- sónuleiki númer þrjú.“ MEMAR við Háskóla íslands stóðu í þriðja sinn fyrir svo- nefndum Framadögum í lið- inni viku en þá kynna fýrir- tæki starfsemi sína fyrir stúdentum. Þeir geta rætt við fulltrúa fyrirtækj- anna, kannað hugmyndir að lokarit- gerðum og athugað hvernig þeir geti lagað nám sitt að þörfum at- vinnulífsins. Haldnir eru fyrirlestrar og gefín út handbók með upplýsing- um um starfsmannamál fyrirtækj- anna. Alls tóku um 40 fyrirtæki þátt í dögunum að þessu sinni. Það voru alþjóðasamtök við- skipta- og hagfræðinema, AIESEC, sem ýttu hugmyndinni úr vör en slíkt markaðstorg fyrir fólk sem lýkur langskólanámi er alþekkt í granniöndunum, einkum vestan- hafs. Blaðamaður hitti að mál þau Vil- hjálm Alvar Halldórsson, sem legg- ur stund á B.A. nám í sálfræði, Hjört Smárason, sem er í mann- fræði og Guðrúnu Önnu Antonsdótt- ur viðskiptafræðinema. Hjörtur er á öðru ári í námi sínu en hin tvö á þriðja ári. Vilhjálmur og Hjörtur eru ekki búnir að tryggja sér sum- arvinnu en þeir telja horfurnar all- góðar, sjaldan sé þó hægt að fínna sumarstörf sem tengist beinlínis náminu sem þeir stundi. Guðrún segist þegar vera búin að fá vinnu í þijá mánuði í sumar fyrir tilstuðlan AIESEC hjá ríkisendurskoðun í Ósló, framtíðarstarfið eftir nám sé enn óráðið. Hins vegar virðist henni vera gott framboð á störfum fyrir viðskiptafræðinga hérlendis. Að tengja ólíkar greinar Vilhjálmur sagðist ekki vera byij- aður að huga að framtíðarstarfi í alvöru enda hefði hann hug á að bæta við sig annarri grein sem tengdist viðskiptum, ef til vill mark- aðsfræði. Hjörtur sagðist vera kom- inn skammt í náminu og því ekki byijaður að huga mikið að framtíð- arstarfinu. Mannfræði væri breitt svið og gæfí góða, almenna kunn- áttu á ýmsum sviðum en hins vegar þekktu almenningur og frammá- menn fyrirtækja oft fremur lítið tii hennar. - Getur mannfræði ekki komið sér vel í viðskiptum, nú þegar ís- lensk fyrirtæki sækja inn á markaði framandi svæða á borð við Kamt- sjatka og Namibíu? „Einmitt og við erum að reyna að kynna hana sem slíka meðal fyr- irtækja, sýna þeim hvemig mann- fræðin getur nýst þeim. Við ætlum að fara til Kína í námsferð og það er mikið sótt inn á kínverska mark- aðinn núna. Vonandi nýtist þetta okkur við að fá vinnu í framtíðinni." Vilhjálmur bætir við að húmanísk fræði gagnist oft ótrúlega vel í öðr- um greinum, grunnþekking á sál- fræði og mannfræði hljóti oft að vera mjög hentug í starfi viðskipta- fræðinga og lögfræðinga. Guðrún segist ekki hafa stundað nám í öðr- um greinum en tekur undir með þeim félögum og segir að í öðrum deildum séu oft námskeið sem séu mjög áhugaverð fyrir viðskiptafræð- inga. - Áður var oft sagt að háskóla- menntað fólk krefðist þess að fá vinnu við sitt hæfí, starf þar sem það gæti nýtt sér eigin fræðigrein. Er þetta enn þannig? „Persónulega hugsa ég ekki svona,“ segir Vilhjálmur. „Ég skil vel að fólk vilji fá vinnu sem snert- ir menntun þeirra beint en ef lítið er um vinnu reynir maður að taka það sem býðst." Hjörtur tekur und- ir. „Ég held að fólk sé hætt að hugsa þannig að það sé of gott til að vinna aðra vinnu en mann Iangar kannski að nýta vel það sem búið er að leggja nokkur ár í og mikla fjármuni. En fólk er hætt að hafna öllu sem ekki tengist beint þeirra sviði. Maður þarf að vera hugmynda- ríkur, gera eitthvað sjálfur. Þannig er þetta í því fagi sem ég er í, ég fæ ekkert beint upp í hendurnar en verð að finna sjálfur út hvar ég get nýtt eigin hæfileika og menntun." Þau eru sammála um að fyrstu kynni atvinnurekanda af væntan- legum starfsmanni í viðtali geti skipt sköpum. Mestu skipti að hafa sjálfstraustið í lagi og framkoman sé eðlileg, að virka rólegur. Verður að kýla á það! - Eruð þið smeyk við að fara í atvinnuviðtal? „Ég held að maður sé alltaf dálít- ið stressaður fyrir atvinnuviðtal en þetta er nokkuð sem maður verður að gera, kýla á það!“ segir Guðrún. Hún segir nauðsynlegt að undirbúa 1 sig fyrir viðtalið, geta svarað spurn- | ingum um sjálfan sig og vera búin að hugsa málið vandlega til að standa ekki á gati í viðtalinu sjálfu. Hún er spurð hvort hún muni leita til ráðningastofu og svarar því til að hún geri ráð fyrir að gera hvort tveggja í senn, notfæra sér ráðgjöf á stofu og fara sjálf í fyrirtækin. Þá hyggst hún fylla út umsókn og i láta fylgja með svonefnt lífshlaup (CV), skriflega lýsingu á ferli sínum ' og hæfíleikum). | - Þú nefnir lífshlaupið. Er þetta eins og að búa til auglýsingu fyrir þvottaefni? „Ég veit það ekki, í rauninni er það kannski þannig. Samt held ég að ég reyni að ýkja ekki um of eins og gert er í auglýsingunum, „Þú þarft bara einn dropa, þá verður allt hreint". Ég verð náttúrlega að j lýsa mér eins og ég er, annars kem- ur það niður á mér síðar, held ég, ' reyni að benda á allar góðu hliðarn- p ar en ýki þær ekki um of.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.