Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 42
 42 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 IDAG MORGUNBLAÐIÐ Erum flutt !!! Suðurlandsbraut 54 (bláu húsunum) Ný sending komin Opið: Mán - Fös 12:00 - 18:00• Lau 12:00 - 16:00 SUÐURLANDSBRAUT 54 • 108 REYKfAVÍK ■ S í M 1 : 5 8 8 4646 Kjarkur í auglýsingum Hvað þarf til að ná í gegn? Hádegisveröarfundur Félags viöskipta- og hagfræöinga. Fimmtudaginn 13. mars n.k. boðar Félag viöskipta- og hagfræðinga til fundar frá kl. 12:00-13:30 að Hótel Sögu, Ársal 2. hæö. Framsögumenn á fundinum veröa þeir: Ástþór Jóhannsson hjá auglýsingastofunni Góðu fólki, en Gott fólk hlaut einmitt flest verölaun nýverið fyrir Athyglisverðustu auglýsingar ársins". Ásmundur Helgason markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, en Húsasmiðjan er einnig marg verðlaunuö fyrir athyglisveröar auglýsingar. Framsögumenn munu m.a. fjalla um: * Hvaö þarf til að ná athygli neytandans í síflóknara markaðsumhverfi * Hversu langt má ganga við auglýsingagerð * Dæmi tekin um athyglisveröar auglýsingar, innanlands og erlendis * Samskipti auglýsenda og auglýsingastofa Verð er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en 1.900 kr. fyrir aðra. Hádegisverðurinn innifalinn. Opinn fundur - gestir velkomnir. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 12:00, stendur til kl. 13:30 og er öllum opinn. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica - Kringlunni Nýkomin sending Tegundin á myndinni fæst í dökkbláu á mðvikutf. % fWtirgptsiM&toifo -kjarni málsins! VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Fyrirsgum til RÚV HVERS vegna hefur RÚV ekki keypt sýningarrétt á sýningum Kristjáns Jó- hannssonar í Metrópolit- anóperunni? Sonarsonur Guðmundar Guðjónssonar, Guðmundur Hafsteinsson, sem er við tónlistamám í New York fór til að hlusta á Kristján, og varð hann svo yfir sig hrifinn að hann átti engin orð til að lýsa hrifningunni. Hann fór í óperuna með öðrum Islend- ingi og fékk að heilsa upp á Kristján baksviðs eftir sýningu. Kristján tók þeim ekki aðeins einstaklega vel, heldur bauð hann þeim í mat á eftir. Það em áreiðanlega margir sem vildu fá að heyra Kristján syngja í sjónvarpinu og skorar Guð- mundur Guðjónsson á Sjónvarpið að gera eitt- hvað í því að fá þennan sýningarrétt. Áfram Latibær, frábær skemmtun SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag fór ég, ásamt 2 dætr- um mínum á sýningu Loft- kastalans á ieikritinu Áfram Latibær eftir sögu Magnúsar Scheving. Skemmst er frá að segja að við skemmtum okkur öll konunglega, börn jafnt sem fullorðnir. Sýningin er mjög lífleg og fjörug, búingamir og hljóð minna helst á teiknimyndir og skilaboð söguþráðarins em mjög skýr þar sem heil- brigt líferni er kynnt sem vænlegri kostur en stöðugt sælgætisát, sjónvarpsgláp, eigingimi og leti. Ég tel að þama sé á ferðinni sýning sem allar bamafjölskyldur ættu að sjá því íþróttaálfurinn og aðrar persónur ná mjög vel að koma skilaboðunum á framfæri, svo vel að sú yngsta leit ekki við sæl- gætinu sem pabbi keypti í hléinu. Að lokum vil ég þakka aðstandendum sýningar- innar fyrir frábæra skemmtun og óska Magn- úsi til hamingju með vel heppnað verkefni. Kjartan M. Kjartansson. Um reykingar VELVAKANDA barst eft- irfarandi frá Elínu Dungal: íslendingar! öll við skulum læra að elska og meta loftið okkar tæra. Stöndum saman - tengjum bræðraband búum okkur hreint og heilnæmt. land! Heilsuspjöll eru hættuleikir. Hugleiddu nú ef þú reykir, að annarra heilsu ásamt þinni þú ógnar með tóbaksnotkuninni! Sent með virðingu fyrir Reyknámskeiðinu sem haldið er á Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði. Tapað/fundið Adidas-treyja tapaðist Á HANDBOLTAMÓTI í Laugardalshöll sunnu- daginn 2. mars tapaðist dökkblá Adidas-treyja með hvítum röndum (nr. 5) Ef einhver hefur tekið hana í misgripum er hann beðinn að láta vita í síma 557 6848. Fundarlaun. HÖGNIHREKKVÍSI Vv rnh h /< Vcir t/efomangarinn pinro hérna,?" SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í óform- legri landskeppni Kínveija og Englendinga í London í síðustu viku. Peng Xiaom- in (2.500) hafði hvítt og átti leik gegn Keith Arkell (2.545). 31. Hxh7+! - Hxh7 32. De8+ - Kg7 33. Dxe7+ - Kg8 34. De8+ - Kg7 35. Hf3! - Hc3 36. De7+ - Kg8 37. Dxe6+ - Hf7 38. De8+ - Kg7 39. e6 - Hf6 40. Dd7+ og svartur gafst upp. Kínveijarnir sigruðu með 10 vinningum gegn 8, enda stilltu þeir upp sínu besta liði gegn C- eða D-landsl- iði Englands. Wang Zili og Peng Xiaomin hlutu báðir 3 'h v. af 6 möguleg- um, en Ye Jiangchuan 3 v. Chris Ward hlaut flesta af vinningum Englendinganna eða 3 ‘A, Neil McDonald hlaut 2 ‘A v. og Arkell 2. Hraðmót Hellis mánu- dagskvöld kl. 20 í Þöngla- bakka 1 í Mjódd hjá Bridge- sambandinu. Víkverji skrifar... LÖGREGLUMENN lömdu ís- skáp, var yfirskrift á frétt sem birtist í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu. Víkveiji fór því að velta fyrir sér hvort hægt væri að panta svona þjónustu hjá lögreglunni, en hann hefur átt í basli með ísskápinn sinn um nokkurra ára skeið. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum árum keypti Víkveiji nýj- an Zanussi-ísskáp. Fljótlega kom í ljós að ísskápurinn kældi ekki nógu vel og efasemdir um ágæti skápsins vöknuðu. Víkveiji setti því hita- mæli í ísskápinn og sýndi hann 8-9 stiga hita þegar hann var í botni. Víkverji sá ástæðu til að kvarta og seljandinn bauðst til að senda viðgerðarmann, og sá tók nýja ís- skápinn og lánaði fjölskyldunni eldri skáp í staðinn. Hann átti að vera nýyfirfarinn og með nýja pressu. Nokkru síðar var ísskápur Víkveija sendur heim viðgerður en ekki tókst betur til en svo að skápurinn skán- aði ekkert, og við bættist hátt, ámátlegt ýí. xxx VIÐ SVO búið mátti ekki standa og enn var hringt á verkstæð- ið og nú einnig kvartað yfír ýlinu. Þá var sagt að fyrirtækið hefði flutt og skipt um eigendur, og þeim kæmi þessi ísskápur eiginlega ekk- ert við lengur. Þeir buðust samt sem áður til að athuga málið þar sem ísskápurinn væri enn í ábyrgð. Við- gerðarmaður kom þegar börnin voru ein heima, hlustaði á ísskáp- inn, sagðist ekki heyra neitt ýl og fór. Frúin hringdi nokkuð fúl á verkstæðið, eins og henni einni er lagið, enda kom viðgerðarmaðurinn fljótlega aftur, skipti á ísskápum og fékk fjölskyldan lánaðan sama gamla ísskápinn og hún hafði feng- ið áður. Nú lék allt í lyndi í tæpa viku og lánsskápurinn reyndist ágæt- lega. Hann var hins vegar sérstakur að því leyti að hann hóstaði alltaf af og til, og einn eftirmiðdag hóst- aði hann sínum síðasta hósta og sprakk með hvelli. Enn var hringt á verkstæðið og óskað eftir að bilaði lánsskápurinn yrði fjarlægður. Sami viðgerðar- maður kom með heimilisísskápinn og tók þann bilaða, og lét þau orð m.a. falla að líklega væri pressan í ísskáp Víkveija léleg eða ónýt, og hann hefði orðið þeirri stundu fegn- astur þegar hann losnaði við ýlið í honum út af verkstæðinu. xxx ETTA ísskápsþóf hafði tekið nokkurn tíma og á meðan hafði ábyrgðin á nýja ísskápnum runnið út og frétti Víkveiji það þegar hringt var í eiganda fyrirtæk- isins. Hann sagði „því miður“, en bauðst til að kom til móts Víkveija og borga helming í nýrri pressu, sem þá var u.þ.b. fjórðungur af verði nýs ísskáps. Þar með var ljóst að ísskápurinn var ekki í lagi og hafði líklega aldr- ei verið það. Þetta þótti Víkveija lélegt boð og ítrekaði að hann vildi fá ísskáp sem væri í lagi, enda hefði hann keypt hann nýjan og hann liti á þetta sem vörusvik. En eiganda fyrirtækisins varð ekki haggað og málin í dag standa þann- ig, að engum er vært í eldhúsinu hjá Víkveija fyrir hávaða í ísskápn- um. „Lögreglan fór höndum um skáp- inn og lamdi hann rösklega, með þeim afleiðingum að hann var ljúfur sem lamb á eftir“, segir í áður- nefndri Morgunblaðsfrétt, og því datt Víkveija sísvona í hug að kannski gengi lögreglunni betur að eiga við ísskápinn en viðgerðar- manninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.