Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FJOLHÆFNI í STAB EINHÆFNI ÞAÐ ER ánægjulegt að umræða —' um menntun, skólastarf og stöðu íslensku þjóðarinnar í því sam- bandi, skuli vera meiri nú en oftast áður. Hrósa má Morgunblaðinu fyrir að hafa lagt þar nokkuð til með vikulegri umfjöllun sinni svo og þeim fjölmiðlum sem hafa látið sig menntamál varða. Um upp- sprettuna þarf ekki að ræða, heldur hitt að sem flestir komi að borði og segi sína skoðun, segi frá ný- mælum og rannsóknum og síðast en ekki síst varpi fram spurningum fyrir okkur öll að hugleiða til fram- tíðar. Lennart Kosinski, sænskur fjölfræðingur, segir í titli bókar sinnar „För framtiden": Framtíðin er ekki eitthvað sem maður spáir um, heldur skapar. Nú er veður til að skapa Hverjum einstaklingi er nauð- synlegt að hugleiða og taka afstöðu til menntunar, skólastarfs og menningar í samfélaginu. Menn taka afstöðu og meta gildi mennt- unar út frá sínu eigin sveitarfélagi eða samfélaginu í heild. Ég kýs í þessari grein að velta fyrir mér samspili þessara tveggja þátta. ^ Nú, þegar sveitarfélög hafa tek- ið við rekstri grunnskólanna og fyrstu mánuðimir eru liðnir af fyrsta skólaárinu í þeirra umsjá, þykir mér þarft að hugleiða um þá framtíðarsýn sem við blasir í skóla- málum og að virðist stefnt af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Ekki dreg ég í efa að góður vilji hafi fylgt máli þegar menn undir- bjuggu ný lög um grunnskóla og höfðu eitt af höfuðmarkmiðunum að færa raunveruleika skólastarfs- ins nær vettvangi; að dreifa valdi. Margir, bæði leikir og lærðir, sáu á þessu ýmsa annmarka, m.a. þá að sveitarfélögin hefðu ekki nægan metnað fyrir hönd þeirra sem njóta ættu menntunar. Menn óttuðust líka að smærri sveitarfélög réðu ekki við svo stórt verkefni, án sér- stakra ráðstafana í fjármálum. Nú þegar telja menn sig fmna dæmi um að sveitarstjórnir forgangsraði skólanum í óhag og hafa meðal annars bent á að eitt tiltekið sveit- arfélag hafi þegar ákveðið að láta skólabyggingu bíða á meðan stór- átaki í hafnarmálum verði lokið. Valdi hefur verið dreift í þeim skiln- ingi að sveitarstjórnir bera ábyrgð á því í hvað peningarnir skuli fara. Hvert er þá vald sveitarstjórna þegar um það er að ræða að hafa eitthvað um stefnuna í menntunar- málum að gera? Þessi spuming “V leiðir sjálfkrafa af sér aðrar spurn- ingar: Hafa sveitarstjórnir stefnu í skólamálum? Hafa sveitarstjórnir stefnu í byggingarmálum skóla? Hafa sveitarstjórnir stefnu í menntamálum? Hafa sveitarstjórn- ir stefnu um hvað skuli teljast full- gild menntun fyrir þegna sína? Hafa sveitarstjórnir metið hver sér- staða þeirra er? Hafa sveitarstjórn- ir markað stefnu um hvað skuli vera í námskrá heimaskóla? Ég gef mér það í fyrstu umferð 1 að svarið við þessum spurningum verði neitandi. Ég byggi þá skoðun mína á því að miðað við núverandi grunnskólalög sýnist mér mennta- málaráðuneytið fara með allt vald við mótun menntastefnunnar og sveitarstjórnir og skólastofnanir þeirra verða að lúta því valdi, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. ^ Það er t.d. deginum ljósara að svo kallaðar skólanám- skrár verða aðeins endurprentun á aðal- námskrá menntamála- ráðuneytisins. Taka Siglfirðingar forystu? Athygli mína vakti auglýsing sem birtist nýverið í Morgunblað- inu og var hún frá Siglufirði. Þar var auglýst eftir grunn- skólakennurum til starfa. Ég fæ ekki betur séð en að þar í sveit hafi menn bund- ist samtökum um að lyfta skólanum á enn „hærra plan“. A.m.k. er tilkynnt að uppi séu áform um að sveitarstjórn, foreldr- ar og skólamenn ætli að marka sér skólastefnu til framtíðar. Þetta þykir mér spennandi og vonandi verður niðurstaðan sú að önnur sveitarfélög taki Siglfirðinga sér til fyrirmyndar og opinberi hvert sína stefnuna í menntamálum heimabyggðar. Engu er að kvíða taki grasrótin af skarið. Ég valdi grein minni ofanritaða fyrirsögn til að fjalla um þá skoðun mína að stefna í menntamálum verði að vera fjölbreytt og byggja á þeirri lífssýn að í landinu sé þjóð sem býr við fjölbreytta menningu, við fjölbreytta þekkingu og fæmi og ólíkar þarfír en ekki einslitt samfélag, með eina menningu, einsleita þekkingu og færni, allir með sömu þarfír. Ejölhæfni í stað einhæfni. Þegar ég tala um menningu þá á ég við það andrúmsloft, lífsskoð- anir og viðhorf sem ríkja á hveijum stað, í hverju kerfí. Svo dæmi sé tekið hafa skólar ólíka menningu því viðhorf starfsmanna til nem- enda eru ólík. Það leiðir af sér að yfírbragð og andrúmsloft verður ólíkt á milli skóla. Það sama á við um sveitarfélögin í landinu. Ekkert þeirra hefur eins menningu. Þetta hafa íbúar sveitarfélaga uppgötvað nú hin síðari ár þegar markaðssókn er skipulögð fyrir ferðaþjónustu. Slík menningarsjálfsmynd hlýtur því að ráða miklu um hvernig skóla menn vilja hafa í sínu samfélagi. Hefur eitthvað breyst? Helgu Sigurjónsdóttur námsráð- gjafa þarf vart að kynna, en hún hefur verið ötul við að skrifa grein- ar í Morgunblaðið. Það sem hefur vakið athygli mína við skrif hennar er sú skoðun hennar að skólastarf íslenskra grunnskóla hafi breyst svo að jaðri við upplausn. Gömul gildi hafi orðið að hörfa fyrir nýjum gildum uppeldisfræðinga og ástæða sé til þess fyrir mennta- málayfírvöld að snúa frá villu síns vegar og hefja til vegs og virðingar þau gildi sem áður settu mark sitt á allt skólastarf. Ég held að Helga sé ekki á réttri braut í gagnrýni sinni og ég get ekki verið henni sammála. Mín skoðun byggist auð- vitað á reynslu sem nemandi í 20 ár og kennari í önnur 17 ár og ég deili þeirri skoðun með mörgum skólamönnum, bæði innlendum og erlendum. Ég tek þó fram að nauð- synlegt væri að rannsaka þróun skólastarfsins hér en á meðan svo er ekki gert verða skoðanir og for- dómar okkar Helgu að duga í um- ræðunni. Helga segir sem sé að skólastarf og kennsla hafí gjör- breyst frá kennslu þar sem kennarinn miðlaði þekkingu sinni, lagði fyrir námsefni og gerði kröfur á hefðbundinn hátt og hafði þannig vald á allri þekking- unni. í dag sé þessu öðruvísi farið: „Kennsluaðferðir eru um of miðaðar við svo- kallað leitarnám og hópvinnu, samþætting námsgreina er trúar- atriði, ekki má skerða „frelsi" nemenda með þeim afleiðingum að aga og heilbrigt aðhald skortir,. . .“ (Helga Siguijónsdótt- ir, Mbl. 4. febrúar 1997.) Ég get kætt Helgu Siguijóns- dóttur með því segja henni að þessi fullyrðing hennar er röng. Ég hef heimsótt þó nokkurn fjölda skóla, hér á landi, í Noregi og Danmörku og óvíða hef ég séð áherslurnar Skólakerfíð og sam- félagið í heild sinni, segir Birgir Einarsson, skuldar ungu fólki fræðslu um störf og starfsmöguleika. slíkar sem hún lýsir. Auðvitað hafa kennarar lært nýjar aðferðir og heyjað sér ferskar hugmyndir bæði í kennaraskólum og öðrum stofn- unum sem farið hafa með endur- menntun þeirra, en að þeir hafi gert þær að meginstofni eigin kennslu er af og frá. Miklu nær væri að halda því fram að margar ágætar kenningar um skólastarf hafí ekki komist að í skólunum, sökum íhaldssemi og ótta við breyt- ingar. Sumir skólamenn hafa gengið svo langt að segja að forfeður okk- ar yrðu aldeilis hlessa á öllum þeim breytingum sem orðið hafa í þjóð- lífí okkar, en þó sé örugglega eitt sem ekki muni koma þeim á óvart en það sé skólastarfið; þar hafi nákvæmlega ekkert breyst. í skólunum hefur þó hitt og þetta verið reynt í þá veru sem Helga lýsir, en niðurstaðan hefur fyrst og fremst verið sú að samþætting, þemavinna, leitarnám og aðrar vinnuaðferðir hafa verið notaðar til spari, svona til að lífga upp á drungann í dagsins önn, en alls ekki sem meginvinna í skólunum. En snúum okkur að framtíðinni. Skiptir náms- og starfsfræðsla máli? í Morgunblaðinu þann 27. júlí 1996, birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra. Greinin ber heitið „Ný úrræði í atvinnumálum" og er þar fjallað um áberandi atvinnuleysi ungs, ómenntaðs fólks í Reykjavík. Einn- ig fjallar borgarstjóri um hversu sveitarstjórnir geti lítið gert til við- spyrnu og þá ekki síst bendir borg- arstóri á að vandi þessi verði ekki leystur nema menntakerfið taki á málinu og segir: „Lausn þessa vanda er í því fólgin að finna úr- ræði til þess að mennta þetta unga fólk.“ Birgir Einarsson Ég kysi auðvitað frekar að orða þetta öðruvísi og segja að leita þyrfti leiða til að aðstoða þetta unga fólk að afla sér menntunar viðhæfi. Án þess að þekkja nógu vel til möguleika sveitarstjórna til að marka stefnu í slíkum málum, trúi ég og er sammála Ingibjörgu Sól- rúnu um mikilvægi þess að mennta- kerfið komi til leiks við að kveða niður draug atvinnuleysisins. Ég hef mikið hugleitt þessa grein og rætt við menn um efni hennar og kemst æ nær þeirri skoðun að öflug náms- og starfsfræðsla sé sú leið sem Reykjavíkurborg verði að reyna að fara. Koma þarf á sam- vinnu menntakerfanna bæði þess opinbera og ekki síður fjölbreyttra kerfa atvinnuveganna og stefna að því að draga úr og helst fyrir- byggja atvinnuleysi ungmenna. Skilgreining Námsfræðsla: Fræðsla um nám innan skóla, t.d. um skyldugreinar, valgreinar, reglur, próf, prófkröfur, útskrift, námstækni o.fl. Fræðsla um næsta skólastig, einstaka skóla, námsbrautir, valmöguleika o.fl. Lesefni, fyrirlestrar, umræður, heimsóknir o.fl. Starfsfræðsla: Fræðsla um at- vinnulífið, helstu starfsgreinar, ein- stök störf, vinnuumhverfi, eðli vinnunnar, atvinnuhorfur, staðal- myndir, viðhorf til vinnu og við- horfamótun, starfsferil og þróun hans, tengsl náms, vinnu og sjálfs- myndar o.fl. Lesefni, fyrirlestrar, gestafyrirlesarar, umræður, heim- sóknir á vinnustaði, dvöl á vinnu- stað o.fl. Gerður G. Óskarsdóttir, Námsráðgjöf og starfsfræðsla bls. 8. Nálægar þjóðir hafa lagt tölu- verðan metnað í starfsfræði í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsnáms og virðast sannfærðar um mikilvægi náms- og starfsfræðslu í samfélagi sem tekur sífelldum breytingum. Er ekki tími til kominn að horfast í augu við breytt samfélög og byggja upp slíka fræðslu hér á landi. Hvert sveitarfélag, menningar- og at- vinnusvæði, yrði að marka sér stefnu um menntunartilboð til ung- menna. í dag er málum þannig háttað að námsfræðsla tekur stærstan hluta af starfi námsráðgjafa (sé námsráðgjafí á annað borð starf- andi við skólann), bæði í grunn- og framhaldsskólum en þáttur starfsfræðslunnar er sáralítill og stundum enginn. í langflestum til- fellum er starfsfræðsla valgrein í 10. bekk í grunnskólum og mér er ekki kunnugt hve stór hluti nem- enda nýtir sér það tilboð. Ber að geta þess að Fræðslumiðstöðin í Reykjavík hefur nú gefíð út möppu með heitinu „Skóli atvinnulífsins", þar sem umsjónarmönnum starfs- fræðslu í grunnskólum borgarinnar er gert auðveldara að beina nem- endum sínum í starfskynningar til 30 fyrirtækja, opinberra, hjá fé- lagasamtökum og í einkaeign. Mappa þessi er útbúin af Guðrúnu Þórsdóttur hjá Fræðslumiðstöðinni og er lofsvert framtak en meira þarf til að koma. Einhver best menntaði einstakl- ingur á íslandi á sviði náms- og starfsfræðslu er Gerður G. Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur. Hún er ekki aðeins fróð um leiðir og úrræði annarra þjóða, heldur hefur hún líka staðið að áætlun um þessi mál og hrint í framkvæmd t.d. á Austurlandi. í bók sinni Námsráðgjöf & starfsfræðsla, Námsgagnastofnun 1990, ber hún saman skipan þess- ara mála í nágrannalöndum okkar, auk nokkurra annarra ríkja og seg- ir m.a: „Af þessum samanburði sést að við hér á íslandi erum talsvert langt á eftir nágrönnum okkar í þeirri viðleitni að búa ungt fólk sem best undir náms- og starfsval. Öll fræsla og ráðgjöf er hér miklu minni og alls ekki í boði fyrir alla. Námsefni er mjög af skornum skammti. Eng- in heildarstjórn er til og engin stefna hefur verið mörkuð í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að frá upphafí sé mörkuð skýr stefna um markvisst innra starf ekki síður en ytra form.“ (Bls. 113) Af orðum Gerðar má sjá að hér á landi hefur ekki verið mörkuð stefna og að engin heildarstjórn er á náms- og starfsfræðslu. Það er því afar mikilvægt að slík stefna verði mörkuð og fáir eða engir eru betur til þess fallnir að stýra þeirri stefnumörkun en fræðslustjórinn Gerður G. Óskarsdóttir. Það er skoðun mín að það hvíli á Reykja- víkurborg að hafa forystu í þessum málaflokki, eins og svo mörgu öðru. Á þessu skólaári (1996-1997) hef ég starfað ásamt Svandísi Ingi- mundardóttur, kennara og náms- ráðgjafa, að tilraunaverkefni á veg- um Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur sem gengur undir heitinu Fjöl- nám. Markmið starfsins er að byggja upp einstaklinga sem hafa ein- hverra hluta vegna orðið undir í bóknámi og misst trú á eigin getu. Starf þetta fer fram í Réttarholts- skóla í 10. bekk en í Fellaskóla eru tveir kennarar að vinna sambæri- lega vinnu í 9. bekk. Mjög fyrirferð- armikill þáttur starfsins er starfs- fræðsla, starfskynningar og þátt- taka nemenda í atvinnulífinu og í hverri viku er heill skóladagur tek- inn frá fyrir þennan þátt. Það er skemmst frá því að segja að við sjáum afar góðan árangur af þess- ari tilraun og teljum að ný og breytt sjálfsmynd nemenda geti orðið af- rakstur þessarar vinnu. Þau þurfa að treysta á eigið áræði við val á vinnustöðum, leita að eigin áhuga- sviðum og koma sér á framfæri og síðast en ekki síst að upplýsa hvert annað um árangur heim- sókna, eðli starfa, vinnuaðstæður og náms- og hæfniskröfur. Þau læra af eigin reynslu, innleggi at- vinnulífs og kennara að vinnumark- aðurinn er flókinn og saman settur af mörgum þáttum sem fáir hafa á heildarsýn. í lögum um grunnskóla stendur að búa skuli nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. (2. grein). í lögum um framhaldsskóla seg- ir m.a: „Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskól- inn býr nemendur undir störf í at- vinnulífinu og frekara nám.“ (2. grein.) Á sömu nótum eru aðalnámskrár beggja skólastiga. Þjóðfélagið breytist hratt, ný, áður óþekkt störf bætast við og störf hverfa úr atvinnulífinu. í ný- legri íslenskri starfaflokkun (ÍSTARF 95) eru tæplega 2000 starfsheiti skráð á íslandi og með upplýsinga- og margmiðlunarbylt- ingunni fjölgar störfúm og þar með starfsheitum. Einhvern tímann var sagt að frændur okkar á Norðurlöndum öfunduðu okkur af sumarvinnu ungmenna. Nú hefur á skammri stundu það gerst að sumarvinnu ungmenna á fijálsum atvinnu- markaði er vart fyrir að fara í sama mæli og áður var. Það er því degin- um ljósara að með sífellt minni þátttöku nemenda í atvinnulífinu, fjölgun starfa og starfsheita verður samfélagið flóknara og ógagn- særra og ungt fólk ráðvilltara um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.