Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR INGÓLFSSON + Ragnar Ingólfs- son skrifstofu- stjóri var fæddur á Ólafsfirði 26. maí 1925. Hann lést á Landspítalanum hinn 27. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru séra Ing- ólfur Þorvaldsson, f. 1896, d. 1968, sókn- arprestur á Ólafs- firði, og kona hans • Anna Nordal, f. 1897, d. 1986. Bræð- ur Ragnars voru Vil- hjálmur sem er lát- inn, kvæntur Alf- heiði Jónsdóttur, og Sigurður, kvæntur, Jóhönnu Guðmunds- dóttur. Fyrir hjónaband átti hann Hrafnhildi, f. 18.3. 1959. Maður hennar er Helgi Hilmars- son og börn þeirra eru: Stígur, f. 1984, Heiður Anna; f. 1991, og Brynja, f. 1993. Arið 1966 kvæntist Ragnar Sigurborgu Sigurjónsdóttur, f. 5.11. 1933, d. 28.1. 1986. Synir hennar frá fyrra hjónabandi voru: Karl Sighvats- son, tónlistarmaður, f. 8.9. 1950, d. 2.6. 1991, sonur hans er Orri, f. 1984; Sigur- jón Sighvatsson, kvikmyndaframleið- andi, f. 15.6. 1952, kvæntur Sigríði Jónu Þórisdóttur og börn þeirra eru: Þórir Snær, f. 1973, og Sigurborg Hanna, f. 1994. Kona Ragnars síðustu árin var Björg Ingólfs- dóttir, f. 3.10. 1936. Ragnar var félagi í Karlakór Reykjavíkur frá 1951, í stjórn kórsins frá 1957, formaður hans 1963-1976 og formaður Sam- bands íslenskra karlakóra 1972- 1975 og 1977. Hann starfaði hjá Erni Clausen hrl. frá árinu 1960. Útför Ragnars fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hann allur hann „Raggi stjúpi", eins og við bræðumir köll- uðum hann alltaf. Ragnar kom til- tölulega snöggt inn í líf okkar bræðranna, þegar móðir okkar ákvað að gifta sig aftur árið 1966, og við vorum þrettán og fimmtán ára gamlir. Öllu var pakkað saman og flutt frá Akranesi til Reykjavík- ur. Móðir mín Sigurborg heitin Sig- uijónsdóttir og Ragnar Ingólfsson voru glæsipar. í brúðkaupsför sinni sem þau fóru með skemmtiferða- '^skipinu Baltíku um Miðjarðarhafs- löndin, var til þess tekið hversu glæsileg þau voru bæði og hversu vel þau virtust eiga saman. Baltíkuferðin var upphafið á mörgum „heimsreisum“ Karlakórs Reykjavíkur, og skipulagði Ragnar, sem var formaður kórsins í meira en tuttugu ár, margar þeirra. Meðal annars var farið til Kína árið 1979 og var það líklega eitt af fyrstu skiptunum sem vestrænir tónlistar- menn heimsóttu Kína. Ragnar var lífslistamaður en að mínu mati fer þeim ört fækkandi sem hægt er að kalla slíka. Hann var einn af þessum mönnum sem eru hámenntaðir án þess að hafa ifcjþáskólagráðu, enda fluggreindur. Kímnigáfa hans var með eindæmum og aldrei varð honum svarafátt. Ragnar var hagmæltur og var ekki í vandræðum með að henda saman vísukomi ef svo bar við og oft orti hann ljóð og kvæði þegar sérstök tilefni gáfust. Sönghæfíleikar hans nutu sín vel í Karlakór Reykjavíkur, og þar starfaði hann í hátt á fimmta áratug af einstakri ósérhlífni. Þar að auki var hann gífurlega vel les- inn og vel að sér á öllum sviðum. Á meðan ég var í námi í kvik- myndagerð hér í Los Angeles fylgd- ist hann náið með því sem ég var að vinna hveiju sinni. Þegar ég sagði honum að ég væri að leita að efni ~ 1 lokahandrit mitt, benti hann mér á meistaraverk Guðmundar Kam- bans, Vítt sé ég land og fagurt, sem fjallar um landnám Víkinga í Vest- urheimi og segir meðal annars sög- una af Leifi Eiríkssyni. Þegar ég kvaddi Ragnar í síðasta skipti í byijun ársins, dró hann mig afsíðis og rétti mér bók eftir Thomas Hardy og sagði. „Jonni minn, ég held að þessi sé gott efni í alþjóðlega bíó- mynd.“ Þetta var bókin „Jude the Obscure". Eins og svo oft áður hafði Raggi einstakt innsæi. Aðeins »Jlíiokkrum mánuðum áður hafði ein- mitt verið lokið við kvikmyn byggða á þessari bók. Heimili móður minnar og Ragn- ars í Ljósheimunum var hvorki stórt né ríkulegt. Samt var erfitt að finna fallegra heimili, því hver hlutur hafði á sér persónulegan stíl mömmu og Ragga, og hafði verið H^safnað af kostgæfni víðsvegar um heim á hinum ýmsu ferðalögum þeirra. Hver þeirra átti sér sína sögu. Oft var glatt á hjalla í Ljós- heimunum enda fáir sem kunnu að veita betur og taka á móti fólki en Ragnar og Sigurborg. Einn af mörg- um hæfileikum Ragnars var sá að hann var listakokkur. Jólakalkúns- uppskrift hans var vel þekkt og sjaldan var Raggi meira í essinu sínu en í eldhúsinu með svuntuna framan á sér, hellandi dýrindis rauð- víni út í sósuna til bragðbætis. Það var ekki algengt á þessum árum að karlmenn sæju um elda- mennskuna og er ég ekki í nokkrum vafa um að eldamennskuhæfni Þór- is Snæs sonar míns megi rekja beint til Ragnars. Frá unga aldri var hann með Ragnari í eldhúsinu, sullandi með potta og pönnur, meðan Raggi setti saman hvern eðalréttinn á eft- ir öðrum. Þórir var fyrsta bamabam mömmu og Ragnars og varð strax augasteinn afa síns og fram til síð- asta dags voru þeir með eindæmum samrýndir. Ragnar hóf störf á lögfræðiskrif- stofu Arnar Clausen um 1960 og starfaði þar allt til ársins 1996. Barónsstígur 21 þar sem skrifstofa Amar er til húsa, stenst líklega ekki samanburð við þær fínu og nýtískulegu lögmannsskrifstofur með dýrum parketgólfum og leður- sófasettum sem hafa sprottið upp á síðasta áratug eða svo. Þar er eng- inn íburður eða yfirdrifni. Baróns- stígurinn er í rauninni miklu fremur í stíl við einkaspæjaraskrifstofu Philip Marlowe, söguhetju reyfara- höfundarins Raymond Chandlers. Reykmettað loft og rimlaglugga- tjöld. Og persónurnar sem þar komu litríkar að sama skapi. Fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem leitaði ásjár hjá Erni og Ragnari. Engum var vísað frá og sannfærður er ég um að mafgir greiddu aldrei fyrir ráðgjöf þá og vinnu sem þeim var lögð til. Peningasjónarmiðin réðu aldrei ferðinni á Barónsstígnum, mannlegi þátturinn var meira virði. Það kom sér vel að Barónsstígur- inn var aðeins steinsnar frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna, því er fram liðu stundir, voru það ófáar ferðirnar sem Ragnar þurfti að fara okkar vegna niður í Lánasjóð. Á tímabili vorum við bræðurnir báðir í námi, eiginkonur okkar beggja og Habbó dóttir Ragnars. Sennilega hefur það verið fullt starf að sjá um að útfylla öll þau skjöl og pappíra sem þurfti til að halda okkar málum í lagi en ekki taldi Raggi þá vinnu eftir sér og skrifaði að sjálfsögðu persónulega upp á allan pakkann og þegar upp á vantaði greiddi hann úr eigin vasa. Það var mikið áfall fyrir alla en einkum Ragnar þegar móðir mín dó skyndilega úr krabbameini árið 1986. Hann og mamma höfðu verið einstaklega samstíga alla sína hjú- skapartíð og vart fallið skuggi á samband þeirra í tuttugu ár. Það var því mikil gæfa fyrir Ragnar að kynnast Björgu Ingólfsdóttur sem hann bjó með í næstum áratug. Allir vissu að Raggi var smekkmað- ur en fágaðri og glæsilegri konu en Björgu er erfitt að finna. Björg og fjölskylda hennar tóku Ragga af- skaplega vel. Hann flutti inn á hlý- legt heimili og fyrir okkur hefur verið gleðilegt að fá að kynnast Björgu og hennar fjölskyldu. Um áratuga skeið var líf Ragnars samtvinnað Karlakór Reykjavíkur. Sem formaður til margra ára var hann ein helsta driffjöðrin í starfi kórsins, löngu áður en sú gífurlega söngmenning sem er til staðar á íslandi í dag varð almenn. Áhugi hans og umhyggja fyrir velferð kórsins entist fram til dauðadags. Þegar Ragnar og Björg heimsóttu okkur hér í Los Angeles í fyrra var eitt hans helsta hugðarefni hvort ég gæti ekki fengið einhveija söng- elska og efnaða menn af norrænum uppruna hér vestra til að leggja kómum lið við uppbyggingu félags- heimilis þeirra í Oskjuhlíðinni. Eins og oft áður fengum við bræðumir að njóta góðs af tengslum Ragnars við kórinn. Þegar Karl bróðir minn æfði með Þursaflokkn- um var félagsheimili Karlakórsins á Freyjugötu 14 fengið að láni og sama átti við þegar ég undirbjó uppsetningu á Litlu hryllingsbúð- inni, upphaflegu æfíngarnar vom allar á Freyjugötunni. í fyrstu var langt á milli poppar- anna Karls og Siguijóns Sighvats- sonar og klassíkersins Ragnars Ing- ólfssonar á tónlistarsviðinu. En þeg- ar fram liðu stundir held ég að um gagnkvæma tónlistarmenntun hafí verið að ræða. Fordómar Ragnars á popp og dægurtónlist hurfu, þegar hann kynntist tónlistinni og tónlist- armönnunum betur og sá hversu mikið var um hæfileikaríkt fólk í þeim heimi. Og heldur betur var bleik bmgðið eitt skiptið þegar ver- ið var að tala um stórsöngvara þessa lands og Ragnar lagði nöfn Egils Ólafssonar og Björgvins Halldórs- sonar í púkkið. Á sama hátt víkkaði Ragnar sjóndeildarhring okkar bræðranna á sígildri tónlist, kynnti Karl fyrir Wagner og Pílagríma- kórnum og hvatti hann og studdi til orgelnáms í Vínarborg á sínum tíma. Raggi átti fjölmarga vini og kunningja en fyrir utan kórfélagana held ég samt að sterkustu böndin hafí verið tengd „Hótel Borgar- genginu", en það var hópur manna sem borðaði í næstum þijá áratugi á Hótel Borg og svo hin síðari ár á Hótel Sögu. Guðmundur Ottósson, Öm Clausen, Albert Guðmundsson, Haukur Jacobsen og Haukur Ósk- arsson vom þar helstu liðsmenn. Þar vom rædd landsins gagn og nauðsynjar og snarpar orðahnipp- ingar algengar. Engu að síður hélt hópurinn saman gegnum þykkt og þunnt, þetta var þröngur hópur sem erfítt var að komast inn í. Ég var orðinn fullorðinn maður þegar Raggi bauð mér fyrst að koma á Borgina og snæða með þessum heið- ursmönnum. Tilfinningin var svipuð því og þegar maður var tekinn inn í leynifélag pottormanna á Skagan- um í gamla daga. En ekki var það síður sú tilfínning að Raggi leit nú á mig sem hluta af sínu eigin holdi og blóði. Seinni árin eftir að ferðum mínum til íslands fækkaði var það árviss hefð að við feðgarnir fómm með Ragga á Skrúð í skötu með „Borgar- genginu". í ár var tveggja ára dótt- ir mín Sigurborg með í hópnum. Raggi hafði verið ansi veikur fram- an af vetri en vildi engu að síður að við drifum okkur á Skrúð í sköt- una. Þótt hann væri máttfarinn og þreyttur gaf hann sér samt tíma til að spjalla við gömlu félagana og sýna nýjasta barnabarnið fullur af stolti. Sumir segja að örlög okkar séu skráð í stjörnurnar og sannarlega tel ég það enga tilviljun að Ragnar Ingólfsson kom inn í líf mitt. Þó upphafið hafí verið dálítið óvænt og aðlögunartíminn langur, þá hefur það verið eitt það farsælasta sem fyrir mig hefur komið að hafa Ragn- ar Ingólfsson mér til leiðarljóss á lífsleiðinni og njóta þeirra einstöku forréttinda að fá að kalla hann „stjúpa". Hvíli hann í friði. Sigurjón Sighvatsson. Elsku Ragnar. í upphafí kynna okkar voru sam- skipti okkar stundum stormasöm. Við höfðum ólíkar skoðanir á ýmsum málum og gátum bæði verið þver. En með tímanum mynduðust með okkur tengsl sem lifa í minning- unni. Ljúfar stundir með þér og mömmu. Alltaf stutt í fimmaura- brandarana. Hlýhugur þinn í garð okkar mæðgina. Ég og Einar Alexander erum þakklát fyrir að hafa fengið að verða þér að nokkru leyti samferða. Hvíldu í friði. Soffía Haraldsdóttir. Við Ragnar kynntumst skömmu eftir seinni heimsstyijöldina, eða fyrir rúmum 50 árum. Mig minnir að leiðir okkar hafí fyrst legið sam- an úti á Melavelli, þar sem við lögð- um stund á íþróttir. Ragnar, sem var rúmlega þremur árum eldri, var efnilegur millivegalengdahlaupari og sömuleiðis mjög góður skíðamaður, enda fæddur og uppalinn í Ólafs- fírði. Þótt Ragnar væri í KR en ég í ÍR kom það ekki í veg fyrir að með okkur tækist vinátta sem hélst meðan hann lifði. Ragnar lauk prófi frá Samvinnu- skólanum, sem þá starfaði í Reykja- vík, og það má með sanni segja að hann hafí verið gott dæmi um hversu góður sá skóli í raun var. Ragnar var mikill hæfileikamaður á mörgum sviðum, enda hafði hann mjög góða þekkingu á bókhaldi og öllum greinum er snerti skrifstofu- störf og verslunarrekstur. Á þessum árum eftir að námi lauk, vann Ragnar á nokkrum stöðum, m.a. hjá Pósti og síma, Búnað- arbanka íslands og Ford-umboðinu Kr. Kristjánssyni. Það kann að hafa ráðið nokkru um að Ragnar vann ekki lengi á sama stað, að hann átti það til að vera skapstór og lynti því ekki við hvern sem var. Eftir að ég opnaði mína eigin lög- mannsstofu árið 1958, lágu leiðir okkar Ragnars fljótlega saman, enda þurfti ég á aðstoð að halda. Ragnar fór að vinna hjá mér hluta úr degi, þótt hann ynni einnig að hluta m.a. hjá Heildverslun Péturs Péturssonar og svo síðar hjá Guðbirni Guðjóns- syni, sem flutti inn fóðurvörur frá Danmörku. Að því kom síðan, að Ragnar fór að vinna fulla vinnu á lögmannsstofu minni fyrir um 30 árum og allt þar til hann hætti að eigin ósk af heilsufarsástæðum í lok mars 1996. Þótt Ragnar væri eins og áður greinir skapstór, get ég með sanni sagt að aldrei hafi í raun slegist upp á vinskapinn hjá okkur öll þessi 50 ár, einnig þau 40 ár sem við unnum saman. Þetta byggðist að sjálfsögðu á því að báðir urðu að gefa eftir ef á reyndi, en þar sem um mjög ein- læga vináttu var að ræða, reyndist þetta báðum auðvelt. Ragnar var ákaflega músíkalskur maður. Hann hafði frábæra ten- órrödd, enda var hann meðlimur í Karlakór Reykjavíkur í áratugi og formaður kórsins um margra ára bil. Ragnar tók oft lagið á góðri stund í góðra vina hópi og ég minn- ist þess, að það kom fyrir að við Ragnar syngjum saman hinn fræga dúett úr Valdi örlaganna, ef við vor- um í því stuðinu. Ragnar átti ekki langt að sækja músíkgáfuna, enda hafði faðir hans, séra Ingólfur Þorvaldsson frá Ólafs- fírði, samið afar skemmtilegt tón- verk, sem Páll Pampichler stjórnaði á konsert í Áusturbæjarbíói, skömmu áður en séra Ingólfur lést. Þá má geta þess, að frú Anna Nordal móðir Ragnars, var systir Sigurðar Nordal prófessors, föður Jóns Nordal tónskálds, svo músík- gáfuna erfði hann úr ættum beggja foreldra. Ég minnist þess með þakklæti þegar Anna Nordal bauð mér og Hauki bróður mínum í sjósiginn fisk, sem vinir hennar frá Ólafsfirði höfðu sent henni. Þetta voru vel þegin og hátíðleg tækifæri. Þess ber nefnilega að geta, að það er ekki alltaf auð- sótt mál að fá að sjóða siginn físk eða skötu á venjulegum heimilum. Ragnar vinur minn var mestan hluta ævinnar við góða heilsu, þótt heldur sigi á ógæfuhliðina hin síð- ustu ár. í einkalífínu var hann á margan hátt mikill gæfumaður. Fyrri kona Ragnars vaf Sigurborg Siguijónsdóttir, ættuð frá Austfjörð- um. Sigurborg hafði í fyrra hjóna- bandi eignast tvo syni, þá Karl og Siguijón Sighvatssyni, sem ólust upp á heimili þeirra Ragnars og Sigur- borgar. Ragnari þótti afar vænt um drengina og því varð það honum mikið áfall þegar sá eldri, Karl, fórst skyndilega af slysförum fyrir nokkr- um árum. Stærsta áfallið í lífi Ragnars var þó þegar Sigurborg veiktist skyndi- lega af krabbameini og dó eftir til- tölulega stutta legu í janúar 1986. Næstu árin voru Ragnari erfið, enda hafði hjónaband þeirra Sigurborgar verið ákaflega hamingjusamt og þau samrýndari en almennt gerist hjá hjónum. Þegar lífíð virtist ekkert nema svartnætti og heilsu Ragnars var tekið að hraka, birtist skyndilega á ný sólargeisli í lífi hans. Sólargeisli þessi var Björg Ingólfsdóttir, sem Ragnar kynntist um fjórum árum eftir að Sigurborg lést, eða árið 1990. Frá þeim degi má segja að Björg hafí annast Ragnar og stutt til hins síðasta, þótt heilsu hans hrakaði stöðugt. Miklir kærleikar voru með þeim Björgu og Ragnari. Ég get ekki kvatt kæran vin og samstarfsmann án þess að þakka honum fyrir alla samvinnuna á skrif- stofunni. Fram eftir öllu, meðan Ragnar hélt fullri heilsu, var hann með flinkustu starfsmönnum sem ég hef kynnst. Hann gat framan af unnið sjálfstætt öll helstu störf og leyst lögfræðileg vandamál, sem venjulega eru aðeins á færi lögfræð- inga, en ekki ólöglærðs skrifstofu- fólks. Til að undirstrika álit mitt á hæfni Ragnars sem starfsmanns, langar mig að lokum til að segja eina sögu úr samstarfí okkar. Eitt sinn, er ég var vant við látinn, þurfti ég að mæta við uppboðsfyrirtöku vegna skjólstæðings, hjá Sigurgeiri Jóns- syni, þáverandi bæjarfógeta í Kópa- vogi (síðar hæstaréttardómara). Einnig voru nokkrir lögmenn, þar á meðal minn ágæti vinur Guðmundur Pétursson hrl. (eldri), mættir þama, svo sem algengt var við slíkar færi- bandafyrirtökur. Ég sendi Ragnar fyrir mig. Þegar Sigurgeir sá Ragn- ar í hópi lögmannanna (Sigurgeir og Ragnar þekktust vel), kallaði hann til hans og sagði: „Ragnar minn! Hvað get ég gert fyrir þig?“ Ragnar sagði Sigurgeiri erindið og Sigurgeir sagði að bragði: „Komdu hingað fram fyrir, við skulum bara afgreiða þetta." Ragnar sagði mér síðar, að skrítinn svipur hefði komið á kollega mína, sem biðu í hóp fyrir framan. Síðar þennan sama dag hringdi Guðmundur Pétursson hrl. til mín og sagði: „Örn! Hvað mein- arðu með því að senda Ragnar, ólög- lærðan mann, til að mæta fyrir þig í Fógetarétti í Kópavogi?" Ég svar- aði að bragði: „Guðmundur minn! Þú ættir að vita allra manna best, að það verður hver lögmannsskrif- stofa að hafa sinn Guðlaug Þorláks- son.“ Þetta svar skildi Guðmundur, því hann starfaði sem einn af með- eigendum á lögmannsskrifstofu í Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti, ásamt Einari Baldvin Guðmundssyni o.fl., meðal annars Guðlaugi Þor- lákssyni, sem var ólöglærður. Um leið og ég kveð hinn látna vin minn, óska ég öllum hans nán- ustu aðstandendum alls góðs og megi guð styrkja þa í sorginni. Örn Clausen. Kveðja frá bekkjarsystkinum Kveðjustundir verða ekki um- flúnar. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Og við þessi þátta- skil sem nefnd eru dauði býr sökn- uður um sig í hugans ranni. Við Ragnar Ingólfsson hittumst fyrst í Samvinnuskólanum þar sem við vor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.