Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 31 hvert skuli stefna. Ég er ekki þar með að segja að þá hafí ungt fólk staðið mun betur gagnvart náms- og starfsvali en fyrir tilviljun var um „starfsfræðslu" að ræða. Félagslegur hreyfanleiki? Ekki veit ég hvort til eru nýjar, íslenskar kannanir um félagslegan hreyfanleika eins og það er kallað af félagsfræðingum þegar afkom- endur velja önnur störf en forfeður og formæður. Mig grunar þó að það sé einmitt að gerast nú að sí- fellt fleiri ungmenni velji sömu eða skyld störf og foreldrar þeirra vegna ókunnugleika um aðra möguleika. Menn geta spáð í þá nýju eða á ég kannski að segja gömlu stéttskiptingu sem af því hlýst. Börn lækna verða læknar, börn kennara kennarar o.s.frv. Verða börn atvinnulausra þá at- vinnulaus? Starfsfræðsla og þátttaka í at- vinnulífmu, eykur víðsýni nemenda, eykur skilning þeirra á mikilvægi allra starfa, eflir sjálfsvitund nem- enda, auðveldar frekara náms- og starfsval og gerir atvinnulífið virk- ara í að skilgreina sig sjálft og draga athygli nemenda að mik- ilvægi og sérstöðu hvers starfssviðs fyrir sig. Þannig mætti lengi telja. Skólakerfið og samfélagið í heild sinni skuldar þessu unga fólki fræðslu um störf og starfsmögu- leika. Að hafa þekkingu og skilning á samfélaginu sem nemendur búa í og eygja möguleika á störfum og námi við hæfi, er grundvallaratriði í baráttunni gegn atvinnuleysi nú- timans. íhaldssemi ofaná? íhaldssemi í menntamálum virð- ist ofaná í þjóðfélaginu í dag. Ekk- ert frekar meðal svo kallaðra hægri manna heldur gætir hennar einnig hjá allri hinni stjórnmálalegu hreyf- ingu og líklega er fjöldi skólamanna hlynntur íhaldssemi í menntamál- um. í skjóli þessarar íhaldssemi sem nú er í tísku urðu nýju grunn- skólalögin til og reyndar einnig framhaldsskólalögin. Menn virðast trúa því að í landinu sé skóli fyrir alla en því miður er sú ekki raunin. Nú er það svo að fræðimenn margir telja að ríkjandi stjómmála- viðhorf í samfélaginu ráði fram- kvæmd menntunar. Við þekkjum þá umræðu þar sem „ný-íhalds- stefna" (neoconservatism) dregur hvort tveggja í efa að skóli skuli vera fyrir allan almenning og að gert skuli ráð fyrir ólíkum einstakl- ingum sem þurfi á ólíkri þjónustu að halda. Standist nemendur ekki kröfur yfírvalda um lágmarksár- angur í samræmdum prófum, þá verða þeir að bjarga sér sjálfir. Krafan um meiri gæði og að allir menn skuli mældir með sömu mælistikunni, kallar á samræm- ingu og miðstýringu þrátt fyrir áherslur sömu afla á frelsi, aðallega í viðskiptum, afnám ríkisafskipta o.s.frv. Því verða svokölluð íhalds- öfl eitthvert mesta miðstýringarafl sem hugsast getur í réttu hlutfalli við þá skoðun sem þar er ríkjandi að til sé ein þekking, ein menning og að sveitarfélög sem þó reka skólana skuli reka skólastefnu sem mótuð er af menntamálaráðuneyti. Umræða annarra afla hefur m.a. verið um rétt allra til fjölbreyttrar menntunar, um að skólastarf skuli efla skapandi hugsun og að það skuli viðurkennt að einstaklingarn- ir séu ólíkir og hljóti því að vera ótækt að nota á þá sömu mælistik- una. Þrátt fyrir þessa einföldu og e.t.v. klisjukenndu fullyrðingu er auðvitað ljóst að það er íhalds- semi, hvar í flokki sem hún birtist og ræður ríkjum, sem hefur mest áhrif á skólastarf. íhaldsmenn í öllum flokkum og utan flokka trúa því að þeirra lífs- sýn hljóti að vera góð fyrir alla, að þeirra trú sé best, að til séu ein sannindi sem allir hljóti að þurfa að læra, að til sé menning, þeirra menning, sem sé annarri menningu æðri, að lífið sé einfalt og auðvelt sé að mæla þekkingu fólks og færni með sömu mælistikunni. Öllum hættir til, og mér líka, að setja upp einfaldar myndir til að reyna að varpa ljósi á um hvað verið sé að fjalla. Íhaldsskoðunin lítur á nemendur sem ker eða ílát þar sem auðveldlega megi hella í „þekkingunni og færniþáttunum“ og mæla hreyfmgu yfírborðsins, hvort hækkar eða lækkar. Ef við bjóðum þessum sömu íhaldsöflum að líta á nemandann öðrum augum t.d. sem jurt, lenda þau í vanda. Vandinn er sá að það þarf að fylgj- ast með jurtinni, finna styrkleika hennar; hvaða þarfír hún hefur og eiginleika; hvemig jarðveg hún þolir best. Getur hún lagað sig að þeim jarðvegi sem fyrir er eða þarf að skipta um mold? Hér má miðla mun og styrkja fjölbreytni. Það verður erfítt að mæla samræmt alla hluti í fari jurtarinnar en sumt má mæla en annað ekki. Jurtin sýnir okkur hvort hún dafnar eða fölnar. Ég er ekki á móti samræmdum prófum eða aðalnámskrá fyrir alla landsmenn nema þegar prófin og námskráin eru notuð til að telja mönnum trú um að þessi skoðun íhaldsmanna, sem ég taldi að fram- an, sé rétt. Eitt skref í átt til valddreifingar Margt bendir til að með flutningi skólareksturs grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga hafí aðeins verið stigið eitt skref í átt til valddreif- ingar, því sveitarfélögum sé erfítt um vik að móta fjölhæfa skóla- stefnu sem henti þörfum íbúa þeirra á hverjum tíma. Eins og segir hér að framan fer fram- kvæmdavaldið með þann þátt er snýr að eftirliti með framkvæmd skólastefnunnar. Námskrárgerðin og mælitækin eru í höndum ríkj- andi afla í stjómarráðinu á hveijum tíma og mín skoðun er sú að þar hafi verið ríkjandi íhaldssöm öfl í nokkuð langan tíma en ekki síður á meðal okkar skólamanna. Miðað við stöðuna í dag, þar sem sveitar- félög hafa tekið við rekstri grunn- skóla, verður að huga að því að sveitarfélögin í samvinnu við for- eldra og skólamenn, semji hvert sína aðalnámskrá svo að hugmynd- inni um valddreifíngu sé haldið til haga. Möguleikar grunnskólans til að efla starfsfræðslu „strax í dag“ eru þeir helstir að heimilt er skv. lögum að veija allt að þriðjungi náms- tímans í 9. og 10. bekk í valgrein- ar og að heimilt er að meta tíma- bundna þátttöku í atvinnulífi sem nám, enda sé það skipulagt í sam- ráði við skólann. Það er því hægt að efla starfsfræðslu verulega sé til þess tekinn tími frá öðrum val- greinum og opin er sú leið að gefa nemendum kost á tímabundinni atvinnuþátttöku. Mér hefur orðið tíðrætt um starfsfræðslu í grunnskólum og skyldu sveitarfélagsins til að móta um hana stefnu. Hin hliðin á mál- inu er auðvitað skylda ríkisvaldsins til að gera slíkt hið sama í fram- haldsskólum og það væri gæfa samfélagsins ef um samstarf gæti verið að ræða á milli þessara skóla- stiga sem og stjómsýslustiga. Það er auðvitað ótækt að skóla- stjórnendur framhaldsskóla skuli geta hafnað nemendum sem ekki hafa náð tilskildum árangri í fjórum samræmdum námsgreinum grunn- skóla. Auðvitað verður framhalds- skólinn að sníða skólastarfið að þörfum nemenda rétt eins og grunnskólinn hefur átt og reynt að gera. Annars fer enn verr en nú er þegar orðið og framtíðarspá Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra, getur því miður orðið að veruleika: „En ýmislegt bendir til að at- vinnuleysi meðal ungs fólks verði viðvarandi ef ekki er tekið á því í skólakerfínu". (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mbl. 27. júlí 1996.) Höfundur er grunnskólakennari. NewLifeNails Þegar aSeins þaö besta kemur til greina Vömrnar tem faqlðlkió maplir r Leiðbeiningarbæklingar fáanlegir á útsölustöi VERÐLAUNUÐ NSX-V800 fermingartilboð kr. NSX-V900 fermingartilboð kr. Verð áður tílllUQ DSP hljómkerfi Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic BBE hljómkerfi Tvö hljóðnematengi Tvöfalt segulband Segulvarðir hátalarar 3 diska geislaspilari DSP hljómkerfi BBE hljómkerfi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvö hljóðnematengi Tvöfalt segulband Segulvarðir hátalarar 100+100W RMS Surroundmagnari Front 180° hátalarakerfi SUPER T-Bass Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic Fullkomið Karaoke kerfi Stafrænt útvarp m/32 stöðva Fullkomin fjarstýring RADIOBJ Arrm/fs 38 • Simí 553 60+60W RMS Surroundmagnari 3 diska geislaspilari Tengi fyrir auka bassahátalara Fullkomið Karaoke kerfi Stafrænt útvarp m/32 stöðva Fullkomin fjarstýring (ií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.