Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ að veita leyfi til ættleiðingar, mæli þarfir barnsins eindregið með því og fallist barnaverndarráð á þá skip- an mála. Hafi barnaverndarnefnd ráðstafað barni má samkvæmt ósk nefndar og að fengnum meðmælum barnaverndarráðs, leyfa ættleiðingu þótt samþykki foreldra/foreldris eða lögráðamanns liggi ekki fyrir. Áður en málið er leitt til lykta skal leita umsagnar foreldra sem gefa skyldu samþykki sitt og einnig umsagnar foreldris sem eigi þarf að samþykkja ættleiðingu, nema ráðu- neytið telji að slíkt sé til tjóns fyrir barnið eða valdi varhugaverðum drætti á úrlausn máls. Veiti ráðu- neytið hins vegar leyfi til ættleiðing- ar án þess að samþykki liggi fyrir, ber því að skýra þeim sem bærir voru til að veita samþykki sitt, tafar- laust frá leyfisveitingunni og að þeir geti borið hana undir dómstóla. Málshöfðun innan 6 mánaða Réttur aðili getur þannig borið ákvörðun ráðuneytisins undir dóm- stóla, „enda sé mál höfðað innan 6 mánaða frá því að dómsmálaráðu- neytið sendi aðilja tilkynningu". Lögin kveða á um að áður en leyfi til ættleiðingar er veitt, skuli athuga hvort innt hafí verið af hendi gjald í sambandi við ættleiðinguna, af hálfu annars hvors aðilja, eða hvort slíkt sé ætlunin og reynist svo vera, hversu hátt slíkt gjald sé. Ef ættleið- endum sé greitt gjald má binda ætt- leiðingu því skilyrði að greiðsla renni til kjörbarns eða framfærslu þess. Dómsmálaráðuneytið getur fellt niður ættleiðingu, ef kjörforeldrar og kjörbarn eru sammála um að óska þess. Ef aðili er sviptur lög- ræði, þarf einnig samþykki lögráða- manns. Ættleiðing verður ekki felld niður ef kjörbarnið er ólögráða, nema kjörforeldrar og kynforeldrar séu sammála um slíkt, og niðurfell- ing ættleiðingar teljist henta best þörfum barnsins. Hafi kjörbarnið náð 12 ára aldri þarf einnig skriflegt samþykki þess og að undangenginni leiðsögn um lagaáhrif ættleiðingar. Deyi kjörfor- eldrar getur dómsmálaráðherra fellt niður ættleiðingu að ósk kynfor- eldra, mæli þarfir barnsins með því og með samþykki þess, hafi það náð ofangreindum aldri. Brot, vanræksla eða hagsmunir Unnt er að fella niður ættleiðingu með dómi, bijóti kjörforeldri mjög af sér gagnvart barni eða vanræki stórlega þær skyldur sem á því hvíla vegna ættleiðinga. Einnig ef „telja verður að öðru leyti að það varði kjörbarn miklu, að ættleiðing sé felld niður.“ Kjörbarn eða iögráðamaður þess höfðar mál til niðurfellingar ættleið- ingar. Ef ættleiðing er felld niður, falla úr gildi lagaáhrif ættleiðingar milli kjörbams og kjörforeldris og ættmenna kjörforeldris. Þegar sér- staklega stendur á getur dómstóll kveðið svo á um að kjörforeldri greiði fé til framfærslu barnsins. Hafi kjörforeldrar látist eins og áður sagði og ættleiðing felld niður af þeim sökum eða þeir og kynfor- eldrar eru sammála um að fella nið- ur ættleiðingu, takast að nýju laga- tengsl milli bamsins og kynforeldra þess. Ef ættleiðing er felld niður vegna brota gegn barni eða van- rækslu, getur dómstóll ákveðið með hliðsjón af aðdraganda að niðurfell- ingu ættleiðingar, aldri barns og atvikum að öðru leyti, að lagatengsl barns við kynforeldra og ættmenni þess séu endurnýjuð. Kjörbarni er heimilt þrátt fyrir niðurfellinguna að halda kenningar- nafni því er það fékk við ættleiðing- una, en getur einnig tekið upp fyrra nafn. Að öðm leyti veldur niðurfell- ing ættleiðingar því ekki, að laga- tengsl barns við kynforeldri eða aðra ættmenn rakni við. Sömu aðilar veiti umsögn Dómstóll á að leita, ef hægt er, eftir áliti þeirra aðila sem skyldu samþykkja ættleiðingu í öndverðu eða veita umsögn um ættleiðingar- umsókn, áður en málið er ráðið til lykta. Dómstóll getur þó ef sérstök rök mæla með, ákveðið að umsagnar skuli ekki leitað, einkum ef ekki er ætlunin að láta lagatengsl bams við kynforeldri og aðra ættmenn hefjast að nýju. Vildi hnekkja ættleiðingu þar sem samþykki væri ófullnægjandi Hæstiréttur hafnaði kröfu um ógildingu í BÓKINNI íslenskar dóma- skrár, sem Ármann Snævarr tók saman og var gefin út í fyrra, kemur fram að Hæstirétt- ur hafi árið 1959 hafnað ógild- ingu á ættleiðingu ungs barns, sem móðirin hafði áður gefið samþykki fyrir. Málavextir voru þeir að ógift stúlka, 18 ára göm- ul, varð barnshafandi og sam- þykkti með milligöngu bróður síns að láta það í hendur barn- lausra hjóna til ættleiðingar. Greindi hún foreldrum sínum bréflega frá þessari fyrirætlan sinni og um tæpum tveimur mánuðum áður en hún fæddi barnið, undirritaði hún yfirlýs- ingu þar sem hún kvaðst „af- sala mér móðurrétti mínum yfir barni mínu...“ Hún ól barn sitt á sjúkrahúsi í lok janúar 1958 og sóttu hjónin barnið til hennar á þriðja degi frá fæðingu. Gaf bindandi loforð um barn Faðir barnsins kom skömmu síðar til skjalanna og reyndi að telja móðurina á að afhenda sér það, en því hafnaði hún. Hjónin báru að stúlkan hefði gert þeim grein fyrir afstöðu föðurins, en jafnframt að hún hefði að nýju staðfest að hún hefði afhent barnið og myndi ekki breyta um afstöðu. Ættleiðingarbeiðni var lögð fram 18. apríl 1958 og leyfið veitt 9. maí sama ár. Þrettán dögum síðar ritaði stúlkan til hjónanna og skýrði þeim frá því að hún hefði ákveð- ið að taka barnið til sín. í dóms- máli því sem reis í kjölfarið krafðist stúlkan ógildingar á ættleiðingarleyfi, á þeim for- sendum að afsal væri ófullnægj- andi og gefið áður en barnið fæddist. Héraðsdómur féllst á að samþykki gefið fyrir fæð- ingu væri ógilt, en Hæstiréttur var á öðru máli. í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að stúlkan hafi gefið hjónunum loforð um að þau fengju barnið sem sitt eigið og afhent þeim það til efnda á loforðinu. Eðlilegt framhald þess hafi verið að hjónin leituðu leyfis til ættleiðingar og var þessari ástæðu hrundið. I öðru lagi var það tiltekið að ekki hefði verið leitað um- sagnar barnaverndarnefndar. Hins vegar hafði sóknarprestur gefið umsögn, er fylgdi umsókn til ráðuneytisins, en hann var formaður skólanefndar og hafði samráð um þetta við aðra skóla- nefndarmenn. Þótti því þessi málsástæða ekki tæk. í þriðja lagi var málsókn reist á því að ráðuneytið hefði ekki leitað umsagnar barnsföður. Var þá leitt í ljós að faðerni barnsins var ekki gefið upp á sjúkrahúsinu og í ættleiðinga- rumsókn greindu hjónin frá því að stúlkan hefði ekki gefið þeim upp föðurnafn barnsins. Fram kom að ráðuneytið hefði átt að leita vitneskju um faðerni barnsins og óska síðan umsagn- ar, en „þar sem slík umsögn er einungis til leiðbeiningar, en eigi bindandi fyrir ráðuneytið, þá þykir vöntun á henni ekki eiga eins og á stóð, að valda ógildingu á ættleiðingu bams- ins...“ Foreldravald ekki viðurkennt Einn dómari í Hæstarétti féllst á að ónýta bæri ættleiðing- arleyfi, en niðurstaða Hæstá- réttar var sú að krafa stúlkunn- ar væri ekki nægilega reifuð og vísaði henni frá dómi. Kröfu um að foreldravald stúlkunnar yrði viðurkennt var og vísað frá, þar sem ljóst væri að for- eldravald hlyti að verða að miklu leyti hjá þeim sem hefur barn í fóstri. 796 ættleiðingar á 15 árum FRÁ 1981 til 1996 hafa verið útgefin í dóms- máiaráðuneytinu 796 leyfísbréf vegna ættleið- inga og eru stjúpættleiðingar algengastar þeirra, eða 326 talsins. Ættleiðingar á erlend- um bömum á þessum tíma eru 277 og frum- ættleiðingar á íslenskum börnum 159, þar af ein tæknifijóvgun þar sem kona gekk með bam fyrir hjón. Ef miðað er við seinustu fímm ár, þ.e. frá 1991 til 1996, em börn búsett og ættleidd á íslandi af stjúpföður alls 103 talsins, og börn búsett og ættleidd á íslandi af stjúpmóður 5 í aUt Flestar frumættleiðingar í fyrra Börn búsett og ættleidd á íslandi af fóstur- foreldrum á þessum tíma em 45 talsins og vekur athygli að flestar framættleiðingar voru í fyrra, eða 15. Þær hafa ekki verið svo marg- ar síðan 1983, þegar þær voru 16 og 1981 þegar þær vom 18. Erlend böm ættleidd ti> íslands á sama tímabili em 48 talsins, flest frá Indlandi, Kólumbíu, Tælandi, Rússlandi, Japan og Rúmeníu. Fjórtán ættleiðingar ógildar á 15 árum Skilnaður, sifjaspell og andlát helsta skýring SKILYRÐI fyrir að dómsmála- ráðuneytið geti fellt niður ættleið- ingu er að kjörbarn og kjörforeldr- ar séu sammála um þá lausn. Á seinustu fimmtán árum hefur ætt- leiðing verið felld fjórtán sinnum úr gildi og var í öllum tilvikum um að ræða stjúpættleiðingu. Að sögn Margrétar Hauksdótt- ur deildarstjóra í dómsmálaráðu- neytinu er oftast að leita skýringa á slíkri beiðni til skilnaðar móður og kjörföður eða öfugt eða vegna þess að annað hvort þeirra hafi fallið frá. Auk þess muni hún eft- ir tveimur tilvikum þar sem óskað var eftir ógildingu vegna sifjasp- ella, en í tveimur tilvikum var ekki gerð grein fyrir ástæðum beiðni um ógildingu. Langur aðdragandi ættleiðingar Af þessum fjórtán niðurfelling- um er eitt tilvik þar sem kjörbarn- ið var á aldrinum 10—15 ára, í fímm tilvikum var barnið 15-20 ára, í einu tilviki 20-25 ára, í tveimur tilvikum 25-30 ára og í sex tilvikum var kjörbarnið yfir þrítugt þegar ósk um ógildingu ættleiðingar var Iögð fram. „Aðdragandi að frumættleið- ingu hér á landi er svo langur og könnun barnaverndaryfirvalda á högum og aðstæðum ættleiðenda svo ítarleg, að vel þykir gengið úr skugga um að allt sé með rétt- um hætti áður en til ættleiðingar kemur. Það kann að vera helsta skýring þess að um ógildingu á stjúpættleiðingu sé að ræða í þess- um tilvikum,“ segir Margrét. Hún segir að fmmættleiðingar hérlendis séu oft rökrétt afleiðing varanlegs fósturs, einkum þegar ekkert samband hafí verið á milli bamsins og kynforeldra. „Þessi spuming kemur oft á unglingsaldri barnsins, gjaman í tengslum við fermingar. Síðan þekkist einnig á hveiju ári að kona ákveður á með- göngu að gefa bam sitt til ættleið- ingar, strax við fæðingu,“ segir hún. Ekki er nauðsynlegt að óska eftir ættleiðingu, vilji barn bera kenninafn stjúpföður eða fóstur- föður samkvæmt nafnalögunum. Mögulegt hefur verið að kenna sig við stjúpföður frá árinu 1992. „Þessi leið er mun einfaldari og ástæða til að athuga hvort hún sé fær, einkum þegar kynforeldri er andvígt ættleiðingu,“ segir Margrét. Færri ættleiðingar vegna fóstureyðinga Frumættleiðingum hérlendis fækkaði í kjölfar laga um fóstur- eyðingar árið 1975 að sögn Margr- étar og segir hún beint samhengi á milli gríðarlegs fjölda fóstureyð- inga og þessarar fækkunar. Hún bendir einnig á að félagsleg aðstoð sveitarféiaga er orðin öflugri í flestum tilvikum en var fyrir nokkrum áratugum, og því ættu fjárhagslegar aðstæður ekki að hindra fólk í að halda börnum sínum. „Ég þekki dæmi þess að föður- eða móðursystkini barna hafi ættleitt þau, og þó að þau séu ekki algeng, eru dæmi um ætt- leiðingar innan fjölskyldna. Þau mál þurfa að sæta sömu reglum og málsmeðferð og önnur ættleið- ingarmál. Stundum kemur fyrir að barn fer í fóstur til skyld- menna og það fóstur leiðir til ættleiðingar, sérstaklega ef móðir er vanhæf, og þá einnig í tengsl- um við feður barnanna. Þetta er að sjálfsögðu ekki al- gengt, eins og sést einfaldlega á hversu fá tilvik era um frumætt- leiðingu á ári. Síðan geta komið upp aðstæður þess eðlis að barni er ekki gott að fara til skyld- menna. Við getum til dæmis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.