Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þing um tölvumálrækt Miðvikudaginn 12. mars gengst Fagráð í upp- lýsingatækni fyrir málþingi um tölvumálrækt í þingsal Hótels Loftleiða. Þingið hefst kl. 13:00 með ávarpi menntamálaráðherra og lýkur stundvíslega klukkan 17.00. Leitast verður við að svara þessum spumingum: - Verður mælt á íslensku máli alla næstu öld? - Hver spornar gegn ásókn enskunnar? - Verður íslenskan áfram inni í tölvum? - Hvað hefur verið gert fyrir íslenskt mál í tölvum? - Hvað þarf að gera í nánustu framtíð? Málshefjendur verða fulltrúar fyrirtækja og stofnana, sem hafa verið í fararbroddi þeirra er nota íslenskt mál í og á tölvum: Apple umboðsins, Fagráðs í upplýsinga- tækni, Námsgagnastofnunar, Nýherja, Orðabókar Háskólans, íslenskrar málstöðvar, Skýrr, Tölvuorða- nefndar, Þýðingastöðvar utanríkisráðuneytisins o.fl. Meðal annars verður fjallað um: Orðabanka, talandi tölvur, tungumálaverkfræði, Tölvuorðasafn, tölvur sem skilja mælt mál, Þ sem 27. staf latneska stafrófsins og þýðingar í tölvum. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Þátttökugiald er 1.000 kr. Hópafsláttur. Skráning er hjá Staðlaráði íslands í síma 587 7000. Fagráð í upplýsingatækni þakkar Nýherja, RUT-nefnd og Skýrslutækni- félaginu veittan stuðning. Átt þú rétt á endurgreiðslu vegna tannréttinga? Þeir sem voru yngri en 21 árs þegar tannréttinga- meðferð með spöngum eða teinum hófst, geta átt rétt á endurgreiðslu hluta kostnaðar sem hér segir: Ef meðferð hófst eftir 1. janúar 1997 greiðir Tryggingastofnun allt að 70.000 kr. styrk. Ef meðferð hófst á árunum 1995-1996 greiðir Tryggingastofnun hluta styrks upp í kostnað meðferðar á árinu 1997, hafi umsækjandi ekki áður fengið endurgreiðslu vegna tannréttinga. Eldri umsóknir Þeir sem fengu endurgreiðslu samþykkta skv. eldri reglum og eru enn í meðferð, halda óskertum rétti. Umsóknir, sem fengu þá afgreiðslu að þær þyrfti að endurnýja að forréttingum eða tannskiptum loknum, eru fallnar úr gildi. Umsækjendur eiga þó rétt á ofan- greindum styrk ef þeir þurfa meðferð með spöngum eða teinum. Meðferð með lausum tækjum Ekki er endurgreiddur kostnaður við tannréttinga- meðferð sem eingöngu er með lausum tækjum, svo sem gómum, plötum og beislum. Hvernig er sótt um? Sækja þarf um styrki til tannlæknadeildar Trygginga- stofnunar á sérstökum eyðublöðum. Styrkirnir eru óháðir tekjum umsækjenda og forráðamanna. Hvað kosta tannréttingar? Það ríkir frjáls verðsamkeppni í tannréttingum. Því er rétt að leita eftir áliti og áætlun um kostnað hjá fleiri en einum tannréttingasérfræðingi. Tannlækna- deild Tryggingastofnunar veitir frekari upplýsingar. TRYGGINGASTOFNUN^? RÍKISINS © Sigríður Ella Magnúsdóttir í Listaklúbbnum Ljóð úr hjörtum kvenna LISTIR Morgunblaðið/Emilía SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir lofar fjölbreyttum tónleikum í Listaklúbbnum annað kvöld. SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir söng- kona heldur einsöngstónleika í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 21 við undiríeik Ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Flytja þau lög úr ýms- um áttum þar sem konur og kven- hetjur tjá tilfinningar sínar. Að sögn Sigríðar Ellu er kveikjan að tónleikunum langsótt. „Síðastliðið haust rakst ég á grein í bresku blaði þar sem verið var að kynna uppboð hjá Sotheby’s á bréfum sem AÍbert Einstein mun hafa skrifað snemma á öldinni. Var þar meðal annars vitn- að í bréf til eiginkonu hans, þar sem hann setur henni kosti - nokkuð sem mér þótti ekki sæma þessu mikil- menni. Upp frá því fór ég, einhverra hluta vegna, að gefa lögum, þar sem konur tjá tilfinningar sínar, meiri gaum og þegar mér bauðst að halda tónleika í Listaklúbbnum datt mér í hug að setja saman sérstaka dagskrá með efni af þessum toga.“ Sigríður Ella lofar fjölbreyttum tónleikum en verkin sem hún ætlar að syngja eru allt frá Monteverdi til Bernsteins en af öðrum tónskáldum má nefna Schubert, Schumann, Brahms og Verdi en jafnframt verða íslensk lög í brennidepli. „Mér fannst nauðsynlegt að hafa íslensk verk á efnisskránni," segir söngkonan sem búið hefur í Bretlandi í tæpa tvo áratugi. „Þegar allt kemur til alls standa þau manni næst - bæði lögin og ljóðin." Börnin til Islands Sigríður Ella mun jafnframt nýta ferðina til að halda söngnámskeið á Akureyri í næstu viku og sækja Vestmannaeyjar heim en þar kveðst hún eiga góða „söngvini". „Ég kem eins oft til íslands og ég get enda er mér í mun að viðhalda tengslum mínum við vini og vandamenn - og auðvitað menningarlífið. í sumar ætla ég því að dveljast í fáeinar vik- ur hér á landi með fjölskyldunni en ég stefni leynt og ljóst að því að fá börnin mín þrjú til að flytjast hingað og eignast íslenska maka,“ segir söngkonan og skellir upp úr en bæt- ir svo við: „En því miður fæ ég víst engu um það ráðið." Eiginmaður Sigríðar Ellu er bassa- söngvarinn Simon Vaughan og eru þau bæði virk í bresku tónlistarlífi. Hún er um þessar mundir að und- irbúa Schubert-tónleika fyrir As- hwell-hátíðina og Durufle Requiem með Collegiate Singers en hann syngur í uppfærslu European Cham- ber Opera á Leðurblökunni. Eðli málsins samkvæmt hafa börn þeirra hjóna drukkið tónlistina í sig með móðurmjólkinni, þótt þau hafí róið á önnur mið en foreldramir. „Dóttir okkar hefur mikið dálæti á Blur [poppsveit sem flestir íslending- ar ættu að vera famir að kannast við eftir tíðar heimsóknir forsprakkans hingað til lands] en synimir eru meira fyrir þyngri tónlist. Annar þeirra er meira að segja farinn að spila í þunga- rokkshljómsveit sem hljóðritaði sín fýrstu lög á dögunum," segir móðirin og áhuginn leynir sér ekki í röddinni. Skyldi þungarokkið vera klassík framtíðarinnar? NEMENDUR óperudeildar Söngskólans. Söngleikjatónlist í Leikhúskjallaranum NEMENDUR óperudeildar Söng- skólans í Reykjavík flytja lög úr leikritum og söngleikjum í Leikhús- kjallaranum í dag, sunnudag, kl. 17. í vetur hafa nemendur óperu- deildar Söngskólans æft tónlist úr leikritum og söngleikjum undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar. Óperudeildin efnir nú til tónleika í Leikhúskjallaranum þar sem flutt verða þekkt lög úr íslenskum leikrit- um og amerískum söngleikjum við píanóundirleik Magnúsar Ingimars- sonar. Á efnisskránni er tónlist úr leik- ritinu Gísl eftir Jónas Árnason, sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu 1963. Jónas semur þar texta sína við írsk og skosk þjóðlög. Þá verða flutt lög úr gamanóperunni Ringulreið eftir Magnús Ingimarsson og Flosa Ól- afsson, sem flutt var í Þjóðleikhús- inu 1975 og loks úr leikritum þeirra Jóns Múla og Jónasar Árnasonar; Delerium Bubonis, Allra meina bót og Jámhausnum. 1 erlenda hlutanum verður flutt syrpa úr ameríska söngleiknum Carousel sem þeir Richard Rogers og Oscar Hammerstein II sömdu og frumfluttur var 1945 og loks er lagasyrpa úr söngleiknum Show Boat eftir Jerome Kern og Oscar Hammerstein II, frá árinu 1927. 27 nemendur í óperudeild koma fram á tónleikunum og syngja bæði kór og einsöngshlutverk: Arndís Fannberg, Davíð Ólafsson, Elma Atladóttir, Elísa Sigríður Vilbergs- dóttir, Elísabet Hermundardóttir, Garðar Thór Cortes, Gunnar Krist- mannsson, Helgi Hinriksson, Hjálmar P. Pétursson, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jóna Fanney Svav- arsdóttir, Linda P. Sigurðardóttir, Lovísa Sigfúsdóttir, Peter John Buchan, Rósalind Gísladóttir, Sig- ríður Pálsdóttir, Sigrún Pálmadótt- ir, Sigurlaug Knudsen, Sigurður Haukur Gíslason, Soffía Stefáns- dóttir, Stefán Helgi Stefánsson, Valgerður G. Guðnadóttir, Þórhall- ur Barðason, Þórunn Stefánsdóttir, Þórunn Elfa Stefánsdóttir og Örvar Már Kristinsson. Gag’nrýn- endur og- leikstjórar söðla um London. Reuter. FJÓRIR breskir gagnrýnendur hafa fallist á að bregða sér hinum megin við borðið og setja upp leik- rit til að kynnast því hvernig það sé að láta gagnrýna sig. Leikstjór- ar og jafnvel leikarar munu bregða sér í hlutverk gagnrýnendanna. Undanfarna mánuði hefur breskt leikhúsfólk séð sig knúið til að svara leiklistargagnrýni sem það hefur talið óvenju óvægna. Meðal þeirra sem ráðist hafa gegn gagnrýnendunum er leikarinn og leikstjórinn Steven Berkoff, sem sakaði einn leikhúsgagnrýnanda á síðasta ári fyrir að „spúa út úr sér eitri og vonbrigðum vegna [eigin] lífs sem er samsafn mistaka“. Einn fjórmenninganna, Michael Billington, gagnrýnandi The Gu- ardian, mun setja upp verk eftir Harold Pinter. Kveðst hann hlakka til þess og væntir þess að verða margs vísari um það starf sem fram fari að tjaldabaki. „Það myndi bera vott um hræðslu að grípa ekki tækifæri sem þetta ... það væri leitt ef það væri einung- is nýtt af fólki í hefndarhug,“ sagði Billington. Stephen Daldry, leikstjóri hjá Royal Court-leikhúsinu, mun gagnrýna uppsetningu gagnrýn- anda The Evening Standard, Nic- holas de Jongh, á verki eftir Jean Anouilh. „Ef til vill mun ég, eða við allir, reynast vera refsiglaðir með afbrigðum og gagnrýna vægðarlaust,“ segir Daldry. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leikstjórar aðrir bregða sér í hlut- verk gagnrýnenda en verkin fjögur verða sett upp í apríl í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.