Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Samþykkti ættieiðingu dóttur sinnar af fúsum og fijálsum vilja samkvæmt bandarískum málsgögnum Afsalaði sér öllum rétti en kvaðst blekkt Dómsmálaráðuneytið hefur að tilhlutan for- sætisráðherra veitt Hanes-hjónunum heim- ild til að dveljast hérlendis mánuði lengur en gert var ráð fyrir í samkomulagi þeirra við Útlendingaeftirlitið. Sindri Freysson og Karl Blöndal kynntu sér bakgrunn málsins í Bandaríkjunum, ættleiðingu hjón- anna á barnabarni Connie Hanes og riftun hennar, auk þess að skoða hvernig þessum málum er háttað hér á landi. KELLY Jean Helton mætti fyrir dómara í fjórða umdæmisrétti Utah-ríkis í borginni Provo 18. nóv- ember árið 1992 til að ganga frá ættleiðingu dóttur sinnar. E. Craig McAllister, lögmaður móður Kelly Jean, Connie Jean Miller Hanes, og manns hennar, Donalds Hanes, sem hugðust ættleiða barnið, bar fram spurningarnar: „Þú gerir þér grein fyrir því að með því að samþykkja þessa ættleið- ingu ert þú að binda enda á um alla framtíð öll réttindi foreldris, sem þú kannt að hafa gagnvart þessu bami. Skilur þú það?“ Svar móðurinnar var stutt: „Já, ég geri það.“ Afsalaði sér öllum rétti Sama dag undirritaði hún skjal þar sem hún lýsir yfir samþykki sínu við að Connie Jean og Donald Hanes ættleiði Zenith Elaine Helton. Þar sagði enn fremur: „ ... hér með af- sala [ég mérj að eilífu öllum mínum réttindum og skyldum gagnvart umræddu barni. Ég afsala mér einn- ig ... rétti mínum til að koma fram í frekari vitnaleiðslum eða athöfnum í þessu máli.“ Rúmum tveimur árum síðar, í jan- úar 1995, var mál Zenith Eiaine Helton enn til umfjöllunar í fjórða umdæmisrétti í Provo. Að þessu sinni var dæmt að móðirin skyldi fá umsjón yfir dóttur sinni. Yfirlýsing- in, sem Kelly Jean Helton hafði und- irritað, var ekki talin skipta máli þegar ákveðið var að hag barnsins yrði best borgið í umsjá móðurinnar. Þessi niðurstaða átti eftir leiða til eltingaleiks, sem barst alla leið til íslands, þar sem Connie og Donald Hanes settust að með Zenith litlu og tókst að koma sér fyrir, þar til umfjöllun í bandarískum sjónvarps- þætti um sönn sakamál kom móður- inni á sporið. íslensk yfirvöld blönd- uðust í málið, barnið var tekið af barnaheimili í Kópavogi og síðar fært til móðurinnar í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg og nokkr- um klukkustundum síðar voru mæð- gurnar komnar um borð í flugvél til Bandaríkjanna. Þegar gengið var frá ættleiðing- unni upphaflega virðist Kelly Helton ekki hafa verið í nokkrum vafa um hug sinn. Zenith Jean hafði fæðst mánuði fyrr, 20. október, í Arizona. Kelly var nýorðin þrítug og bjó ekki með föður bamsins, Timothy Allan Hoyle. Hún var þráspurð hvort það væri ásetningur hennar að móðir hennar ættleiddi dótturina. Barninu fyrir bestu í vitnaleiðslunni svarar Kelly Jean því játandi að hún hafi komið Zenith fyrir hjá móður sinni og manni henn- ar „í því skyni að hún verði ættleidd“. „Hvers vegna gerðir þú það?“ spurði McAllister, lögfræðingur Ha- nes-hjónanna. „Mér fannst að það væri sjálfri Morgunblaðið/Kristinn KELLY Jean Helton með Zenith, dóttur sinni, i bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís KELLY Jean Helton ræðir við blaðamenn á Keflavíkurflugvelli fyrir brottför til Bandaríkjanna í lok janúar. I fanginu heldur hún á dóttur sinni, Zenith. mér og barninu fyrir bestu að alast upp í fjölskyldu, sem er heil, þar sem eru bæði móðir og faðir og einnig þau siðferðisgildi, sem foreldrar mín- ir geta veitt,“ svaraði Connie Jean. Þegar hún var spurð hvort hún teldi að það væri hagsmunum barns- ins fyrir bestu að hljóta uppeldi „móður þinnar og manns hennar“ svaraði hún afdráttarlaust: „Já.“ Hún kvaðst gera sér grein fyrir því að þessi ákvörðun gæfi Hanes- hjónunum lagalegan rétt til að banna henni að hitta barnið eða heimsækja og svipti hana réttinum til að erfa af dóttur sinni hveijar þær eignum, sem dóttirin kynni að eignast. „Hefur einhver gefið þér ákveðin loforð til að hvetja þig til að sam- þykkja þessa ættleiðingu, lofað þér fé eða öðrum bótum, þvingað eða haft í hótunum um meiðingar ef þú samþykktir ekki þessa ættleiðingu?" spurði þá McAllister. „Nei, alls ekki,“ var svarið. „Hefur þú tekið eiturlyf eða lækn- islyf nýverið, sem myndu hafa áhrif á færni þína til að taka þessa ákvörð- un í dag?“ var næsta spurning. „Nei,“ svaraði Kelly Jean. Eftir að hún hafði svarað því ját- andi að hún væri fús til að undirrita skjalið um ættleiðinguna vitandi af öllum þeim afleiðingum, sem það hefði, spurði Boyd L. Park dómari nokkurra spurninga, hvort hún fengi borgað fyrir að láta ættleiða dóttur sína, væri í meðferð hjá geðiækni og væri sannfærð um að ættleiðing- in væri barninu fyrir bestu. Svörin við fyrstu tveimur spurningunum voru neitandi, en við þeirri þriðju játandi. Tveimur vikum síðar, 4. desem- ber, mætti Timothy Alan Hoyle, fað- ir Zenith Elaine, fyrir réttinn og undirritaði yfírlýsingu um að hann samþykkti ættleiðinguna og afsalaði sér ölium réttindum og forræði gagnvart barninu. Kelly taldi sig blekkta Þær yfírlýsingar, sem foreldrarnir höfðu undirritað virtust endanlegt afsal tilkalls til forræðis yfir stúlk- unni. Hálfu ári síðar var málið hins vegar komið fyrir dómstólinn að nýju og Kelly krafðist þess að fá forræði dóttur sinnar. í dómskjali sagði að ástæðan fyr- ir því að Kelly Jean vildi hnekkja samþykki sínu væri sú að hún hefði verið blekkt. Hún hefði haldið að hún væri að gefa samþykki sitt fyrir því að hafið yrði sex mánaða ferli, sem mundi lykta með ættleiðingu, en þar tii því lyki gætu hvort heldur sem er móðir- in eða væntanlegir stjúpforeldrar stöðvað ferlið og ættleiðinguna. Hélt Kelly Jean því fram að hún hefði dregið samþykki sitt til baka innan sex mánaða og jafnframt hefði móð- ir hennar „með gerðum sínum og yfirlýsingum“ innan þessara sex mánaða horfið frá því að viija ætt- leiða barnið. Næsta skref í dómskerfmu var 1. september 1993 þegar Hanes- hjónin kröfðust þess að Kelly Jean yrði bannað að koma nálægt barninu í kjölfar þess að hún vildi fá barnið í sínar hendur. Rétturinn reyndist þá hliðhollur Hanes-hjónunum þar sem þau hefðu forræði yfir barninu samkvæmt lögum Utah-ríkis um að umsókn um ættleiðingu liggi fyrir, náttúrulegir foreldrar hafí samþykkt hana og viðkomandi barni stafi eng- in hætta af því að vera í umsjá fóst- urforeldranna. Betra að ættleiða óskylt barn Þar var fyrirskipað að Zenith yrði áfram í vörslu Hanes-hjónanna þar til niðurstaða fengist, en móðirin gæti heimsótt barnið reglulega að viðstöddum Hanes-hjónunum eða fulltrúa þeirra. Einnig ætti að leyfa dóttur og móður að ræðast við í síma, innan skynsamlegra marka þó. Voru báðir aðilar beðnir að leggja fram gögn um það hvort samþykki ættleiðingarinnar væri gilt og meinta ákvörðun Hanes-hjónanna um að falla frá því að ættleiða barn- ið. í kjölfarið voru sál- og félagsfræð- ingar látnir rannsaka málið og gefa álit sitt á því hvað væri Zenith fyrir bestu. í nóvember 1994 barst álit frá R. Jay Thomas, sálfræðingi, sem sagði að Hanes-hjónin státuðu af ýmsu, sem kæmi sér vel í fjölskyldu, sem ætlaði að ættleiða barn. Hann gæti mælt með því að þau ættleiddu barn, sem væri þeim óskylt, en það flækti málið að fósturforeldrarnir væru foreldrar, það er móðir og stjúpi, kynmóður barnsins og hún vildi ekki að ættleiðingin ætti sér stað. Því væri ekkert því til stuðn- ings að ættleiðingin væri barninu fyrir bestu. „Frá sjónarmiði andlegs heilbrigð- is, þar á meðal út frá þroska, sál- fræðilega þættinum og samskiptum Hefðu Hanes-hjómn fengið að ættleiða á íslandi? ÓVÍST er að íslenskir þegnar sem svipað væri ástatt um og hjá Hanes- hjónunum, hefðu fengið að ættieiða bam hérlendis, samkvæmt þeim viðmiðunum og kröfum sem gerðar eru vegna ættleiðinga hériendis. Umsækjendur um ættleiðingu hér- lendis þurfa að framvísa margvís- legum upplýsingum um einkahagi sína og gangast undir nákvæma könnun barnavemdamefnda. { riti dómsmálaráðuneytisins til leiðbeiningar barnavemdarnefndum varðandi umsagnir í ættleiðingar- málum, er meðal annars bent á að tryggja beri kjörbömum sem eðli- legust uppvaxtarskilyrði og miða því við að kjörforeldrar séu á þeim aldri sem algengast er að fóik eign- ist börn á. Ekki eldri en 45 ára Því er það eitt skilyrða að væntaniegir kjörforeldrar séu ekki eldri en 45 ára þegar barnið kemur til þeirra. Hanes-hjónin voru á mörkunum þegar Kelly Helton sam- þykkti ættleiðingu, en hún var sam- þykkt tveimur dögum eftir 47 ára afmælisdag Connie Jean Hanes árið 1992. Þá var Donald maður hennar 42 ára gamall. Ekki er gerð fortakslaus krafa um hreint sakavottorð hérlendis þegar ættleiðing er metin og er meginreglan sú að meta hvert tilvik fyrir sig með hliðsjón af eðli afbrots og hversu langt er síðan það var framið. Ljóst er þó að alvarleg af- brot, svo sem líkamsmeiðingar og skírlífisbrot, geta alfarið komið í veg fyrir að viðkomandi verði talinn hæfur ættleiðandi. Donald Hanes hafði hlotið dóm í Bandaríkjunum, að eigin sögn fyrir ölvunarakstur, og sat í fang- elsi. Þegar úrskurðað var um forræði Morgunblaðið/Kristinn ( HJÓNIN Connie Jean Miller Hanes og Donald Hanes á heimili sínu á íslandi eftir að Zenith hafði verið tekin af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.