Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 33 um í hópi 32ja nemenda sem útskrif- uðust lýðveldisárið 1944. Samvinnu- skólinn var þá til húsa við Sölvhóls- götu í Reykjavík, undir stjórn Jónas- ar Jónssonar frá Hriflu. Nemendur voru víðs vegar að af landinu, 6 stúlkur og 26 piltar, flest nálægt tvítugsaldrinum. Ragnar var næst- yngstur, tæplega 19 ára við út- skrift, en er nú hinn sjötti úr hópn- um sem kveður. Þegar ég kom í skólann tók ég fljótt eftir þessum nettfríða pilti, um hann lék ljómi gáskafullrar gleði sem braut niður alla múra feimni og hlédrægni. í fríminútum var sleg- ið á létta strengi og stundum settist Ragnar við píanóið í stofunni og lék af fingrum fram. Hann var mjög músíkalskur og hafði háa og bjarta tenórrödd. Kringum hann var alltaf eitthvað sem lyfti huganum á létt- ara flug. Félagslegi þátturinn í skól- anum fannst mér vera Ragnari meira virði en námið sjálft, þó var hann skarpur námsmaður og veittist auðvelt að læra. Við nutum hans í félagslífi skólans sem var með þeim hætti að órofa vináttubönd sköpuð- ust milli okkar nemendanna sem aldrei hafa slitnað. Tel ég að Ragn- ar hafí átt þar ríkari þátt en við hin. Nú til dags þykir það sjálfsagt ekki merkilegt námsafrek, né í frá- sögur færandi, að stunda nám í tvo vetur og ljúka verslunarprófi, eins og þá var í Samvinnuskólanum. Fjölmörgum nemendum skólans hefur þó orðið þessi menntun nota- dijúg á vettvangi lífsins. Af nem- endahópnum sem útskrifaðist á hinu merka ári 1944 urðu margir áber- andi í þjóðfélaginu: alþingismenn, ráðherrar, forstjórar o.fl. en það hefur þó aldrei haft áhrif á vináttu- tengslin. Þegar við hittumst eru all- ir bræður og systur og minninga- leiftur frá liðnum dögum kvikna. Þegar 25 ár voru liðin frá út- skrift okkar heimsóttum við Sam- vinnuskólann, við skólauppsögn að Bifröst. Þar komum við saman 30 bekkjarsystkin, aðeins tvo vantaði. Mun Ragnar Ingólfsson hafa verið fremstur í flokki við að hóa liðinu saman til þessa fundar, sem varð upphafið að skemmtilegu framhaldi, því þarna var tekin sú ákvörðun að hittast á fimm ára fresti. Við það hefur verið staðið og ævinlega hefur Ragnar verið foringinn á þessum fundum, með góðum stuðningi skólasystranna. Hygg ég að fáir nemendahópar úr Samvinnuskólan- um hafí haldið kynnum, tryggð og vináttu svo lengi, en öll erum við eftirlifandi bekkjarsystkinin komin yfir sjötugsaldurinn. Eg velti fyrir mér, nú þegar við skólasystkin Ragnars kveðjum hann hinstu kveðju, þýðingu þess að halda við kynnum sem takast á unga aldri í skóla. Æskuárin eru viðkvæm og ungmenni eru opin fyrir því viðmóti sem mætir þeim þegar flutt er úr foreldrahúsum. Ungt fólk sem kem- ur ókunnugt í skóla kynnist fljótt og leitar stuðnings hvert hjá öðru. Lífið er spennandi, óráðin gáta og menn leita svara. Það er erfitt að taka ákvarðanir en stuðningur er í því að ræða málin við jafnaldrana. Við það skapast vinátta sem festir rætur eins og frækorn í gróðurmold og að því þarf að hlúa. Vinarhugur samferðamannsins er líkt og hlíf í stormi hins harða heims. Ég hygg að við skólasystkinin séum sammála um að Ragnar hafí, með dugnaði sínum og glaðværð, verið foringinn í því að viðhalda okkar góðu kynnum með því að hittast reglulega og gleðjast við arineld minninganna. Með söknuði kveðjum við Ragnar Ingólfsson. Þakkir eru honum færðar á kveðjustund, fyrir framlag hans og forystuhlutverk í okkar hópi. Minningin lifir og lýsir götuna uns gengin er á enda. Ástvinum öllum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ástvaldur Magnússon. „Því er hljóðnuð þýða raustin hún sem fegurstu kvæðin kvað.“ Þetta fallega lag fyrir karlakór eftir J. Sibelius var eitt af uppáhaldslögum Ragnars Ingólfssonar. Þetta lag sungum við í Karlakór Reykjavíkur mörgum sinnum bæði hér heima og víða erlendis. Fyrstu kynni okkar Ragnars voru er við hittumst á gangi í Lækjargötu hér í bæ 1964. Ragnar ávarpaði mig og leitaði eftir því að ég tæki að mér söngstjóm í Karla- kór Reykjavíkur. Ég var tregur til en Ragnar gekk fast eftir þessu við mig og bauð mér að koma með sér á eina æfingu kórsins. Þessi æfing reyndist lengri en ég bjóst við því hún entist í 26 ár. Tíminn með Karla- kór Reykjavíkur var ákaflega ánægjulegur og lærdómsríkur í alla staði. Ragnar var formaður stóran hluta þess tíma sem ég var söng- stjóri. Ragnar reyndist mér ákaflega vel enda mjög vel gefinn og glæsileg- ur fulltrúi kórsins hér heima sem erlendis enda ræðumaður góður og skemmtilegur. Ragnar var metnaðarfullur og stórhuga fyrir hönd kórsins og í öllu sem hann tók að sér. T.d. var það ákvörðun Ragnars að flytja vortón- leika úr smærri sölum og yfír í Há- skólabíó og voru þetta fyrstu tónleik- ar mínir með kórnum. Ragnar hafði frumkvæði að mörgum tónleikaferð- um kórsins erlendis en þar stendur upp úr í minnigunni söngferð með rússneska skemmtiferðaskipinu Baltica 1966. Eftirminnileg er mér sömuleiðis fýrri ferð kórsins til Aust- urríkis 1973 og þá sérstaklega tón- leika kórsins í Graz. Fyrir fullu húsi þar sem móðir mín og systir voru meða! áheyrenda hélt kórinn glæsi- lega tónleika samkvæmt blaðadóm- um. Eftir þessa tónleika hittust móðir mín og Ragnar og tókust með þeim hlýleg kynni í samkvæmi sem systir mín bauð til. Ragnar var músikalskur maður og var ævinlega fljótur að læra og yfírleitt kunni hann sína rödd utan bókar fyrstur manna. Ég á Ragnari mikið að þakka og reyndist hann mér ákaf- lega vel í gegnum árinn. Ég mun ávallt geyma minningu Ragnars Ing- ólfssonar í huga mér. Páll Pampichler Pálsson. Látinn er kórfélagi okkar og vin- ur, Ragnar Ingólfsson. Ragnar bytj- aði að syngja með Karlakór Reykja- víkur strax uppúr 1950 og söng óslitið með kómum til ársins 1993 er heilsubrestur varð til þess að hann varð að hvíla sig á söngnum. Sönghæfileikar Ragnars vom óum- deildir en það kom strax í ljós að hann hafði fleiri hæfileika en á sönglega sviðinu. Hann var greini- lega í eðli sínu til forystu fallinn og tók hann við formennsku í kórn- um árið 1963. Því embætti gegndi hann nær sleitulaust fram til ársins 1976. Ragnar hafði mikinn metnað fyrir hönd kórsins og efumst við um að nokkur kórfélagi, fyrr og síðar, hafí unnið kórnum jafn mikið gagn og Ragnar Ingólfsson, enda hlaut hann heiðursmerki kórsins á fímmtugsafmæli sínu. Eitt af fyrstu formannsverkum Ragnars var að fínna og ráða nýjan söngstjóra að kórnum. Hann leitaði til Páls Pamplicher Pálssonar sem stjórnað hafði m.a. Lúðrasveit Reykjavíkur, en aldrei reynt við stjórnun karla- kórs. Páll var í fýrstu ófús til starfs- ins en lét tilleiðast eftir ágengni Ragnars. Þeir sem þekkja til karla- kórastarfs á íslandi vita hvílíkur happafengur Páll reyndist vera og ekki eingöngu í þágu Karlakórs Reykjavíkur, heldur einnig kóra- starfs almennt. Ragnar skipulagði fjölmargar utanlandsferðir kórsins, einn eða í samvinnu við stjórn kórs- ins, þau árin sem hann gegndi ekki sjálfur stöðu formanns. Þar stendur eflaust upp úr söguleg söngferð kórsins til Kína haustið 1979, söng- ferð sem Ragnar átti frumkvæði að, skipulagði og stjórnaði. Minnis- stæð er einnig fræg söngferð um Miðjarðarhafs- og Svartahafslönd með rússneska skemmtiferðaskip- inu Baltica haustið 1966. Fyrir Ragnar var sú ferð ekki eingöngu söngferð heldur sömuleiðis brúð- kaupsferð, en hann hafði gengið að eiga Sigurborgu Siguijónsdóttur sama morgun og lagt var af stað í þessa frægðarför. Sigurborg tók virkan þátt í kórstarfinu ásamt öðr- um kvenfélagskonum kórsins og voru þau hjónin ævinlega hrókar alls fagnaðar, hvort sem var á söng- ferðum eða söngskemmtunum kórs- ins. Það var okkur öllum, sem tengj- ast Karlakór Reykjavíkur, mikill missir er Sigurborg lést af veikind- um sem fyrst gerðu vart við sig í Evrópuferð kórsins 1985. Missir Ragnars var þó mestur, en hann bar harm sinn í hljóði, og sefaði sorg sína með aukinni vinnu. En gæfa Ragnars hafði ekki yfírgefíð hann. Hann kynntist yndislegri konu, Björgu Ingólfsdóttur, og bjuggu þau sér fallegt heimili í Norðurbrún í Reykjavík. Björg reyndist Ragnari góður förunautur sem stóð með honum í blíðu og stríðu allt fram til hinsta dags. Við vitum að hennar sorg er mikil og við biðjum góðan Guð að standa með henni og vemda. Við félagarn- ir sem þetta ritum vorum svo heppnir að syngja sömu „rödd“ og Ragnar. Hann tók á móti okkur í „röddina" sem byijendum í kórnum, studdi okkur og hvatti sem svo leiddi til ævilangrar vináttu. Þrátt fýrir alvöru kórstarfsins var glensið og gamanið aldrei langt undan, enda einn af kostum Ragnars að koma auga á spaugilegu þætti til- verunnar. Hann hafði mjög ákveðn- ar skoðanir á kórstarfínu, lífinu og tilverunni almennt, en virti þó ævin- lega skoðanir annarra, færðu menn góð rök fyrir þeim. Við þrír stóðum ævinlega saman á söngæfíngum og tónleikum og leituðumst við að gera kórstarfíð gefandi og árangursríkt. Okkur tvo langar til að kveðja vin okkar og félaga með ljóði Axels Guðmundssonar, sem við sungum oft saman og nutum, bæði ljóðs og lags í hvert sinn. Það mun ævinlega minna okkur á Ragnar Ingólfsson. Nú hnígur sól að sævarbarmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi blundar þögul fuglahjörð. í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvfld frá dagsins hörmum. Við vottum konu hans Björgu Ingólfsdóttur og aðstandendum öll- um okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnars Ingólfssonar. Gylfi K. Sigurðsson, Sverrir Einarsson, kórfélagar úr Karlakór Reykjavíkur. Ragnar A. Ingólfsson lést á Landspítalanum 27. febrúar sl. eft- ir langt veikindastríð. Ragnar var mjög félagslyndur maður, starfaði bæði á sviði íþrótta og sönglistar. Sat í stjórn skíða- deildar KR 1945-47. I stjórn KR 1948-51, formaður Skíðaráðs Reykjavíkur 1951-53, félagi í Karlakór Reykjavíkur, þar sem hann starfaði af lífí og sál að mál- efnum kórsins. Vegna starfa sinna var honum auðsýndur margvíslegur sómi. í starfi vegna skólafélaga sinna lá Ragnar ekki á liði sínu, þegar afmælismót voru haldin, að safna liðinu saman til góðs fagnað- ar þar sem góðum kynnum var við- haldið og glatt var á hjalla. Við þökkum Ragnari samfylgdina og hafi hann þökk okkar allra, er við kveðjum hann hinsta sinni. Við vott- um öllum ættingjum og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Skólafélagar. • Fleiri minningargreinar um Ragnar Ingólfsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför BÖÐVARSJÓNSSONAR, Háteigsvegi 54, Reykjavík Betsy Ágústsdóttir, Jón Böðvarsson, Hrafnhildur Böðvarsdóttir, Magnús Böðvarsson, Viðar Böðvarsson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vi- narhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU HRAFNHILDAR JÓNSDÓTTUR frá Seyðisfirði, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Haukur Geirsson Þórhallur Geirsson, Erna Geirsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Hjördís Geirsdóttir, Hreggviður Jónsson, Jón Ingi Hinriksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA Þ. ERLEN DSSONAR frá Löndum, Stöðvarfirði. Erla Jóna Helgadóttir, Kristján Ásgeirsson, Jón Helgason, Matthildur Guðnadóttir, Anton Þór Helgason, Sara Guðfinna Jakobsdóttir, Svandis Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall DANÍELS DANÍELSSONAR læknis, Háteigsvegi 16, Reykjavík. Sigríður L. Guðmundsdóttir, Ásgeir Daníelsson, Valgerður Eiríksdóttir, Jórunn Daníelsdóttir, Daníel Á. Daníelsson, Svava Sigursveinsdóttir, Áslaug Daníelsdóttir, Sighvatur B. Lárusson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir tii allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA GUNNARSSONAR, Fossvogsbletti 18, Reykjavík. Guðmundur Gíslason, Sigríður Gísladóttir, Magnús og barnabörn. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför föður okkar, ÞÓRÐAR ELLERTS GUÐBRANDSSONAR. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og öllu starfsfólki á Droplaugarstöðum fyrir þá elsku og umönnun sem honum var sýnd. Guð blessi ykkur öll. Bömin og fjölskyldur þeírra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.