Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 56
<B>
AS/400 er,...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
MORGUNBLAÐtÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ásdís
Jón Arnar í París
Verðmæti
loðnuafurða um
6,6 milljarðar
Heildarafli kominn yfir milljón tonn
Dagsbrún slítur
viðræðum
„Ekkert
t > getur kom-
ið í veg fyr-
ir verkföll“
UM HÁDEGI í gær slitnaði upp úr
viðræðum Dagsbrúnar/Framsóknar
og vinnuveitenda hjá ríkissáttasemj-
ara en þá stóð til að halda viðræðum
áfram um sérkjarasamninga félag-
anna.
Halldór Bjömsson, formaður Dags-
brúnar, segir að ekkert hafí miðað í
sérkjaraviðræðunum vegna þeirrar
afstöðu vinnuveitenda að víkja ekki
frá forsendum um sveigjanlegan vin-
. ranutíma og lækkun yfirvinnuálags.
„Til hvers að sitja yfír þessum út-
reikningum ef vitað er að engir út-
reikningar standast?" segir Halldór.
Verkföll Dagsbrúnar hjá Mjólkur-
samsölunni eiga að hefjast á mið-
nætti í kvöld og fleiri verkföll eru
boðuð þegar líður á vikuna. Halldór
segir að ekkert geti nú komið í veg
fyrir að verkföll skelli á.
------» -------
— RLR rannsaki
meint brot
skipstjórans
RANN SÓKNARLÖGREGLU ríkis-
ins hefur verið falið að rannsaka
meint brot Michaels Barz, skipstjóra
Vikartinds, á almennum hegningar-
lögum, siglingalögum og lögum um
vemdun gegn mengun sjávar.
í sjóprófum í gær urðu nokkrar
umræður lögmanna og dómara um
hvort dómari gæti krafist kyrrsetn-
ingar eða farbanns á Barz. Niður-
staðan varð sú að slíkt væri í verka-
hring rannsóknarlögreglu ef það
jj^teldist nauðsynlegt vegna rannsókn-
ar málsins.
Bjöm Ólafur Hallgrímsson settur
saksóknari, sagði í gær að yfirleitt
væri gætt að hugsanlegri refsiábyrgð
þegar skipstapar eða atburðir af því
tagi yrðu. Beiðni um rannsokn RLR
væri í samræmi við þetta.
JÓN Arnar Magnússon byrjaði
vel í sjöþrautinni á heimsmeist-
aramótinu í frjálsíþróttum innan-
húss í París í gær. Eftir þrjár
greinar var hann í fyrsta sæti.
Hér á myndinni stekkur hann
7,56 m í langstökki, sem var
þriðji besti árangurinn. Jón Arn-
ar verður í sviðsljósinu í dag í
Bercy-höllinni - spurningin er
hvort hann kemst á verðlauna-
pall eins og á EM i Stokkhólmi
í fyrra þar sem hann fékk brons-
ið.
■ Glæsileg byrjun/14
LOÐNUAFLI á þessari vertíð er
nú kominn yfír eina milljón tonna.
Frá áramótum hafa veiðst rúm
500 þúsund tonn en á sumar- og
haustvertíðinni var um 531 þúsund
tonnum af loðnu landað hérlendis.
Áætla má að verðmæti fram-
leiddra loðnuafurða nemi nú þegar
um 6,6 milljörðum króna frá ára-
mótum. Ætla má að verðmætið
eigi eftir að aukast til muna en
vinnsla á loðnuhrognum stendur
nú sem hæst, auk þess sem enn
á eftir að veiða um 300 þúsund
tonn af loðnukvótanum.
Alls hafa íslensk skip landað
um 968 þúsund tonnum á vertíð-
inni, þar af um 495 þúsund tonn-
um á þessu ári. Afli erlendra skipa
á allri vertíðinni er um 63 þúsund
tonn. Mestu hefur verið landað af
loðnu hjá Síldarvinnslunni hf. á
Neskaupstað, 61.500 tonnum, um
60.700 tonnum hefur verið landað
hjá verksmiðju SR-mjöls á Seyðis-
firði og um 58 þúsund tonnum
hefur verið landað hjá Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar. Veiðar liggja nú
að mestu leyti niðri vegna veðurs.
ÍSLENSKU fyrirtækin Línuhönnun
og LH-tækni hafa með styrk úr
Nýsköpunarsjóði námsmanna
hannað nýjan hugbúnað sem
notaður er við eignaumsýslu og
verður hann kynntur í samstarfí
við danska aðila í Kaupmannahöfn
á þriðjudag.
Danir hyggjast draga úr orkusó-
un með ýmsum ráðum til að upp-
fylla kröfur um minni koldíoxíð-
Verðmæti loðnufrystingar um
2.2 milljarðar króna
Loðnufrystingu er nú lokið en
alls voru fryst um 21 þúsund tonn
af loðnu á Japansmarkað á vertíð-
inni og áætlað verðmæti um 1,3
milljarðar króna. Svipað magn var
fryst á Rússlandsmarkað fyrir
áramót en verðmæti þeirrar loðnu
er mun minna, eða um 500 millj-
ónir króna. Vinnsla á loðnuhrogn-
um stendur sem hæst þessa dag-
ana og er ekki vitað með vissu
hve mikið framleitt verður á
vertíðinni. I fyrra voru framleidd
hrogn fyrir um 900 milljónir en
mun meira árið áður.
Því má áætla að um 480 þús-
und tonn af loðnu hafi farið til
bræðslu á þessu ári. Það þýðir
að framleidd hafa verið um 84
þúsund tonn af mjöli og er verð-
mæti þess varlega áætlað rúmir
4 milljarðar króna. Þá er lýsis-
framleiðslan frá áramótum nú
orðin um 38.400 tonn og er áætl-
að verðmæti þess um 1,3 milljarð-
ar króna.
mengun og mun búnaðurinn m.a.
nýtast vel við að fylgjast með orku-
notkun í húsum og öðrum mann-
virkjum.
Söluhorfur á forritinu eru taldar
mjög góðar og allmörg dönsk stór-
fyrirtæki hafa þegar fest kaup á
búnaðinum, eitt þeirra er Aðaljám-
brautarstöðin í Kaupmannahöfn.
■ Byggingastjórinn/21
Forrit gegri orkusóun
Könnun Morgunblaðsins á
viðhorfi fermingarbarna
88%
- fermast
af trú
LANGFLEST fermingarböm, eða
um 88%, láta ferma sig til að stað-
festa skímina og gera Jesúm Krist
að leiðtoga í lífí sínu, samkvæmt
könnun sem Morgunblaðið gerði
meðal 300 fermingarbama. Ferm-
ingarböm í átta sóknum víðs vegar
um landið tóku þátt í könnuninni.
—í könnuninni var meðal annars
spurt um viðhorf til fermingar-
fræðslu og kom þá upp úr dúmum
að 68,3% kváðust hafa lært mjög
mikið eða frekar mikið í tímum hjá
presti sínum. Nær helmingur ferm-
ingarbarna sagðist fara með bænir
daglega eða þegar vanliðan sækti á.
Gjafír skipta fermingarbörn
nokkru máli, samkvæmt könnuninni.
Tæplega helmingi piltanna og fjórð-
FERMING '97
|á.
88,5%
Skoðanakönnun
Morgunblabsins
mebal
fermingarbarna
Er ein helsta
ástæba þess ab
þú fermist sú
ab þú vilt
stabfesta
skírnina og
gera jesúm
Krist ab leib-
toga lífs þíns?
-Nei: 11,5%
ungi stúlkna fannst mikils um vert
að fá góðar gjafir. Hljómflutnings-
tæki eru eftirsóknarverðust í augum
fermingarbarna í ár, því næst tölvur.
■ Biðjast fyrir/F12
1,5 milljónum króna
stolið úr pósti
ÁVÍSUN upp á 127.152 franska
franka, eða rúmlega 1,5 milljónir
íslenskra króna, sem íslenskt út-
flutningsfyrirtæki í sjávarútvegi
átti von á í pósti hingað til lands,
var stolið og hún framseld í
Barclay’s banka í Lúxemborg
með undirskriftinni ÍSL. Engar
athugasemdir voru gerðar við
framsalið hjá bankanum, þar sem
viðkomandi aðili hafði stofnað
reikning í nafni íslenska útflutn-
ingsfyrirtækisins við bankann.
Málavextir eru þeir að franskt
fyrirtæki sendi greiðslu til ís-
lenska útflutningsfyrirtækisins
með pósti. Þegar greiðslan barst
ekki var farið að kanna málið og
kom þá í ljós að hjá Barclay’s
bankanum í Lúxemborg hafði
nýlega verið stofnaður banka-
reikningur sem andvirði ávís-
unarinnar var lagt inn á. Þegar
hvarf ávísunarinnar kom í ljós
fékk franska fyrirtækið að sjá
framsal hennar og stóð þar ein-
ungis ÍSL þrátt fyrir að ávísunin
væri stíluð á Islenska; en fyrra
nafn fyrirtækisins er Islenska.
Að sögn talsmanns isienska
fyrirtækisins mun það ekki bera
neinn fjárhagslegan skaða af
málinu en það hafí aftur á móti
rýrt orðspor fyrirtækisins gagn-
vart fiskframleiðendum þess inn-
anlands sem ekki hafi fengið
greiðslu fyrr en rúmum mánuði
eftir að varan var flutt út.
Fjármálastjóri fyrirtækisins
segir að ljóst sé að varasamt sé
að senda greiðslur með pósti, sem
hingað til hafi verið viðtekin
venja í viðskiptum milli landa,
enda eigi að vera hægt að treysta
því að aðilar geti ekki stofnað
reikning í nafni fyrirtækis og
framselt ávísun meðv undirskrift
sem þessari. „Það sem vekur at-
hygli okkar í þessu máli er að
ávísunin er stíluð á Islenska, en
henni framvísað með í, sem ein-
ungis er til í íslensku ritmáli.
Þannig að auðvitað læðist að
okkur grunur um að íslendingur
hafi stofnað reikninginn í Lúxem-
borg og framselt ávísunina. Því
viljum við vara önnur fyrirtæki
við því að senda greiðslur á milli
landa með almennum pósti,“ seg-
ir fjármálastjórinn.