Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 Dýraglens Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk THEN I MI6HT AS UUELL 60 6ACK TO SLEEP.. Þú ert einskis virði, vissirðu það? Þú ert bara smápeð í hinum risa- Þá get ég alveg eins farið aftur stóra alheimi! að sofa ... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Islenskt dags- verk Frá Guðrúnu Mjöll Sigurðardóttur: NÁMSMANNAHREYFINGARN- AR á íslandi hafa tekið höndum saman um framkvæmd á verkefni sem ber heitið íslenskt dagsverk 97 og er samsvarandi verkefni og Norðurlöndin skipuleggja reglulega til stuðnings jafnöldrum um víðan heim. Að þessu sinni munu íslensk ungmenni beita kröftum sínum í þágu bágstaddra jafnaldra á Ind- landi. Verkefnið er tviþætt, annars vegar að fræðast um aðstæður og daglegt líf á Indlandi og hins vegar að leggja hönd á plóginn við ijáröfl- un í skólum fyrir indverska jafn- aldra sem að öllu jöfnu eiga ekki kost á námi né lágmarks mannrétt- indum. Til fjármögnunar er ætlunin að fara út á vinnumarkaðinn 13. mars næstkomandi. Þeir fjármunir sem safnast renna til uppbyggingar menntunar og kennsluverkefna á vegum tveggja hjálparstofnana á Indlandi, þær eru Social Action Movement og United Christian Church of India. Fjármunimir sem safnast verða sendir í smá skömmt- um og náið verður fylgst með því hvemig verkefnin ganga. Ef sýnt þykir að ekki sé allt með felldu er íjárveitingu hætt og peningarnir nýttir í önnur árangursrík verkefni. 1997 Af hveiju Indland? Mjög skýr stéttaskipting ríkir á Indlandi. Menn fæðast inn í ákveðnar stéttir og tilheyra þeim til æviloka. Fyrir neðan fjórar meginstéttirnar eru um 200 mi- ljónir manna sem ekki tilheyra neinni stétt. Þessir stéttleysingjar eru jafnvel lægra settir en dýr. Þeir eru skyldugir til þess að búa á sérstökum stöðum utan þorp- anna í lélegum kofum. Hreint vatn og frárennsli eru nær óþekkt fyrir- bæri. Fjölmörg dæmi eru um kúg- un, misþyrmingu og nauðganir á þessu utangarðsfólki af hálfu yfir- valda. Menntun og heilsugæsla stendur þeim ekki til boða. 28 milljónir skólaskyldra barna stíga aldrei fæti í skólastofu. Allt að 44 milljónir barna á aldrinum 5-15 ára eru í vinnu, launaðri eða ólaunaðri. Vegna fáfræði og ótta fátæka fólksins heldur gengdarlaus spill- ing og arðrán efri stéttanna áfram. Menntun þessara einstaklinga spomar gegn fáfræði, eykur sjálf- stæði og leiðir til frelsis. GUÐRÚN MJÖLL SIGURÐARDÓTTIR, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Minningaöldur sjó- mannadagsins í Fossvogskirkjugarði Frá Guðmundi Hallvarðssyni AÐ GEFNU tilefni, vegna jákvæðra undirtekta frá fólki í tilskrifum blaða og á öldum ljósvakans, er mér ljúft og skylt að koma eftirfar- andi á framfæri. Minnisvarðann „Minningaöldur sjómannadagsins" reisti sjómanna- dagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði (Sjómannadagsráð) og var hann vígður á sjómannadaginn 2. júní 1996. Minnisvarðinn myndar 4 öldur sem gerðar em úr grásteini og stendur vestan Fossvogskirkju við hlið minnisvarðans um óþekkta sjó- manninn. Á minnisvarðanum era sléttir fletir þar sem komið er fyrir nöfnum sjómanna og sæfarenda sem drakknað hafa og ekki fundist. Auk nafns er getið stöðu á skipi, fæðing- ardags og árs og dánardags og árs og tilgreint nafn á skipi sem farist hefur eða viðkomandi farist af. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn hér á landi 6. júní 1938. Minningaöldur sjómannadagsins ná til þess tímatals. Frá fyrsta sjó- mannadegi 1938 til sl. sjómanna- dags hafa 1353 sjómenn og sæfar- endur farist. Nærri lætur að um 400 þeirra hafi ekki fundist né kom- ist í vígða mold. Á haustdögum 1995 kom til mín sjómannskona,^ sem hafði misst bróður sinn í sjóslysi þegar vitaskip- ið Hermóður fórst 18. febrúar 1959, með hugmyndir um minnisvarða drukknaðra, týndra sjómanna. Þeg- ar var hafist handa um frekari út- færslu þessarar hugmyndar og fékk stjóm Sjómannadagsráðs í lið með sér Halldór Guðmundsson arkitekt sem teiknaði og útfærði „Minninga- öldur sjómannadagsins“. Stjóm kirkjugarða Reykjavíkur veitti máli þessu góðan stuðning. Nú þegar hafa 50 nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og sæfarenda verið sett á Minningaöldurnar í Fossvogs- kirkjugarði. Fyrir framan minn- ingaöldurnar hefur verið komið fyr- ir sérstökum steini með eftirfarandi áletrun: Nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig, Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. (Jes. 43:1) Þeim sem hug hafa á að setja nafn eða nöfn á Minningaöldur sjó- mannadagsins er bent á að hafa samband við skrifstofu kirkjugarða Reykjavíkur. GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON alþm., formaður Sjómannadagsráðs. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.