Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
THEN I MI6HT
AS UUELL 60
6ACK TO SLEEP..
Þú ert einskis virði, vissirðu það?
Þú ert bara smápeð í hinum risa- Þá get ég alveg eins farið aftur
stóra alheimi!
að sofa ...
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Islenskt dags-
verk
Frá Guðrúnu Mjöll Sigurðardóttur:
NÁMSMANNAHREYFINGARN-
AR á íslandi hafa tekið höndum
saman um framkvæmd á verkefni
sem ber heitið íslenskt dagsverk 97
og er samsvarandi verkefni og
Norðurlöndin skipuleggja reglulega
til stuðnings jafnöldrum um víðan
heim. Að þessu sinni munu íslensk
ungmenni beita kröftum sínum í
þágu bágstaddra jafnaldra á Ind-
landi. Verkefnið er tviþætt, annars
vegar að fræðast um aðstæður og
daglegt líf á Indlandi og hins vegar
að leggja hönd á plóginn við ijáröfl-
un í skólum fyrir indverska jafn-
aldra sem að öllu jöfnu eiga ekki
kost á námi né lágmarks mannrétt-
indum. Til fjármögnunar er ætlunin
að fara út á vinnumarkaðinn 13.
mars næstkomandi. Þeir fjármunir
sem safnast renna til uppbyggingar
menntunar og kennsluverkefna á
vegum tveggja hjálparstofnana á
Indlandi, þær eru Social Action
Movement og United Christian
Church of India. Fjármunimir sem
safnast verða sendir í smá skömmt-
um og náið verður fylgst með því
hvemig verkefnin ganga. Ef sýnt
þykir að ekki sé allt með felldu er
íjárveitingu hætt og peningarnir
nýttir í önnur árangursrík verkefni.
1997
Af hveiju Indland?
Mjög skýr stéttaskipting ríkir á
Indlandi. Menn fæðast inn í
ákveðnar stéttir og tilheyra þeim
til æviloka. Fyrir neðan fjórar
meginstéttirnar eru um 200 mi-
ljónir manna sem ekki tilheyra
neinni stétt. Þessir stéttleysingjar
eru jafnvel lægra settir en dýr.
Þeir eru skyldugir til þess að búa
á sérstökum stöðum utan þorp-
anna í lélegum kofum. Hreint vatn
og frárennsli eru nær óþekkt fyrir-
bæri. Fjölmörg dæmi eru um kúg-
un, misþyrmingu og nauðganir á
þessu utangarðsfólki af hálfu yfir-
valda. Menntun og heilsugæsla
stendur þeim ekki til boða. 28
milljónir skólaskyldra barna stíga
aldrei fæti í skólastofu. Allt að
44 milljónir barna á aldrinum 5-15
ára eru í vinnu, launaðri eða
ólaunaðri.
Vegna fáfræði og ótta fátæka
fólksins heldur gengdarlaus spill-
ing og arðrán efri stéttanna áfram.
Menntun þessara einstaklinga
spomar gegn fáfræði, eykur sjálf-
stæði og leiðir til frelsis.
GUÐRÚN MJÖLL
SIGURÐARDÓTTIR,
nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík.
Minningaöldur sjó-
mannadagsins í
Fossvogskirkjugarði
Frá Guðmundi Hallvarðssyni
AÐ GEFNU tilefni, vegna jákvæðra
undirtekta frá fólki í tilskrifum
blaða og á öldum ljósvakans, er
mér ljúft og skylt að koma eftirfar-
andi á framfæri.
Minnisvarðann „Minningaöldur
sjómannadagsins" reisti sjómanna-
dagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði
(Sjómannadagsráð) og var hann
vígður á sjómannadaginn 2. júní
1996.
Minnisvarðinn myndar 4 öldur
sem gerðar em úr grásteini og
stendur vestan Fossvogskirkju við
hlið minnisvarðans um óþekkta sjó-
manninn. Á minnisvarðanum era
sléttir fletir þar sem komið er fyrir
nöfnum sjómanna og sæfarenda sem
drakknað hafa og ekki fundist. Auk
nafns er getið stöðu á skipi, fæðing-
ardags og árs og dánardags og árs
og tilgreint nafn á skipi sem farist
hefur eða viðkomandi farist af.
Fyrsti sjómannadagurinn var
haldinn hér á landi 6. júní 1938.
Minningaöldur sjómannadagsins ná
til þess tímatals. Frá fyrsta sjó-
mannadegi 1938 til sl. sjómanna-
dags hafa 1353 sjómenn og sæfar-
endur farist. Nærri lætur að um
400 þeirra hafi ekki fundist né kom-
ist í vígða mold.
Á haustdögum 1995 kom til mín
sjómannskona,^ sem hafði misst
bróður sinn í sjóslysi þegar vitaskip-
ið Hermóður fórst 18. febrúar 1959,
með hugmyndir um minnisvarða
drukknaðra, týndra sjómanna. Þeg-
ar var hafist handa um frekari út-
færslu þessarar hugmyndar og fékk
stjóm Sjómannadagsráðs í lið með
sér Halldór Guðmundsson arkitekt
sem teiknaði og útfærði „Minninga-
öldur sjómannadagsins“. Stjóm
kirkjugarða Reykjavíkur veitti máli
þessu góðan stuðning. Nú þegar
hafa 50 nöfn drukknaðra, týndra
sjómanna og sæfarenda verið sett
á Minningaöldurnar í Fossvogs-
kirkjugarði. Fyrir framan minn-
ingaöldurnar hefur verið komið fyr-
ir sérstökum steini með eftirfarandi
áletrun: Nú segir Drottinn svo, sá
er skóp þig,
Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig.
Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.
(Jes. 43:1)
Þeim sem hug hafa á að setja
nafn eða nöfn á Minningaöldur sjó-
mannadagsins er bent á að hafa
samband við skrifstofu kirkjugarða
Reykjavíkur.
GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON
alþm., formaður Sjómannadagsráðs.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.