Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson.
HALLDÓR Hreinsson,
wPIUtít * M| n h jjgli I • f Æ L> , - |f /Wé
■ ,V' Í!,'ú' 'Uý'X Wmk < f .JiWw-
i í | Pt Éí| i'1 1 í ia1 ■:-! & 1
GERUMÞAÐ SEM
VW GERUMBEST
vmsiapn amnnuiíf
Á SUIMNUDEGI
► Halldór Hreinsson hefur verið framkvæmdastjóri Skáta-
búðarinnar í áratug. Hann segir skemmtilegt aldarafmæli
verða á þessu ári. Hann verði fertugur, búðin fimmtug og
starfsaldur hans tíu ár, eða alls hundrað ár. Halldór er
viðskiptafræðingur frá HÍ og á litríkan feril að baki, hefur
m.a. rekið verslun á Hvammstanga án þess að flytja norður.
Eftir Guðmund Guðjónsson
Halldór er fæddur Vest-
urbæingur, 1957. Hann
fór „hefðbundna skóla-
göngu", Melaskóla,
Hagaskóla og Verslunarskóla," en
kynntist verslunarrekstri vel þar
sem hann „ólst upp frá blautu bams-
beini hjá pabba sínum í Melabúð-
inni. Eftir að hann lauk stúdents-
prófi frá Versló samþykkti hann að
reka Melabúðina fyrir foreldra sína
þar sem faðir hans var þá að eign-
ast hlutdeild í útgerðarfélaginu
Meleyri á Hvammstanga og vildi
ekki brenna allar brýr að baki ef
dæmið gengi ekki uppí eitt ár. „Ég
stóð frammi fyrir þeirri erfiðu
ákvörðun að taka við rekstri Mela-
búðarinnar af foreldrum mínum eða
láta hana fara í sölu. Ég var engan
veginn tilbúinn að sökkva mér af
öllum krafti í atvinnurekstur, þann-
ig að reksturinn var seldur til Guð-
mundar í Kjörbúð Vesturbæjar. í
stað þess að halda áfram í verslun-
arrekstri lögðum við konan mín,
Sigríður María Hreinsdóttir, land
undir fót. Fórum út til Svíþjóðar,
keyptum þar forláta Volkswagen
og þvældumst um þvera og endi-
langa Evrópu með vinum okkar.
Við enduðum síðan flakkið í Noregi
þar sem við unnum ýmis skemmtileg
störf í Geilo. Þarna fékk flökkueðlið
og ævintýramennskan góða útrás.
Þegar heim kom fór ég í viðskipta-
fræði í HÍ og þegar því námi lauk
var ég þeirra skoðunar að það vant-
aði ákveðna viðurkenningu í möpp-
una mína. Það varð því úr að ég tók
að mér verslunarstjóm í Verslun Sig-
urðar Pálmasonar á Hvammstanga,
en hún var ein af örfáum einkafyrir-
tækjum sem stóðu uppi í hárinu á
kaupfélagsveldinu. Þetta var
skemmtilegt og krefjandi starf, en
ég hafði mjög gott fólk mér til að-
stoðar. Það var svo ári síðar, í byijun
árs 1987 bauðst mér þetta starf við
Skátabúðina og lét ég til leiðast."
Það hljóta að hafa veríð viðbrígði
að flytja út á land, hvað þá að flytja
aftur á höfuðborgarsvæðið?
„Nei, það voru engin viðbrigði.
Ég flutti eiginlega aldrei norður.
Bjó þar í foreldrahúsum, keyrði
heim til Reykjavíkur um helgar og
oft einnig í miðri viku. Fólk í Reykja-
vík áttar sig oft ekki á því að fólki
í dreifbýlinu finnst ekkert stórmál
að renna í bæinn þótt höfuðborg-
arbúarnir veigri sig margir við slíku
þó ekki við annað en að skjótast
upp í Borgarfjörð."
Þú átt við að það hafi ekki verið
viðbrígði að flytjast suður af því að
þú fluttir aldrei norður?
„Einmitt.“
Skátabúðin kemur
til skjalanna
Það kom ekki til af engu að Hall-
dóri var boðin staða framkvæmda-
stjóra Skátabúðarinnar er hún losn-
aði árið 1987. Hann var í stjórn
Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og
hafði verið í félagsskapnum í ára-
tug. Hjálparsveit skáta í Reykjavík
á og rekur Skátabúðina, eignaðist
hana árið 1968, en Bandalag ís-
lenskra skáta og Skátasamband
Reykjavíkur höfðu stofnsett versl-
unina árið 1947.
Reksturinn var orðinn mjög erf-
iður er Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík yfirtók reksturinn. Má ef til vill
segja að þá hafí sveitin staðið ríku-
lega undir nafni. Það var fyrir at-
beina nokkurra félaga í HSSR og
þar á meðal var Hreinn Halldórsson
faðir Halldórs, auk fleiri, m.a. Har-
aldur Haraldsson í Andra hf, og
kepptust allir við að skjóta styrkum
stoðum undir reksturinn á fyrstu
árunum með því að leggja á sig
ómælda vinnu.
Halldór segir að við yfírtöku
Hjálparsveitarinnar á versluninni
hafi hjólin farið að snúast í þá átt
og á þeim hraða sem menn þekkja
í dag. Fyrrum hafi Skátabúðin ver-
ið stofnsett til þess að selja skáta-
vörur, en í takt við breyttan tíðar-
anda hefur Skátabúðin tekið á sig
ímynd sérverslunar fyrir alhliða
fjalla- og ferðamenn. „Hér áður og
lengi vel var aðalviðskiptavinahóp-
urinn aðilar innan vébanda skáta-
hreyfingarinnar og Hjálparsveit-
anna, en okkur hefur tekist að
koma þeim skilaboðum til almenn-
ings að við eigum ekki síður erindi
til hans og að margt af því sem
við höfum á boðstólum nýtist ekki
síður til innanbæjarnota en útivist-
ar og ferðalaga."
Því hefur verið fleygt að Skáta-
búðin sé dýr miðað við aðrar versl-
anir. Hvað er að segja um það?
„Ég veit að orðspor okkar fer
af því að vera með dýra vöru, en
það er bara eitt af aðalmarkmiðum
þessa fyrirtækis að versla einungis
með vandaðar og traustar vörur.
Þess vegna erum við einungis með
viðurkennd vörumerki og ég spyr
bara, ef skór frá okkur á 15.000
krónur endast í tíu ár, en skór frá
einhveijum öðrum á 5.000 krónur
endast í eitt eða tvö ár, hver er þá
að græða og hver að tapa? í gegn-
um tíðina hafa æ fleiri viðskiptavin-
ir komist að þessari staðreynd. Það
fer vaxandi að menn læri að meta
gæðin og Skátabúðin hefur alltaf
lagt meiri áherslu á gæðin fremur
en magnið. Það styður þetta að
árið 1986 seldum við 400 pör af
Scarpa-gönguskóm, en í fyrra náð-
um við að selja 4.000 pör. Það er
til marks um vaxandi áhuga lands-
manna á útivist og ferðalögum og
einnig um styrkleika okkar á mark-
aðnum.
Önnur fræg vörumerki sem ég
get nefnt eru norsku svefnpokamir
í gulu pokunum frá Ajungelak. Töl-
urnar þar eru ekki jafn stórkostleg-
ar, en sveiflan er hin sama. Það
sama má segja um frönska skíða-
merkið Rossignol sem er langstærst
á heimsmarkaðinum í dag með 35%
markaðshlutdeild.
Dýrir, segir þú. Samt sem áður
getum við sýnt fram á að mikið af
þessum vörum sem við erum að
versla með eru á sama eða betra
verði heldur en í öðrum Evrópulönd-
um. Skátabúðin getur ekki leyft sér 1
að vera með hærra verð, Evrópa er j
einn markaður og við erum bara ein
lítil verslun í risavöxnu verslunar-
hverfi.
Smæðin er Akkilesarhæll
Úr því að það gengur svona vel
að selja vörurnar, má ætla að þið
ætlið að fylgja vaxtarbroddinum
eftir. Stendur til að stækka búðina í
eða opna jafnvel nýja búð eða búð-
ir. Nú, eða auka vöruvalið enn meira I
með því að fara inn á fleiri svið j
útiveru?
„Þetta er margþætt spuming.
Það hefur vissulega gengið vel síð-
ustu árin og segja má að upp úr
1991 hafí orðið sprenging. En tvö
síðustu árin hefur hægst aðeins um.
Þetta hefur þó öll mín ár verið hæg
og róleg fjallganga, þ.e.a.s. við höf-
um alltaf verið á uppleið. Þó hægst j
hafi um er toppinum engan vegin
náð. I
Stefna okkar í Skátabúðinni hef- |
ur alltaf verið að halda okkur við
það sem við gerum best og hafa
báða fæturna á jörðinni. Með því
móti gleymum við því ekki að Akkil-
esarhæll fjölmargra fyrirtækja hér
á landi er einmitt smæð okkar. Við
horfum á þá staðreynd að lands-
menn eru aðeins um 260.000 tals-
ins og það sníður okkur ákveðinn j
stakk. Það getur verið freistandi
að stækka við sig eða fjölga búðum '
þegar vel gengur, en þá verður að I
horfa í herkostnaðinn. Borgar það
sig?
Við erum vissulega opnir fyrir
hugmyndum og útilokum ekkert, en
sem stendur er ekkert á döfínni
annað en að leigja viðbótarhúsnæði
af HSSR sem flytur í sumar héðan
af jarðhæðinni. Það gefur tækifæri
til betra lagerskipulags. Það má þó >
taka það fram í þessu samhengi að
Skátabúðin rekur öfluga heildversl-
un út á landsbyggðina samhliða I
versluninni í Reykjavík.