Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skrifað undir tvo kjarasamninga í gær RSÍ fær 2.667 kr. og 4,7% í upphafshækkun RAGNHEIÐUR Jóhannesdóttir fulltrúi starfsmanna, Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Eiríkur Sigurðsson, eigandi 10-11 búðanna, undirrita kjarasamninginn. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og verslanirnar 10-11 undirrituðu nýjan kjarasamning á hádegi í gær. Einnig gerðu Rafiðn- aðarsamband íslands og Félag ís- lenskra stórkaupmanna með sér kjarasamning í gærmorgun, sem gildir til 29. febrúar árið 2000. Samningur VR og 10-11 nær til um 70 starfsmanna og er með nokk- uð öðru sniði en þeir samningar sem VR hefur gert við einstök fyrirtæki að undanförnu. Samið er um svokall- að jafnaðarkaup sem þýðir að greidd eru sömu laun fyrir vaktir á tímabil- inu sem opið er í verslununum og kveður samningurinn á um fasta krónutölu á tímakaupið og síðan prósentuhækkanir frá og með næsta ári. Samningurinn gildir til 1. mars 1998 en ef honum verður ekki sagt upp fyrir 1. febrúar framlengist hann til 29. febrúar árið 2000. Skv. samningnum verða mánað- arlaun starfsmanna sem hafa áunnið sér sex mánaða starfsreynslu komin í 70 þúsund 1. janúar 1998. VR ætlar að ræða við forsvars- menn fleiri fyrirtækja á næstu dög- um um gerð samninga og í gær átti samninganefnd VR viðræður við samtök vinnuveitenda hjá sáttasemj- ara. Nær til 200 starfsmanna í 20 fyrirtækjum Samningur RSÍ og FIS nær til um 200 starfsmanna hjá 20 fyrirtækjum og kveður á um að lágmarkslaun verði 90 þúsund fyrir sveina þann 1. júlí á næsta ári. Öll laun hækka við undirritun um 2.667 krónur og auk þess um 4,7%. 1. janúar 1998 hækka laun um 4%, 1. jan. 1999 um 3,5% og 1. jan. 2000 um 1,2%. Þá falla niður sérstakar orlofs- og des- embergreiðslur skv. samningnum. Annað líf á al- netinu HJARTA- og lungnaþeginn Halldór Bjarni Óskarsson, frá Krossi í Lundarreykjadal, kom heim hinn 20. febrúar síðastliðinn með ný líffæri eftir 15 mánaða og 10 daga dvöl í Svíþjóð. Festi sögu þeirra á filmu Kjartan Þorbjömsson (Golli), ljósmyndari Morgun- blaðsins, kynntist Halldóri og móður hans, Sigrúnu Eygló Sigurðardóttur, í Svíþjóð og festi sögu þeirra á filmu. Sagt er frá bið þeirra mæðg- ina, sjúkrahússlegu Halldórs og heimkomu fjölskyldunnar í myndafrásögninni Annað líf í blaðinu í dag. Þeir sem hafa aðgang að alnetinu geta skoðað greinina og myndimar á alnetssíðu Morgunblaðsins (http://www.strengur. is/mbl/). Greinin verður öllum aðgengileg út þessa viku, en hinn 14. mars næstkomandi verður landssöfnun til styrkt- ar hjartveikum börnum. ■ Annað líf/Bl, Cl-4 Fíkniefni finnst í fórum ökumanna NOKKURT magn af flkniefnum; um 40 til 50 skammtar af LSD, eitthvað af hassi og meintu amfetamíni, fannst við húsleit við Tryggvagötu í Reykja- vík aðfaranótt laugardags. í fram- haldi af því voru fimm manns færðir í fangageymslur lögreglunnar þar sem skýrsla var tekin af þeim í gær. Þá voru fimm manns yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins eftir að lítils háttar af ætluðu hassi fannst í fórum þeirra. Bíll þeirra hafði verið stöðvaður við Grandagarð vegna hefðbundins um- ferðareftirlits lögreglunnar. Einnig fannst eitt gramm af meintu amfetamíni í fórum öku- manns bifreiðar um ellefuleytið á föstudagskvöld. JRófptoil&tefcifc BLAÐINU í dag fylgir 40 síðna blaðauki um fermingar. Þar eru meðal annars birtar niðurstöður úr könnun sem Morgunblaðið gerði á viðhorfum fermingarbarna. Rætt er við dr. Sigurbjörn Einarsson biskup um uppruna fermingar. Einnig eru viðtöl við presta og ferm- ingarböm fyrr og nú, auk þess sem fjallað er um hár- og fatatísku ferm- ingarbama. Birtar eru uppskriftir að mat og kökum og gefnar hug- myndir að veisluhlaðborðum. Rysjótt veður og þungfært víða um land Morgunblaðið/Golli UNNIÐ að því að hreinsa frá niðurföllum borgarinnar í gær vegna vatnselgsins sem hafði myndast. Bíll fauk út af veg- inum í Hvalfirði ÞUNGFÆRT var víða um land í gærdag og lá allt innanlandsflug niðri vegna ókyrrðar og ísingar í lofti. í gærmorgun var sunnanátt og níu til tíu vindstig, rigning og hlýnandi veður víða um land, en eft- ir hádegi dró úr vindi. Á norðanverðu Snæfellsnesi og um Kerlingaskarð og Fróðárheiði vom vegir ófærir. Einnig var ófært um Holtavörðuheiði. Á sunnanverðum Vestfjörðum var ófært um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán, en á norðanverðum Vest- fjörðum var ófært um Óshlíð vegna snjóflóða og beðið átekta með mokstur þar. Þá var þungfært um ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðar- heiði og suður frá Hólmavík í Hrúta- fjörð. Að öðru leyti voru aðalvegir landsins færir, þó víða væri hálka. Fólksbíll fauk út af veginum á móts við Hvammsvík um sjöleytið í gærmorgun og endaði á hvolfi um þrjátíu metra utan vegar; að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Ökumaður bílsins slapp svo til ómeiddur. Siyóflóð á Óshlíðarveg Mikill vatnselgur myndaðist á götum Reykjavíkur í gær og unnu borgarstarfsmenn að því fram eftir degi að hreinsa snjó og rusí úr nið- urföllum. Slökkviliði Reykjavíkur barst tilkynning um vatnsleka í tvö hús í Kópavoginum í gær vegna vatnselgsins. Skemmdir voru óveru- legar. Töluvert stórt snjóflóð og nokkur lítil féllu á Óshlíðarveg milli ísafjarð- ar og Bolungarvíkur í fyrrinótt og gærmorgun. Talið er að fyrsta og stærsta flóðið hafl fallið skömmu eftir miðnætti, eða um eittleytið. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Bolungarvík er harla ólíklegt að nokkur umferð hafi verið á vegin- um þar sem veður hafi verið mjög slæmt og færð miður góð. Vegurinn var ruddur snemma í gærmorgun en þegar ruðningsmenn voru á leið aftur til Bolungarvíkur hafði nýtt snjóflóð fallið. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar í há- deginu í gær var óvíst hvenær tæk- ist að opna veginn. í dag er útlit fyrir suðvestanátt og slydduél um sunnan- og vestan- vert landið en léttskýjað á Norðaust- urlandi. F e r m ■p p rjlTJ ] ]Tá Guð, íödur al- T—' X J\ wL X nuíttugan, skap- jra og tarðar. Ég trúi ri Jcuú Krisl, h;rns cinkason, Drotttn vwn, scm gctfnn cr af HcUögum amia, lardúur af jNtaríu mcy, pínJur á dögttm Pontíusar P/latusar, fcrossfestur, da- inn eg graftnn, sfctg nfður tif hdjar. irís á jnidjo dcgl attur upp frá dauúum, stdg upp lil httrtna, sftur vfð hícgrí hond Guðs föður aJ- mattugs eg mun þadon Jcema að Jxma Ifícnd- ur og iiauöa. Ég frút j hcflagon anda, Hctlaga, almerma kfrfcju, samfc'Jflg hcilagra, tyrlrgdn- tngu syndanna, ui’prísu' A Tl yf TJ '\T matmsins og cUtft Jff. IVi JZ/JLN A Hanes-hjónin og ættleidingin ►Dóttirin afsalaði sér öllum rétti en taldi sig hafa verið blekkta. /10-13 Ógnaráætlanir Varsjár-bandalagsins ►Skjöl í austur-þýskum skjala- söfnum hafa veitt innsýn inn í áætlanir Varsjárbandalagsins um óhefta notkun kjarnavopna í þriðju heimsstyijöldinni. /14 Vill nokkurfá mig ívinnu? ►Nemar við Háskóla íslands stóðu í þriðja sinn fyrir svonefnd- um Framadögum í liðinni viku en þar kynna fyrirtæki starfsemi sína fyrir stúdentum. /20 Gerum það sem við gerum best ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Halldór Hreinsson, framkvæmdastjóra Skátabúðarinnar. /24 B ► 1-32 Annað líf ► Halldór Bjarni Óskarsson fékk ný lungu og hjarta við ígræðslu í haust. Biðin eftir líffærum, sjúkra- húslegan og heimkoman er efni myndafrásagnar Golla. /1 og Cl-4 Ertu orðin snarhringl- andi vitlaus, Anna? ► Eftir þrjátíu og fimm ára búsetu í Bandaríkjunum, fluttist Anna Tryggvadóttir aftur heim til ís- lands, keypti sér hús við Smára- götuna og rekur þar nú gistihús með tíu herbergjum. /4 U2 ►írska rokksveitin U2 stendur á hátindi frægðarinnar eftir sautján ára starf. Hér er rakin saga sveit- arinnar í tilefni af elleftu breið- skífu hennar sem kom út í liðinni I viku. /24 FERDALÖG ► 1-4 Nazca ►Línumar í eyðimörkinni við I Nazca í Perú eru meðal umfangs- | mestu mannvirkja fornaldar. /2 Ánægður ferðamaður er besta auglýsingin ►Ráðstefna um móttöku ferða- manna á skemmtiferðaskipum í Reykjavlkurhöfn. /4 E BÍLAR ► 1-4 Audi A6 með sídrifi og V6 ►Sigurður Pálmason flutti inn einn glæsilegasta Audi landsins frá Orlando. /3 Reynsluakstur ►Mazda 323 LX Practical - hrekklaus og notendavænn. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fðlk í fréttum 44 Reykjavíkurbréf 28 Bió/dans 46 Skoðun 30 Útvarp/sjónvarp 60 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Hugsað upphátt 2b Bréf til blaðsins 40 Gárur 6b fdag 42 Mannllfsstr. 6b Brids 42 Dægurtónl. 26b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.