Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Villan um Vogana Frá Magnúsi Jónssyni: EINU sinni vissi ég til þess, að ung hjón sem að segja mátti að væru á götunni, fóru suður í Voga í Vatns- leysustrandarhreppi til þess að líta á , laust húsnæði sem þau töldu sig hafa séð auglýst í blaðaauglýsingu. Þetta var algjör misskilningur, því að átt var við húsnæði í Vogahverfinu í * Reykjavík. En í blöðunum sá ég að auglýst var eftir kennara við Stóru- Voga-skóla og svo alveg sömu villuna að hnýtt var aftan við ... á Vatns- leysuströnd. En þetta byggðarlag, Vogarnir, er bara alls ekki á neinu, hvorki á Vatnsleysuströnd né annars staðar, en auðvitað er staðreynd að , þeir eru í Vatnsleysustrandarhreppi. Og í þessum hreppi eru tvenn af- mörkuð byggðarlög, Vogar og Vatns- | leysuströnd og svo veit ég ekki... " en nánast ætti þá að telja þriðja bæjarhverfið, þama „innbæina“, og verður síðar komið að því. Ekki er einasta það, að Vogarnir og Vatnsleysuströndin séu afmörkuð byggðarlög, heldur eru þau að mörgu leyti andstæður. Úr Vogun- um er tiltölulega stutt og auðvelt að sækja vinnu til Keflavíkur eða í Njarðvíkurnar, nú eða þá á Völlinn, ef svo vill verkast. Þarna í Vogunum Ifjölgar því heldur íbúunum og hús eru byggð. Á Ströndinni er þetta öfugt, þar fækkar fólki og býli leggj- ast í eyði. En auk þess að reyna að kveða niður þetta með Voga á Vatnsleysu- strönd þá er nokkuð á reiki hvenær og hvar sé komið á hina eiginlegu Vatnsleysuströnd. Sumir telja sig komna þangað strax þegar er komið I í álverið eða a.m.k. rétt framhjá i því. En það er mikill misskilningur. Komið hefur fyrir að ég sé leið- * sögumaður þegar farið er þarna suðurum. Ekki er það traustvekjandi þegar ég byija míkrófónsmalið með því að segja að ég viti ekki hvað hann heiti fyrsti hraunflákinn sem leiðin liggur um. Annað hvort hafi hann ekkert heiti og að gerð hrauns- ins sé það sem nefnt er heliuhraun, nú, eða þá að hér sé ákveðin nafn- ( gift, með stórum staf og þetta heiti j Hellnahraun. En fljótlega erum við komin í ' Kapelluhraunið, sem er gjörólíkt hinu, miklu úfnara og aðeins með mosagróðri, og því auðvitað ekki nærri eins gamalt og hitt. Um kapell- una, sem hraunið er kennt við, mætti margt segja, en hér verður aðeins minnst á eitt. Það er, að 1950 fannst þama í tóttinni líkneski af kaþólskum dýrling, heilagri Barböru. Hún var | einkum ákölluð við jarðskjálfta, elds- < voða og þessháttar ófyrirséða stór- * hættu. Hinum megin við veginn eru I kerskálar álversins, taldir lengstu hús landsins - en getur þá kapellan tal- ist styzta húsið? Nú hefur verið látið töluvert stærra líkneski í tóftina. Þegar Kapelluhrauninu sleppir komum við að þeirri hraunbreiðu sem á þessari leið er stærst, gróður- sælust, elzt og mestri tilbreytni er gædd, af þeim hraunflákum sem i leiðin liggur um. Hér má til að minn- / ast á byggðarlagið Hraunin eða í Hraununum. í samtali við elzta inn- ( fædda Hafnfirðinginn, kveðst hann muna eftir tólf bæjum þarna, og fínnst mér það ótrúlega mikið. Aldr- ei voru þarna neinar stótjarðir, en helzt mætti þá nefna Óttarstaði, þar sem oftast var fleirbýli. En ein bygg- ing þarna hefur fengið „andlitslyft- ingu“ og er þar átt við húsakynnin í Straumi. Það er aðsetur listamanna og í sama stíl og elztu byggingar á I Laugarvatni, enda var víst á báðum stöðum þetta sett í samband við 1 Bjarna Bjarnason, skólastjóra í Hafnarfirði og síðan á Laugarvatni, en hann var með landbúnaðarróman- tík, svona í og með. Til Hraunabæj- anna taldist líka Lónakotið, þótt það sé nokkru fjær vegi en hinir bæirn- ir. Það var í byggð fram á miðja þessa öld, sem nú senn kveður. Ýmsir muna þijár eða fjórar vísur eftir sr. Árna Helgason stiptprófast í Görðum. Ein er þessi: Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, i Hraunamennirnir gapa’ og góna er Garðhverfinga sjá þeir róna. Erum við nú ekki komin á Vatns- leysuströndina? Nei, hreint ekki, Hraunbyggðin taldist löngum vera í Garðahreppi, en nú er þetta víst allt saman Hafnarfjarðarland, og svo er það að við komum í hreppinn með langa nafninu, þegar við förum úr Lónakotslandi. „Fyrst“ er þá þar eyðibýlið Hvassahraun. Við höfum næstum lokið leiðinni um Almenninginn og sjáum nú mjög greinilega hvernig miklu yngra hraun, Afstapahraunið, hefur steypst niðuryfir hitt. Hér höfum við því sem sagt bæði örnefn- in Hvassahraun og Afstapahraun. Sumir halda að Afstapahraunið sjálft hafi fyrst heitið Hvassahraun, en þetta er upplagt vangaveltuefni fyrir grúskara. Afstapahraunið er jafnvei enn úfnara og ójafnara en Kapelluhraunið. Þegar við höfum næstum lagt allt þetta hraunhröngl að baki, komum við í Kúagerði svo- kallað, þ.e. smávegis gróðurteyging- ar, en vegurinn er svo breiður að hann hefur næstum kæft það. En þarna hafa orðið svo mörg umferðar- slys, að komin er þar vandlega hlað- in varða, með krossi efst. Hér er um tvo vegi að velja, og er ekkert áhorfs- mál að við veljum þann eldri og mjórri, og auðvitað rómantískari. Brátt höfum við hægra megin næst- um heila húsþyrpingu, en það er býlið Stóra-Vatnsleysa. Minni-Vatnsleysa, með svínabúinu stóra, er svo lengra út með sjónum. (Eða er þar kannske ekkert svínabú lengur?) Svo er þarna eitt útvegs- bóndabýlið ennþá, með húsum en engum íbúum, en það er Flekkuvík. Ég hætti nú brátt þessum skriftum, en a.m.k. er eftir svarið við því hve- nær við erum komin á Ströndina. Það er þegar komið er á samfelldu túnin, og er það þá víst fyrst Litlabæjartún- ið. Margir halda að túnin á Strönd- inni séu aðeins einhveijir skæklar eða útnárar, en það er nú rétt einn mis- skilningurinn enn. Tún kirkjustaðar- ins, Kálfatjarnar, eru enginn smás- kiki. Sem sagt, Vatnsleysuströndin er sá hluti hreppsins þar sem hvert túnið tekur við af öðru. Sízt er þó hægt að tala um ræktað tún í nánd við eyðibýlið Breiðagerði, en við „sjáum í gegnum fingur“ í því máli og teljum þetta allt vera samfellt og enda á túnunum umhverfís Halakot. Svo eru það sviplítil svæði sem um er að ræða unz komið er í Vogana. Hér var aðeins ætlunin að spyma við fótum þegar sézt eða heyrist tal- að um Voga á Vatnsleysuströnd, og hvar hin eiginlega Vatnsleysuströnd sé. Smávegis sönn frásögn úr þessu byggðarlagi að lokum: Kálfatjörn var prestsetur til 1919 en árið eftir flutt- ust þangað ung hjón, bæði fædd í þessum margumtalaða hreppi, en það voru þau Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, systir Ingvars kennara og umsjónarmanns Hellis- gerðis í Hafnarfirði. Erlendur var með afbrigðum vandaður maður til orðs og æðis. Hann hélt þeim fagra sið að lesa húslestur að morgni þá sunnudaga sem ekki var messað í kirkjunni. Var það aðeins nefnt að lesa en lögð virðing og allt að því lotning í það orð í þessu sambandi. Hjón úr Hafnarfirði voru þar í kaupavinnu sumrin 1929, ’30 og ’31. Sagt er, að í vætutíð komi helzt þurrviðrisstund um helgar, er svo sé þegar þurrviðri er, þá geri oft skúr um helgar. Sumarið 1930 var fremur votviðrasamt. En svo nánast um mánaðamótin ág./sept. á sunnu- dagsmorgni, stendur allt heimilis- fólkið á Kálfatjörn úti á hlaði undir skafheiðríkum himni í norðangolu. Svo mikið hafði rignt undanfarið að segja mátti að bæði tún og hey lægi undir skemmdum. Kaupakonan vík- ur þá snarlega að Erlendi og segir: „Jæja, á ekki að fara að breiða!?“ Erlendur hikar lítið eitt, þar til hann segir: ,,Ja, við skulum nú koma inn fyrst. Eg ætla að lesa.“ Þannig hugsaði kirkjubóndinn á Kálfatjörn þá. Guðdómurinn skyldi ganga fyrir og fá sitt fyrst. MAGNÚS JÓNSSON, fv. minjavörður, Hafnarfírði. Aukna atvinnu og þjóðartekjur, eða óbreytt útsýni fyrir einn? Fri Sigurði Inga Jónssyni: í FYRRA voru tíu ár síðan ég lagði út í heim í leit að lausn minna mála. Síðan þá hefur ýmislegt runn- ið til sjávar, bæði gott og slæmt. Á þessum áratug sem ég hef verið að dandalast um heiminn (um 30 lönd þegar síðast var talið) þá hef ég alla tíð borið saman mína áningastaði og gamla Frón, og fara ekki aðrar sögur af því en að Frón er enn í fyrsta sæti. Ekkert land hefur vakið í brjósti mér þær tilfinningar sem ég ber til íslands. Þessar tilfinningar eiga ekkert skylt við að fjarlægðin geri fjöllin blá og ísland að góðu landi. Eg hef reglulega haft upprifjun af því að koma heim og sannfæra mig um að mínar tilfinningar eru ekki byggðar á hugarburði einum saman, heldur staðfestum minn- ingum. Ég hef alla tíð kunnað að meta fólk sem leitar eftir sannleikanum í hinum ýmsustu málefnum, og tek- ið skynsamlegar ákvarðanir byggð- ar á rökum, þó svo að þær hafí stundum stangast á við skoðanir ýmissa öfgahópa. Yfirleitt hafa þessir öfgahópar verið einhverskonar náttúruvernd- arsamtök sem Ijármögnuð eru af amerískum húsmæðrum sem finnst þær ekki hafa farið eins vel með heiminn og þær ættu. Nú er þó svo komið að öfgarnar eru heimabruggaðar, sem ég tel öllu verra, enda get ég ekki setið á mér lengur, heldur má ég til með að leggja orð í belg. Hvatinn að þessum bréfaskriftum eru umræður sem eru í gangi um mengun í Hval- firði og áhrif þeirra á lindýr, vatns- ból og fóstur. Að fráslepptum öllum rökum, þá get ég sagt að Hvalfjörðurinn ger- ist fallegri með hverri heimsókn minni. Fyrir áratug lagðist vegaryk yfir allt land sem lá að þjóðvegi númer eitt, en nú er Hvalfjörðurinn ekinn á bundnu slitlagi, og hvergi rykkorn að sjá. Ekki vilja allir gleðjast yfir því, heldur vill sumt fólk leita eftir hugs- anlegu böli. Tekur þar út yfir allan þjófabálk er grandalausum börnum er kennt að þvílík sé hættan af mengun úr fyrirhuguðu álveri að börn þeirra muni í framtíðinni verða vansköpuð. Mér virðist sem einföldustu land- ar mínir sjái fyrir sér líki iðnaðar- hverfa í Austur-Evrópu, spúandi eiturmekki yfir suðvesturhorn landsins, þegar minnst er á stækk- un Járnblendifélagsins eða bygg- ingu álvers á Grundartanga. Því er skemmst frá að segja að ég hef farið um slík hverfi, og get ég með góðri samvisku sagt að engin umsvif heima, utan eldgoss, hafa neitt sameiginlegt með þeim eiturspúandi landbrotum. Bygging raforkufrekrar stóriðju þar sem fyrir hendi eru raflínur og hafnaraðstaða hlýtur að lofa góðu fyrir efnahag þjóðarinnar. Hér er á ferðinni stórkostlegt tækifæri fyrir íslendinga til að sýna alheimi hvernig stóriðja og náttúru- vernd geta setið við sama borð, og notið góðs hvor af annarri. Það eru ekki mörg lönd sem hafa jafnóspillta náttúru og íslendingar, og jafnmikið hugvit til þess að sjá til þess að henni verði ekki spillt þó svo að búið sé að fjárhagslegs- legu öryggi barna okkar. Látum ekki eiginhagsmunasinn- að fólk spilla þjóðarsálinni með inn- antómu hjali um afleiðingar fram- kvæmda sem munu létta undir með næstu kynslóð. SIGURÐURINGIJÓNSSON 6 Lionel Avenue NorthRyde, NSW2113 Sydney, Ástralíu. 0V»s\ns á ÍsIq0 Nú getur þú komiö á námskeiö og búið til hinar heimsþekktu postulínsbrúður frá Seeley's. Væri nú ekki gaman að breyta til í saumaklúbbnum og fara saman á námskeið í brúðugerð? Afsláttur fyrir hópa, 6-8 saman Brúðugerð ÖNNU MARÍU Sími 587 9595 BRENNSLU KONUR_______ ^ vQSBDúlIÐ Við verðum með átaksnámskeið í FITUBRENNSLU í allan vetur fyrir konur. það veröur stíf keyrsla í heilar 8 vikur. Fylgst veróur vel með öllum og mikið aðhaLd svo árangurinn verði sem bestur, m.a. vigtun, mælingar, mappa full af fróðleik og hitaeiningasnauðum uppskriftum. MORGUNNAMSKEIÐ kennarSá auður rafnsdóttir ) SIÐDEGISNÁMSKEIÐ KENNArÍTuNNUR PÁLSDÓmR (LUKKA)) KVÖLDNÁMSKEIÐ XlINDA B3ÖRK BIRGISDÓTTÍr) KENNARI: RINN ARANGUR J ökkAklM AR’kmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.