Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móöir mín, dóttir okkar, systir og vinkona, HERDÍS BIRNA ARNARDÓTTIR fréttamaður, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Arna Ösp Magnúsardóttir, Áslaug Guðbrandsdóttir, Örn Bjarnason, Edda Björk Arnardóttir, Guðmundur Jóhann Olgeirsson, Guðbrandur Örn Arnarson, Björk Gísladóttir, Haukur Hólm. + HALLLGRÍMUR Á. KRISTJÁNSSON pípulagningameistari, Hraunbæ 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 11. mars kl. 13.30. Hörður Hallgrímsson, Oddný Guðmundsdóttir, Kristján Hallgrímsson, Steinhildur Sigurðardóttir, Herdfs Hallgrímsdóttir, Guðni Pálsson, Svava Hallgrímsdóttir, Magnús Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA MAGNÚSDÓTTIR frá Akureyri, áður til heimilis í Álfheimum 54, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, mánudag- inn 10. mars nk. kl. 13.30. Jón Haraldsson, Edda Dagbjartsdóttir, Úlfar Haraldsson, Margrét Ríkarðsdóttir, Svavar Haraldsson, Sigríður Jónsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR, Safamýri 17, Reykjavík, andaðist á Landakoti föstudaginn 7. mars. Haraldur Ragnarsson, Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Sólrún Ragnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn Svava Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Jón Steindórsson, Gunnar Þórmundsson, og barnabamabarnabarn. + Bróðir okkar og mágur, GARÐAR SIGMUNDUR JÓNSSON, Höfðagrund 4, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúss Akranesi 6. mars. Kristín H. Jónsdóttir, Hörður Sumarliðason, Ólafur Ingi Jónsson, Helga Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, SVEINBJARNAR HJALTASONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Berít Helena Gutsveen. ARNI ÞORSTEINSSON + Árni Þorsteins- ' son fæddist í Hægindi í Reyk- holtsdal 26. maí 1927. Hann andað- ist á heimili sínu í Fljótstungu í Hvít- ársíðu 3. mars sið- astliðinn og fór út- för hans fram frá Reykholtskirkju 8. mars. Hann Árni frændi í Fljótstungu er dáinn. Hver hefði getað trúað því að hann færi svona snögglega? Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Alltaf kemur þétta manni jafn mikið á óvart, hvort sem það eru sjúkir sem bíða oft í lengri tíma eftir kalli skaparans eða þegar höggvið er á lífíð í einni svipan. En þannig er lífið, það skiptast á skin og skúrir. Hann Ámi frændi okkar var fyrir okkur alveg einstakur maður. Er við hugsum til baka yfír farinn veg, em margar mjmdir sem skjóta upp koll- inum í minningunni. I öllum þeim minningarbrotum sjáum við Áma frænda glotta við tönn og hlæja þessum líka smitandi hlátri. Hann kunni að segja svo skemmtilega frá svo maður hreinlega veltist um af hlátri og hann hafði svo gaman af því. Nöfn á fólki, ártöl, ættir manna, rakti hann langt aftur, allt þetta og margt fleira geymdi hann í kollinum. Ámi frændi okkar var stoltur af sínu fólki, ríkur af börnum og bamabörnum. Hann hafði einstak- lega gaman af að segja manni frá þeim, sýna manni myndir og segja sögur af barnabömunum í Dan- mörku, bamabömunum í Mosfells- bænum og frá stóm bamabörnun- um á Selfossi. Hann var svo sannar- lega stoltur af hópnum sínum. En allt þetta ríkidæmi átti hann ekki einn. Hann deildi því með konu sinni, Ingibjörgu. Ingibjörg hefur misst mikið, en góður Guð gefí henni styrk til að halda áfram lífs- göngunni. Kæra Ingibjörg, Nína Marta, Bjössi, Steini, Pia, Hjörtur, Helga og börn. Við systkinin og fjölskyld- ur okkar sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu frænda okk- ar, Áma Þorsteinssonar. Guðmunda, Jónína Steinunn og Jón. o 1 2 | 2 i 5 íDaCta 6ara 6íóma6úðy Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.'IO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 2 Í 2 i 8 OlSI#ISI#ISlO Sú áund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. Og sú stund kemur aldrei aftur, að við flökkuvinkonumar frá Akranesi setjumst við allsnægtarborðið í Fljótstungu með þeim hjónunum Árna og Ingibjörgu, sem era búin að taka á móti okkur hlýjum faðmi á hlaðstéttinni um rétta- leytið á hveiju hausti á sl. áratugum og leiða okkur inn í hlýleg hí- býli sín, setja okkur að veislukosti og taka upp skemmtilegt rabb saman. Hlýða á húsbóndann, gáfumanninn og fræðaþulinn sem vissi deili á flestum íslenskum ættum og ættartengslum, sem vissi nafn á næstum hveijum bæ og búendum landið um kring. Kunni skil á þjóð- legum fræðum, á skáldskap og list- um að ónefndri þekkingu hans á atvinnu þeirra hjóna, búskap og ferðaþjónustu. Ó, hvað við eram oft búnar að eiga marga yndislega daga hjá þeim hjónum og ógleymanleg rabbkvöld á liðnum áram. En sú stund kemur aldrei aftur, því það sorglega hefur skeð að hann Ámi er dáinn svo skyndilega langt um aldur fram. Og enn einu sinni er rökkvað af sorg yfir heimilinu í Fljótstungu og hún Ingibjörg okkar elskuleg stendur ein eftir, hugró og sterk eins og fýrr í vetrarveðram lífsins, en alein eftir í íjallabænum, ættaróðalinu í Fljótstungu. Og við vinkonumar eram með tár á hvarmi þegar við kveðjum hann Áma vin okkar hinstu kveðju með þökk fyrir allt og allt og sendum henni Ingi- björgu okkar og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur, með söknuði yfir því að sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. En allra síðast viljum við kveðja hann með ljóði sveitunga hans, skáldbóndans á Kirkjubóli, Guð- mundar Böðvarssonar: Fönn daganna, fönn áranna, áratuganna, aldanna, fellur hljóðlega, fellur tómlega, eins og ekkert sé. Fennir í fótspor ferðamanna, svo í heimahaga sem í hágöngum, fljótt í sum, seinna í önnur, loks í allra eins. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Herdís, Valbjörg, Bjarnfríður. Gangur lífsins er oft svo ótrúleg- ur að það er í raun blessun að vita ekki hvað næsti dagur og nánasta framtíð ber í skauti sér. Fyrsta dag marsmánaðar skemmti ég mér á góugleði í Brúarási ásamt sveitung- Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamurshöfði 4 - Revkjavik simi: 587 1960 -fax: 587 1986 um mínum úr Hvítársíðu og Hálsa- sveit. Þar var Árni Þorsteinsson, sem hér er minnst, einn af skemmti- nefndarmönum og kynnti það sem fram fór eins og honum einum var lagið. Viku síðar er hann til grafar borinn og erfídrykkja hans haldin í því sama húsi og hann kynnti skemmtiatriði fyrir viku. Það era átta ár í þessum mánuði frá því að ég flutti fyrst hingað á Hvítársíðu. Hægt og rólega kynnt- ist maður sveitungunum. Það er fjölbreytileg mannlífsflóra í þessu 70-80 manna samfélagi eins og er sjálfsagt víða í sveitum landsins. Bæjaröðin er einföld, um 30 km löng og aðstæður ákaflega ólíkar á efstu og neðstu bæjum. Ekki man ég lengur hvenær ég sá Árna í Fljótstungu fyrst, en kynni tókust með okkur er við hjónin hófum að selja tijáplöntur 1991. Hann sýndi því strax mikinn áhuga, bauð mér frameftir til að líta á það sem hann var búinn að gera í tijárækt og fékk síðar nokkrar plöntur hjá okk- ur. Hann var þá nýfarinn að fikra sig af stað með tijárækt og var óðar búinn að setja sig vel inn í þau mál, eins og ég held raunar um flest mál sem hann fékk áhuga á og þau vora mörg og fjölbreytileg. Mér fannst strax ákaflega gaman að tala við Árna, hann hafði áhuga á öllu mögulegu, óvenjulega minnug- ur og sagði skemmtilega frá. Það var alltaf létt yfir honum, fundvís á spaugilegar hliðar lífsins, en jafnframt var glettni hans góð- látleg. Hann var áhugasamur um allt sem mætti auka á fjölbreytileika starfa í sveitinni, alveg laus við alla fastheldni og opinn fyrir nýjungum. I tæpt ár höfum við starfað sam- an sem fulltrúar Hvítsíðinga, í Sam- vinnunefnd um svæðaskipulag Mýrasýslu. Árni var alveg úrvals- maður til starfa í þessari nefnd, ákaflega áhugasamur, fjölfróður um allt milli himins og jarðar í sinni sveit og miklu víðar um héraðið. Oftar en ekki vorum við samferða á fundina og þá var nú ýmislegt spjallað á leiðinni. Það er eitt að eiga ekki framar von á upphring- ingu frá honum þegar líður að fundi: „Eigum við ekki að vera samferða, nafni?“ Ég kveð nafna minn með sökn- uði og þakka góð kynni. Við Hvít- síðingar höfum misst mikinn af- bragðsmann alltof fljótt. Ingibjörgu konu hans og fjölskyldu þeirra votta ég einlæga samúð. Árni Brynjar Bragason, Þorgautsstöðum. Ámi bóndi í Fljótstungu er fallinn frá og varðmaður Víðgelmis því far- inn til hinna eilífu afréttarlanda. Hellirinn Víðgelmir var honum hug- leikinn og ófáar ferðimar fór hann með áhugasama ferða- og hellamenn þangað niður. Kynni okkar félag- anna í Hellarannsóknafélaginu af hjónunum í Fljótstungu hófust fyrir allnokkram áram þegar félagið lagði drög að opnun hellisins sem hafði verið lokaður af ís í um tvo áratugi. Ámi og Ingibjörg eiginkona hans tóku þeirri málaleitan vel og liðs- inntu okkur á alla lund. Þær stundir sem við áttum í eldhúsi þeirra hjóna í kjallara bæjarhússins í Fljótstungu era okkur minnisstæðar. Nú er skarð fyrir skildi þar sem Árni er ekki lengur til að leiðbeina þeim gestum sem vilja sjá þessa glæsilegu náttúrusmíð rétt við bæj- ardymar. Ámi átti tiltækan ýmsan búnað sem hann notaði í glímu sinni við ís og erfiðleika undirheimanna og var án efa eini íslenski fjárbónd- inn sem handlék rússneskar títan- ísskrúfur með sömu leikni og forfeð- ur vorir orfið og ljáinn. Hann var vökull og fylgdist af áhuga og athygli með þeim breyt- ingum sem urðu á hellinum, ísmynd- unum, snjóalögum og leysingum og hafði samband við Hellarannsókna- félagið þegar hann fann að eitthvað undarlegt var á seyði. Við eigum eftir að sakna Árna. Ingibjörgu og öðrum aðstandend- um sendum við okkar inniiegustu samúðarkveðjur. Félagar i Hellarannsókna- félagi íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.