Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, STEFÁNS ÓLAFSSONAR læknis. Guð blessi ykkur. Kolbrún Ólafsdóttir, Áslaug Stefánsdóttir, Einar Örn Kristinsson, Ólafur Stefánsson, Ingibjörg Þórðardóttir, Einar Baldvin Stefánsson, Ragnhildur Steinbach og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁGÚST SIGMUNDSSON múrari, Hringbraut 30, Reykjavík, er lóst á Landspítalanum mánudaginn 3. mars sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. mars kl. 13.30. Sigmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson, Anna Erlendsdóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir, Joe Pischieri og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR MÖLLER fyrrverandi skipstjóri, Dalbraut 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Re- ykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Skúli Möller, Jakob R. Mölier, Elín Möller, Anna R. Möller, Ingólfur Jónsson, Kristín Sjöfn Helgadóttir, Jón G. Baldvinsson, Stefán Hjaltested, Hafdís Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Bílduhóli, Skógarströnd, Ferjubakka 2, Reykjavík. Svandís Júlíusdóttir, Hulda Júlfusdóttir, Bima Júlíusdóttir, Elís Aldolfsson, Hrafnhildur Júlfusdóttir, Sigurjón Sverrisson, Þráinn Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU KRÖYER, Calgary, Kanada. Jón Páll Guðmundsson, Valgerður Jónsdóttir Braun, Cal Braun, Guðmundur Ingi Jónsson, Bjarney Ó. Gunnarsdóttir, (ris Jónsdóttir, Gfsli Harðarson, Marfa Dröfn Jónsdóttir, Gunnar S. Auðunsson, Þór Viðar Jónsson og barnabörn. SVEINN ÞORSTEINSSON + Sveinn Þor- steinsson var fæddur í Fyrirbarði í Vestur-Fljótum 13. maí 1911. Hann lést 3. mars síðastliðinn á Akureyri. Hann var sonur hjónanna Ólafar Jónsdóttur og Þorsteins Jónas- sonar. Sveinn giftist 26.5. mundsdóttur Berghyl. Þau hjón eignuðust þijá syni. Elstur þeirra var Jónmundur, f. 15.9. 1945, d. 16.5. 1958. Næstur er Þórólfur, f. 19.9. 1949. Hann er bóndi á Ferjubakka II og sinnir einnig félagsmálastörfum. Kona hans er Sigríður Inga Kristjánsdóttir. Þeirra böm era: Unnur, f. 27.2. 1976, og Sveinn, f. 12.4. 1977. Yngstur er Reynir, f. 6.4. 1954, bóndi í Mýrarkoti. Kona hans er Anna Kristín Jónsdóttir, tónlistar- kennari. Þeirra böm eru: Unn- ur Berglind, f. 13.1. 1981, Sveinn Ingi, f. 23.1. 1983, og Jón Þorsteinn, f. 12.8. 1988. Áður átti Anna dótturina Ragn- heiði Ástu. Sambýlismaður hennar er Kristján Kristjáns- son; synir þeirra eru Kristján Reynir og Birkir Om. Sveinn fluttist ungur með fjölskyld- unni að Barðsgerði og síðar Karlsstöð- um í sömu sveit og taldist þar til heimil- is allt til ársins 1941. Var á vertíð nokkra vetur, lauk búfræði- prófi frá Hólaskóla 1936, vann tvö ár í Danmörku og vann ýmsa verkamanna- vinnu þar til hann gerðist bóndi 1942. Sveinn og Unnur bjuggu á Berghyl 1942-1943, Vík 1943-1944, Sjö- undastöðum 1944-1946, Sigríð- arstöðum 1946-1951 ogáBerg- landi frá 1951. Haustið 1991 fluttu þau á Sauðárkrók. Auk bústarfa sinnti Sveinn ýmsum félagsmálastörfum. Var oddviti 1942-1943, 1963-1970 og 1974-1978. Hreppstjóri 1969- 1982. Sýslunefndarmaður 1969-1980. Umboðsmaður Brunabótafélags íslands 1965- 1987. Vann auk þess mikið að málefnum Samvinnufélags Fljótamanna og var í stjórn þess um árabil. Útför Sveins fer fram frá Barðskirkju mánudaginn 10. mars og hefst athöfnin klukkan 14. Það var haustið 1939, að faðir minn réð vetrarmann að Berghyl. Og ekki var hann valinn af verri endanum, lærður búfræðingur frá Hólum og auk þess „sigldur11, búinn að vinna tvö ár í Danmörku. Það var nú ekki algengt á kreppuárun- um og hefur raunar verið meira en lítið átak fyrir fátækan sveitapilt að bijótast til náms á þeim tíma. Enda var svo sem auðséð þegar maðurinn kom að þetta var heims- borgari. Klæddur í brúnar buxur og útlendan jakka en ekki pokabux- ur og stórtreyju eins og algengast var. Jæja, þetta var hann Sveinn frá Karlsstöðum. Og þetta haust var ég 10 ára. Ég var frekar frökk en feimin á þessum stelpuárum, a.m.k. var ég víst fljótlega farin eitthvað að atast í vetrarmanninum, en mér er mjög minnisstætt það ráð sem hann hafði til að þagga niður í mér. Hann sagðist skyldu kyssa mig. Nei, þá var nú skárra að stilla sig. En sem betur fer hafði hún Unnur systir mín aðra skoðun á því máli, þ.e.a.s. næsta vetur á eftir, því þennan tilgreinda vetur var hún austur á Norðfirði. En muni ég rétt, opinberuðu þau trúlofun sína 13. maí 1941 og gengu í hjónaband 26. maí 1942. Eftir að þau hófu sjálf- stæðan búskap bjuggu þau á ýms- um stöðum í Fljótunum til 1951, en það ár hófu þau búskap á Berg- landi, sem í upphafi var nýbýli úr Berghyl, en varð seinna aðaljörðin. Báðar þessar jarðir voru meðal þeirra sem Rafveita Siglufjarðar keypti á sínum tíma, en þau Sveinn og Unnur höfðu ábúðarrétt eins lengi og þau vildu. Berglandshúsið áttu þau allt til 1993 og dvöldu þar á sumrin, en voru á Sauðárkróki á vetuma frá 1991, er þau keyptu íbúðina í Skógargötu 6. Eftir að Sveinn flutti að Berglandi hlóðust á hann margs konar félagsmála- störf fyrir sveitina, en lengst held ég að hann hafi verið oddviti. Síð- ustu árin á Berglandi var jörðin nytjuð frá Stóru-Þverá og var mjög gott nágrenni þar á milli alla tið. Annars held ég að allir í sveitinni hafi verið kunningjar þeirra hjóna. Sveinn var alla tíð afar gestrisinn maður og viðræðugóður. Eftir að hann flutti á Sauðárkrók gekk hann fljótlega í félag eldri borgara og var duglegur að sækja samverudag- ana. Hann veiktist hastarlega í byij- un janúar sl. og er búinn að þjást mikið síðan. Nú er því stríði lokið og hann fluttur á land ljóss og frið- ar þar sem Jónmundur frændi minn hefur tekið fagnandi á móti honumf Elsku systir mín og frændfólk allt. Guð styrki ykkur öll og sérstak- lega tilgreini ég móður mína. Það er ekki létt fyrir 97 ára konu að sjá á eftir tveim tengdasonum sínum á sex mánuðum. Við Nonni sendum hjartanlegar samúðarkveðjur og þökkum allt sem liðið er. Ingibjörg Guðmundsdóttir. (Abba) á Syðri-Á. Það er næstum sama hve langur aðdragandi er að kveðjustund, það verður ekki hjá því komist að þegar lífstrengurinn slitnar verkar það hjá þeim sem eftir sitja eins og skamm- hlaup, þ.e. það slitnar eitthvað innra með þeim og þeir fyllast söknuði og trega. Nú þegar kunningi minn Sveinn Þorsteinsson hefur gengið síðasta spölinn og kvatt, langar mig til að senda honum örfá kveðju- orð að leiðarlokum. Með því að mér er kunnugt um að aðrir munu skrifa um Svein, þá verður hér stiklað á stóru í örfáum atriðum. Þó við værum sveitungar frá blautu barns- beini, þá kynntist ég Sveini ekki neitt að ráði fyrr en hann var orð- inn fulltíða maður, og þá búinn að tengjast skyldfólki mínu. Leiðir okkar lágu fyrst saman, STElS NSBLÓM Skipholti 50 h - Sími 561 0771 sem einhveiju nam, vorið 1942 er við báðir vorum kosnir í hrepps- nefnd Holtshrepps, ég aðeins 22 ára unglingur en hann þá rúmlega þrjátíu ára. Þó við værum fulltrúar hvor frá sínum stjómmálaflokkin- um, þá hugg ég að velferð sveitar- innar hafi verið látin vera í fyrir- rúmi og ráðið ferðum okkar, en ekki innantómt, pólitískt stríð. Það var gott að vinna með Sveini, ég held að það hafí verið ríkust í hans huga sanngirni í öllum málum, hann var tillögugóður og samvinnuþýður, en jafnframt fylgdi hann málum sínum eftir með rökum og ég sem ungur maður, reynslulaus í félags- málum, mátti ýmislegt af honum læra í þeim efnum. Leiðir okkar skildu eftir tveggja ára samstarf í sveitarstjórninni, er ég flutti úr sveitinni, en eftir sem áður fylgdist ég alltaf nokkuð með högum hans og störfum. Sveinn var traustur vinur og félagi, vel greindur maður og trúverðugur, enda hlóðust á hann öll veigamestu mál sem til- heyra einu sveitarfélagi, s.s. odd- viti, hreppstjóri o.fl. Sveinn var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og aflaði sér síðan aukinnar þekk- ingar í búvísindum í Danmörku. Hann var margfróður á gamalt og nýtt og því var gaman að heim- sækja hann og fara um víðan völl í umræðum. A síðastliðinu sumri vorum við kona mín óvenju tíðir gestir á heimili þeirra hjóna, frænku minnar og Sveins, og aldrei brugð- ust þau venju sinni, að taka á móti gestum sínum með bros á vör og ljúflegu viðmóti, þar sem spjallað var, skrafað og veitingar fram bom- ar. Þó Sveinn hafí ætíð gert sitt besta til að leysa öll þau trúnaðar- störf, sem honum var trúað fyrir, af mestu samviskusemi, þá þykir mér trúlegt að oft hafi reynt á þol- gæði hans, því að öll stjórnsýslu- störf sem snúa að almenningi eru þess eðlis að þau em slítandi. Á þeirri ögurstund sem ekki verð- ur umflúin rifjast upp ýmis minn- ingarbrot liðins tíma, og öll af hinu góða. Um leið og ég þakka samferð- ina og allar hinar góðu minningar um Svein, færum við hjónin frænku minni Unni og sonum, sem eiga um sárast að binda, hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja Kæri félagi Sveinn, þar sem góð- ir menn fara, þar eru Guðs vegir, far þú í friði og blessuð sé minning góðs drengs. Guðmundur Jóhannsson. ' Það hefur komið skarð í vinahóp- inn við fráfall Sveins Þorsteinsson- ar, skarð sem okkur hjónunum fínnst á þessari stundu erfítt að fylla. „Eitt sinn skal hver deyja“ er lögmál sem allir verða að gangast undir. 85 ár er meira en það sem telst meðalmannsævi. En lífshalup sumra manna verður ekki mælt í árum og Sveinn var sú manngerð. Við Sveinn erum báðir fæddir og uppaldir í Fljótum en ekki í sama hreppsfélagi og ég 10 árum yngri. Á þessum tíma var hesturinn helsta samgöngutækið, enda þarfasti þjónninn. í hugum margra var óra- vegur milli Stíflu og Haganesvíkur sem var eins konar miðstöð hrepp- anna og verslunarstaður beggja. Að sjálfsögðu ríkti hrepparígur á milli þessara byggðarlaga og til voru þeir sem trúðu að í Flókadal byggi annar þjóðflokkur. Við Sveinn kynntumst ekki per- sónulega fyrir en 10 árum eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Þó man ég eftir ungum mahni á brúnum gæðingi sem átti leið um móana fyrir ofan Sléttu og ég hafði rök- studdan grun um að hann ætti er- indi við elstu heimasætuna á Berg- hyl. Ég hafði heyrt að þessi maður væri búfræðingur að mennt, en auk þess „sigldur" en sá titill var notað- ur um þá sem höfðu dvalist erlend- is. Búfræðingur var enginn í Fljót- um á þessum tíma, það ég best veit, en skömmu síðar fóru nokkrir ungir menn í Búnaðarskóla að Hólum í Hjaltadal má því segja að Sveinn hafí verið fyrirmynd ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.