Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ . VIKAN 2/3 - 8/3. ►BJÖRK Guðmundsdóttur söngkonu voru í vikunni afhent tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs við hátíð- lega athöfn í ráðhúsi Osló- borgar. ►HÆSTIRÉTTUR hafn- aði í vikunni kröfu Hreins Loftssonar hæstaréttariög- manns, fyrir hönd Verk- smiðjunnar Vífilfells, um endurupptöku máls fyrir- tækisins gegn Gjaldheimt- unni í Reykjavík vegna meints vanhæfis Péturs Kr. Hafstein, hæstaréttardóm- ara og fyrrverandi forseta- frambjóðanda. ►ÍSAKHalimAlvar dæmdur til þriggja mánaða og tuttugu og sex daga fangelsisvistar í sakadómi í Istanbúl sl. föstudag veg^na itrekaðra brota sinna á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra. Hann hefur viku frest til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. ►GUÐMUNDUR Einars- son forstjóri járnblendi- og kísilmálmsviðs Elkem í Noregi kvaðst í vikunni vonast til þess að samning- ar gætu tekist á milli Elkem og íslenskra stjórnvalda um sölu á ákveðnum eign- arhlut ríkisins í Jámblendi- verksmiðjunni á Grundart- anga. Jón Sveinsson stjóra- arformaður Járnblendifé- lagsins sagði hins vegar að eins og staðan væri i dag væri ekkert útlit fyrir að verksmiðjan yrði stækkuð, og að ekki yrði farið fram á frekari framlengingu á fresti Landsvirkjunar af hálfu stjórnar félagsins. Þýskt flutningaskip strandar við Þjórsárós NÍTJÁN skipbrotsmenn af þýska flutn- ingaskipinu Vikartindi björguðust giftusamlega um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, eftir að skip- ið strandaði skammt frá Þjórsárósi um klukkan 20.30 á miðvikudagskvöld. Skömmu áður hafði varðskipið Ægir gert tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í skipið þar sem það lá vélarvana fyrir akkerum um tvo kílómetra frá landi. Varðskipið varð fyrir broti í seinni tilrauninni, með þeim afleiðingum að skipveiji á Ægi féll fyrir borð. Hans er enn saknað. Þýska skipafélagið Peter Döhle er eigandi Vikartinds, en Eimskip hafði haft skipið á leigu um sjö mánaða skeið. Um 2.700 tonn af vöru voru um borð, en erfítt er að meta andvirði farmsins. Skipið er hins vegar metið á 1,4 til 1,5 milljarða króna og gámar Eimskips um borð á 100 milljónir. Skældir og snún- ir vörugámar og annað brak hefur dreifst um fjörur. Þijú hundruð tonn af svartolíu eru í geymum Vikartinds, þar sem skipið liggur í fjörunni, auk minna magns af smurolíu. Tryggingafélög skipsins hafa sent tankbíla að skipinu til að freista þess að dæla svartolíunni yfir í bílana. Sjópróf stóðu yfír allan föstudaginn og var fram haldið á laugardag. Þar kom m.a. fram að Landhelgisgæslan og Eimskip höfðu hvatt skipstjóra flutningaskipsins til að taka ákvörðun um að leita aðstoðar vegna yfirvofandi hættu. Skipstóri taldi hins vegar ekki að hætta væri á ferðum fyrr en akkeri skipsins misstu festu og skipið rak á skammri stundu upp í íj'öru. Fátt virðist koma í veg fyrir verkföll MIKILL ágreiningur er á milli vinnu- veitenda og landssambanda og verka- lýðsfélaga inna ASÍ. Gagntilboði vinnu- veitenda sem lagt var fram á fimmtu- dag var illa tekið af launþegahreyfíng- unni. í gær slitnaði upp úr viðræðum Dagsbrúnar og VSÍ og fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll í þessari viku. Uppreisnarástand í Albaníu UPPREISNARÁSTAND ríkir í Albaníu og hafa óbreyttir borgarar, vel vopnum búnir, suðurhluta landsins á valdi sínu. Sali Berisha, forseti landsins, og for- ystumenn níu stjórnarandstöðuflokka samþykktu á fimmtudag, að herinn hætti aðgerðum sínum í tvo daga og var uppreisnarmönnum gefínn frestur til klukkan fímm á sunnudagsmorgni til skila vopnum sínum. Á móti var þeim heitið sakaruppgjöf. Nokkrir tug- ir manna hafa fallið í átökunum. For- ystumenn Evrópusambandsins reyna hvað þeir geta til að bera klæði á vopn- in en leiðtogar stjómarandstöðunnar í Albaníu segja, að Berisha forseti fallist ekki á myndun samsteypustjómar í landinu. Stjórnarandstaðan krefst þess, að mynduð verði stjóm sérfræðinga til bráðabirgða og boðað verði til nýrra kosninga. Gremja Palestínu- manna vex YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í Washington í vik- unni, að ekki væri um annan kost að ræða en halda áfram friðarviðræð- um við ísraelsstjóm þrátt fyrir þá ákvörðun hennar að reisa nýtt hverfi fyr- ir gyðinga í Austur- Jerúsalem. Benjam- in Netanyahu, for- sætisráðherra ísra- els, hefur fyrirskip- að, að fjórum skrif- stofum palestínsku heimastjómarinn- ar í Austur-Jerúsalem verði lokað og mun sú ákvörðun ýta enn frekar undir reiði Palestínumanna. Bill Clin- ton, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt fyrirætlanir um ný hverfi gyðinga í Austur-Jerúsalem. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti stefnuræðu sína á fimmtudag og kom víða við. Gaf hann ófagra lýsingu á ástandinu í efna- hagsmálunum og boðaði jafnframt verulegar breyt- ingar á ríkisstjórninni. Kvaðst hann mundu skýra frá þeim á næstu dögum en búist var við, að Anatolí Tsjúbaís, skrifstofustjóri forsetans, yrði skipaður fyrsti aðstoðarforsætisráð- herra með víðtækt vald I efnahagsmálum. Jeltsín hét þvi einnig að koma á lögum og reglu í ríkinu. Virðist Jeltsín vera búinn að ná sér vel eftir veikindin. ►ÁLIT aðallögmanns Evr- ópudómstólsins, sem birt var i vikunni, um að áfeng- iseinkasala sænska ríkisins standist ekki gagnvart regl- um Evrópusambandsins hefur vakið mikinn úlfaþyt í Svíþjóð. Vilja stjórnvöld finna leið til að viðhalda einkasölunni en almenning- ur og kaupmenn fagna nið- urstöðu lögmannsins. ►MIKLAR umræður hafa verið um einræktun eftir að skoskir vísindamenn kynntu ána Dolly, sem er svo sann- arlega lifandi eftirmynd móður sinnar. Víða um lönd hefur verið hvatt til, að ein- ræktun manna verði bönnuð með lögum, og vísinda- menn, sem hafa lýst yfir stuðningi við hana, hafa verið fordæmdir. í Banda- ríkjunum hafa opinberir styrkir til slíkra tilrauna verið bannaðir. Arafat FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli HJÓNIN Eygló og Karl eru svartsýn á að takist að bjarga bú- slóð þeirra og bíl úr Vikartindi. Sonurinn Nökkvi gerir sér væntanlega ekki grein fyrir vandræðum foreldra sinna sem dvelja nú hjá foreldrum Eyglóar. Ung hjón eiga búslóð í Vikartindi „Sorglegt að aðstoð hafi verið neitað“ EYGLÓ Ingólfsdóttir uppeldis- fræðingur og Karl M. Karlsson arkitekt eru meðal þeirra sem bíða þess hvort takist að bjarga einhverjum verðmætum úr farmi Vikartinds sem strandaði við Þjórsárósa fyrr í vikunni.Hjónin ungu eru nýflutt heim til íslands eftir níu ára námsdvöl í Berlín og þau áttu von á allri búslóð sinni og bíl með Vikartindi. „Það er mjög skrýtin tilfinning að standa með aðeins tvær ferða- töskur. Allar persónulegar eigur okkar, námsgögn, bækur, bréf og myndir auk húsgagna eru í einum gámi og bifreið okkar í öðrum,“ sagði Eygló í viðtali við Morgun- blaðið í gærmorgun. „Sárast er að sjá á eftir persónulegum eigum okkar en allt lítur nú út fyrir að 10 ár i lífi okkar hafi þurrkast út.“ Eygló hefur fengið þær upplýs- ingar að gámarnir með búslóðinni og bílnum séu enn í lest flutninga- skipsins. Hún kveðst þó alls ekki vera vongóð um að búslóð þeirra sé heil og að það takist að bjarga verðmætum. Aðspurð segir hún að búslóðin sé tryggð en bíllinn ekki. Ekki er enn vitað hvenær reynt verður að bjarga gámum úr lest flutningaskipsins. „Við vonumst til fá að skoða í gáminn, ef á ann- að borð tekst að ná honum á land, þannig að við getum jafnvel bjarg- að hluta af persónulegum eigum okkar." Eygló neitar því ekki að þeim þyki sérkennilegt hvernig óhappið atvikaðist. „Okkur þykir mjög sorglegt að skipsljóri skipsins skyldi neita aðstoð jafn lengi og raun ber vitni,“ sagði hún. Hjónin eru ennfremur ekki alls kostar ánægð með þjónustu Eim- skips bæði fyrir ferð skipsins og eftir strandið. Eygló segir að þau hafi ekki fengið nægilega skýr svör á skrifstofu Eimskips í Ham- borg þegar leitað hafi verið upp- lýsinga þar. Segir hún að auðvitað sé það þeirra mistök að láta ekki tryggja bílinn en á hinn bóginn sé nijög óþægilegt að fá ekki skýr- ar leiðbeiningar um það hvemig eigi að bera sig að við sjóflutn- inga, t.d. með því að minna menn á að tryggja sig i bak og fyrir. „Það er ekki hægt að segja að við höfum fengið þjónustu að fyrra bragði frá starfsmönnum Eim- skips,“ sagði hún. Strand Vikartinds Fjörur gengn- arum helgina MENN úr björgunarsveitum víða á Suðurlandi gengu í gær fjörur milli Skógasands og vest- ur fyrir Þjórsá og leituðu báts- mannsins af varðskipinu Ægi sem tók út af skipinu á miðviku- dagskvöld þegar þess var frei- stað að koma flutningaskipinu Vikartindi til hjálpar. Sjö sér- fræðingar frá hollensku björg- unarfyrirtæki, Weissmuller, sem hefur tekið að sér að ná olíunni úr skipinu, komu til landsins í gær og hluti búnaðar þeirra er þegar kominn á strandstað. Verður reynt að hefjast handa við það verk í dag. Fulltrúar eigenda Vikart- inds og tryggingafélags skips- ins sátu á fundum við strand- stað fram eftir degi til að skipu- leggja björgunaraðgerðir á farmi sem hrundið verður af stað eftir helgi. Einar Brynjólfsson formaður svæðisstjómar í Rangárvalla- sýslu stjómaði leit í gær og sagði hann að nokkrir tugir manna gengju fjörurnar. Átti að fínkemba fjörumar allt frá Skógasandi, vestur að strand- staðnum og nokkm vestur fyrir Þjórsá. Var ráðgert að hefja leitina um klukkan 6.30 en vegna veðurs var því frestað fram yfír klukkan 9. Nýta átti tímann sem best milli flóða en síðdegisflóð er um klukkan 16.30. Veður var áfram slæmt, rok og rigning en Einar sagði útlit fyrir að takast myndi að ganga fyrirhugað svæði fyrir síðdegisflóðið. Tvö hollensk björgunarfyrir- tæki og eitt bandarískí 'eru að skoða hvemig haga megi björg- un á farmi og koma honum frá strandstað og munu gera tilboð í verkið. Von var á fulltrúum þeirra á strandstað í gær til fundar við fulltrúa útgerðar og tryggingafélags. Koma átti upp stjórnstöð fyrir aðgerðimar sem skipulagðar verða um heigina og heijast þær að líkindum á mánudag. Þijá til fímm gáma tók út af skipinu á flóðinu í fyrrinótt enda ganga brotin stöðugt yfír það. Kjaradeila í fiskimjölsverksmiðjum í Eyjum Öll starfsemi stöðvuð ef yfirvinnubann skellur á ÓTÍMABUNDIÐ yfírvinnubann 40 verkamanna í báðum fískimjölsverk- smiðjunum í Vestmannaeyjum hefst að öllu óbreyttu kl. 17 á morgun. Skelli yfírvinnubannið á þýðir það í reynd að starfsemi verksmiðjanna stöðvast, þar sem ekki er talið borga sig að gangsetja verksmiðjumar fyr- ir átta stunda vinnutíma, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fískvinnslustöðva. Boðað var til sáttafundar í deilu Verkalýðsfélags Vestmannaeyja (VFV) og viðsemjenda eftir hádegi í gær en skv. upplýsingum deiluaðila fyrir fundinn bar töluvert í milli og var óvíst að samkomulag næðist í tæka tíð. VSÍ efast um lögmæti boð- aðs yfírvinnubanns og em hugsanleg viðbrögð nú til skoðunar. „Yfirvinnubannið hefur nú þegar haft töluverð áhrif í Eyjum og nokkr- um skipum hefur verið stefnt annað. En tíðarfarið hefur verið erfítt og lítið hefur gengið í hrognatöku, þannig að áhrifín hafa verið minni af þeim sökurn," segir Amar. Verkalýðsfélagið hefur einnig samþykkt í atkvæðagreiðslu með 19 atkvæðum gegn 7 fulla vinnustöðvun sem á að hefjast næstkomandi föstu- dag hafí samningar ekki tekist. Jón Kjartansson, formaður VFV, segir að ef samskonar samningar yrðu gerðir í Eyjum og gerðir hafa verið í loðnuverksmiðjum á Austfjörðum hefðu þeir í för með sér töluvert tekj- utap fyrir starfsmenn verksmiðjanna í Vestmannaeyjum á bræðslutímum. „Vikuvaktin kæmi út með um tíu þúsund krónum lægri launum hér miðað við það sem samið var um fyrir austan, þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er líka verið að troða upp á okkur vinnukerfí sem gengur ágætlega í háþróuðum iðnaðarlönd- um, þar sem menn lifa af dagvinn- unni. Hér hafa menn hins vegar haft þokkalegar tekjur með því að vinna myrkranna á milli. Þessu á að skella á hér án þess að það kosti atvinnureksturinn nokkuð," segir Jón. „Það er búið að semja við starfs- menn í flestum verksmiðjum á land- inu og aðeins fjórar eru eftir og það er von okkar að okkur takist að ljúka þessu um helgina. Það bar talsvert í milli í byijun en sá munur hefur minnkað verulega,“ segir Arnar. Einnig var ósamið í gær við starfs- menn fiskimjölsverksmiðju HB á Akranesi, starfsmenn í Faxamjöli, Hafnarmjöli í Þorlákshöfn og Krossa- nesverksmiðjunni. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.