Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 22.03.1997, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurnýjun skipa- kosts Gæslunnar Deila Jökuldæla og Skútustaðahrepps um lögsögumörk undir Vatnajökli Jökuldælir hafna miðlun- artillögu um hreppamörk HREPPSNEFND Jökuldalshrepps hefur hafnað miðlunartillögu sem starfshópur um stjórnsýslumörk á miðhálendinu gerði í deilu Jökul- dæla og hreppsnefndar Skútu- staðahrepps um mörk hreppanna, sem jafnframt eru mörk milli Norð- ur-Múlasýslu og Suður-Þingeyjar- sýslu. Hreppana hefur m.a. greint á um til hvors sveitarfélagsins há- hitasvæðið í Kverkfjöllum kunni að teljast og einnig mannvirki, ferða- mannaskálar og flugbraut á svæð- inu. Ágreiningurinn kom upp í fyrra- sumar þegar Skútustaðahreppur óskaði viðræðna við Jökuldæli um málið. Mývetningar vildu draga línu milli sveitarfélaganna frá Fossi í Svartá að austurbrún Kverkfjalla en Jökuldælir vilja að mörkin fylgi Jökulsá á Fjöllum. Tillaga frá fulltrúum beggja sveitarfélaga Á fundi viðræðunefnda sveit- arfélaganna vegna málsins í ágúst sl. varð til málamiðlunartillaga, sem fulltrúar beggja sveitarfélag- anna stóðu að og felur í sér að hinu umdeilda svæði yrði skipt svo að segja í tvennt en meirihluti hreppsnefndar Jökuldalshrepps hafnaði þeirri tillögu. í framhaldi af því var málinu skotið til starfshóps um stjómsýslu- mörk á miðhálendinu og sá hópur gerði miðlunartillögu þar sem lagt er til að miðað verði við málam- iðlunartillöguna sem Jökuldælir felldu með þeirri breytingu að Sig- urðarskáli, flugbraut og næsta svæði tilheyri Jökuldalshreppi. Hreppsnefnd Jökuldalshrepps felldi þá tillögu á hreppsnefndar- fundi í vikunni og sagði Ingimar Sigurðsson í samtali við Morgun- blaðið að starfshópurinn mundi hittast fljótlega eftir páska og ræða málið en hópnum hafi enn ekki borist afstaða Skútustaðahrepps til málsins. Ingimar sagði að verkefni starfs- hópsins væri að leiða sveitarfélög saman til að ná niðurstöðu en hóp- urinn hefði ekki úrskurðarvald. Hann sagði að 20-30 ágreinings- efni um stjórnsýslumörk á miðhá- lendinu hefðu komið á borð starfs- hópsins. Flest hefðu leyst strax og nokkur á grundvelli miðlunartil- lögu. Nú hefði náðst niðurstaða í öllum málunum nema þessu og máli um stjórnsýslumörk Þórs- merkur en hann kvaðst bjartsýnn á að lausn fyndist á Þórsmerkur- málinu. „Það væri slæmt ef þetta yrði eina málið sem eftir stæði þegar við ljúkum störfum," sagði hann. Þar sem einnig er um sýslumörk að ræða hefur Héraðsnefnd Norð- ur-Múlasýslu látið málið til sín taka og ritað starfshópnum bréf þar sem segir að engin haldbær rök hafi verið lögð fram af hálfu S-Þingey- inga um að rétt sé að stjórnsýslu- lína skeri Kverkfjöll. Nefndin legg- ur til að starfshópurinn dragi tillög- ur sínar til baka og leggur til að náttúruleg landamerki ráði, þ.e. Jökulsá á Fjöllum. „Héraðsnefndin kannast ekki við að neinn ágrein- ingur hafi verið um það frá fomu fari að Kverkfjöll tilheyri N-Múl og átelur að nú skuli eiga með (b)einu pennastriki eða á annan hátt að flytja þau að hluta hreppa- flutningum í aðra sýslu,“ segir í bréfí hreppsnefndarinnar en eins og meðfylgjandi kort ber með sér gerir miðlunartillagan ráð fyrir því að bein lína úr Svartá að Kverkfjöll- um verði sveigð fram hjá mann- virkjunum á svæðinu þannig að þau falli Jökuldalsmegin. Náist ekki sættir í málinu gæti það komið til kasta dómstóla en félagsmálaráðherra hefur, að sögn Ingimars Sigurðssonar, nýlega kynnt í ríkisstjórn frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum um úrskurðarnefnd sem skorið geti úr ágreiningi af þessu tagi á stjórn- sýslustigi. ffluti verks- ins verði unninn hér RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Þorsteins Pálssonar dóms- og kirkjumálaráð- herra um að hafist verði handa við að undirbúa hönnun og útboð á smíði nýs varðskips fyrir Landhelg- isgæsluna. Ráðherra lagði tillöguna fram í ríkisstjórn sl. þriðjudag um leið og hann kynnti nýútkomna skýrslu nefndar sem gert hefur heildarút- tekt á skiparekstri Landhelgisgæsl- unnar og tillögur um endurnýjun skipakosts hennar. Gert er ráð fyr- ir að smíði nýs varðskips kosti um tvo milljarða króna. Einhugur í ríkisstjórn Einhugur er í ríkisstjórninni um málið, að sögn Þorsteins. „Byrjað verður á því að undirbúa smíðalýs- ingu, sem er forsenda fyrir hönnun, og gera tímaáætlun fyrir framgang verksins. Síðan verður athugað nánar áður en kemur að útboðinu hvort unnt verður að tryggja að einhver hluti verksins verði unninn hér heima eða jafnvel allt. Verkið er hins vegar af þeirri stærðargráðu að það verður að bjóða það út á Evrópska efnahagssvæðinu.“ Ráðherrann segir þetta mikil- væga ákvörðun og stórt skref hvað varðar uppbyggingu á skipakosti Landhelgisgæslunnar. „Nú er búið að endumýja þyrlukostinn mjög myndarlega og nú hefur verið ákveðið að stíga þetta skref, enda æmar ástæður til þess,“ segir Þor- steinn. Víkartindur Losun farms undirbúin BÚIÐ var að dæla um 200 tonnum af svartolíu úr Víkartindi í gær og lýkur losun olíu úr skipinu á sunnu- dag. Sjö Bandaríkjamenn frá alþjóð- legu björgunarfélagi Titan voru á strandstað í gær, en eigendur Víkar- tinds hafa samið við félagið um losun á vömm úr skipinu. Alls var 251 gámur í skipinu. 80 gámar hafa fallið útbyrðis og er því 171 gámur um borð. Þar af er vara talin ‘mikið skemmd eða ónýt í 48. 123 gámar virðast heillegir og þurr- ir. Stefnt er að því að losun gáma hefjist á miðvikudag. Kranar skipsins verða notaðir við verkið en áður þarf að koma þeim í lóðrétta stöðu þar sem skipið hallar mikið. Morgunblaðið/Golli Páska- fríið byijað BÖRNIN í Fossvogsskóla eru komin í páskafrí rétt eins og allir aðrir grunnskólanemend- ur landsins. Við það tækifæri er vel við hæfi að gera sér glaðan dag með skólafélögun- um. í Fossvogsskóla var af þessu tilefni haldið veglegt furðufataball. Þangað komu nemendur í ýmsum gervum og mátti sjá indíána, trúða og fleiri fígúrur. Hollustuvernd ríkisins um ástandið við Miklubraut Hávaði o g loft- mengun yfir við- miðunarmörkum HOLLUSTUVERND ríkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu í grein- argerð um loftmengun og hávaða við Miklubraut í Reykjavík að há- vaði og styrkur köfnunarefnisdíox- íðs séu yfir viðmiðunarmörkum og að stjórnvöld hafi ekki staðið við skuldbindingar um upplýsingagjöf og aðgerðaráætlanir. Umhverfisráðuneytið óskaði um- sagnar Hollustuvemdar vegna er- indis Guðlaugs Lárussonar, íbúa við Miklubraut 13, sem telur að mengun við heimili hans ógni heilsufari sínu. Leggur Hollustuvernd til að þegar verði sett fram áætlun um að draga úr þessari mengun. „Þetta er áfellisdómur yfír yfír- völdum og nú er bara að framfylgja honum með dómstólum ef borgaryf- irvöld sjá ekki að sér. Þau geta ekki annað, geta ekki setið undir þessari niðurstöðu Hollustuvemdar og nú verða þau að taka hendur úr vösum,“ sagði Guðlaugur Lárus- son sem hefur lengi átt við ýmsa sjúkdóma að stríða og greindist á liðnu hausti með húðkrabbamein. Rekur hann það beint til afleiðinga mengunar svo og öndunarfærasjúk- dóm sinn. Guðlaugur sagði 261 íbúa á svæð- inu þar sem mengun væri yfir hættumörkum. Staðhæfði hann að á næstu 5 til 7 árum myndi stór hópur þeirra vera kominn til með- ferðar á sjúkrahúsi vegna krabba- meins. Til viðmiðunar sagði hann að rætt hefði verið um að mengun frá álveri Colombia við Grundar- tanga væri álíka mikil og frá 20 þúsund bílum en um Miklubraut fara 40 þúsund bílar á dag. „Það er því eins og hér í götunni séu tvo álver,“ sagði Guðlaugur. Ekki staðið við skuldbindingar Auk þess sem Hollustuvernd seg- ir loftmengun og hávaða vera yfk viðmiðunarmörkum segir hún j greinargerð sinni að stjórnvöld hafi hvorki staðið við skuldbindingar sín- ar um upplýsingagjöf vegna loft- mengunar né aðgerðaráætlanir og leggur hún til að stofnunin ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sinni umhverfísvöktun við Miklubraut í samræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar og að þegar í stað verði séð til þess með tímasettri áætlun að minnka verulega loft- og hávaða- mengun á þessu svæði. Meðal að- gerða sem stofnunin leggur til er að þungaumferð verði takmörkuð, ökuhraði lækkaður, hljóðtálmar byggðir og umferðarskipulagi breytt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.