Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 8
8 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
Urskurður ESA um ríkisstyrk til flotkvíar
Flotkví í Hafnarfirði
ætti rétt á styrk
EIGENDUR flotkvíarinnar í Hafn-
arfirði gætu fengið ríkisstyrk vegna
kaupa á henni samkvæmt reglum
Evrópska efnahagssvæðisins, að
sögn Guðlaugs Stefánssonar í ríkis-
styrkjadeild Eftiriitsstofnunar EFTA
(ESA). Stofnunin hefur komizt að
þeirri niðurstöðu að ríkisstyrkur, sem
veittur var til kaupa Akureyrarhafnar
á flotkví, sem síðan hefur verið leigð
Slippstöðinni Odda, hafí verið innan
þeirra marka sem EES heimilar.
Að sögn Guðlaugs væri ríkisstyrk-
ur til Vélsmiðju Orms og Víglundar,
sem á flotkvína í Hafnarfirði, leyfl-
legur vegna þess að fyrirtækið flokk-
ast undir lítið eða meðalstórt fyrir-
tæki. Samkvæmt reglum EES má
veita siíkum fyrirtækjum styrk sem
nemur allt að 10% af fjárfestingar-
kostnaði fyrir skatt.
Hærri styrkir til fyrirtækja á
landsbyg-g-ðinni leyfðir
Hafnarfjörður er hins vegar ekki
á svæði, sem nýtur byggðastyrkja
samkvæmt samkomulagi íslenzkra
stjórnvalda og ESA frá því í ágúst
í fyrra. Akureyri er á slíku svæði og
því er leyfilegt að veita fyrirtækjum
þar viðbótarstyrk, sem nemur allt
að 26% af fjárfestingarkostnaði fyrir
skatt. Heildarstyrkur til fyrirtækja á
landsbyggðinni má því nema allt að
36% af fjárfestingarkostnaði. ESA
hefur metið það svo að ríkisstyrkur-
inn til Akureyrarhafnar og leiga flot-
kvíarinnar til Slippstöðvarinnar Odda
nemi um 22,4% af fjárfestingar-
kostnaði.
Hafnalög gera ráð fyrir að ein-
göngu sé hægt að veita sveitarfélög-
um ríkisstyrk vegna framkvæmda
við hafnir, þar á meðal upptöku-
mannvirki á borð við flotkví. Dæmi
eru hins vegar um að sveitarfélög
hafi endurleigt skipasmiðjum mann-
virki, sem reist hafa verið með ríkis-
styrk, líkt og á Akureyri, og fengið
Iága leigu fyrir.
„Skipasmíðar þurfa ekki á
ríkisstyrkjum að halda“
Eiríkur Ormur Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og
Víglundar í Hafnarfirði, segir að fyr-
irtæki hans hafi aldrei sótzt eftir rík-
isstyrkjum. „Skipasmíðar þurfa ekki
á ríkisstyrkjum að halda og það á
að hætta þeim,“ segir hann. Eiríkur
segir að fyrirtæki hans muni hins
vegar skoða málið í framhaldi af
úrskurði ESA.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalstoinsson
GRÉTA Dröfn Þórðardóttir, Þórður Sigvaldason, Sigrún Anna Pálsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir.
syngja með sama kómum
Þrír ættliðir
Vaðbrekku. Morgunblaðið.
SAMKÓR norðurhéraðs hefur
verið starfandi undanfarin fjögur
ár og er aðallega skipaður fólki
úr þremur hreppum á Héraði,
norðanverðu Jökuldals-, Hlíðar-
og Tunguhreppum og eru kórfé-
lagar nær fjörutíu talsins.
Ekki mun vera algengt að
þrír ættliðir syngi í sama kórn-
um en sú er hinsvegar raunin
með Samkór norðurhéraðs.
Þórður Sigvaldason aðalhvata-
maður að stofnun kórsins og
fyrsti undirleikari kórsins syng-
ur í kórnum ásamt konu sinni
Sigrúnu Júlíusdóttur. Einnig
syngur dóttir þeirra Gréta Dröfn
Þórðardóttir í kórnum ásamt
dóttur sinni, Sigrúnu Önnu Páls-
dóttur. Öll eru þau búsett að
Hákonarstöðum á Jökuldal, svo
ætla má að fjölskyldan á Hákon-
arstöðum sé söngelsk í meira
lagi.
Raungreinakennsla í grunnskólum
Mörk leiks o g
tilrauna séu óljós
Joan Solomon
HÉR á landi hefur
alþjóðleg skýrsla
um kunnáttu
barna í raungreinum valdið
áhyggjum en íslenskir nem-
endur virðast samkvæmt
henni vera illa staddir í
þeim. Jafnframt hefur verið
deilt um það hvernig túlka
beri niðurstöðurnar.
Solomon hefur lagt
mikla áherslu á nauðsyn
þess að gæða kennsluna lífi
og láta börnin gera einfald-
ar tilraunir sem tengjast
daglegu lífí þeirra með
beinum og augljósum
hætti. Hún segir reynsluna
af vísindamiðstöðvum, eins
konar lifandi söfnum, þar
sem börn og foreldrar geti
með virkum hætti ekki að-
eins skoðað tól og tæki
heldur beinlínis gert til-
raunir saman, mjög góða.
- Hvaða menntun mun koma
að bestum notum í framtíðinni?
„Ég held að allar þjóðir teiji að
þær vilji stuðla að menntun sem
bæti efnahag landsins. Margar
þjóðir hafa áhyggjur þegar börnin
koma illa út í stórum, alþjóðlegum
könnunum og óttast að skortur
verði á frumkvæði í atvinnulífinu,
börnin verði slakir kaupsýslu-
menn. Væntingar í þessum efnum
tengjast einkum raungreinum en
það er hugsanlegt að fólk hafi
rangt fyrir sér, að raungreina-
menntun eigi sér önnur markmið.
Þeir sem verða vísindamenn og
rannsóknarmenn framtíðarinnar
munu læra megnið af fræðum sín-
um í háskólanum, auk þess eru
þeir tiltölulega mjög fáir. Það, sem
meirihlutinn í öllum löndum þarf,
er menntun sem gerir nemendur
að góðum borgurum og eflir sköp-
unargáfuna. Það merkir að öll við-
fangsefni og vandamál sem þjóðin
þarf að fást við, verndun físk-
stofna, umhverfisvandamál eða
eitthvað annað, ættu að vera hluti
af náminu.“
- Gerum ráð fyrir að þessar
kannanir gefi rangar vísbending-
ar. Hvenær ætti fólk að fara að
hafa áhyggjur, hver eru hættu-
merkin?
„Ef nemendurnir eru klárir og
duglegir en hafa ekki úr nógu
miklu að moða í raungreinum
vegna þess að skortur er á raun-
greinakennurum er hætta á ferð-
um. Það eru alltaf einhverjir nem-
endur sem hafa geysilega mikinn
áhuga og þeir verða að fá sín
tækifæri. Stundum verður árang-
ur í þessum greinum of lélegur
vegna kennaraskorts."
- Hvernig á að tengja raun-
greinakennslu og starfsþjálfun?
„Þegar raungreinar eru kennd-
ar í framhaldsskólum fínnst nem-
endum yfirleitt að ekki sé um að
ræða eitthvað sem
tengist raunverulegu
lífi, þetta er allt mjög
fræðilegt og fjarlægt.
Það verður að sýna
fram á að hægt sé að
nota þekkinguna, að nemandi sem
t.d. hefur hug á að gerast iðju-
þjálfi geti nýtt sér einhveija kunn-
áttu í líffræði í starfínu."
- Hvað með yngstu börnin?
„Það þarf að tryggja að þau
hafi gaman af kennslunni. Ef 10
ára gamall nemandi er þegar bú-
inn að komast að þeirri niðurstöðu
að honum leiðist raungreinar er
tjónið af kennslunni orðið meira
en gagnið.
Ung börn eru mjög forvitin, þau
spyija miklu meira en fullorðnir.
Mestu skiptir að hvetja þau til að
rannsaka hlutina, mæla, leggja
► Joan Solomon er frá Bret-
landi, menntuð í eðlisfræði og
kenndi raungreinar í eldri
deildum grunnskóla í mörg
ár áður en hún lauk doktors-
prófi. Hún er nú prófessor í
kennslu raungreina við Ox-
ford-háskóla, á fjögur upp-
komin börn og er gift eðlis-
fræðiprófessor. Hún hefur rit-
að mikið í fagblöð um kennslu
raungreina í grunnskólum og
starfsfræðslu í framhaldsskól-
um, einnig heldur hún fyrir-
lestra víða um heiminn, auk
þess sem hún tekur þátt í
rannsóknum á vegum Evrópu-
sambandsins á stöðu raun-
greinakennslu í sambandinu.
Samtök íslenskra raungreina-
kennara fengu Solomon til að
taka þátt í málþingi um helg-
ina.
fram tilgátur, velta fyrir sér af-
leiðingum og spá fyrir um niður-
stöðu. Þau geta t.d. mælt vöxt
jurtar á hveijum degi eða hve
hratt snjór bráðnar. Þau læra jafn-
framt að nota einföld mælitæki
og skilja hvernig ýmis grundvall-
arlögmál eins og þyngdaraflið
virka. Þeim fínnst að þau séu
raunverulegir vísindamenn.
Mörkin milli leiks og tilrauna
þurfa að verða óljós. Hægt er að
láta þau nota tölvur til að sýna
niðurstöður með grafískum hætti
og þá líkar þeim nú lífið. Börn
skilja vei hvers vegna nota þarf
reglur í tilraunum og gæta þess
að mælingar séu sambærilegar.
Þau þekkja það úr ieikjunum, allir
byija á sama stað í kapphlaupinu,
annað væri óréttlátt."
- Nú er sumt óhjákvæmilega
leiðinlegt, eiga þau að læra marg-
földunartöfiuna?
„Áður sögðu margir að þetta
væri svo leiðinlegt og
börnin gætu áttað sig
á þessu sjálf. En ég
held að þau geti það
ekki, þau verða að læra
margföldunartöfluna
utan að. Auðvitað hafa þau meira
gaman af tilraunum, það segir sig
sjálft.
í Englandi höfum við búið til
bók með tillögum að rannsóknum
og tilraunum sem nemendur geta
gert heima hjá sér með aðstoð
foreldranna. Meira en þúsund
skólar keyptu þessa bók svo að
hún hlýtur að hafa verið notuð.
Við höfum líka gert mikið af því
að fá foreldra til að hjálpa börnun-
um í lestri og stærðfræði en lík-
lega hefur þetta gengið best í
raungreinunum, tilraunirnar eru
einfaldlega svo skemmtilegar."
Verða að læra
margföldun-
artöfluna