Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 17
URVERIMU
Alexander Abramov, forsljóri
IJTRF í Kamtsjatka
Möguleikar á
áframhaldandi
samstarfi við IS
ALEXANDER Abramov, fram-
kvæmdastj óri sj ávarútvegsfyrir-
tækisins UTRF á Kamtsjatka á
Rússlandi, segir breytt efnahags-
lög í Rússlandi vera meginástæðu
þess að fyrirtækið sagði fyrirvara-
laust upg samstarfssamningi sín-
um við íslenskar sjávarafurðir í
vikunni. Hann segir að breyta
verði ýmsum forsendum sam-
starfsins eigi það að halda áfram.
Þá segir Abramov að komið hafi
upp hegðunarvandamál hjá ein-
stökum starfsmönnum ÍS í Rúss-
landi.
í samtali við Morgunblaðið vildi
Abramov ekki útlista nánar þær
lagabreytingar sem um væri að
ræða, en sagði þær einkum snúa
að nýjum lögum um gjaldeyrisvið-
skipti í Rússlandi. Hann sagði að
vissulega hefði komið upp ágrein-
ingsatriði í samstarfi fyrirtækj-
anna tveggja en þau hefði ekki
orðið til þess að upp úr samstarf-
inu slitnaði enda hafi þeim farið
fækkandi síðustu misseri.
Samstarf á grundvelli
rússneskra laga
Hverjir eru möguleikar á áfram-
haldandi samstarfi UTRF við ÍS?
„Við erum tilbúnir að halda
áfram samstarfi við ÍS en á grund-
velli rússneskra laga. Allir samn-
ingar sem gerðir hafa verið á milli
fyrirtækjanna kveða á um að allur
ágreiningur sem upp kann að koma
verði leystur samkvæmt þýskum
lögum. Þetta er í raun fáránlegt,
en kannski má segja að okkur
hafi yfirsést þetta atriði samnings-
ins og sökin liggi því okkar megin.
Islendingar hafa sín eigin lög,
Rússar hafa sín en einhverra hluta
vegna verðum við að leysa deilu-
mál okkar samkvæmt þýskum lög-
um.“
ítrekuð drykkjulæti
Ennfremur sagði Abramov að
kvartað hefði verið vegna hegðun-
ar einstakra starfsmanna IS á
Kamtsjatka. „Til dæmis bað lög-
reglan mig að eiga orð við íslend-
ingana vegna þess að þeir stóðu
ítrekað fyrir drykkjulátum um
miðjar nætur. Auk þess voru
nokkrir þeirra staðnir að ölvun við
akstur. En það hafði ekkert að
segja um samstarf okkar við ÍS.
Það var gott að mörgu leyti. Ég
vil að það komi skýrt fram að við
höfum ekkert við IS að sakast og
viljum alls ekki varpa neinum
skugga á þeirra starfsemi. Öll
vandamál sem upp hafa komið
stafa af breytingum á rússneskri
löggjöf. Hvað varðar hegðunar-
vandamál einstakra starfsmanna
vil ég segja að slík vandamál eru
alltaf til staðar,“ sagði Abramov.
Misstu tvo togara
UTRF missti tvo togara sína á
síðasta ári vegna skulda en
Abramov segir að það hafi ekki
haft nein áhrif á samstarf fyrir-
tælganna. „Ég tek það skýrt fram
að IS hafi ekkert með það að gera
að við misstum þessi skip. Það var
alfarið á ábyrgð UTRF. Báðir tog-
ararnir voru smíðaðir í Kristian-
sund í Noregi og áttum við að
greiða um 2 milljónir dollara ár-
lega fyrir hvort skip um sig. En
þar sem rekstur togaranna gekk
ekki nógu vel gátum við ekki
greitt þessar upphæðir. Af þeim
sökum voru togararnir kyrrsettir
þar sem þeir voru í viðgerð í Kína.
IS átti þar engan þátt að máli,
þvert á móti gerðu þeir allt sem
í valdi þeirra stóð til að halda
skipunum,“ sagði Alexander
Abramov.
Fiskistofa úthlut-
ar síldveiðileyfum
Umsóknarfrestur til 10. apríl
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur gefið út reglu-
gerð um stjóm veiða úr norsk-
íslenska síldarstofninum fyrir árið
1997. Veiðarnar verða háðar sér-
stöku leyfi Fiskistofu og skal að-
eins veita þeim skipum leyfi sem
hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni
í fiskveiðilandhelgi Islands. Missi
skip leyfi til veiða í atvinnuskyni
innan lögsögunnar, fellur jafn-
framt úr gildi leyfi þess til síld-
veiða. Umsóknarfrestur um leyfi
til síldveiða er til 10. apríl, en heim-
ilt er að hefja veiðarnar 3. maí.
Leyfin taka til veiða á síld í lög-
sögu íslands, Færeyja, Jan Mayen
pg á alþjóðlega hafsvæðinu milli
íslands og Noregs. Þá er heimilt
að veiða allt að tíu þús. lestir af
síld innan lögsögu Noregs. Aðeins
er heimilt að stunda síldveiðar með
nót í lögsögu Færeyja.
íslendingar fá
233 þús. lestir
Þeim skipum, sem fá leyfi til
síldveiða, er heimilt að veiða 233
þúsund lestir af síld úr norsk-
íslenska síldarstofninum. Þegar
Fiskistofa áætlar að leyfilegt
heildarveiðimagn sé að nást fellir
hún öll leyfi til síldveiða úr gildi
með tilkynningu í útvarpi eða til
strandstöðva. Veiðar eftir að leyfi
eru felld úr gildi varða viðurlögum
auk upptöku andvirðis ólögmæts
afla.
Skipstjórum síldarskipa er skylt
að tilkynna til Fiskistofu um áætl-
að aflamagn um leið og skip held-
ur til lands með síldarafla og enn-
fremur um löndunarstað, hvenær
skipið kemur að landi og hvar afl-
inn er fenginn. Þá skal skipstjóri
kl. 8-10 að morgni tilkynna til
Fiskistofu um staðsetningu skips
og komi þar fram hvort skipið er
á leið á miðin eða í höfn eða sé á
miðunum. Sömuleiðis skal tilkynna
um aflamagn um borð sé skip á
landleið eða á miðunum.
Óheimilt er að landa óvigtuðum
afla um borð í flutningaskip eða
önnur veiðiskip. Heimilt er þó skip-
um, sem leyfi hafa til síldveiða og
slíkar veiðar stunda að miðla afla
milli sín í því skyni að koma í veg
fyrir að síld sé sleppt dauðri úr
nótum.
ERLENT
Tóbaksfyrirtæki viðurkennir skaðsemi reykinga
Mikið áfall fyrir
tóbaksiðnaðinn
New York, London. Reuter.
SÚ ÁKVÖRÐUN bandaríska tób-
aksfyrirtækisins Liggett Group að
viðurkenna að sígarettur séu vana-
bindandi og geti valdið krabba-
meini mun hafa víðtækar afleiðing-
ar fyrir tóbaksiðnaðinn í Banda-
ríkjunum ogEvrópu, að sögn lag-
asérfræðinga í gær.
Ligget Group undirritaði í fyrra-
kvöld samning við 22 ríki Banda-
ríkjanna, sem hafa höfðað mál
gegn tóbaksfyrirtækjunum og
krafist þess að þau greiði milljarða
dala vegna kostnaðar ríkjanna af
sjúkdómum, sem raktir eru til
reykinga. Samningurinn er mikið
áfall fyrir bandarísku tóbaksfyrir-
tækin sem eyða 375 milljónum
dala, jafnvirði rúmra 26 milljarða
króna, á ári í málaferlin.
Ligget Group er fyrsta tóbaks-
fyrirtækið sem fellst á slíkan
samning og það skuldbatt sig til
að greiða ríkjunum 15,5 milljónir
dala, rúman milljarð króna, og
2,5% af hagnaði sínum fyrir skatta
næstu 25 árin. Fyrirtækið Iofaði
ennfremur að setja viðvörun á
vindlingapakkana um að nikótín
sé vanabindandi. Það samþykkti
að afhenda lögfræðingum ríkjanna
þúsundir gagna, sem gætu komið
tóbaksfyrirtækjunum í vanda í
málaferlunum, og aðstoða við túlk-
un þeirra. Þá hyggst forstjóri fyrir-
tækisins lýsa því yfir opinberlega
að sígarettur séu vanabindandi og
að við markaðssetninguna hafi tób-
aksfyrirtækin lagt sig í framkróka
við að ná til unglinga, allt niður
að 14 ára aldri.
„Upphafið að endinum
á lygasamsærinu“
Grant Woods, æðsti lögfræði-
legi embættismaður Arizona,
sagði að samningurinn væri „upp-
hafið að endinum á þessu lyga-
samsæri gegn hinu opinbera af
hálfu bandarísku tóbaksfyrirtækj-
anna“. Fyrirtækin hafa neitað öll-
um ásökunum um að þau hafi vit-
að um skaðsemi reykinga og for-
stjórar stærstu fyrirtækjanna
héldu því fram við yfirheyrslur á
Bandaríkjaþingi að nikótín væri
ekki vanabindandi.
Tóbaksfyrirtækin hafa tryggt
bráðabirgðalögbann, sem hindrar
að Ligget geti lagt fram gögn sem
fyrirtækið á með öðrum. Nokkur
fyrirtækjanna, þeirra á meðal BAT
og Philip Morris, hafa gefið út
varfæmar yfirlýsingar um að þau
hyggist íhuga tilboð um samninga
við ríkin.
Sýnir „mátt
lögfræðinganna"
Læknar, sem fréttastofan Reut-
er hafði samband við í London,
sögðust hafa vitað árum saman
að reykingar gætu valdið krabba-
meini og hjartasjúkdómum og nik-
Reuter
VEGGSPJALD í herferð gegn
reykingum í Hollandi. Ný
rannsókn hefur leitt í ljós að
hlutfall hollenskra táninga
sem reykja sé nú 25% og hafi
aukist úr 19,5% á fimm árum.
ótín sé jafn vanabindandi og heró-
ín eða kókaín.
Breski lögfræðingurinn Martyn
Day sagði að samningur Liggett
gæti valdið flóðbylgju nýrra mála-
ferla gegn tóbaksfyrirtækjunum.
Day-er lögfræðingur 23 Breta sem
hafa fengið lungnakrabbamein og
höfðað mál gegn tveimur tóbaks-
fyrirtækjum.
„Tóbaksfyrirtækin beggja
vegna Atlantshafsins hafa á yfir-
borðinu neitað að viðurkenna að
tóbak sé skaðlegt og vanabind-
andi,“ sagði Day. „Sú staðreynd
að Liggett viðurkennir nú opinber-
lega að þetta sé ekki rétt breytir
miklu fyrir okkur í þessu máli.“
Gæti greitt fyrir
málshöfðunum einstaklinga
Julian Fulbrook, lagasérfræðing-
ur við London School of Ec-
onomics, sagði að samningur Lig-
get markaði tímamót og gæti greitt
fyrir því að einstaklingar höfðuðu
mál gegn tóbaksfýrirtækjunum í
Bandaríkjunum, ekki aðeins ríkin.
SIGARETTUREYKINGAR I HEIMINUM
Fimmti stærsti tóbaksframleiðandi
Bandaríkjanna, Liggett Group, viðurkenndi á
fimmtudag að reykingar væru ávanabindandi
Rúmlega 850 milljónir reykingamanna reykja 5,4 billjónir vindlinga á ári, eða
19 á dag, samkvæmt nýlegri markaðsrannsókn.
Miðausturlönd
172,8
Asíu- og Kyrrahafslönd
2.770,2
Sígarettusala eftir heims-
hlutum árið 1995
(í milljörðum)
Austur-Evrópa
702
Aætluð meðalvindlinga-
neysla fullorðinna eftir
heimshlutum 1994
Asía 1.308
Austur-Evrópa
2.064
Norður-Ameríka
2.354
Vestur-Evrópa
1.966
Skattará tóbak
nema sem svarar 9.100
milljörðum króna á ári
og eru rúm 3% af öllum
sköttum í heiminum
Heimild: Samlök tóbaksframleiöenda (TMA) og World Tobacco
Forystumaður repúblikana í vanda
Krafðist kosningaframlags
Washington. Reuter.
BANDARÍSKUR fulltrúi pakist-
önsku ríkisstjórnarinnar kvartaði
undan því síðasta sumar að repú-
blikaninn Dan Burton, sem nú veit-
ir forystu rannsókn fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings á söfnunaraðferð-
um demókrata fyrir síðustu kosn-
ingar, hefði reynt að knýja sig til
að reiða fram kosningaframlög.
Bandaríska dagblaðið The Wash-
ington Post hafði í gær eftir fulltrú-
anum, Mark Siegel, að Burton hefði
komið að máli við sig snemma á
liðnu ári og beðið sig um að láta
„að minnsta kosti fimm þúsund
dollara" (um 350 þúsund krónur)
af hendi rakna til baráttu þing-
mannsins fyrir endurkjöri.
Þegar Siegel hefði ekki getað
orðið við þessari ósk hefði Burton
haft samband við þáverandi sendi-
herra Pakistans í Washington og
kvartað. Síðar hefði þingmaðurinn
hótað að tryggja það að enginn af
hans vinum eða starfssystkinum
veittu Siegel og samstarfsmönnum
hans fyrirgreiðslu.