Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 18

Morgunblaðið - 22.03.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Sali Berisha. Hann ætlar ekki að segja af sér. Krafan um afsögn Berisha ítrekuð Tirana. Reuter. LEIÐTOGAR uppreisnarmanna í suðurhluta Albaníu komu saman í gær og ítrekuðu þá kröfu sína að Sali Berish forseti segði af sér. Þeir létu þó ekki verða af þeirri hótun sinni að stofna forsætisráð, sem tæki við völdum forsetans í suðurhlutanum. Fulltrúar 14 bæja, sem eru á valdi uppreisnarmanna, komu sam- an í bænum Tepelene eftir að frest- ur, sem þeir gáfu Berisha til að segja af sér, rann út. Forsetinn virti frestinn að vettugi og segist ekki segja af sér nema flokkur sinn, Lýðræðisflokkurinn, bíði ósigur í þingkosningunum í júní. Bjóðast til að starfa með þjóðsljórninni Uppreisnarmennirnir sögðust reiðubúnir að starfa með nýju þjóð- stjórninni, sem á að stjórna landinu fram yfir kosningarnar. Þeir sögð- ust vilja taka virkan þátt í stjórn- málaumræðunni í landinu og kröfð- ust þess að þjóðstjómin gerði ráð- stafanir til þess að forsetinn gæti ekki misnotað stofnanir, svo sem fjölmiðla ríkisins og leyniþjón- ustuna Shik. Baskhim Fino forsætisráðherra hefur lagt drög að fmmvarpi um umbætur á leyniþjónustunni, en Lýðræðisflokkurinn gæti hindrað samþykkt þess. Flokkurinn er með 122 þingsæti af 140 eftir kosning- arnar í maí sem stjórnarandstaðan sniðgekk. Merkur sigur stjórnarandstöðunnar í kosningunum í E1 Salvador i Skæruliðar ná árangri í lýðræðislegum kosningum BORGARASTYRJÖLDIN í E1 Salvador stóð í 12 ár og var sú blóðugasta í Rómönsku Ameríku. Hvorki skæruliðar né sljórnvöld gátu hrósað sigri og afleiðingin var aðeins dauði tugþúsunda | manna og gífurleg eyðilegging. Fyrrverandi skæruliðar í E1 Salvador hafa náð að breyta hreyfingu sinni í stjórnmálaflokk og náð meiri árangri en reyndist mögulegt í krafti vopnavalds. As- geir Sverrisson segir frá þessum tímamótum. SIGUR stjórnarandstöðunnar í þing- og sveitarstjórnarkosningun- um í Mið-Ameríkuríkinu E1 Salvad- or er merkur áfangi á leið þessarar sárþjáðu þjóðar í átt til lýðræðis og samfélags laga og réttar. Þessi árangur má einnig teljast stórmerk- ur atburður í stjórnmálasögu þessa heimshluta; einungis fimm ámm eftir að skæruliðahreyfingin Frente Farabundo Marti para la Liberacion Nacional (FMLN) lagði niður vopn eftir skelfilegt borgarastríð, sem stóð í 12 ár og kostaði rúmlega 70.000 manns lífið, hefur hreyfing- in hlotið lýðræðislegt umboð til að vera leiðandi stjómmálaafl i land- inu. Áhrifa þessa kann að gæta utan þessa litla lands. Þótt vitað væri að FMLN hefði náð að tryggja sér umtalsvert gras- rótarfylgi komu niðurstöður kosn- inganna engu að síður á óvart. Kosningaþáttakan var vissulega lít- il, innan við 50% og það var með tilvísun til hennar sem talsmenn stjórnarflokksins Alianza Republic- ana Nacionalista (Arena), skýrðu úrslitin. „Þeir sem kusu ekki eru stuðningsmenn okkar sem töldu ekki ástæðu til að ganga á kjörfund þar eð þeir töldu sigurinn vísan,“ sagði Gloria Salguero, formaður Arena, sem er fylking hægri manna. Þessi skýring á vafalítið við ein- hver rök að styðjast; fáir ef nokkr- ir gátu ímyndað sér að í vændum væri í þessum kosningum sá póli- tíski landskjálfti sem nú hefur riðið yfir E1 Salvador. Litla þátttöku má vitanlega einnig túlka sem djúp- stæða óánægju landsmanna með frammistöðu stjórnarflokksins á liðnum árum. En meira hangir á spýtunni. Vopnin kvödd Á einungis fimm árum hefur FMLN tekist að breytast úr hreyf- ingu vinstri sinnaðra skæruliða, sem bandarísk stjórnvöld höfðu lengi lagt sérstakt hatur á, í stjórn- málaflokk. Bandaríkjamenn hafa meira að segja lýst yfir því að árangur FMLN í kosningunum beri vitni ánægjulegri lýðræðisþróun í landinu. Aldrei áður í sögu Mið- og Suður-Ameríku hafa viðlíka um- skipti átt sér stað á svo skömmum tíma og með svo afgerandi hætti. Á fimm árum hefur fyrrverandi skæruliðahreyfingu tekist að ná völdum með lýðræðislegum hætti og þannig náð meiri árangri en reyndist mögulegt með vopnavaldi. Þessi þróun hófst árið 1992 er undirritaður var friðarsamningur stjórnvalda og Farabundo Marti eftir 12 ára langt og sérlega viður- styggilegt borgarastríð. Kosningar fóru fram 1994 og varð FMLN þá þegar næst stærsta stjórnmálaflið í landinu þótt mótun flokksins væri þá enn skammt á veg komin en stóð langt að baki Arena sem verið hafði í stjórn frá 1991. Forseti landsins, Ármando Calderon, sem enn situr, kemur einnig úr röðum hægri manna. Stórsigrar í borgunum Flest bendir til þess að styrkur FMLN og Arena á þingi verði svip- aður. FMLN vann hins vegar sigur í bæjarstjórnarkosningunum í öllum helstu borgum E1 Salvador, í höfuð- borginni San Salvador, Mejicanos, Soyapango, Ilopango, Santa Ana, Chalatenango og Zacatecoluca. „Nú þurfum við að sanna að við getum stjórnað," sagði hinn nýi borgar- stjóri San Salvador, læknirinn Hect- or Silva, í sigurræðu sinni. Miðjuna vantar Þótt kosningarnar á sunnudag geti talist stórmerkur sigur lýðræð- isins eru enn blikur á lofti í stjórn- málum E1 Salvador. Hina pólitísku miðju skortir með öllu í landinu, reginhaf er á milli sjónarmiða hægri manna og skæruliðanna fyrrverandi og vitanlega eru margir enn fullir haturs eftir blóðfórnir undangeng- inna ára. Þetta kann að vera enn ein skýringin á því hvers vegna svo margir ákváðu að sitja heima á kjör- dag. Vöntun á vettvangi fyrir hina borgaralegu miðju getur enn á ný getið af sér spennu og óstöðugleika og skuggi sögunnar er blóði drifinn. Fyrstu viðbrögðin lofa hins vegar góðu. Calderon forseti hefur óskað FMLN til hamingju með sigurinn og heitið því að stjórnvöld muni leitast við að eiga gott samstarf við óvinina fyrrverandi, sem nú ráða á ) borgar- og sveitarstjórnastiginu í j landinu. Þjóðarsátt? Erfitt er að gera sér ljóst ná- kvæmlega hveiju sigur FMLN muni breyta í efnahagsmálum E1 Salvad- or. Hreyfíngin hefur haft viðtekin baráttumál vinstri manna í þessum heimshluta á sviði efnahags-, félags- j og dómsmála efst á stefnuskránni. Hins vegar er ljóst að „klassísk" baráttumál suður-amerískra skæru- ) liðahreyfinga á borð við þjóðnýtingu jarðnæðis mun einungis geta af sér spennu, land- og fjármagnsflótta. Stærsta verkefni skæruliðanna fyrr- verandi verður að stuðla að þjóðar- einingu og sáttum nú þegar þeir hafa lagt niður vopnin og lýst yfir hollustu við lýðræðið. Hollast er að stilla bjartsýninni í hóf í þessu efni j en takist að tryggja sættir og stöð- v ugleika mun áhrifa þessara um- skipta gæta langt út fyrir landa- I mæri þessa litla Mið-Ameríkuríkis. Waigel segir að Þýzkaland verði stofnríki EMU Ekkert verður slakað á inntökuskilyrðum Bonn. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði í umræðum á þýzka sambandsþinginu í gær að Þýzkaland yrði á meðal stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) árið 1999 og að túlka bæri skilyrði fyrir aðild að mynt- bandalaginu þröngt. Waigel sagði þinginu að þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi myndi ríkisstjórnin halda fjárlagahallan- um rétt innan við 3% af landsfram- leiðslu, eins og kveðið er á um í Maastricht-sáttmálanum. „Þróunin upp á síðkastið gefur mér enga ástæðu til að breyta þeirri spá minni,“ sagði hann. Waigel spáði jafnframt 2,5% hagvexti á árinu og sagði það raunsæja spá. Fjárfestingar og traust í atvinnulífinu færu vax- andi. Ráðherrann sagði að starfs- bræður hans í ráðherraráði Evrópu- sambandsins væru sammála þessu mati. „Hreinar vangaveltur“ um seinkun Hann viðurkenndi hins vegar að hlutfall skulda hins opinberra myndi rjúfa 60% þakið, sem kveðið er á um í Maastricht. Þetta væri hins vegar vegna „óvenjulegra ástæðna“, sem tengdust samein- ingu Þýzkalands. Maastricht-sátt- málinn leyfir slík frávik. Fjármálaráðherrann sagði að ríkisstjórnin myndi halda fast við „beina og þrönga“ túlkun á skilyrð- um Maastricht fyrir aðild að EMU. Hann sagði að ummæli ýmissa þýzkra stjórnmálamanna og hag- fræðinga um hugsanlega seinkun gildistöku EMU væru „hreinar vangaveltur", að minnsta kosti þar til niðurstöðutölur um efnahags- þróunina á þessu ári lægju fyrir. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Waigel fyrir að vera gísl eigin yfirlýsinga um þrönga túlkun skilyrðanna. „Hvernig mun hann komast niður úr trénu, sem hann hefur klifrað upp í?“ spurði Joschka Fischer, leiðtogi Græn- ingja. Hann spáði því að Waigel myndi „flýja á vit bókhaldsbrellna" til að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Fischer hélt því fram að það, sem lægi raunverulega að baki mál- flutningi Waigels væri að hann vildi reyna að koma í veg fyrir að Ítalía og önnur Miðjarðarhafsríki yrðu stofnríki EMU. Slóvakar varaðir við fríverzlunar- | samningi við Rússa ' Bratislava. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur var- að Slóvakíu við að hrinda í fram- kvæmd áformum um gerð fríverzl- unarsamnings við Rússland. Slíkt geti torveldað_ aðild landsins að sambandinu. Ástæðan er sú að Rússland á ekki aðild að Heimsvið- skiptastofnuninni, WTO. Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, sagði í ræðu, sem hann hélt á fundi iðnrekenda í Bratislava í gær, að ef Slóvakía vildi halda til streitu áformum um fríverzlunar- samning við Rússland ættu stjórn- völd að hafa í huga „hin truflandi áhrif, sem slíkt gæti haft á að Sló- vakía geti gerzt aðili að sameigin- f legri viðskiptastefnu Evrópusam- | bandsins vandræðalaust." „Þar sem ESB hefur ekki sjálft I gert fríverzlunarsamning við Rúss- land yrði Slóvakía að rifta slíkum samningi ef hún fengi aðild að Evrópusambandinu," sagði Britt- an. Hann sagði að bæði ESB og Rússland vildu stefna að aðild Rússlands að WTO. Slíkt myndi , gera Rússlandi og Slóvakíu kleift að setja reglur um viðskiptatengsl t sín, í samræmi við sáttmála WTO g og viðskiptastefnu Evrópusam- 9 bandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.