Morgunblaðið - 22.03.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.03.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Spillingarmálin efst á baugi í bresku kosningabaráttunni Major neitar nýj- um ásökunum London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, neitaði í gær nýjum ásökunum um spillingu í íhalds- flokknum en ljóst er, að umræðan um hana ætlar að verða flokknum alvarlegur Þrándur í Götu í kosn- ingabaráttunni. Virðist sem Verka- mannaflokkurinn sé enn að auka forskot sitt. Dagblaðið The Guardian sagði í gær, að íhaldsþingmaðurinn Tim Smith hefði verið skipaður að- stoðarráðherra í málefnum Norður- írlands í janúar 1994 þótt hann hefði játað fyrir fjármálastjóra flokksins fjórum árum áður að hafa tekið við fé frá Mohammed Al-Fay- ed, egypskum eiganda Harrods- verslananna, fyrir að bera upp fyr- irspum á þingi. Blaðið sagði, að Major hefði ver- ið skýrt frá þessu í september 1993 en Smith lét af embætti vegna þessa máls í október 1994. Major sagði í gær, að fréttin í The Guar- dian væri „hrein vitleysa" en tals- menn Verkamannaflokksins kröfð- ust þess, að skýrsla þingnefndar um spillingu yrði birt fyrir kosningar og sökuðu Major um yfirhylmingu. Skýrslan hefur verið birt að hluta og þar eru 15 þingmenn úr þremur stóru flokkunum sýknaðir af allri sök. Eftir stendur að skýra frá rannsókn á máli 10 íhaldsþing- manna en Sir Gordon Downey, for- maður siðanefndar þingsins, sagði í gær, að henni lyki ekki fyrr en í næstu viku. Major sendi hins vegar þingið heim í gær þótt því eigi ekki að ljúka fyrr en 8. apríl og getur það komið í veg fyrir, að skýrslan verði birt opinberlega. Major í ham Major var í miklum ham á þingi í gær og sakaði Tony Blair, leið- toga Verkamannaflokksins, um tvöfeldni. Sagði hann, að Blair sækti fé í leynilega sjóði og hefði ekki skýrt frá ókeypis flugferð með Concorde-þotu. Það síðarnefnda vísar til ferðar til Bandaríkjanna, sem Blair fór 1986 til að beijast gegn bandarískri lagasetningu í skattamálum en um það var sam- starf með þingmönnum úr öllum flokkum. Þá réðst Major einnig hart að Paddy Ashdown, leiðtoga Fijálslyndra demókrata. Blair sagði á eftir, að augljóst væri, að Major væri að fara á taugum. Dagblaðið The Independent birti skoðanakönnun í gær, sem Harris- stofnunin gerði. Samkvæmt henni hefur Verkamannaflokkurinn 27 prósentustig umfram íhaldsflokk- inn. Reuter JERRY Singirok, yfirmaður hersins í Papúa Nýju-Gíneu, á blaðamannafundi í gær þar sem hann krafðist þess að forsætisráðherra landsins segði af sér ekki síðar en á þriðjudag vegna samnings sljórnarinnar við erlenda málaliða, sem hann sagði ólöglegan. Málaliðar valda mikilli ólgu í Papúa Nýju-Gíneu Leyniþjónusta Perú Dalai Lama Varað á Tævan Fujimori hvikar hvergi Orðrómur hefur verið á kreiki í Lima um að Alberto Fujimori, for- seti Perú, hefði samþykkt á fundi með Masahiko Komura, aðstoðarut- anríkisráðherra Japans, að láta und- an kröfu skæruliðanna og sleppa nokkrum félögum þeirra úr fang- elsi. Fujimori vísaði þessu algjörlega á bug í gær. MRTA krefst þess að 450 félög- um þeirra verði sleppt úr fangelsi og leiðtogi hreyfingarinnar hefur hafnað tilboði Fidels Castros Kúbu- leiðtoga, sem hefur boðið skærulið- unum hæli á Kúbu. Castro ítrekaði tilboðið á fimmtudag og talsmaður MRTA vildi þá ekki tjá sig um það, sem þótti benda til þess að skærulið- arnir gætu skipt um skoðun. við skæru- liðum Lima. Reuter. MARXÍSKA skæruliðahreyfingin MRTA í Perú hefur sent 50 liðs- menn til Lima í því skyni að aðstoða tuttugu félaga sína, sem hafa hald- ið 72 mönnum í gíslingu í rúma þtjá mánuði, og taka hugsanlega fleiri gísla. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustu Perú sem send var yfirmanni hersins. Fréttastofan Reuter hefur fengið skýrsluna, sem var skrifuð 21. febr- úar. Þar kemur fram að skærulið- arnir, sem voru sendir til Lima, kunni að taka gísla í erlendum sendiráðum og ýmsum opinberum byggingum, svo sem skrifstofum dómsmálaráðuneytisins og saksókn- ara. Markmiðið sé að aðstoða skær- uliðana, sem hafa haldið gíslunum 72 í bústað japanska sendiherrans í Lima í 94 daga. Ekki kom þar fram hvenær skæruliðarnir hefðu verið sendir til Lima, en fjölmiðlar í borginni sögðu að liðsaukinn hefði komið þangað nokkrum vikum eftir gíslatökuna 17. desember. DALAI Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, kemur í opinbera heim- sókn til Tævans í dag og stendur hún í sex daga. Hefur koma hans verið kynnt mjög rækilega og hefur hún ekki farið fram stjórn- inni í Peking. Sakar hún þá báða, Dalai Lama og Lee Teng-hui, forseta Tævans, um að vera að- skilnaðarsinna, sem vilji vinna að sjálfstæði Tævans og Tíbets. Ástralíuher viðbúinn að grípa í taumana I „m41,1 DnnÍAr Port Moresby. Reuter. UM 50 erlendir málaliðar, sem stjórnvöld í Kyrrahafsríkinu Papúa Nýju-Gíneu réðu til að kveða niður uppreisn aðskilnaðarsinna á Bouga- inville-eyju, voru fluttir frá Port Moresby í gær eftir að hafa valdið mikilli ólgu í landinu og þegið millj- ónir dala fyrir samning sem þeir höfðu enga burði til að uppfylla. Hermenn, sem málaliðarnir áttu að aðstoða, ráku þá úr Iandi og kröfð- ust þess að forsætisráðherrann, Sir Julius Chan, segði af sér. Ráðamenn í nágrannaríkjunum hafa miklar áhyggjur af þróuninni og stjórn Astralíu sagði að her landsins væri undir það búinn að grípa í taumana ef ástandið versnaði. Þetta er mesta ólgan í landinu frá því það fékk fullt sjálfstæði árið 1975 og hún hófst á mánudag þeg- ar yfirmaður hersins, Jerry Singi- rok, krafðist þess að Chan forsætis- ráðherra segði af sér vegna ráðning- ar málaliðanna. Stjórnin vék Singi- rok frá þegar í stað en hann hefur hreiðrað um sig í herstöð og sagði í gær að forsætisráðherrann yrði að láta af embætti fyrir næsta fund ríkisstjómarinnar á þriðjudag. Deilan leiddi til götumótmæla gegn Chan og æstur múgur hefur rænt og ruplað í höfuðborginni, Port Moresby, undanfarna daga. Mótmælin breiddust út um landið í gær og vopnaðir lögreglumenn reyndu að kveða þau niður. 2,5 milljarða samningur Málaliðarnir vom fluttir með flugvél til Hong Kong. Þeir em flest- ir frá Suður-Afríku og undir stjórn fyrrverandi ofursta í breska hern- um, Tim Spicer, sem var einn af foringjum friðargæslusveitanna í Bosníu. Mennirnir voru á vegum breska málaliðafyrirtækisins Sandline Int- ernational, sem gerði samning við stjórnina um að aðstoða herinn við að bijóta uppreisnarmennina á Bo- ugainville-eyju á bak aftur og end- urheimta koparnámu á eyjunni, þá þriðju stærstu í heiminum. Frétta- menn fengu eintök af samningnum skömmu áður en málaliðunum var vísað úr landi og þeim var þar lýst sem „sérstökum löggæslumönnum“ sem ættu að beijast í fremstu víg- línu. Chan hafði þó sagt að þeir hefðu aðeins átt að þjálfa hermenn- ina og vera þeim til ráðgjafar. Samkvæmt samningnum átti stjórnin að greiða málaliðafyrirtæk- inu 36 milljónir dala, sem svarar 2,5 milljörðum króna, fyrir verkið. Komust aldrei til eyjunnar Uppreisn aðskilnaðarsinnanna hófst fyrir níu árum þegar landeig- endur, sem kröfðust bóta vegna námuvinnslunnar, tóku að ráðast á rútur námuverkamanna. Námunni var lokað vegna uppreisnarinnar árið 1989, en hún var undir stjórn ensk-ástralska fyrirtækisins RTZ- CRA, stærsta námafyrirtækis heims. Málaliðarnir komust aldrei tii Bougainville-eyju vegna andstöðu hermannanna, sem þeir áttu að að- stoða. Talið er að þeir hafi aldrei átt nokkurn möguleika á að upp- fylla samninginn. Papúa Nýja-Gínea er í Breska samveldinu og nær yfir austurhluta Nýju-Gíneu, hluta Bismarkeyja og norðurhluta Salómonseyja. Bretar og Þjóðveijar skiptu með sér austur- hluta Nýju-Gíneu árið 1884 en Ástr- alir tóku við stjórn breska hlutans árið 1904 og stjórnuðu þýska hlut- anum ásamt nálægum eyjum frá 1921 í umboði Þjóðabandalagsins. Hlutarnir tveir voru sameinaðir 1945, fengu sjálfstjórn 1973 og urðu sjálfstætt ríki sem Papúa Nýja- Gínea tveimur árum síðar. Reuter Ikveikja af ótta við innrás Moskvu. Reuter. MAÐUR einn í Moskvu lagði eld að íbúð sinni á miðvikudag og skaut á slökkviliðsmenn, sem hugðust leggja til atlögu við bál- ið. Að sögn lögreglu hafði mað- urinn talið sjálfum sér trú um að skriðdrekar Atlantshafs- bandalagsins væru á leið inn í Moskvu við upphaf leiðtogafund- arins í Helsinki. Maðurinn, sem sagður var vanheill á geði, lokaði sig inni í íbúðinni í úthverfi Moskvu og hét því að gefast ekki upp fyrir „óvininum". Kvaðst hann vera að nota það bragð, sem Rússar beittu bæði þegar herir Napó- leons gerðu innrás 1812 og herir Þjóðveija í heimsstyijöldinni síð- ari, að skilja eftir sig sviðna jörð. Maðurinn reyndist vera með ræsibyssu að vopni. Leyniskyttur skutu hann og var hann fluttur á sjúkrahús með skotsár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.