Morgunblaðið - 22.03.1997, Page 30

Morgunblaðið - 22.03.1997, Page 30
30 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kennarínn og starfið AÐ UNDANFÖRNU hafa farið fram í fjölmiðlum miklar umræður um kennarastarfíð og ósjaldan hef- ur ómaklega verið að því vegið. Enginn kennari er hafinn yfir gagn- rýni og get ég tekið undir þá fullyrð- ingu sem fram hefur komið, að hingað tii hafi umræða um gæði sjálfrar kennslunnar ekki verið nægileg og mat á henni ekki farið fram. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé en svo mikið er víst að langflestir kennarar leggja rig mjög fram í sínu starfí — og stundum ótrúlega mikið miðað við þau lágu laun sem þeim standa til boða. I þessu sambandi má jafnvel tala um fómir, því að afar margir veija miklu meiri tíma til starfs síns en þeir fá greitt fyrir. En hvernig á góður kennari að vera? í menntaskóla átti ég því láni að fagna að hafa góða kennara í ýmsum námsgreinum og vissulega voru þeir vegnir og metnir af okkur skólafélögunum. Verk þeirra og persónur voru undir smásjá og segja má að virðing okkar fyrir hveijum þeirra og einum hafi annars vegar mótast af því hversu góðir kennar- arnir þeir voru að okkar dómi og hins vegar hversu góðu sambandi þeir náðu við nemendur. Að öðrum ólöstuðum voru að mínu mati tveir kennarar langbest- ir. Annar kenndi þýsku en hinn ís- lensku. Þeir vom eins og svart og hvítt að mörgu leyti. Hjá þýsku- kennaranum þorði enginn bekkjar- félaganna að opna munninn nema kennarinn bæði um það. íslensku- kennarinn byggði aftur á móti kennslu sína að nokkru leyti upp á rökræðum við nemendur og þótti honum jafnframt ákaflega skemmtilegt að láta móðan mása um fyrir- bæri tengd námsefninu þótt ekkert stæði um þau í bókunum — ein- mitt vegna þess að kennslubækur eru sjaldnast mjög ítarleg- ar. Þýskukennarinn var mjög skipulagður, kenndi námsefnið af miklu öryggi og á þann hátt að hann hafði ævinlega á takteinum ákveðnar margþjálfað- ar aðferðir til að kenna nemendum sínum hin ýmsu grundvallaratriði málfræðinnar. Hann fór mjög sjald- an út fyrir efnið en engu að síður þótti hann mjög skemmtilegur. Hann sagði ýmislegt sem mér er enn þann dag í dag í fersku minni þrátt fyrir að um aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég sat í kennslu- stundum hjá honum. í fyrstu kennslustundinni í þýsku á fyrsta ári sátum við hljóð í sætum okkar og biðum þess sem verða vildi. Kennarinn gekk fram og aftur um gólfið, ábúðarfullur og með hendur fyrir aftan bak. Það leið drykklöng stund uns hann spurði með svolitlum þjósti: „Hvar hafið þið tunguna þegar þið talið þýsku?“ Enginn þorði að segja orð. Hann hélt áfram að ganga um gólf, nam staðar eitt augnablik og sagði loks með eins og hálfgerðri fyrirlitningu: „I munninum." Okkur þótti þetta fyndið, en eng- inn þorði samt að hlæja nema inni í sér. Við höfum aftur á móti geymt þetta í minni síðan. Kennarinn hélt síð- an áfram þrammi sínu um stofuna og spurði allt í einu annarrar spurningar: „Vitið þið hvers vegna Þjóðveijar eyða svo mikilli krít og miklu bleki eins og raun ber vitni?“ — Nemendur þorðu hvorki að æmta né skræmta — enda hafði enginn svar á reiðum höndum. Það leið drykklöng stund þar til kennarinn kom með svarið: „Af því að þeir skrifa upp- hafsstafi allra nafn- orða með stórum staf.“ Svona gekk kennslan fyrir sig, eftir ákveðnum reglum sem kennar- inn beitti af kunnáttu og leikni auk þess sem hann notaði aðferðir eins og að ofan greinir til að leggja áherslu á ákveðin atriði og vera skemmtilegur um leið. Við kynnt- umst honum smám saman, hann var ákaflega mannlegur, hélt samt alltaf sínu striki og við bárum óbil- andi virðingu fyrir honum. Þessi maður hefur nú kennt í meira en þijá áratugi og allir nem- endur hans minnast hans sérstak- lega. Þetta er kennari sem allir sem til þekkja geta sagt að sé það af guðs náð. Hann lítur líka á starf sitt sem fag (profession) sem hann sinnir ævinlega af sömu alúð. íslenskukennarinn var líka kenn- ari af guðs náð og leit á starf sitt sem fag, hann var bara svolítið öðruvísi. Hann gat verið strangur ef því var að skipta og við komum aldrei óundirbúin í tíma — ekki í framhaldsskóla er mikils um vert, segir Hjalti Jón Sveinsson, að kennarar séu góðir í sinni grein. vegna þess að við værum hrædd við refsingu eða að falla í ónáð, heldur vegna þess að við vildum ekki gera honum það að koma óles- in í kennslustund eða að skila ekki ritgerð eða verkefni á réttum tíma. Þar við bættist að við höfðum yfir- leitt gaman af því sem við vorum að gera í tengslum við kennslu hans. Það var unun að sitja í bók- menntatímum, hvort sem um var að ræða íslendingasögur eða Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson — en sú ágæta bók þótti á þeim tíma eitt það torlesnasta bókmenntaverk sem út hafði komið. Kennslan var svo lifandi, frásagn- irnar leiftrandi og áhugi nemenda var vakinn. — Svo hressilega, að okkur þótti t.d. ekkert tiltökumál að frumlesa 20-30 skáldsögur til munnlegs stúdentsprófs. Hann kunni sögur af höfundum og þekkt- um persónum úr bókmenntasögu síðustu alda sem opnuðu oftar en ekki nýjan skilning á hinum ýmsu verkum. Þessi kennari vakti áhuga nem- enda á námsefninu og langt út fyr- ir það, hann örvaði okkur til skap- andi hugsunar og til þess að leita okkur heimilda og upplýsinga um það sem ekki stóð í kennslubókinni en fróðlegt væri áð lesa sér betur til um. Hann hlustaði á skoðanir Hjalti Jón Sveinsson hvers og eins og umgekkst okkur á jafnréttisgrundvelli að svo miklu leyti sem það var hægt. Hann var sá sem kunni og miðlaði okkur af þekkingu sinni. Hann var sá kenn- ari sem allir kepptust um að bjóða í stúdentsboðið sitt. Eins og hver önnur guðs gjöf? Að undanförnu hafa heyrst radd- ir um það að minnka beri hlut kennslufræðinnar í menntun kenn- ara. Ekki verður fullyrt um það hér hvort ofangreindir kennarar hefðu náð betri árangri ef þeir hefðu haft að baki 30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræðum, eins og nú er skilyrði auk háskólaprófs í viðkom- andi kennslugreinum. Þeir höfðu þetta í sér sem því miður er ekki öllum gefið. Því hefur gjarnan verið haldið fram að það að geta kennt sé eins og hver önnur náðargjöf. Það er vafalítið margt til í því. Á hinn bóg- inn má færa að því mörg rök að undirstaða á sviði kennslufræða hljóti að koma kennurum vel, víkka sjóndeildarhring þeirra og gera þá meðvitaðri um mikilvægi starfs síns. í framhaldsskóla er mikils um vert að kennarar séu góðir í sinni grein, það hlýtur að vera frumskil- yrði. Annað skilyrði, jafnmikilvægt, er að þeir geti komið þekkingu sinni á framfæri við nemendur á þann hátt að nemendur tileinki sér náms- efnið — öðlist áhuga, skilning og færni á því sviði sem um er að ræða. Svo mikið er víst, að mikilvægt er að kennarar kunni að kenna sitt fag. Af þeim sökum kemur ákveðin undirstöðuþekking í kennslufræð- um sér vel. Hún gerir það jafnframt að verkum að kennari getur enn frekar litið á sig sem sérfræðing í kennslu en ekki einungis fagmann í sinni kennslugrein. Höfundur er skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Alþjóðlegi veð- urdagurinn 23. mars 1997 Á HVERJU ári síð- an 1950 hefur Al- þjóðaveðurfræðistofn- unin WMO haldið upp á stofndag samtak- anna, 23. mars, með því að vekja athygli á sérstökum þáttum í samspili veðurs og mannkyns. í ár ber dagurinn yfirskriftina „Veður og vatn í borg- um“. Gert er ráð fyrir að hinn öri vöxtur borga á þessari öld muni halda áfram og árið 2025 muni tveir þriðju hlutar mannkyns búa í bæjum og borgum. Fylgifískar þessarar þróunar eru margir óæskilegir svo ekki sé meira sagt. Skortur á neysluvatni, mengun og aukin hætta á mannskæðum nátt- úruhamförum eru meðal þeirra helstu á sviðum sem tengjast starf- semi á veðurstofum heimsins. Rannsóknir sýna að 70% allra náttúru- hamfara í heiminum eru tengd veðri og vatni. Þrátt fyrir mikl- ar mannfórnir og gríð- arlegt eignatjón víða erlendis verða fáar þjóðir hlutfallslega eins illa fyrir barðinu á þessum þáttum og Islendingar. Sem dæmi má taka að felli- bylurinn Angela varð 95 manns að bana og olli rúmlega 30 millj- arða króna tjóni á Filippseyjum árið 1995, en þetta jafn- gildir fjórum mannslífum og 130 milljónum króna á íslandi miðað Framtíð íbúa stækkandi borga byggist á því, segir Magnús Jónsson, Magnús Jónsson ITALSKIR SKÓR VORLÍNAN 1997 38 ÞREP LAUGAVEGI 76 - SÍMI 551 5813 að takist að draga úr mengun lofts, vatns og jarðvegs. við fólksljolda. Ekki þarf að minna fólk á manntjón í snjóflóðum hér á landi sama ár og geta má þess að ein lægð þann 3. febrúar 1991 olli tjóni hér á landi sem metið var á meira en 1 milljarð króna. Áhrif borgarþróunarinnar á umhverfið eru mikil. Stórborgir mynda að hluta sitt eigið veðurfar, hiti hækkar, vindur breytist, svo og rakastig, úrkoma og geislun, að ógleymdri margs konar loft- mengun. Mengun sem að stærstum hluta er komin frá umferð bíla, upphitun húsa og ýmiskonar iðn- aði. Efni á borð við ýmis brenni- steins- og köfnunarefnissambönd, óson og fleira auk koltvísýrings hafa víðtæk áhrif á líf manna í borgum og bæjum. Ýmis heilbrigð- isvandamál skjóta upp kollinum, einkum í hinum fátækari hlutum heimsins. Sem betur fer eru þétt- býlisvandamál af þessum toga lítil hér á landi. Þó hafa flestir veitt loftmengun athygli á höfuðborgar- svæðinu. Hún er hins vegar ein- ungis tímabundin og tengd ákveðnum veðuraðstæðum. Þétt- ing byggðar síðustu áratugina hef- ur einnig aukið hættu á manntjóni og sköðum af völdum náttúru- hamfara hér á landi eins og við höfum svo óþyrmilega fengið að kenna á síðustu árin. Mörg vöktunarverkefni sem veð- urstofur heimsins vinna saman að á vegum WMO hafa verið sett á Iaggirnar. Langstærst þeirra er alþjóðaveðurvöktunin WWW (World Weather Watch) sem er grunnur allrar veðurþjónustu í að- ildarríkjum samtakanna en þau eru nú um 180. Þá er víðtækt sam- starf um rannsóknir á veðurfars- breytingum, ósonþynningu og fleiru milli landanna auk þess sem WMO, sem ein af stofnunum Sam- einuðu þjóðanna, kemur að lausn margra alþjóðlegra vandamála. Mörg þeirra tengjast þéttbýli. Framtíð íbúa sístækkandi borga veltur á því að takist að draga úr mengun lofts, vatns og jarðvegs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin og veðurstofur aðildarríkjanna leggja með framlagi sínu þungt lóð á vogarskál sjálfbærrar þróunar og öruggrar tilveru íbúa jafnt í borg- um sem strjálbýli. Höfundur er veðurstofusljóri. Reynt að sundra samstöðu bankamanna FORMAÐUR bank- aráðs Islandsbanka, Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, reyndi í ræðu sinni á aðalfundi bankans, mánudaginn 17. mars síðastliðinn, að reka fleyg í órofa samstöðu bankastarfs- manna í kjaradeilu þeirra við bankana. Eftir að hafa lýst hagnaði bankans á ár- inu 1996, sem að sögn íslandsbankamanna var hið besta í sögu bank- ans, gerði hann kjara- samninga við banka- menn að sérstöku um- ræðuefni. Hann kvað það óviðunandi stöðu fyrir íslandsbanka og starfs- menn hans að Samband íslenskra bankamanna teldi sig ekki geta sam- Bankaráðsformaðurinn má vita, segir Yilhelm G. Kristinsson, að bankamenn líta á sig sem eina stétt, hvar sem þeir starfa. ið til þriggja ára vegna óvissu um framgang mála í ríkisviðskiptabönk- um og sjóðum í eigu ríkisins. Bankaráðsformaðurinn má vita, að bankamenn líta á sig sem eina stétt, hvar sem þeir starfa, hvort það er hjá ríkisbanka, einkabanka, sparisjóði eða annarri fjármálastofnun og um samstöðu og stéttvísi félagsmanna SÍB innan íslandsbanka efast enginn innan stéttarfé- lagsins. Þó að bankaráðs- formanninum séu ef til vill ókunn hugtökin stéttvísi og samstaða ætti honum að vera í lófa lagið að fá nám- skeið í þeim fræðum hjá fulltrúa íslands- banka í samninganefnd bankanna, sem gegndi embætti forseta Al- þýðusambands íslands um árabil. Bankaráðsformanninum varð einnig tíðrætt um lög þau sem gilda um samningsrétt bankastarfsmanna og mátti á honum skilja að það hefðu verið mistök að breyta þeim ekki til samræmis við almennu lögin um stéttarfélög og vinnudeilur, sem breytt var á síðasta ári. Það mætti verða bankaráðsfor- manninum umhugsunarefni, að giltu sömu lög um félagsmenn SÍB og félagsmenn almennu verkalýðs- félaganna, væri SÍB í lófa lagið að boða verkfall hjá einstökum fyrir- tækjum, til dæmis íslandsbanka. Hins vegar hefur SÍB ekki óskað breytinga á núverandi löggjöf, þar sem félagsmenn þess eru þeirrar skoðunar, að bankamenn eigi að standa saman sem ein heild og að eitt skuli yfir alla ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.