Morgunblaðið - 22.03.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 22.03.1997, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk WWAT DO VOU TMlNK, MARCIE? I BR0U6HT A BANANA IN CA5E THEV TEACH U5 HOU) TO MAKE BANANA CREAM PIE TODAT.. '■ 1"V s UUE DÖNT/ IaíE HAVE I DON'T? C00KIN6 Vv CLA55E5, flf 5U66E5TI0N TIME, MA'AM..LET'5 F0R6ET THE MATH, AND CONCENTRATE ON BANANA CREAM PlE.. §| jj TOURE 0ECOMINS INCREA5IN6LT WEIRD, 5IR.. Hvað finnst þér, Magga? Eg kom með banana ef okkur skyldi verða kennt að búa til banana- rjómaböku í dag... Vlð höfum Höfum ekki mat- við það reiðslutíma, ekki? herra... Uppástungutími, kennari... gleymum reikningnum og ein- beitum okkur að ban- anarjómaböku ... Þú verður stöðugt skrýtnari og skrýtn- ari, herra ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Mannréttindi eru án landamæra Frá íslandsdeild Amnesty Intemational: MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Am- nesty International hrintu á miðviku- dag af stað alþjóðlegu átaki til varn- ar réttindum flóttafólks. í heiminum eru meira en 15 milljónir karla, kvenna og barna flóttamenn, þar að auki eru 20 milljónir á flótta innan eigin landa- mæra, vegna þess að fólkið hefur neyðst til að yfir- gefa heimili sin. Fjölmennasti hópur flóttafólks er konur og börn. Konur eru í hættu, fyrir flótta, með- an á flótta stendur og eftir að þær hafa komist yfir landamæri. Nauðg- anir eru notaðar í auknum mæli til að pynda og ógna konum og hrekja þær á flótta. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa upplýs- ingar um mörg óhugnanleg dæmi um slíkt ofbeldi gagnvart konum t.d. frá Afganistan, Rúanda og fyrrum Júgóslavíu. Mannréttindabrot eru ástæða þess að fólk tekur sig upp frá heimilum sínum og flýr. Á meðan að mannrétt- indabrot, sem neyða fólk til flótta eru liðin, mun fjöldi flóttafólks halda áfram að aukast á næstu árum. Nýlegt dæmi eru átökin sem hafa átt sér stað í Albaníu að und- anförnu. Amnesty Intemational hvetur allar ríkisstjórnir til að upp- fylla skyldur sínar gagnvart flótta- fólki frá Albaníu. Samtökin hafa miklar áhyggjur af afskipta- og virðingarleysi ríkis- stjóma gagnvart réttindum flótta- fólks; ríkisstjórnir reyna í síauknum mæli að hindra að fólk sem er að flýja ofsóknir fái tækifæri til að nýta rétt sinn til að sækja um hæli og fá þá vernd sem þeim ber. Aðgerðir ríkisstjorna til að koma í veg fyrir móttöku flóttafólks hafa í för með sér að fjöldi fólks fær aldrei tæki- færi til að komast undan pyndingum, morðhótunum og öðrum ofsóknum og æ fleiri eru sendir aftur heim, þar sem þeirra bíður oft fangelsun eða opinn dauðinn. Konu frá Saír tókst að flýja úr fangelsi hersins, þar sem hún hafði sætt pyndingum og komst til Svíþjóð- ar þar sem hún sótti um hæli. Sænsk yfirvöld neituðu henni um hæli á þeim forsendum að Saír-herinn lúti ekki stjórn forseta landsins og þess vegna teljist pyndingar, framkvæmdar af hermönnum, ekki til ofsókna af hálfu ríkisvaldsins. Konan var send aftur til Saír og eru örlög hennar ókunn. Árið 1951 samþykkti allsheijar- þing Sameinuðu þjóðanna sáttmála um réttindi flóttafólks. í samning- unum er að fínna ákvæði sem bannar endursendingu flóttafólks: „Ekkert aðildarríki skal vísa flóttamanni brott eða endursenda hann á nokkum hátt til landamæra ríkis, þar sem h'fí hans eða frelsi myndi vera ógnað vegna kynþáttar hans, trúarbragða, þjóð- emis, aðildar í sérstökum félagsmála- flokkum eða stjórnmálaskoðana." Þrátt lýrir þetta skýra ákvæði er fjöldi ríkisstjórna sem hundsar bann- ið og endursendir flóttafólk til landa þar sem lífi þeirra og frelsi er ógnað. Ríkisstjórnir stóðu að gerð þessa sáttmála og ber því skylda til að framfylgja honum í einu og öllu. Með hinum auknu hömlum sem rík- isstjórnir setja flóttafólki til að sækja um hæli, eru þær að hæða og spotta eigin ákvarðanir og skuldbindingar. Ríkisstjómir hafa rétt til að gæta landamæra sinna, en á sama tíma hafa þær engan rétt til að neita flóttafólki um réttláta málsmeðferð á hælisumsóknum. Frá því í nóvember á síðasta ári hefur fjöldi flóttafólks frá Rúanda og Búrundi verið sendur heim án þess að öryggi fólksins hafi verið tryggt. Þetta fólk hefur ekki notið þeirrar verndar sem alþjóðsamband- inu ber að veita því. Amnesty Intern- ational leggur áherslu á að þegar flóttafólki er vísað heim aftur beri að tryggja að það njóti fullrar mann- réttindaverndar. Samtökin hvetja allar ríkisstjórnir heims til að uppfýlla skyldur sínar gagnvart flóttafólki. Þeim ber að styðja starfsemi flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna og ann- arra alþjóðlegra stofnana sem vinna að vernd flóttafólks. Ríkisstjórnir verða að upplýsa al- menning um að flóttafólk þarfnast verndar. Það er ekki að misnota rétt sinn. Flóttafólk er ekki innflytjend- ur. Flóttafólk er einstaklingar sem af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttir vegna kynþáttar, trú- arbragða, þjóðernis, aðildar að sér- stökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta dvalist í heimalandi sínu. í 14. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Rétt skal mönnum vera að leita og njóta grið- lands erlendis gegn ofsóknum." Starf Amnesty International í þágu flótta- manna byggir á ofangreindri grein mannréttindayfirlýsingarinnar svo og flóttamannasáttmálanum frá 1951 og öðrum alþjóðasamþykktum sem varða réttindi flóttamanna. Amnesty Intemational hefur lagt áherslu á að mál hvers einstaklings sem sækir um hæli sé ítarlega rannsakað, því hvetja samtökin allar ríkisstjómir til að framfylgja vissum meginreglum um móttöku flóttamanna. Þær em nauð- synlegar til að fyrirbyggja að flótta- fólk, sem raunverulega á á hættu að sæta mannréttindabrotum í heima- landi sínu, sé sent til baka. Tillögur Amnesty Intemational em byggðar á alþjóðasamþykktum og fjalla um þörf allra, sem leita hælis á málefna- legri og réttlári meðferð. íslensk löggjöf er ekki í fullu sam- ræmi við alþjóðasamþykktir sem Is- lendingar eru aðilar að, því hvetur íslandsdeild Amnesty International íslensk stjórnvöld til þess að löggjöf- in verði endurskoðuð og lagabreyt- ingar endurspegli þær meginreglur um vernd flóttamanna sem við höf- um gert að skyldu okkar að fram- fylgja með því að gerast aðilar að alþjóðasáttmálum. AMNESTY INTERNATIONAL, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.