Morgunblaðið - 02.04.1997, Side 19
'
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL1997 19
VIÐSKIPTI
PHILIPS
Flugfélög á
verði gegn
frelsi íflugi
Briissel. Reuter.
EVRÓPSK flugfélög hika við að
reyna nýtt frelsi til flugferða hvert
á land sem er í Evrópusambandinu
vegna þess að við ýmis vandamál
er að stríða í bráð, svo sem ríkis-
styrki, þrengsli á flugvöllum og
skort á skömmtuðum tíma til flug-
taks og lendinga.
Ráðamenn flugfélaga og sér-
fræðingar gera þó ráð fyrir að áhrif
vaxandi samkeppni verði þýðingar-
mikil þegar frá líði.
Frá 1. apríl er flugfélögum hinna
15 aðildarlanda ESB og félögum á
Evrópska efnahagssvæðinu - ís-
landi, Noregi og Liechtenstein -
frjálst að halda uppi innanlandsflugi
í öllum þessum 17 löndum án þess
að tengja það heimamörkuðum.
Áfangi á lengri leið
En flugfélögin, allt frá Lufthansa
til Virgin Express, gera lítið úr
áhrifum þessa síðasta stigs afnáms
hafta á flugmarkaði ESB - þróunar
er hófst fyrir tíu árum - og telja
að um sé að ræða einn af mörgum
áföngum á lengri leið.
„Samkeppni flugfélaga er þegar
fyrir hendi,“ segir í skýrslu frá
Lufthansa. „Ekki er við því að bú-
ast að heimur evrópskra flugmála
gerbreytist í einu vetfangi 1. apríl.“
Lufthansa segir að helztu hindr-
anir í vegi fyrir fullkomnu frelsi
flugferða séu ríkisstyrkir við flugfé-
lög, takmörkuð samkeppni í hlað-
þjónustu á flugvöllum, slæm undir-
bygging flugvalla, flugumferðar-
stjórnkerfi sem sé í molum og skort-
ur á skömmtuðum tíma til lending-
ar og flugtaks.
Með því að afnema reglur um
að takmarkanir á sætafjölda komi
í veg fýrir að flugfélög geti haldið
uppi áætlunarflugi á heimamörkuð-
um annarra flugfélaga er lokið ára-
tugi mikilla breytinga í flugmálum
Vestur-Evrópu.
Þrýstingur
á Lufthansa
Lufthansa segir að innanlands-
markaður félagsins verði fyrir hvað
mestum áhrifum frá þeirri breyt-
ingu sem nú hefur tekið gildi.
„Samkeppnisaðilum okkar finnst
þýzki markaðurinn áhugaverður og
hann er tilvalinn grundvöllur til-
rauna, því að hann er ekki aðeins
stærsti markaður Evrópu, skipulag
hans er dreifstýrt og völ er á freist-
andi aukamörkuðum, svo sem Ham-
borg, Köln, Diisseldorf, Berlín eða
Stuttgart," segir í skýrslunni.
Hagnaður Lufthansa minnkaði
1996, sumpart vegna þess að afnám
hafta á markaðnum kallaði á lægri
fargjöld að sögn félagsins.
Air France viðbúið
Air France hyggst þreifa fýrir
sér á vettvangi opinna flugferða
5. maí og ógna einu virki Luft-
hansa með því að halda uppi ferðum
milli Frankfurt og Berlínar.
Félagið ætlar einnig að halda
uppi áætlunarflugi í Bretlandi og
tengja það öðrum flugferðum fé-
lagsins, ef til vill í samvinnu við
Jersey European.
Þrýstingurinn mun líklega halda
áfram og benti ESB á það í fyrra
að flugfargjöld á innanlandsleiðum
væru sérstaklega há í Þýzkalandi,
Frkklandi og Ítalíu.
Tap bætist við verk-
fall hjá Renault
París. Reuter.
Hljómar vel
2 x 40W
3ja diska
RDS (Radio Data system)
Incredible Sound
3way hátalarar
4S>
FRANSKI bifreiðaframleiðandinn
Renault hefur skýrt frá tapi upp á
5,25 milljarða franka, eða 923,3
milljónir dollara, í fyrra að meðtöld-
um útgjöldum upp á 3,91 milljarð
franka vegna þess að verksmiðju
var lokað í Belgíu og 2.800 störf
lögð niður.
Á sama tíma og Renault skýrði
frá þessu fyrsta tapi sínu í 10 ár
áttu belgískir verkamenn í átökum
við franska lögreglu þegar þeir
reyndu að koma í veg fyrir að bílum
væri ekið frá bifreiðageymslu í
bænum Wavrin í Norður-Frakk-
landi.
Verkamenn efndu einnig til mót-
mæla við aðalstöðvar Renault í
París þegar stjórn fyrirtækisins sat
þar á fundi.
Louis Schweitzer stjórnarfor-
maður sagði að stjórn fyrirtækisins
- sem franska ríkið á 46% í - hefði
samþykkt að verksmiðjunni yrði
lokað og störfum fækkað. Hins veg-
ar var ákveðið að veija 2,9 milljörð-
um franka til að draga úr áhrifum
lokunarinnar á 3.100 starfsmenn
verksmiðjunnar með hliðarráðstöf-
unum.
Schweitzer sagði að lokunin færi
fram á þessu ári, en áður hefur
verið sagt að verksmiðjunni verði
lokað í júlílok. Verkamenn hafa
krafizt að lokuninni verði frestað.
Þótt kostnaður vegna endur-
skipulagningar sé ekki talinn með
varð 1,77 milljarða franka tap á
rekstri Renault en 1,20 milljarða
franka hagnaður árið á undan.
Verðstríð í Evrópu skaðaði fyrir-
tækið.
Seatígróða eftir
tap í þijú ár
Barcelona. Reuter.
SEAT, dótturfyrirtæki Volkswag-
ens á Spáni, kveðst hafa skilað
nettóhagnaði upp á 5.34 milljarða
peseta, eða 37.3 milljónir dollara, í
fyrra eftir mikið tap í þijú ár.
Eignasala og styrkur frá móður-
fyrirtækinu stuðluðu að bættri af-
komu Seats, en fyrirtækið virðist
fært um að skila hagnaði vegna
eigin umsvifa eingöngu í ár að því
er Alain de Smedt stjórnarformaður
sagði á blaðamannafundi.
Á tveimur fyrstu mánuðum árs-
ins jókst sala Seats um 32,5% í
114.84 milljarða peseta. Sala 1996
jókst í 607.3 milljarða peseta úr
456.52 milljörðum 1995.
Sérstakur hagnaður jókst um 12
milljarða peseta í 42.1 milljarð.
Styrkur Volkswagens var ótil-
greindur hluti 15 milljarða peseta
upphæðar. Seat hyggst auka fram-
leiðslu sína um meira en 10% í ár
í meira en 460.000 bíla.
<«4hbk&h.’
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
umboðsmenn um land allt
2 x 20W
Surround Sound
Tveir aukahátalarar
Tónjafnari m/rock,
classic, jazz o.fl.
Heimilistæki hf
http.//www. ht.is