Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.04.1997, Qupperneq 19
' MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL1997 19 VIÐSKIPTI PHILIPS Flugfélög á verði gegn frelsi íflugi Briissel. Reuter. EVRÓPSK flugfélög hika við að reyna nýtt frelsi til flugferða hvert á land sem er í Evrópusambandinu vegna þess að við ýmis vandamál er að stríða í bráð, svo sem ríkis- styrki, þrengsli á flugvöllum og skort á skömmtuðum tíma til flug- taks og lendinga. Ráðamenn flugfélaga og sér- fræðingar gera þó ráð fyrir að áhrif vaxandi samkeppni verði þýðingar- mikil þegar frá líði. Frá 1. apríl er flugfélögum hinna 15 aðildarlanda ESB og félögum á Evrópska efnahagssvæðinu - ís- landi, Noregi og Liechtenstein - frjálst að halda uppi innanlandsflugi í öllum þessum 17 löndum án þess að tengja það heimamörkuðum. Áfangi á lengri leið En flugfélögin, allt frá Lufthansa til Virgin Express, gera lítið úr áhrifum þessa síðasta stigs afnáms hafta á flugmarkaði ESB - þróunar er hófst fyrir tíu árum - og telja að um sé að ræða einn af mörgum áföngum á lengri leið. „Samkeppni flugfélaga er þegar fyrir hendi,“ segir í skýrslu frá Lufthansa. „Ekki er við því að bú- ast að heimur evrópskra flugmála gerbreytist í einu vetfangi 1. apríl.“ Lufthansa segir að helztu hindr- anir í vegi fyrir fullkomnu frelsi flugferða séu ríkisstyrkir við flugfé- lög, takmörkuð samkeppni í hlað- þjónustu á flugvöllum, slæm undir- bygging flugvalla, flugumferðar- stjórnkerfi sem sé í molum og skort- ur á skömmtuðum tíma til lending- ar og flugtaks. Með því að afnema reglur um að takmarkanir á sætafjölda komi í veg fýrir að flugfélög geti haldið uppi áætlunarflugi á heimamörkuð- um annarra flugfélaga er lokið ára- tugi mikilla breytinga í flugmálum Vestur-Evrópu. Þrýstingur á Lufthansa Lufthansa segir að innanlands- markaður félagsins verði fyrir hvað mestum áhrifum frá þeirri breyt- ingu sem nú hefur tekið gildi. „Samkeppnisaðilum okkar finnst þýzki markaðurinn áhugaverður og hann er tilvalinn grundvöllur til- rauna, því að hann er ekki aðeins stærsti markaður Evrópu, skipulag hans er dreifstýrt og völ er á freist- andi aukamörkuðum, svo sem Ham- borg, Köln, Diisseldorf, Berlín eða Stuttgart," segir í skýrslunni. Hagnaður Lufthansa minnkaði 1996, sumpart vegna þess að afnám hafta á markaðnum kallaði á lægri fargjöld að sögn félagsins. Air France viðbúið Air France hyggst þreifa fýrir sér á vettvangi opinna flugferða 5. maí og ógna einu virki Luft- hansa með því að halda uppi ferðum milli Frankfurt og Berlínar. Félagið ætlar einnig að halda uppi áætlunarflugi í Bretlandi og tengja það öðrum flugferðum fé- lagsins, ef til vill í samvinnu við Jersey European. Þrýstingurinn mun líklega halda áfram og benti ESB á það í fyrra að flugfargjöld á innanlandsleiðum væru sérstaklega há í Þýzkalandi, Frkklandi og Ítalíu. Tap bætist við verk- fall hjá Renault París. Reuter. Hljómar vel 2 x 40W 3ja diska RDS (Radio Data system) Incredible Sound 3way hátalarar 4S> FRANSKI bifreiðaframleiðandinn Renault hefur skýrt frá tapi upp á 5,25 milljarða franka, eða 923,3 milljónir dollara, í fyrra að meðtöld- um útgjöldum upp á 3,91 milljarð franka vegna þess að verksmiðju var lokað í Belgíu og 2.800 störf lögð niður. Á sama tíma og Renault skýrði frá þessu fyrsta tapi sínu í 10 ár áttu belgískir verkamenn í átökum við franska lögreglu þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir að bílum væri ekið frá bifreiðageymslu í bænum Wavrin í Norður-Frakk- landi. Verkamenn efndu einnig til mót- mæla við aðalstöðvar Renault í París þegar stjórn fyrirtækisins sat þar á fundi. Louis Schweitzer stjórnarfor- maður sagði að stjórn fyrirtækisins - sem franska ríkið á 46% í - hefði samþykkt að verksmiðjunni yrði lokað og störfum fækkað. Hins veg- ar var ákveðið að veija 2,9 milljörð- um franka til að draga úr áhrifum lokunarinnar á 3.100 starfsmenn verksmiðjunnar með hliðarráðstöf- unum. Schweitzer sagði að lokunin færi fram á þessu ári, en áður hefur verið sagt að verksmiðjunni verði lokað í júlílok. Verkamenn hafa krafizt að lokuninni verði frestað. Þótt kostnaður vegna endur- skipulagningar sé ekki talinn með varð 1,77 milljarða franka tap á rekstri Renault en 1,20 milljarða franka hagnaður árið á undan. Verðstríð í Evrópu skaðaði fyrir- tækið. Seatígróða eftir tap í þijú ár Barcelona. Reuter. SEAT, dótturfyrirtæki Volkswag- ens á Spáni, kveðst hafa skilað nettóhagnaði upp á 5.34 milljarða peseta, eða 37.3 milljónir dollara, í fyrra eftir mikið tap í þijú ár. Eignasala og styrkur frá móður- fyrirtækinu stuðluðu að bættri af- komu Seats, en fyrirtækið virðist fært um að skila hagnaði vegna eigin umsvifa eingöngu í ár að því er Alain de Smedt stjórnarformaður sagði á blaðamannafundi. Á tveimur fyrstu mánuðum árs- ins jókst sala Seats um 32,5% í 114.84 milljarða peseta. Sala 1996 jókst í 607.3 milljarða peseta úr 456.52 milljörðum 1995. Sérstakur hagnaður jókst um 12 milljarða peseta í 42.1 milljarð. Styrkur Volkswagens var ótil- greindur hluti 15 milljarða peseta upphæðar. Seat hyggst auka fram- leiðslu sína um meira en 10% í ár í meira en 460.000 bíla. <«4hbk&h.’ SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO umboðsmenn um land allt 2 x 20W Surround Sound Tveir aukahátalarar Tónjafnari m/rock, classic, jazz o.fl. Heimilistæki hf http.//www. ht.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.