Morgunblaðið - 09.04.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Félag vélsleða-
manna í Eyjafirði
Heldur
fjallamót
í Nýjadal
EYFIRSKIR og norðlenskir vélsleða-
menna beittu sér fyrir stofnun
Landssambands íslenskra vélsleða-
manna, LÍV, fyrir rúmum áratug.
Stofnfundurinn var haldinn í Nýja-
dal við Sprengisandsleið og var mik-
ið í fréttum á sínum tíma, enda brast
hið versta veður á fundarmenn og
lentu ýmsir í erfiðleikum þótt .allir
kæmust óskaddaðir heim.
Eyjafjarðardeild LÍV, þ.e. Félag
vélsleðamanna í Eyjafirði, stendur
nú aftur fyrir móti í Nýjadal, nánar
tiltekið um næstu helgi, 11.-13. apríl.
Röskur hópur manna hefur unnið að
undirbúningi síðustu vikur og er nú
allt tilbúið. Gert er ráð fyrir að menn
mæti á staðinn á föstudagskvöld og
á laugardagsmorgun verður haldið í
skipulagða skoðunarferð.
Stórfenglegt hverasvæði
í Vonarskarði
!
FROSTHÖRKUR hafa tafið byggingu Giljaskóla og er nú ljóst að ekki verður hægt að hefja þar
kennslu næsta haust eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en stefnt að því að hefja starfsemina um áramót.
í nágrenni Nýjadals er margt að
sjá, t.d. í Vonarskarði þar sem er
stórfenglegt hverasvæði sem ekki
er á allra vitorði og fáir hafa séð.
Þegar komið verður til baka síðdeg-
is verður kveikt upp í kolunum og
um kvöidið haldin heljarmikil grill-
veisla sem er innifalin í gistigjaldi.
Sunnudaginn nota menn svo til að
fara til byggða.
Að sögn Guðmundar Hjálmars-
sonar á Akureyri hefur undirbún-
ingsnefndin orðið vör við mikinn
áhuga á mótinu. „ Margir Húnvetn-
ingar og Skagfirðingar eru þegar
búnir að tilkynna þátttöku og eins
er mikill áhugi í Þingeyjarsýslum.
Þá treysti ég á að eyfirskir vélsleða-
menn fjölmenni. Mótið er auðvitað
opið öllum, sama hvar þeir búa, og
vonandi sjáum við sem flesta. Nauð-
synlegt er að menn tilkynni þátttöku
fyrirfram svo hægt sé að áætla gisti-
pláss og mat í grillveisluna."
Loks má geta þess að helgina
25.-27. apríl verður haldið sams
konar mót í Snæfellsskála.
------♦---------
Héraðsskjalasafnið
á Akureyri
Sýning
á skjölum
frá skátum
HÉRAÐSSKJALASAFNIÐ á Akur-
eyri hefur sett upp sýningu á aðföng-
um frá skátafélögum á Akureyri í
tilefni af 80 ára afmælis skátastarfs
í bænum. Sýndar eru fundagerð-
arbækur, blöð útgefin af skátum á
Akureyri, gestabækur útileguskál-
ana og fleira frá árunum 1919-1991.
Sýningin er á 2. hæð í Brekku-
götu 17, húsnæði Amtsbókasafnsins
og Héraðsskjalasafnsins. Opið er
mánudaga-föstudaga frá kl. 10-19
og laugardaga frá kl. 10-15.
Skátar ungir sem aldnir eru sér-
staklega hvattir til að skoða sýning-
una, svo og annað áhugafólk um
skátastarf.
------♦ ♦ ♦-----
Aðalheiður sýn-
ir tréskúlptúr
AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir
opnar sýningu í Café Karólínu laug-
ardaginn 12. apríl nk. undir yfir-
skriftinni „Fólk.“ Fólkið á þessari
sýningu mótar Aðalheiður í tré og
er þetta 5. sýningin sem hún setur
upp með tréskúlptúrum.
Aðalheiður útskrifaðist úr Mynd-
listarskólanum á Akureyri árið 1993
og er með vinnustofu í Grófargili.
Frosthörkur tefja byggingu Giljaskóla um nokkra mánuði
Kennsla hefst um áramót
SKÓLAHALD í Giljaskóla getur
ekki hafist í haust eins og stefnt
var að og ekki fyrr en í fyrsta lagi
um næstu áramót. Tafir hafa orðið
á verkinu vegna veðráttu síðustu
mánuði, einkum hafa frosthörkur
sett strik í reikninginn.
Gísli Bragi Hjartarson, formaður
framkvæmdanefndar, sagði að þó
veturinn hefði verið stórviðralítill
hefði veðráttan hentað einkar illa
til byggingaframkvæmda. Nú er
unnið við fyrsta áfanga skólans,
sem er uppsteypa kjallara og hefur
verkið dregist nokkuð vegna óhag-
stæðrar veðráttu. Á föstudag verða
tilboð opnuð í annan áfanga en þar
er um að ræða nokkuð stórt verk-
efni, en í honum felst uppsteypa á
hluta af þriggja hæða skólabygg-
ingu, kennslustofur verða á tveimur
hæðum og verða þær tilbúnar um
áramót gangi allt eftir. Þriðja hæð-
in verður í þessum áfanga fokheld.
Þá verður unnið við aðstöðu fyrir
kennara.
Áætlanir gera ráð fyrir að lokið
verði við skólabygginguna árið
2001 og er heildarkostnaður um
500 milljónir króna.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Davíð Örn
vann í stærð-
fræðikeppni
DAVÍÐ Örn Benediktsson í Síðu-
skóla bar sigur úr býtum í stærð-
fræðikeppni sem JC-Akureyri
efndi til meðal nemenda í 9. bekk
í grunnskólum á Eyjafjarðar-
svæðinu. Eva Guðjónsdóttir sem
einnig er í Síðuskóla varð í 2.
sæti og Sigurður Stefánsson í
Gagnfræðaskóla Akureyrar varð
í 3. sæti. Forkeppni fór fram í
skólunum á svæðinu frá Siglu-
firði til Grenivíkur og komust
tveir nemendur áfrain í úrslita-
keppnina.
Rekstur matvörudeildar Kaupfélags Eyfirðinga
Afkoman betri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir
AFKOMA matvörudeildar KEA á
síðasta ári var mun betri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir og varð 8%
söluaukning milli ára. Rekstur
matvöruverslana utan Akureyrar
var hins vegar erfiður en gekk þó
betur í fyrra en árið 1995. Rekstri
slíkrar verslunar á Grenivík undir
merkjum KEA var hætt en hús-
næðið leigt til áframhaldandi versl-
unarreksturs.
í ársskýrslu KEA fyrir síðasta
ár, kemur fram að efling innkaupa-
þáttarins m.a. í gegnum Samland
sf. gerði það að verkum að fram-
legð jókst í öllum verslunum. Eins
og áður var mikil samkeppni ríkj-
andi á markaðnum.
Landið allt einn markaður
Bent er á í ársskýrslunni að líta
verði á landið allt sem einn markað
og að stöðugar verðkannanir, þar
sem samanburður er gerður á milli
stærstu verslanakeðja á landinu
og matvörudeildar KEA, sýni að
matvörudeild KEA standi öðrum
fyllilega jafnfætis hvað verð
áhrærir, ef ekki framar.
Á síðasta ári var samþykkt
stefnumótun fyrir matvöruverslan-
ir KEA og má gera ráð fyrir ein-
hveijum breytingum á rekstrinum
þótt þær séu ekki fullmótaðar.
Rekstri Vöruhúss KEA var hætt á
síðasta ári og húsnæðið leigt undir
verslunarrekstur. Tap hafði verið
á rekstrinum til fjölda ára og marg-
háttaðar endurbætur og endur-
skipulagning ekki skilað árangri.
Ástæðan var fyrst og fremst of
lítil sala og þótti stjórn KEA full-
reynt með verslunarrekstur á þess-
um stað. Flestar vörur sem seldar
voru í Vöruhúsinu voru fluttar í
aðrar deildir KEA og hefur þegar
orðið veruleg söluaukning í sumum
þeirra.
Námskeið
um
markaðs-
rannsóknir
NÁMSKEIÐ um markaðsrann-
sóknir verður haldið á vegum
Endurmenntunarstofnunar Há-
skóla íslands í samstarfi við
Háskólann á Akureyri og At-
vinnumálaskrifstofu Akureyrar
næstkomandi föstudag, 11.
apríl. Námskeiðið er ætlað öll-
um sem starfa að markaðs- og
sölumálum fyrirtækja.
Notkun markaðsrannsókna
hefur farið ört vaxandi á síð-
ustu árum. Á námskeiðinu er
lögð áhersla á helstu grundvall-
aratriði markaðsrannsókna út
frá hagnýtu sjónarmiði. Farið
verður yfir rannsóknarferlið,
túlkun niðurstaðna, helstu teg-
undir markaðsrannsókna, val-
kosti sem bjóðast hérlendis og
helstu gildrur sem þarf að va-
rast.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
er Skúli Gunnsteinsson fram-
kvæmdastjóri ÍM Gallup.
Skráning og upplýsingar fást
hjá Endurmenntunarstofnun.
Tólf sóttu
um sviðs-
stjórastarf
TÓLF umsóknir bárust um
starf sviðsstjóra fræðslu- og
frístundasviðs Akureyrarbæj-
ar.
Þeir sem sóttu um eru Arnar
Sverrisson, Akureyri, Benedikt
Sigut'ðarson, Akureyri, Finnur
Magnús Gunnlaugsson, Kópa-
skeri, Guðmundut' Þór Ás-
mundsson, Akureyri, Guð-
mundur Sigvaldason, Akureyri,
Guðni Hreinsson, Akureyri,
Ingólfur Ármannsson, Akur-
eyri, Jón Einar Haraldsson,
Egilsstöðum, Katrín Dóra Þor-
steinsdóttir, Akureyri, Magnús
Þór Ásgeirsson, Akureyri,
Sturla Kristjánsson, Akureyri
og Sveinn Birgir Hreinsson,
Húsavík.
Undir fræðslu- og frístunda-
svið Akureyrarbæjar heyra
leikskólamál, skólamál, menn-
ingarmál og íþrótta- og tóm-
stundamál.
Fatasöfnun
í Glerárkirkju
FATASÖFNUN Hjálparstofn-
unar kirkjunnar verður opin í
Glerárkirkju á morgun,
fimmtudag og föstudag frá kl.
10 tii 20 og á laugardag, 12.
apríl frá kl. 10 til 18.
Tekið er á móti hreinum og
heilum fatnaði, en óskað eftir
að fólk flokki fötin og merki
fatapokana í samræmi við
flokkun ef tök eru á. Einnig
er tekið á móti góðum skórn
sem bundnir eru saman.
Gert er ráð fyrir að senda
fötin til fyrrum Júgóslavíu,
Tjetjeníu og Angóla.
Æfingar hjá
Kór Tónlistar-
skólans
ÆFINGAR eru að hefjast aftur
hjá Kór Tónlistarskólans á
Akureyri. Kórinn .æfir einu
sinni í viku, á miðvikudags-
kvöldum, frá kl. 18 til 20 á sal
skólans.
Næsta verkefni verður Petit
Messe Sollenelle eftir Rossini
sem flutt verður í vor ásamt
einsöngvurum. Kórinn er opinn
öllu söng^fólki. Stjórnandi er
Michael Jón Clarke.