Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTl
Velta Skagstrendings hf. dróst saman um alls 11% á síðastliðnu ári
Hagnaðurinn
minnkaði
um helming
Skagstrendingur hf
Úr reikningum ársins 1996
Rekstrarreikningur Míiijónír króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 1.364,6 1.554,5 -11,6%
Rekstrargjöld 1.160.1 1.268,4 -8.6%
Hagnaður fyrir afskriftir 204,6 276,2 -25,9%
Afskriftir (121,6) (185,6) -34,5%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöid) (59.01 (25,4) +132.5%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 24,0 65,1 -63,2%
Aðrar tekjur og gjöld 19,5 18,2 +7,1%
Hagnaður (tap) fyrir skatta 43,5 83,3 -47,8%
Hagnaður (tap) ársins 40,1 80,5 -50,2%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995
I Eionir: I Milljónir króna
Veltufjármunir 694,6 493,7 +40,7%
Fastafjármunir 1.714,1 1.259,1 +36,1%
Eignir samtals 2.408,7 1.752,7 +37,4%
I Skuidir on einið fé: I MiHjónir króna
Skammtímaskuldir 642,3 443,9 +44,7%
Langtímaskuldir 1.163,2 811,0 +43,4%
Eigiðfé 603,3 497,9 +21,2%
Þar af hlutafé 261.3 278.6 -6.2%
Skuldir og eigið fé samtals 2.408.7 1.752,7 +37.4%
Sjóðstreymi 1996 1995
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 92,6 183,3 -49,5%
HAGNAÐUR Skagstrendings hf.
nam 40,1 milljón króna á síðasta
ári. Áætlanir félagsins gerðu ráð
fyrir 45 milljóna króna hagnaði og
er útkoman því fímm milljónum
króna lakari en ráðgert var. Velta
fyrirtækisins dróst saman um
11,6% á árinu og nam 1.365 milljón-
um króna.
Hagnaður fyrir Ijármagnsliði er
minni en áætlað var, sérstaklega
vegna minni afla í úthafsveiðum
og mikilla verðlækkana á pillaðri
rækju að því er kemur fram í frétt
frá fyrirtækinu. Útkoma ijár-
magnsliða var þó hagstæðari en
reiknað var með og óreglulegar
tekjur vógu lakari rekstrarútkomu
að mestu upp.
Árið 1996 einkenndist af mikilli
áherslu á úthafsveiðar og veruleg-
um framkvæmdum sem fyrirfram
var vitað að kæmu niður á afkomu
félagsins á árinu. Þá reiknar fyrir-
tækið með auknum hagnaði á árinu
og næstu árum.
Á síðasta ári tók Skagstrending-
ur tvö frystiskip í notkun og hófu
þau veiðar eftir umfangsmiklar
endurbætui'. Rækjufrystitogarinn
Helga Björg HU 7 hóf veiðar í lok
janúar og var aðallega á veiðum á
Flæmska hattinum. Flaka- og heil-
frystitogarinn Arnar HU 1 hóf veið-
ar í lok maí. Þriðji frystitogari fé-
lagsins, Örvar HÚ 21, var gerður
út mestallt árið.
í fyrra keypti Skagstrendingur
hf. allt hlutafé Hólaness. Voru fé-
lögin sameinuð í nóvember og gerð
upp í einu lagi um áramótin. Rækju-
verksmiðja Hólaness hf. var lokuð
vegna endurbyggingar og stækkun-
ar frá júlí til september. Nú er unn-
ið að því að ljúka framkvæmdum
við hráefnismóttöku og frystiklefa.
Eftir þessar endurbætur verður
verksmiðjan ein af hinum fullkomn-
ustu á landinu að sögn forráða-
manna fyrirtækisins.
Orvar
verður seldur
í janúar náðist samkomulag við
eigendur Fiskiðjunnar Dvergasteins
hf. um sameiningu félaganna og
hyggst hið sameinaða félag hasla
sér völl í vinnslu á síld og loðnu á
Seyðisfirði. Með kaupunum á Hóla-
nesi og Dvergasteini jók félagið
veiðiheimildir sínar um 1.075
þorskígildistonn og eru þau þá sam-
tals orðin 7.400 tonn í íslenskri lög-
sögu. Einnig eignaðist félagið um
2,9% hlut í Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna með þessum kaupum.
Skagstrendingur hf. hyggst selja
frystitogarann Órvar á árinu og
einnig mun frystihús Hólaness
verða úrelt af Þróunarsjóði. Fyrir-
tækið ráðgerir að söluverð nemi
samtals um 450 milljónum króna
og að söluhagnaður verði ekki und-
ir 250 milljónum. Ekki er ráðgert
að kaupa annað skip í stað Örvars.
Morgunfundur hjá VÍ
Stærri
og færri
verslanir
SÉRMERKJAVÖRUM í matvöru-
verslunum á eftir að fjölga verulega
á næstu árum í Evrópu. Fákeppni
mun aukast á matvörumarkaði þar
sem stórar matvöruverslanakeðjur
eiga eftir að stækka enn frekar á
kostnað lítilla versiana. Samfara
þessu eiga matavöruverslanir eftir
auka úi-val á annarri vöru en mat-
vælum þannig að neytendur geti
keypt inn á einum stað. Þetta kom
meðal annars fram í erindi dr.
Johns Dawsons, prófessors við
Háskólann í Edinborg, á morgun-
fundi Verslunarráðs Islands í gær.
Dawson segist telja að hlutur
sérmerkjavöru í verslunum eigi eft-
ir að verða um 30% af vöruúrvali
og -sölu verslana á næstu árum
og því eigi ábyrgð á gæðum vör-
unnar eftir að færast frá framleið-
endum til smásala þar sem hún sé
seld undir hans vörumerki.
Auk Johns Dawsons, sem hefur
starfað sem ráðgjafi nokkurra af
helstu verslunarkeðjum Englands
og Spánar, voru Höskuldur Ásgeirs-
son, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs íslenskra sjávaraf-
urða, og Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka
íslands, framsögumenn á fundinum
þar sem íjallað var um þróun í dreif-
ingu og smásölu matvæla.
Japanir vilja hlut
í evrópsku sjónvarpi
Tókýó. Reuter.
MATSUSHITA fyrirtækið í Jap-
an kveðst hafa hert á tilraunum
til að hagnast á möguleikum
stafræns sjónvarps með því að
fara að dæmi Sony og eignast
hlut í evrópsku sjónvarpi.
Matsushita kveðst eiga í við-
ræðum við mörg evrópsk sjón-
varpsfyrirtæki um hugsanlegan
eignarhlut, þar á meðal brezka
gervihnattasjónvarpið BSkyB,
sem News Corp íjölmiðlafyrir-
tæki Rupert Murdochs stofnaði.
„Við ræðum við alla um að-
ild,“ sagði Seinosuke Kuraku,
yfirmaður Evrópudeildar fyrir-
tækisins. „BSkyB gæti komið til
greina."
Kuraku sagði að Matsushita
leitaði samstarfsaðila á öllum
svæðum sjónvarpsmarkaðarins í
Evrópu. Matsushita er meðal
annars þekkt fyrir vörumerki
sitt, Panasonic, og hefur aðallega
áhuga á að selja heimiium varn-
ing sinn.
Þjónustuáætlun
Grænland
Næstu viðkomur Royal Arctic Line
í Reykjavík verða sem hér segir:
Skip Frá Reykjavík Koma Nuuk Koma Sisimiut
l\luka Arctica 710 14. apríl 19. apríl 18. apríl
Arina Arctica 714 27. maí 31. maí 6. júní
Arina Arctica 719 30. júní 4. júlí 8. júlí
Arina Arctica 722 1. ágúst 5. ágúst 19. ágúst
Allar nánari upplýsingar s.s. um komutíma til annarra
hafna veitir Eimskip, utanlandsdeild, sími 525 7215.
EIMSKIP
ROYAL
ARCTIC^
LINEA/s
Aburðarverksmiðjan hf. boðin til sölu í opnu útboði
Ríkið vill selja öll
hlutabréfin í einu
RÍKISSJÓÐUR hefur auglýst
Áburðarverksmiðjuna hf. til sölu í
opnu útboði. Bjóðendum gefst kostur
á að gera tilboð í öll hlutabréf verk-
smiðjunnar eða i minnihluta þeirra.
Nafnverð hlutabréfanna er einn
milljarður króna. Yfirlýst markmið
ríkisins með sölunni er að hætta
afskiptum af áburðarframleiðslu og
dreifingu með því að selja öll hluta-
bréfin í verksmiðjunni.
Söluskilmálar eru þeir að óskað
er eftir bundnum tilboðum og án
Frakkar
snupra Breta
ímáli Thom-
son-CSF
París. Reuter.
FRAKKAR hafa sagt að þeir muni
ekki leyfa General Electric (GEC)
í Bretiandi að bjóða í 58% hlut
franska ríkisins í hergagna- og raf-
eindatæknifyrirtækið Thomson-
CSF af öryggisástæðum.
GEC gaf til kynna að fyrirtækið
hefði ekki gefizt upp og ætti í við-
ræðr.m við tvö frönsk fyrirtæki, sem
fá að bjóða í Thomson-CSF-Lagard-
ere Groupe og Alcatel Alsthom.
Franska fjármáiaráðuneytið seg-
ir það stríða gegn þjóðarhagsmun-
um að selja erlendu fyrirtæki meira
en 50% hlutabréfa í Thomson-CSF
og því sé tilboð GEC ekki gilt.
Sérfræðingar í London segja að
ólíklegt hafi verið talið að tilboð
GEC í franskt fyrirtæki yrði leyft.
Þeir telja að með samvinnu við
franska aðila kunni GEC að eignast
hlut í Thomson-CSF.
fyrirvara í hlutabréfin. Bjóðendum
gefst kostur á að gera tilboð í öll
hlutabréf verksmiðjunnar eða í
minnihluta þeirra. Framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu annast söl-
una fyrir hönd ríkisins og hefur sam-
ið við verðbréfafyrirtækið Handsal
hf. um undirbúning og umsjón með
sölunni. Ríkissjóður áskilur sér rétt
til að hafna öllum tilboðum eða taka
hvaða gilda tilboði sem er.
Frestur til að skila inn tilboðum
í verksmiðjuna rennur út hinn 30.
maí næstkomandi en þá verða tilboð
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Greiðslu- og afhendingardagur er
20. júní og kveðið er á um stað-
greiðslu kaupverðsins.
Skarphéðinn Steinarsson, ritari
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu, segir að skilmálarnir séu mið-
aðir við það að annaðhvort verði öll
verksmiðjan seld í þessari lotu eða
þá einungis minnihlutinn í henni.
„Helst vill ríkið selja hana alla en
ef ekki berast viðunandi tilboð kem-
ur til greina að selja minnihlutann
í henni til að byrja með. Ríkið vill
hins vegar ekki vera minnihlutaeig-
andi þannig að ef tilboð berast um
kaup á meirihluta í verksmiðjunni
verða þau ekki tekin gild. Það er
ómögulegt að spá nokkru um það
hvert kaupverðið verður en nú þegar
hafa nokkrir aðilar sýnt málinu
áhuga, bæði innlendir og erlendir.
Starfsemi verksmiðjunnar er með
þeim hætti að það er talið heppi-
legra að sterkir og samhentir aðilar
taki við rekstri hennar en t.d. al-
menningshlutafélag með mjög
dreifða eignaraðild."
Miklir möguleikar
Á síðastliðnum árum hafa nokkrar
umræður átt sér stað um það hvort
Áburðarverksmiðjan eigi heima í
Áburðarverksmiðjan
Rekstrarafkoma
1992-1996
Milljónir króna
63
1995 1996
1992 1993 1994
Grafarvogi eða hvort flytja eigi hana
eitthvert annað eða jafnvel leggja
hana niður. Skarphéðinn segir að
engin óvissa ríki um starfsemina
enda hafi verksmiðjan lóðarleigu-
samning til ársins 2019. „Fram-
leiðslan er vistvæn og við hana er
ýtrustu skilyrðum um mengunar-
varnir og öryggi fullnægt. Það eru
engu að síður miklir möguleikar fyr-
ir hendi um að styrkja reksturinn
með því að fara í aðra starfsemi og
þar er staðsetningin styrkur."
Núverandi starfsvið fyrirtækisins
er rekstur áburðarverksmiðju og
annarrar efnavinnslu, innflutningur,
sala á innlendum og erlendum mark-
aði, dreifing og framleiðsla á áburð-
arefnum og skyld starfsemi.
Velta fyrirtækisins í fyrra nam
1.100 milljónum króna. Eigið fé var
tæpar 1.800 milljónir um síðustu
áramót og eignir námu 2.030 millj-
ónum. Starfsmenn fyrirtækisins eru
um eitt hundrað talsins.
TAP
57