Morgunblaðið - 09.04.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 23
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN Svava Svavarsdóttir: Sandskriður.
Litríki
sortans
„Góðir listamenn
verða að vera góð
ar manneskjur“
MYNPLIST
Stöðlakot
VATNSLITAM YNDIR
Guðrún Svava
Svavarsdóttir
Opið kl. 14-18 alla daga nema
mánud. til 13. apríl; aðgangur kr. 100
EIN afleiðing batnandi sam-
göngutækja hér á landi sem og
aukinnar umfjöllunar myndmiðla
um ijölbreytta náttúru landsins
hefur verið aukin ferðalög lands-
manna sjálfra á lítt troðnar slóðir
óbyggðanna. Þar eru svæði sem
áður voru nær óþekkt orðin innan
seiiingar fyrir allan fjöldann, sem
fyrir vikið kynnist landinu nú betur
en nokkru sinni fyrr og lærir að
meta ýmis tilbrigði þess með öðrum
hætti en áður. Það reynist fleira
fallegt en vel gróin tún.
Það má sjá af þeim myndum sem
kristninnar segir Helga tilheyra körl-
um einum og hún rekur á rækilegan
og sannfærandi hátt hvernig orðið
guð, sem að uppruna er hvorug-
kyns, tók kynjabreytingu og varð
karlkyns og hvaða áhrif þau kyn-
skipti hafa í merkingarheimi forn-
bókmenntanna. í mynd karlaguðsins
sér hún einvald og „tilhneigingu
karlveldisins til að koma allri menn-
ingu og trúarbrögðum í einn farveg"
(185-6); andspænis honum standa
konur íslenskra fornbókmennta sem
eru „birtingarmyndir líkamans og
freistinga hans“; þær eru „heiðnar,
hættulegar og líkamlegar", leggjast
á kristna karlmenn og setja merk-
ingarheim þeirra í uppnám. (202).
Þessu til stuðnings nefnir Heiga fjöl-
mörg dæmi úr íslendingasögum,
Konungasögum og eddukvæðum og
verður greinin að teljast heista ný-
mæli bókarinnar.
Að öllu saman teknu varpa grein-
ar Helgu nýstárlegu ljósi á íslenskar
fornbókmenntir þótt sums staðar
gangi hún á ystu nöf við að sveigja
textana að aðferðafræðinni. Um-
fjallanir um samband níðs og ergis,
slúður og sjónmál eru afar áhuga-
verðar og gott dæmi um það þegar
Helgu tekst best upp í greiningu og
túlkun. Helst mætti gagnrýna bók-
ina fyrir einhæft sjónarhorn sem
ávallt leitar hins „rétta“ skilnings
og brýtur að vissu leyti í bága við
hugmyndir um margröddun sem svo
mjög er stuðst við í greiningunni;
hin femíníska aðferðafræði Helgu
er aðeins ein tímabær leið af mörg-
um til að varpa ijósi á þessa margsl-
ungnu texta sem bjóða upp á óend-
anlega túlkunarmöguleika.
Eiríkur Guðmundsson
fylla þessa sýningu að Guðrún
Svava Svavarsdóttir hefur heillast
af því sem við fyrstu sýn kann að
virðast ómerkilegast allra þátta í
náttúru landsins - svörtum sandin-
um, sem þekur stóra hluta hálend-
isins. í samvinnu við þurrka og
bítandi vinda sækir þessi ógnvald-
ur víða á gróðurlendi með hægfara
eyðileggingarmætti sínum, en í
kyrrstöðu lognsins reynist hann
búa yfir tign og fegurð, sem auð-
velt er að falla fyrir.
Guðrún Svava hefur lengið verið
virk á myndlistarsviðinu, en nú
mun um áratugur síðan hún hélt
síðast einkasýningu. í Stöðlakoti
hefur hún komið fyrir tæpum
tveimur tugum vatnslitamynda,
sem hafa kviknað við dvöl inni á
hálendi landsins. Yrkisefni hennar
í þessum verkum er litríki sands-
ins, sem þar ber óvænt við gróð-
urkraga íjallavatnanna sem og
bjartan sumarhimin. Þar mætast
andstæður sem ekki eru síðra
myndefni en ríkulegra litskrúð gró-
skumeiri lágsveita.
Miðill vatnslitanna hentar eink-
ar vel til að takast á við þennan
efnivið, og listakonan hefur greini-
lega lagt sig eftir að kanna þá
möguleika sem þeir bjóða upp á í
þessu sambandi. Þetta hefur tekist
mjög vel í mörgum myndanna,
þannig að fjölbreytt litbrigðin kom-
ast vel til skila í gegnum sortann
sem er ríkjandi við fyrstu sýn. í
flestum tilvikum er þetta litaspil
sett fram með fínlegum hætti, eins
og t.d. í „Sandskriður" (nr. 5) og
„Litbrigði í svörtum sandinum“
(nr. 8), en í öðrum verkum er lita-
dýrðin ríkjandi þáttur í heildinni,
eins og í „Marglita sumarfellið"
(nr. 2) og „Land í hillingum" (nr.
17).
Alls staðar byggir Guðrún Svava
öðru fremur á mýkt og kyrrð þess
lands, sem hún vill lýsa. Hér er
hvorki að finna vott um átök nátt-
úruaflanna né innrás mannsins í
þennan sérstæða heim, heldur
fyrst og fremst virðingu fyrir þeim
sjónrænu þáttum, sem móta um-
hverfið - og þetta viðhorf skilar
sér hér með skýrum hætti.
Stundum er talað í niðrunartóni
um „svarta náttúruvernd“, líkt og
um sé að ræða - andstæðu við al-
menna vernd landsins. Slíkt hlýtur
að vera misskilin afstaða þeirra
sem aðeins hugsa um skóga og
nýtilega landgræðslu, því það lit-
ríki sortans sem birtist í þessum
myndum frá söndum óbyggðanna
er ekki síðri hluti íslenskrar nátt-
úru en grónar sveitir.
Eiríkur Þorláksson
Það er fremur sjaldgæft
að kínverskir óperu-
söngvarar nái fótfestu á
Vesturlöndum, en söng-
konan Ying Huang er á
góðri leið, skrifar Jó-
hanna Kristjónsdóttir.
YING Huang er ekki
nema 28 ára gömul og
margir kalla hana
Fiðrildið frá Shanghai.
Hún hefur náð miklum
frama á Vesturlöndum
allra síðustu ár og
stefnir hátt. Henni
skaut upp á stjörnu-
himininn í kvikmynd-
inni Madame Butterfly
1995 en henni stýrði
Frederic Mitterrand,
frændi Frakklandsfor-
seta. Hann hafði verið
á höttunum eftir söng-
konu sem í útliti gæti
verið trúverður sem
geishan Cio-Cio San
15 ára. Yfirleitt fara langtum eldri
söngkonur með þetta hlutverk en
þegar Mitterrand sá myndband með
Huang var hann ekki í vafa. Prófað-
ar voru 200 söngkonur og Huang
fékk hlutverkið. Hún segir að þetta
hafi verið forlög.
Hún er fædd og uppalin í Shang-
hai og hvorugt foreldra hennar
hafði neina sérstaka tónlistarhæfi-
leika. Hún segist hafa verið 15 ára
þegar hún sá fyrst vestræna óperu-
kvikmynd, það var La Traviata með
Placido Domingo og hún segist
hafa orðið bergnumin af söngnum.
Kínversk ópera er í öllu tilliti frá-
brugðin vestrænni óperu, hvort sem
litið er á söng og tónlistarflutning
og leikrænar hefðir. Ein skýringin
á því að tiltölulega fáir kínverskir
söngvarar hafa haslað sér völl á
• Út er komið ritið Guðamjöður
og Arnarleir. Bókin er safn rit-
gerða um eddulist. Ritstjóri er dr.
Sverrir Tómasson, sérfræðingur á
Árnastofnun. Ritgerðir bókarinnar
eru níu talsins eftir sex höfunda:
dr. Bergljótu S. Kristjánsdóttur,
Margréti Eggertsdóttur cand.
mag., Svanhildi Óskarsdóttur MA,
Svein Yngva Egilsson MA, dr.
Sverri Tómasson og Viðar Hreins-
son mag. art.
Nafn bókarinnar er sótt í hina
kunnu frásögn Snorra Eddu um
hvernig Óðinn náði skáldamiðin-
um frá Suttungi jötni og flaug
HAFI einhver listamaður dregið
upp óvægna mynd af samferða-
fólki sínu var það Þjóðverjinn
Otto Dix, sem var á hápunkti
ferils síns á millistríðsárunum.
í Mílanó stendur nú yfir sýning
á um 180 verkum Dix, þar sem
getur að líta sýn hans á þýskt
samfélag. Reynsla hans úr skot-
gröfunum í heimsstyijöldinni
fyrri setti óbætanlegt mark sitt
á hann. Fyrst málaði Dix expres-
sjónískar endurminningar um
hrylling stríðsins og síðar sneri
hann sér að borgarastéttinni,
sem hann hataði og fyrirleit og
sá enga ástæðu til að fegra.
alþjóðasviði er meðal annars sú að
Kínverjum hugnast ekki vestræn
ópera og finnst sú kínverska taka
henni langt fram.
Huang hafði barn að aldri sung-
ið í barnaskólakór í heimaborg
sinni og nam síðan við tónlistarhá-
skólann þar í borg. Hún vakti strax
athygli og varð síðar fyrsti kín-
verski söngvarinn frá meginland-
inu sem var boðið að syngja á
Taiwan.
En það var fyrst og fremst
myndin um Madame
Butterfly sem vakti
athygli á henni þó
myndin fengi ekki
umtalsverða aðsókn í
Bandaríkjunum. Hún
segist ekki búast við
því að mörg kvik-
myndahlutverk bjóðist
henni og segist ekki
hafa áhyggjur af því.
Hún hefur síðustu ár
búið í New York og
numið hjá hinni frægu
söngkonu Renatu
Scotto og hjá henni
sækir hún tíma enn.
Hún hefur þegar
sent frá sér fyrstu
hljómplötuna og flytur
þar verk eftir Bellini, Donizetti,
Puccini og Verdi við undirleik Sinfó-
níuhljómsveitarinnar í London.
í næsta mánuði mun Ying Huang
þreyta frumraun sína á sviði sem
Nanette i óperu Verdis, Falstaff, í
Köln í Þýsklandi. I maí flytur hún
Mozart lög í Hong Kong með
skosku kammersveitinni og í ágúst
kemur hún fram í New York í fyrsta
sinn þegar hún syngur á árlegri
Mozart tónlistarhátíð þar í borg.
Ying Huang er fíngerð og lagleg
og þeir sem fylgjast með á sviði
óperutónlistar spá henni glæstri
framtíð. Hún þykir ákaflega við-
felldin í viðmóti og sjálf sagði hún
nýlega í viðtali: „Ef listamaður er
ekki góð manneskja hef ég ekki trú
á að hann verði nokkurn tíma mik-
ill listamaður."
heim í Ásgarð í arnarham og
spýtti þar upp drykknum og gaf
góðskáldum, en hluti hans fór aft-
ur úr honum áfluginu og fengu
það leirskáld. í ritgerðunum sex
er íjallað um hvernig íslensk skáld
allt fram á 20. öld hafa notfært
sér efni úr fornum goðsögum og
nýtt sér skáldskaparmál Snorra
Eddu.
Ritgerðirnar eru íslenskur af-
rakstur alþjóðlegrar rannsóknar á
áhrifum Eddukvæða og Snorra
Eddu á ensku, þýsku og norrænu
málsvæði. Sú rannsókn hófst 1989
og var gerð að frumkvæði dr. Lars
Dæmi um það er þessi mynd af
ballerínunni Anitu Barbar, frá
árinu 1925. Á millistríðsárunum
var Dix hluti af hinni svokölluðu
„Neue Sachlichkeit“-hreyfingu,
ásamt listamönnum á borð við
Georg Grosz.
Þetta féll ekki í kramið hjá
nasistum sem töldu Dix úrkynj-
aðan listamann. Eftir heims-
styrjöldina síðari sneri Dix baki
við raunsæinu og sneri sér að
frjálslegri stílbrögðum.
Á sýningunni í Mílanó getur
að líta olíumyndir, grafík og
teikningar, en henni lýkur 29.
júní.
Ying
Huang
Óvægin mynd af
samferðamönnum
Burt-
fararprófs-
tónleikar
BURTFARAPRÓFSTÓN-
LEIKAR Gunnars Benedikts-
sonar óbóleikara frá Tónlistar-
Skólanum í
Reykjavík
verða haldnir
í Listasafni
íslands
fimmtudag-
inn 10. apríl
kl. 20. Anna
Guðný Guð-
mundsdóttir
leikur með á Gunnar
gíanó ásamt Benediktsson
Álfheiði Hrönn Hafsteinsdótt-
ur fiðluleikara, Jóhönnu Ósk
Valsdóttur víóluleikara og
Sólrúnu Sumarliðadóttur
sellóleikara.
Á efnisskrá eru svíta fyrir
óbó og bassa continuo eftir
Pierre Philidor, sinfónía úr
kantötu BWV 76 fyrir ást-
aróbó (oboe d’amore) eftir
Johann Sebastian Bach, són-
ata (1938) eftir Paul Hin-
demith, adagio K 580a fyrir
englahorn og strengjatríó
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, þættir af Gunnari,
frumflutt verk eftir Egil
Gunnarsson og prelúdía og
tilbrigði op. 20 um Karnival
i Feneyjum fyrir óbó og píanó
eftir Theodore Lalliet.
Hannes
Scheving
sýnir í Eden í
Hveragerði
í EDEN, Hveragerði, stendur
yfir málverkasýning Hannes-
ar Scheving.
Á sýningunni eru sýndar
24 myndir, flestar unnar á
síðustu tveimur árum, og er
þetta önnur einkasýning
Hannesar.
Sýningin hófst 8. apríl og
lýkur 21. apríl.
Gunnar
Benediktsson
Lönnroths, prófessor í Gautaborg,
og stjórnaði hann henni á Norður-
löndum, en dr. Sverrir Tómasson
á íslandi. Rannsóknin hér á landi
var styrkt af Norræna rannsókn-
arráðinu, Rannsóknarsjóði Há-
skóla íslands og Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin Guðamjöður og Arnarleir er
pappírskilja 360 bls. Á forsíðu er
mynd af Gunnlöðu Suttungsdóttur,
tekin úrhandriti, rituðu um 1680.
Forsíðan er hönn uðafA uglýsinga-
stofunni Komdu á morgun. Bókin
kostar 2.800.