Morgunblaðið - 09.04.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 27
Um fjölskyldu-
ráðgjöfina
Samvist
Á SÍÐASTA ári var
undirritaður sam-
starfssamningur milli
Mosfellsbæjar og
Reykj avíkurborgar
um sameiginlegan
rekstur Qölskylduráð-
gjafar. Fjölskyldur-
áðgjöfin Samvist er
opin fjölskyldum í
sveitarfélögunum
tveimur sem eru með
börn á aldrinum 0-18
ára. Samningurinn
gildir til tveggja ára
og skulu aðilar ákveða
fyrir árslok 1997
hvort um áframhald-
andi rekstur verður að
ræða eftir lok tilraunatímabilsins.
Um þessar mundir er rúmlega
hálft ár síðan byrjað var að taka
á móti fyrstu fjölskyldunum í ráð-
gjöf. Er því ekki úr vegi að staldra
lítillega við og skoða hvernig starf-
semin hefur þróast og íhuga jafn-
framt þann vanda eða þau verkefni
sem íslenskar íjölskyldur eru að
glíma við.
Þegar þetta er ritað hafa 190
ijölskyldur leitað til Samvistar, þar
af 23 búsettar í Mofellsbæ. Fyrir
áramót höfðu 102 fjölskyldur leitað
Fjölskylduráðgjöfin
er opin fjölskyldum í
Mosfellsbæ og
Reykjavík. Rannveig
Guðmundsdóttir segir
að í yfir 50% tilvika sé
ráðgjafar leitað vegna
unglings 12-18 ára.
sér aðstoðar, þar af 9 frá Mos-
fellsbæ. í þeim fjölskyldum sem
leituðu fyrir áramót voru foreldrar
giftir eða í sambúð í 56% tilvika
en einstæðir foreldrar voru 44%.
Hjá rúmlega þriðjungi foreldra í
sambúð var um stjúptengsl að ræða
við barn eða börn maka.
En hvaða viðfangsefni eru það
sem fjölskyldan leitar aðstoðar við
hjá Samvist?
Yfirgnæfandi meirihluti leitar
vegna barns eða unglings í fjöl-
skyldunni (71%). Rúmur helmingur
af þessum hópi (51%) leitar vegna
unglings á aldrinum 12-18 ára, 42%
vegna barna á aldrinum 6-12 ára
og 7% vegna barna undir 6 ára
aldri. Sá vandi sem hér um ræðir
er margvíslegur og birtist annað-
hvort innan eða utan fjölskyldunn-
ar en í sumum tilvika birtast erfið-
leikarnir hjá einstaklingi bæði í
innra og ytra umhverfi. Það getur
verið um hegðunarerfiðleika að
ræða á heimili eða í skóla, vanlíðan
af ýmsu tagi sem stundum tengist
breytingum á högum fjölskyldunn-
ar eða að unglingurinn er í upp-
reisn gegn siðum og reglum heimil-
is eða umhverfis. Sameiginlegt
þessum foreldrum er að þeir hafa
áhyggjur af velferð barna sinna en
finna stundum til öryggisleysis og
vanmáttar í hlutverki sínu sem for-
eldrar.
í öðrum tilvikum (27%) telja for-
eldrar að vandinn sé fyrst og fremst
þeirra á milli. Þá er annars vegar
hægt að tala um hjónabands- eða
sambúðarerfiðleika og hins vegar
ósamkomulag um börnin hvort sem
foreldrar búa saman eða ekki. (At-
hugið að allar prósentutölur eru
miðaðar við þann fjölda sem leitað
hafði til Samvistar fyrir áramót.)
Þá er einnig nokkuð
um að fjölskyldur leiti
til Samvistar í þörf
fyrir stuðning vegna
langvarandi erfiðleika
eða áfalla s.s. veikinda,
missis af e-u tagi o.fl.
þess háttar og hefur
sá hópur farið vaxandi.
Hjá Samvist starfa
5 sérfræðingar, allir
með langa reynslu af
meðferðarstörfum, þar
með talið fjölskyldu-
vinnu og fjölskyldu-
meðferð. Lögð hefur
verið áhersla á að gera
þjónustuna eins að-
gengilega almenningi
og kostur er en gert er ráð fyrir
að fólk leiti milliliðalaust til Sam-
vistar og panti tíma. Gjaldið fyrir
viðtalið er 700 kr. en 300 kr. fyrir
lífeyrisþega og atvinnulausa.
Mikilvægt er að hafa í huga
þegar fólk leitar sér hjálpar að sér-
hver fjölskylda er einstök í sinni
röð. Engar tvær fjölskyldur eru
nákvæmlega eins. Við erum ólík
útfrá svo mörgum forsendum. Saga
hvers og eins er mismunandi. Fólk
hefur ólíka afstöðu til forfeðranna
og formæðranna, tengsl okkar við
upprunafjölskylduna (sú ijölskylda
sem við fæddumst í) birtast með
margvíslegum hætti og við notum
ýmsar leiðir til að skapa eða við-
halda siðum og venjum og sinna
þeim verkefnum sem fjölskyldulífið
krefst af okkur. Brýnt er að leggja
áherslu á þá styrkleika sem er að
finna innan hverrar fjölskyldu og
hjálpa fólki við að leysa þá úr læð-
ingi.
Þrátt fyrir innri styrkleika og
veikleika fjölskyldunnar hefur hún
á öllum tímum verið háð hinum
ytri öflum þjóðfélagsins og er þá
átt við stefnur og markmið stjórn-
valda hvetju sinni og annarra sem
hafa bein áhrif á afkomu og öryggi
fjölskyldnanna. Óhætt er að full-
yrða að fjölskyldan hafi aldrei sem
nú verið jafnháð hinum ytri öflum
sem hafa yfirtekið mörg þeirra
hlutverka sem hún sinnti áður fyrr.
Stærstu hlutverkin eru að sjálf-
sögðu menntunin og atvinnan en
stjórn og skipulag þessara mikil-
vægu þátta í lífi fólks er í höndum
aðila utan fjölskyldunnar. En
veigamesta hlutverkið er þó enn í
höndum fjölskyldunnar og verður
þar áfram nema að fjölskylduform-
ið sem slíkt leysist upp. Er þá átt
við þann þátt sem snýr að andlegri
og líkamlegri velferð heimilis-
manna en heimilið þarf að vera
griðastaður þar sem slík næring
er gefin og þegin. Með öðrum orð-
um sá þáttur sem eflir tilfinninga-
þroska manneskjunnar og hefur
mikil áhrif á hvernig lífshlaup
hennar verður. Mikilvægi stjórn-
valda felst í því að skapa með
stefnu sinni í fjölskyldumálum þá
umgjörð að fjölskyldan geti sem
best sinnt þessu mikilvæga hlut-
verki.
í hinu mikla umróti og örum
breytingum síðustu áratuga hefur
fjölskyldan þurft að glíma' við að
aðlagast, oft við erfiðar félagslegar
aðstæður. Jafnframt hefur hún
verið einangruð í þeirri merkingu
að samfélagið hefur ekki sem skyldi
boðið upp á aðstöðu þar sem fjöl-
skyldan getur rætt um líf sitt og
möguleika á breytinum þegar róð-
urinn verður þungur. Fjölskyldu-
ráðgjöfin Samvist er m.a. hugsuð
sem vettvangur til að mæta þessari
þörf.
Höfundur er félagsráðgjafi og
forstöðumaður Samvistar.
Rannveig
Guðmundsdóttir
Af túlkunum skuluð
þér þekkja þá
OHUGNANLEGUR
atburður átti sér stað
hér á landi um miðjan
marsmánuð og vakti
athygli landsmanna. Sá
atburður sem um ræðir
gerðist á barnaheimili
í Hafnarfirði er ófag-
lærður starfsmaður á
barnaheimilinu setti
límband fyrir munn 2
ára drengs. Þetta átti
aldrei að gerast en
gerðist engu að síður
og menn setti hljóða að
svona skyldi gerast inn-
an veggja barnaheimil-
is. Ég ætla ekki að
gera þennan atburð að
umtalsefni í grein minni heldur
tengja hann við annan atburð sem
einhvers staðar djúpt niðri er tengd-
ur þessum atburði.
Það sem mig langar að gera að
umtalsefni er túlkaþjónusta heyrn-
arlausra. í bytjun september á síð-
asta ári sendi félagsmálaráðherra
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og
heyrnarskertra (skammst. SHH)
bréf þess efnis að ekki yrði um fram-
hald á styrkveitingu til túlkaþjón-
ustu SHH á vegum félagsmálaráðu-
neytisins að ræða. Menn setti hljóða.
Þetta hafði gerst og það í jafnmiklu
velferðarþjóðfélagi og ísland er. Með
þessari ákvörðun er límt fyrir munn
og hendur heyrnarlausra og tjáning-
arfrelsi okkar þar með skert, þannig
að við eigum ekki einu sinni mögu-
leika á að beijast fyrir réttindum
okkar.
Það var óhugnanlegur atburður
og stendur enn, ekki aðeins örfáar
sekúndur/mínútur eins og hjá litla
drengnum. Við höfum límbandið
enn.
Við heyrnarlausir einstaklingar
getum ekki sinnt þörfum okkar í
daglegu lífi og missum þar af leið-
andi brot af okkar daglega lífs-
mynstri. Við getum til dæmis ekki
farið í læknis- eða sérfræðingsheim-
sóknir fyrir okkur sjálf eða bömin
okkar, ekki farið í viðtal vegna at-
vinnuumsóknar, ekki farið á fyrir-
lestra á vegum foreldrafélags leik-
skóla og grunnskóla
barna okkar, ekki farið
til sálfræðings, ekki
keypt bíl eða fasteign
eða gert aðra stórsamn-
inga eða sinnt áhuga-
og tómstundamálum
okkar eða menningar-
lífi og hvorki notið sam-
félagslegra réttinda
okkar eða rækt skyldur
okkar við samfélagið
þegar réttur okkar til
túlkaþjónustu er hvergi
tryggður. Til þess að
geta gert ofantalið
verðum við að nota túlk
og vera þar með full-
gildir þátttakendur í ís-
lensku samfélagi.
Einhvers staðar inni á skrifstofu
félagsmálaráðherra liggur fyrir
nefndarálit með tillögum að lausn
þess máls. Nefndarálit þetta er sam-
ið af fulltrúm þriggja ráðuneyta,
þ.e. félags-, heilbrigðis- og mennta-
mála, og fulltrúum heymarlausra
Með þessari ákvörðun
var, segir Sigurlín
Margrét Sigurðar-
dóttir, límt fyrir
munn heyrnarlausra.
hins vegar. Nefndarálit þetta sem
félagsmálaráðherra var afhent 9.
apríl 1996 er það gott, að það myndi
sóma sér vel í hvaða velferðarsamfé-
lagi sem við íslendingar erum hreyk-
in af að hafa, eða reynum eftir
fremsta megni að gera ísland að
mesta velferðarsamfélagi og viljum
passa upp á að enginn verði útundan
í því samfélagi.
Heyrnarlausir á íslandi eru því
miður strandaðir hvað varðar sam-
skipti. Ríkisstjórnin og aðrir tengdir
þessu í æðstu embættum landsins
vita af þessu máli, en allir halda
þeir að sér höndum og vísa hver á
annan. Að minnsta kosti hefur ekk-
ert gerst þegar þetta er skrifað.
Hversu margir hafa strandað? Jú,
það eru um 300-350 manns sem
hafa strandað, allt heyrnarlausir,
heyrnarskertir og daufblindir ein-
staklingar. Þessir einstaklingar tala
táknmál. Að tala táknmál er ekki á
færi hvers manns hér á landi, því
verðum við að hafa túlk/rit-
túlk,/daufblindratúlk til að geta tjáð
okkur á réttan hátt, komið máli
okkar til skila, fengið þær upplýs-
ingar sem okkur vanhagar um og
haft áhrif. Við getum ekki gert þetta
nema að hafa túlk með. Þessu
strandi verður að bjarga og félags-
málaráðherra getur það, sennilega
í samvinnu við aðra.
SHH heyrir undir menntamála-
ráðuneyti samkvæmt lögum.
Menntamálaráðuneytið leggur fram
kr. 6.000.000 til skólatúlkunar. Fé-
lagsmálaráðuneytið lagði á síðasta
ári fram kr. 2.000.000 til túlkaþjón-
ustunnar. Nú er ekki um meiri pen-
inga að ræða frá félagsmálaráðu-
neyti. Það er ekki aðalmálið undir
hvaða ráðuneyti stofnunin heyrir.
Hvernig væri það nú ef stofnunin
tilheyrði félagsmálaráðuneyti og
fengi ekkert fýrir skólatúlkun frá
menntamálaráðuneyti? Árni Gunn-
arsson, aðstoðarmaður félagsmála-
ráðherra, sagði í viðtali við frétta-
mann RUV að ef við í Félagi heyrn-
arlausra samþykktum flutning SHH
undir félagsmálaráðuneytið væru
þeir tilbúnir að borga túlkaþjón-
ustuna. Svar okkar við þessu er að
við lifum öll í einu samfélagi og
munum alltaf þurfa á túlkaþjónustu
að halda vegna þátta sem heyra
undir öll ráðuneytin.
Ég, sem heyrnarlaus einstakling-
ur, bið því félagsmálaráðherra að
skapa okkur skilyrði til þess að lifa
eðlilegu lffi, án límbands og strands.
Ég vona að hann geti tekið sér stund
og lesið umrætt nefndarálit með
opnum huga og komist að jákvæðri
niðurstöðu, sem allir geta unað sátt-
ir við og snúið sér að sínum daglegu
þörfum og skyldum lífs síns.
Höfundur er ritari í Félagi
heymarlausra og í stjórn
Samskiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir
Húsaleigubætur
fyrir Kópavogsbúa
FRÁ því greiðsla
húsaleigubóta hófst
hér á landi hefur mikil
ágreiningur verið milli
ríkis og sveitarfélaga
um fyrirkomulag á
greiðslu þeirra. Ríkis-
stjórnin ákvað einhliða
að bætur yrðu greidd-
ar að hluta af ríkissjóði
og að hluta af sveit-
arfélögum og hefur
ekki viljað breyta þess-
ari ákvörðun þrátt fyr-
ir að áskoranir hafi
komið um það frá fjöl-
mörgum sveitarfélög-
um. Mesti ágalli nú-
verandi laga er að
þessar bætur eru takmarkaðar við
eignarhald á því húsnæði sem til
leigu er og nær því ekki til þeirra
sem helst þurfa á þessum bótum
að halda.
Greiðsla húsaleigubóta
í Kópavogi
Á fundi fulltrúaráðs Sambands
ísl. sveitarfélaga 21. og 22. mars
sl. voru kynntar tillögur að nýju
fyrirkomulagi á greiðslu húsaleigu-
bóta og gerði fulltrúaráð sambands-
ins tillögur um nýtt fyrirkomulag
þar sem bætur skyldu ná til alls
húsnæðis óháð eignahaldi. Formað-
ur sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, gerði ágæta
grein fyrir þessum til-
lögum í Morgunblaðinu
sl. laugardag. Með því
fyrirkomulagi, sem
Sambandi ísl. sveit-
arfélaga leggur til, er
komið til móts við þær
athugasemdir sem þau
sveitarfélög hafa gert,
sem ekki greiða húsa-
leigubætur, þar á með-
ai Kópavogsbæ.
Bæjarstjórn Kópa-
vogs hefur margsinnis
ályktað um að núver-
andi fyrirkomulag sé
ekki viðunandi, m.a.
vegna þess að lagðar
séu skyldur á sveitarfélög, en þeim
ekki mætt með viðunandi tekju-
stofnum á móti. Með nýjum tillög-
um er hinsvegar komið til móts við
þessa gagnrýni okkar Kópa-
vogsbúa.
I framhaldi af 53. fundi fulltrúa-
ráðs Sambands ísl. sveitarfélaga
hef ég lagt fram tillögu í bæjar-
stjórn Kópavogs um að frá 1. jan-
úar 1998 verði greiddar húsaleigu-
bætur í Kópavogi. Ég tel þetta rétt-
lætismál fyrir þá fjölmörgu sem
þurfa á þessum bótum að halda og
bæjarstjórn Kópavogs sé ekki stætt
á því að taka ekki upp húsaleigu-
bætur.
Bragi
Michaelsson
Samskipti ríkis
og sveitarfélaga
Þetta mál sem hér er til umræðu
leiðir hugann að samskiptum ríkis
og sveitarfélaga og ekki síst ný-
legri tillögu ríkisstjórnarinnar um
að sveitarfélög komi að lækkun
skatta í tengslum við gerð þeirra
kjarasamninga sem nú er verið að
ganga frá. í sjálfu sér er ekkert að
því að sveitarfélög gæti að því hvar
setja eigi mörk skattlagningar eða
innheimtu þjónustugjalda, en slíkar
fyrirskipanir eða tillögur eiga hins-
vegar ekki að koma frá ríkisfórn.
Fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfé-
Margsinnis hefur
verið ályktað, segir
Bragi Michaelsson að
núverandi fyrirkomulag
sé óviðunandi.
laga er nauðsynlegt og má ekki
skerða með sífelldum ákvörðunum
eða lagasetningu að tilstuðlan ríkis-
stjórnar. Það er mikilvægt að skörp
skil séu þar á milli og einnig svig-
rúm fyrir sveitarstjórnir til þess að
taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þegar
ákvörðun um álögur á íbúa sveitar-
félaga er tekin geta verið fyrir hendi
þær aðstæður að íbúar séu sáttir
við hærri álögur tímabundið, ef
sveitarstjórn er að leysa verkefni
sem íbúar leggja áherslu á.
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Kópavogi og formaður
skóianefndar Kópavogs.