Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kærunefnd og fjármálaráðherra telja borgina bótaskylda gagnvart Sumitomo Lög og reglur EES brotin frá og með opnun útboða FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur staðfest þá niðurstöðu kærunefnd- ar útboðsmála að grunnreglur út- boðslaga og meginreglur EES samningsins um jafnræði bjóðenda og gegnsæi í opinberum innkaup- um hafi verið brotnar við meðferð Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar á útboðsmáli vegna hverfla- samstæðu fyrir Nesjavallavirkjun. Vegna þessa sé Reykjavíkurborg bótaskyld gagnvart Bræðrunum Ormsson, umboðsaðila Sumitomo Corp. Bræðurnir Onnsson kærðu framkvæmd útboðsins til fjármála- ráðuneytisins þann 26. mars si. og vísaði ráðuneytið málinu til kæru- nefndar útboðsmála. Þess var kraf- ist að úrskurðað yrði að meðferð borgarinnar við útboðsfram- kvæmdina hefði verið ólögmæt og að nefndin ákvæði að tilboð Sumi- tomo Corporation hefði verið lægsta og hagkvæmasta tilboðið og því skyldi tekið. Jafnframt að útboðsframkvæmdin yrði stöðvuð þar til niðurstaða lægi fyrir, auk þess sem gerður var fyrirvari um fjárkröfur, kröfur fyrir dómstólum og kröfur um aðgerðir Eftirlits- stofnunar EFTA. Ámælisverður formgalli Kærunefnd útboðsmála skilaði álitsgerð í fyrradag og í gær kvað ráðherra upp fyrrgreindan úrskurð. Kröfum um stöðvun útboðsfram- kvæmda og að tilboð Sumitomo verði lýst lægst og hagkvæmast var hafnað. Hins vegar er niður- staðan sú að reglur hafi m.a. verið brotnar með því að við opnun til- boða hafi þess ekki verið gætt að öll tilboð væru lesin upp svo sem skylt sé samkvæmt lögum um framkvæmd útboða. Þetta sé ámælisverður formgalli. Jafnframt kemur fram að Mitsubishi hafi lækkað tilboð sitt um 1 milljón dollara eftir að tilboð voru opnuð. Þar með hafi komið fram nýtt til- boð frá Mitsubishi og hafi það með þessum hætti farið niður fyrir til- boðsupphæð Sumitomo. Eins og fram hefur komið hefur Reykjavík- urborg gengið til samninga á grundvelli útboðsins við Mitsubishi. Karl Eiríksson, forstjóri Bræðr- anna Ormsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Bræðurnir Ormsson væru búnir að taka þátt í öllum tilboðum og útboðum við rafvæðingu landsins frá því að fyr- irtækið var stofnað árið 1922. „Við höfum aldrei séð ástæðu til að finna neitt að þeirri aðferð sem höfð hefur verið við úrvinnslu útboða fyrr en núna. Þessi mikli hraði sem var settur á þetta mál var óþarfur, það var eitthvað sem lá á að gera sem við ekki skildum," sagði Karl. Aðspurður hvort fyrirtækið mundi láta reyna á þá niðurstöðu ráðu- neytisins að borgin væri bótaskyld vegna málsins sagði Karl Eiríks- son: „Þetta mál fór í gang til þess að það verði farið rétt með þessa hluti. Við höfum ekkert hugsað út í bótaskyldu." Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana borgarinnar sagði að það sem hann teldi bera hæst í úrskurði nefndarinnar og ráðuneytisins væri það að helstu kröfu kærenda um stöðvun útboðs- framkvæmda og að tilboð Sumi- tomo verði metið það hagstæðasta væri hafnað. „Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við kröfur Reykja- víkurborgar." Hefur ekki lögsögu Alfreð sagðist ekki mikið hafa um „þessa lögfræðiritgerð kæru- nefndarinnar" að segja á þessu stigi. „En ég minni á að Reykjavík- urborg viðurkenndi ekki og viður- kennir ekki enn að fjármálaráðu- neytið hafi haft lögsögu í þessu kærumáli. Satt að segja er maður hissa á því örlæti fjármálaráðherra að taka upp þá nýbreytni að gefa einstaklingum og fyrirtækjum ókeypis lögfræðiaðstoð á kostnað skattborgaranna." Alfreð sagði að álit kærunefndar væri enginn dómur. „Við erum ekki sammála þessu áliti og ef umboðsaðili Sumitomo vill fara í mál þá mun koma í ljós hver niður- staðan verður." 15 mánuð- ir fyrir að binda konu ognauðga HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vestur- lands yfir 27 ára gömlum manni um 15 mánaða fang- elsi og greiðslu 350 þúsund króna skaðabóta til 42 ára gamallar konu sem talið er sannað að maðurinn hafi nauðgað. Maðurinn bar fyrir sig minnisleysi um atvik en með framburði konunnar, vitna sem hún talaði við eftir at- burðinn og læknis sem skoð- aði hana er talið sannað að maðurinn hafi nauðgað kon- unni eftir að hafa bundið hönd hennar og fót. Fólkið var fyrrverandi vinnufélagar og fór saman í samkvæmi ásamt annarri konu á heimili hennar eftir að hafa hist á veitingastað í júní á síðasta ári. I dómi Hæstaréttar þar sem héraðsdómur er staðfest- ur kemur fram að þar sem ríkissaksóknari hafi ekki krafist þess komi ekki til álita að þyngja refsingu mannsins. Flugleiðir Afpantan- ir vegna boðaðs verkfalls VERKFALLSBOÐUN Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna hjá Flugleiðum hefur nú þegar haft áhrif. Segir Einar Sigurðsson full- trúi forstjóra Flugleiða að bæði hafi einstaklingar og hópar afpant- að flugferðir, fyrst og fremst út- lendingar. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær samþykktu 94% flugmanna ofangreinda verk- fallsboðun og skal áréttað að hún nær aðeins til Flugleiða enda hefur FÍA samið við ýmsa aðra flugrek- endur. Á kjörskrá vegna þessarar verkfallsboðunar voru 168 flug- menn. Samningafundur á mánudag Boðað er þriggja daga verkfall frá næsta föstudagskvöldi og síðan frá 25. apríl hafi þá ekki samist. Næsti samningafundur er ráðgerð- ur á mánudag. Morgunblaðið/Golli ÁHÖFN varðskipsins Ægis, ásamt mönnum frá björgunarsveitum í Hafnarfirði og Reykjavík og köfurum frá Slökkviliði Reykjavík- ur, tókst skömmu eftir hádegi í gær að koma festingum á flak TF-CCP og hífa það um borð í skipið. Markaðssetning FI hafði þegar farið fram erlendis ÁFRAM héldu í gær fundahöld hjá forráðamönnum Flugleiða og Flug- félags Norðurlands til að meta stöð- una eftir ákvörðun Samkeppnisráðs um skilyrði fyrir rekstri Flugfélags íslands. Alllangt er síðan tekið var að markaðssetja áætlun FÍ meðal erlendra ferðaskrifstofa en eins og önnur mál er það nú í biðstöðu. Verra fyrir FN en Flugleiðir „Við höfum unnið allan febrúar og mars við að kynna fyrirtækið, gera samninga og ráðstafanir til að geta hafið flug undir þessu nýja nafni 1. júní og þess vegna er erfitt að fá á sig skilyrði sem eru svona ströng, svo ströng að við erum jafn- vel að velta fyrir okkur hvort hægt sé að halda áfram,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FN í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Hann sagði jafnframt að skil- yrðin væru flókin, meta þyrfti hver þeirra væru alvarleg og hver eðlileg. „Ef endanleg niðurstaða yrði sú að þessi skilyrði væru óaðgengileg þá er áfaliið miklu meira fyrir Flugfélag Norðurlands en Flugleiðir. Þarna er allur rekstur okkar undirlagður en aðeins lítill hluti af rekstri Flugleiða þó það fyrirtæki myndi einnig líða eitthvað fyrir þetta. Við værum kannski allt í einu svipt trausti og tiltrú markaðarins svo þetta er hið alvarlegasta mál fyrir okkur.“ Ráðgert var að leiðakerfi Flugfé- lags íslands yrði að mestu svipað núverandi áætlunarkerfí Flugfélags Norðurlands og Flugleiða innan- lands. „Við höfðum hugsað okkur betri þjónustu á suma staðina, nota minni vélarnar eftir því sem bókanir og sætaþörfin krefur," sagði Páll Halldórsson forstöðumaður Flug- leiða innanlands. Hann sagði hinn nýja rekstur bjóða uppá meiri sveigj- anleika en verið hefði. Þannig mætti búast við að Metró-vélar, sem taka 19 manns, yrðu stundum sendar á ísafjörð eða Egilsstaði ef fyrirsjáan- legt væri að Fokker, sem tekur 50 manns, væri óþarflega stór. Afráðið var að kaupa tvær notað- ar Metró-vélar fyrir FÍ en þau kaup eru nú í biðstöðu. Samningar höfðu ekki verið undirritaðir. Flak TF-CCP og lík þeirra sem fór- ust flutt til Reykjavíkur Hífð þremur dögum eftir að hún fannst LIÐI manna frá Landhelgis- gæslunni, Slökkviliði Reykjavík- ur og björgunarsveitum tókst skömmu eftir hádegi í gær að koma festingum á flak flugvél- arinnar TF-CCP, sem fórst á laugardaginn var. Hífð í einu lagi Flak vélarinnar fannst á rúm- lega 30 metra dýpi á mánudags- kvöld, um tvo kílómetra norður af álverinu í Straumsvík. Vélar- innar hafði þá verið leitað síðan á laugardag. Hún lá á réttum kili en með nefið niðri og mikið brotin. Kaf- að var að vélinni á mánudags- kvöld og tilraun gerð til að hífa hana upp, en hún reyndist ár- angurslaus og einnig tilraunir á þriðjudag og miðvikudag, aðal- lega sökum veðurs. Klukkan 15 í gær hifði varð- skipið Ægir flakið upp og náðist það í einu lagi, með lík mann- anna tveggja, sem fórust, um borð. Skipið sigldi síðan til Reylyavíkur og kom með flakið og líkin til hafnar á fimmta tím- anum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.