Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 60
£7€. qnœnm grein MHBD SPAmÁSKRirr @ BIJNAÐARBANKI ISLANDS Jtemdd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRL: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Séreignarsjóðir hyggjast stofna samtök gegn lífeyrisfrumvarpinu Félagar í séreignarsjóðum skyldaðir í sameignarsjóði NÁI frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutiyggingu lífeyrisréttinda og lífeyrissjóði fram að ganga, verð- ur nokkrum þúsundum manna á vinnumarkaði, sem til þessa hafa greitt öll sin lífey risiðgj öld í séreign- arsjóði, gert skylt að greiða 10% lágmarksiðgjald _af launum sínurn í sameignarsjóði. I sameignarsjóðum erfist inneign ekki til maka eða barna ef sjóðfélagi fellur frá, ólíkt því sem gerist í séreignarsjóðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allir, sem vinna fyrir tekjum, greiði 10% af þeim í sameignarsjóð en geti greitt viðbótariðgjald í séreign- arsjóð. Til þessa hefur hins vegar hluti þeirra, sem starfa á vinnu- markaði, til dæmis sjálfstæðir at- vinnurekendur og ýmsir, sem standa utan stéttarfélaga, getað ráðstafað öllum lífeyrissparnaði sín- um til séreignarsjóða. Aðrir laun- þegar hafa verið skyldaðir til að greiða í ákveðna sameignarsjóði. Samtök stofnuð í næstu viku Mikil óánægja er með þessi ákvæði frumvarpsins á meðal fjár- málafyrirtækja, sem reka séreign- arsjóði. Forsvarsmenn séreignar- sjóða komu saman á fundi í gær og ákváðu að setja á laggirnar starfshóp til að undirbúa stofnun landssamtaka fijálsra lífeyrissjóða. Undirbúningshópurinn kemur sam- an í dag og er stofnun samtakanna ráðgerð í næstu viku, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Aðild að slíkum samtökum ætti á ellefta þúsund sjóðfélaga í sér- eignarsjóðum. Séreignarsjóðir hafa farið ört stækkandi undanfarin ár og er einkum yngra fólk í hópi nýrra sjóðfélaga, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Meirihluti greiðenda eingöngu í séreignarsjóði Að mati viðmælenda Morgun- blaðsins eru u.þ.b. 60% þessara sjóðfélaga virkir greiðendur í sjóð- ina. Talsmenn séreignarsjóða telja að langmestur hluti þess fólks greiði öll sín lífeyrisiðgjöld til séreignar- sjóða, en minnihlutinn sé að bæta við það, sem hann hafi þegar greitt í sameignarsjóði. Því gætu á bilinu 3.000 til 5.000 manns greitt í sér- eignarsjóði eingöngu eins og nú háttar til. Mikil óánægja með lífeyrisfrum- varpið kom fram á almennum sjóð- félagafundi Almenns lífeyrissjóðs Verðbréfamarkaðar íslandsbanka í gær, en ALVÍB er fjölmennasti sér- eignarsjóðurinn með um 5.000 fé- laga. Fundurinn samþykkti harð- orða ályktun gegn frumvarpinu. Styrkir núverandi kerfi að mati fjármálaráðherra Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir í viðtali við Morgunblað- ið í dag að með því að allir einstakl- ingar á vinnumarkaði taki þátt í félagslegri samtryggingu styrkist núverandi lífeyriskerfí. „Það er óviðunandi að sumum sé ætlað að taka þátt í félagslegri sam- tryggingu og tryggja sér ellilífeyri til æviloka á meðan öðrum nægir að safna í séreignarsjóð sem hlutað- eigandi getur e.t.v. verið búinn að eyða fyrir starfslok,“ segir Friðrik. ■ Frumvarpið þvert á/10 ■ Allir verða að greiða/30 Magnesíumverk- smiðja á Reykjanesi 36 millj- arða fjár- festing Fjárfestingarkostnaður við byggingu magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi yrði um 36 milljarðar íslenzkra króna, samkvæmt niðurstöðum hag- kvæmniathugunar, sem kynnt var á aðalfundi ís- lenzka magnesíumfélagsins í gær. Þýzkt fyrirtæki vill byggja Þýzkt fyrirtæki, Saltgitter Anlagenbau, dótturfyrirtæki Preussag AG, lýsti því jafn- framt yfir á fundinum að það væri reiðubúið að gera bind- andi samning um byggingu verksmiðju fyrir þessa upp- hæð og tryggja að hún gengi með 50.000 tonna framleiðslu hreins magnesíums. ■ Þýzkt fyrirtæki/6 Metár hjá SR-mjöli Hagnaður hátt í hálfur milljarður HAGNAÐUR SR-mjöls hf. nam alls um 471 milljón króna á síð- asta ári eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðra tekju- og eignar- skatta að fjárhæð samtals 200 milljónir. Þetta er meira en sex- falt meiri hagnaður en árið 1995 þegar hagnaðurinn nam um 75 milljónum. Fyrirtækið vann úr um 394 þúsund tonnum af hráefni á árinu, en magnið var 274 þúsund tonn árið áður. Heildarvelta félagsins nam alls 4.636 milljónum króna og rekstrargjöld án afskrifta 3.702 milljónum. Rekstrarhagnaður án afskrifta nam því alls 934 milljón- um. Veltan á árinu 1995 nam alls 2.873 milljónum og nemur því veltuaukningin á milli ára um 61%. 180 þúsundtonn á þessu ári Árið 1996 var metár hjá SR- mjöli bæði hvað varðar hráefnis- magn og afkomu. Er magnið um 50 þúsund tonnum meira en á ár- inu 1993 sem var metár. ■ Hagnaður/16 -----» ♦ ♦----- ISAL samdi SKRIFAÐ var undir kjarasamning milli starfsmanna álversins í Straumsvík og viðsemjenda þeirra undir miðnætti hjá Ríkissáttasemj- ara. Um er að ræða um 400 starfs- menn íslenska álfélagsins. Fundir höfðu staðið í allan gærdag. í gær funduðu einnig fulltrúar Útgarðs, félags háskólamanna, og bókasafnsfræðingar ásamt viðsemj- endum sínum. I hrikalegu landslagi upp Everest í FERÐ íslensku Everestfar- anna upp Everest þurfa þeir að fara yfir Khumbu skriðjökulinn, sem er hrikalegur yfirferðar. Sprungurnar í jöklinum eru allt upp í 10 metra breiðar og marg- ir tugir metra á dýpt. Jökullinn gengur fram um einn metra á dag og landslagið er því sí- breytilegt. Leiðangursmenn ganga yfir sprungurnar á álstig- um sem lagðir hafa verið yfir þær. Sumar eru svo breiðar að binda þarf stigana saman til að þeir nái yfir. Ferð íslending- anna upp fjallið hefur gengið vel og hafa þeir nú loks fengið allan búnað sinn, en hann tafð- ist í tolli á leið til Nepals. ■ Við bænahald/6 ísfélag Vestmannaeyja selur 10% hlut sinn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Losa fé vegna fjárfestinga ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur selt um 10% hlut sinn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fyrir um 740 milljónir króna. Kaupendur eru Líf- eyrissjóður verslunarmanna með 475 milljónir, íslenski fjársjóðurinn með 110 milljónir, Þróunarfélag ís- lands með 100 millj. og íslenski hlutabréfasjóðurinn með 55 millj.. Lífeyrissjóður verslunarmanna samdi um kaup á 6,7% hlut Norður- tangans í SH í byrjun mars en nú er ljóst að aðrir eigendur neyta for- kaupsréttar síns að hlutnum. „Það eru mikil verðmæti fólgin í 10% eignarhluta í SH. Við höfum staðið í miklum fjárfestingum og munum gera svo áfram. Þess vegna | var ákveðið að losa þetta fé,“ sagði Sigurður Einarsson framkvæmda- stjóri ísfélags Vestmannaeyja. „Rekstur ísfélagsins hefur gengið vel, hann skilaði hagnaði á síðasta ári og sala þessa eignarhlutar er því ekki til komin vegna erfíðleika í rekstri," segir Sigurður ennfremur. Samningur um sölu bréfanna er gerður með þeim fyrirvara að allir forkaupsréttarhafar falli frá rétti sínum. Samkvæmt samþykktum SH hefur stjórn fyrirtækisins forkaups- rétt í fjórar vikur og aðrir eigendur síðan í fjórar vikur. Þá eiga seljend- ur afurða, sem ekki eru hluthafar, forkaupsrétt í aðrar fjórar vikur, þannig að ekki skýrist fyrr en eftir 2-3 mánuði hvort fyrrnefndir aðilar verða endanlegir kaupendur. Sigurður Einarsson bendir á að á síðasta ári hafi loðnuskipið Antares verið keypt að utan og miklar eadur- bætur gerðar á frystihúsi og loðnu- vinnslu fyrirtækisins. „Við þurfum að halda áfram á sömu braut. Það þarf að gera enn betur í loðnuvinnsl- unni svo við fáum starfsleyfi til loðnubræðslu allt árið, en það mun bæta rekstrarstöðu okkar verulega. Við höfum einnig verið að setja upp nýja flæðilínu í frystihúsinu 'og öil miðar þessi fjárfesting að því að bæta reksturinn í framtíðinni." Sigurður segir að ísfélagið muni áfram selja afurðir sínar í gegnum SH, enda hafi verið gerður um það samningur til eins árs þegar SH var breytt í hlutafélag. „Salan á eignar- hlutnum í SH er ekki til komin vegna óánægju með störf félagsins, enda mun SH selja afurðir okkar áfram og engin breyting er fyrirhuguð á því.“ Sala bréfanna átti sér stað fyrir milligöngu Landsbréfa hf., en fyrir- tækið hafði einnig umsjón með samningum um sölu á 6,7% hlut Noi'ðurtangans til Lífeyrissjóðs verslunarmanna í byijun mars. Hins vegar er nú orðið ljóst að aðrir eig- endur Sölumiðstöðvarinnar hyggjast neyta forkaupsréttar síns að þeim bréfum, en söluverðmæti þeirra er samtals 475 milljónir. Þetta eru sömu aðilar og þeir _sem hafa for- kaupsrétt að hlut ísfélags Vest- mannaeyja í Sölumiðstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.