Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 43 FRÁ afhendingu tækisins: Stanislovas Maknavicius, skurðlækn- ir, Juozas Olekas frá Rótrýklúbbi Vilníus og Genadijus Dolvz- enko, yfirlæknir barnaspítalans. Islenskt framlag til barnaspítala í Litháen Morgunblaðið/Þorkell Á MYNDINNI má sjá vinningshafana, f.v. Pétur Björnsson og Hafdís Hrund Gísladóttir ásamt fulltrúa B&L, Guðmyndi Páls- syni, og fulltrúa Vífilfells, Söru Lind. FYRIR nokkru hóf barnaspítali í Vilníus í Litháen notkun skoðunar- tækis sem keypt hafði verið fyrir atbeina Rótarýumdæmisins á ís- landi. Tækið kostaði 18 þúsund dollara eða um 1,2 milljónir króna. „Rótarýsjóðurinn (Rotary Fo- undation) sem var stofnaður árið 1928 er voldugasta stofnun Rót- arýhreyfingarinnar og veitir styrki til menningar- og mannúðarmála á mörgum sviðum. Framlög í sjóð- inn eru frjáls en á starfsárinu 1994-95 námu þau um 62 milljón- um dollara, þar af var framlag íslands 25.600 dollarar eða tæp- lega 1,7 milljónir íslenskra króna. Fjöldi íslenskra námsmanna hefur hlotið styrk úr sjóðnum en megin- hluti framlaganna fer til alþjóðlegs hjálparstarfs, eins og til dæmis bólusetningar barna í þróunarlönd- unum gegn lömunarveiki og öðrum smitsjúkdómum. Ef rótarýumdæmi hefur áhuga á að hrinda í framkvæmd sérstöku mannúðarverkefni og er reiðubúið að veita til þess ákveðna íjárupp- hæð getur það fengið jafnháa upp- hæð til verkefnisins úr hinum al- þjóðlega Rótarýsjóði. Þennan möguleika hafa íslenskir rótarý- menn nú notfært sér í fyrta sinn með fyrrgreindum árangri," segir í fréttatilkynningur frá Rótarýum- dæminu á íslandi. Þar segir ennfremur: „Samband komst á við barnaspítalann í Vil- nius og stjórnendur hans voru beðnir að tilgreina hvaða læknin- gatæki þeir hefðu mesta þörf fyr- ir. Eftir bréfaskriftir og aðstoð margra góðra manna hérlendis og erlendis tókst að fá mótvægis- styrkinn frá Rótarýsjóðnum og gott samstarf tókst við Rótarý- klúbbinn í Vilníus, en fulltrúar hans tóku þátt í afhendingu skoð- unartækisins. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri, var formaður íslensku Rótarýsjóðsnefndarinnar sem hafði veg og vanda af fram- kvæmd málsins. í skrifum dag- blaðs í Litháen var sérstaklega þakkað að heimamenn skyldu sjálf- ir fá að velja það tæki sem keypt var. í bréfi frá spítalanum er ís- lensku rótarýklúbbunum þakkaður stuðningurinn fyrir hönd barn- anna, foreldra þeirra og starfs- manna spítalans.“ Trúnaðarbréf afhent NÝLEGA afhenti Eiður Guðnason sendiherra Glafcos Clerides, forseta Kýpur,_ trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Islands á Kýpur með aðsetur í Ósló. Forystumenn sveitarfélaga í heimsókn til Hornafjarðar NÝVERIÐ komu forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga í heimsókn til Hornafjarðar. Voru það Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formað- ur, Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri og Garðar Jónsson deildar- stjóri hagdeildar sambandsins. I fréttatilkynningu frá SIS segir að tilefni heimsóknarinnar hafi ver- ið boð Sturlaugs Þorsteinssonar bæjarstjóra um viðræður fulltrúa sambandsins og bæjarstjórnar Hornafjarðar um ýmis mál er snerta sveitarfélögin í landinu. Hittu gestirnir ýmsa embættis- menn bæjarins og bæjarfulltrúa. „Var farið yfir ýmis mál svo sem hvernig tekist hefði til með flutning á rekstri grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga, hugmyndir um breytingar á húsaleigubótakerfi, félagslega húsnæðiskerfinu, lífeyr- issjóðsmálum sveitarfélaga og fleira. Einnig fengu heimamenn tækifæri til þess að kynna fyrir fulltrúum sambandsins hvernig til hefði tekist með ýmis verkefni sem bæjarstjórn Hornafjarðar hefur fengist við að undanförnu, m.a. reynsluverkefni í heilbrigðis- og öldrunarmálum, breytingar í skóla- málum, nýja stjórnsýslu sveitarfé- lagsins og fleira. Auk þess var rætt um góða reynslu Hornfirðinga af sameiningu sveitarfélaga frá 1994 og viðræður sveitarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu um frek- ari sameiningu. Að mati beggja aðila var heim- sóknin árangursrík og til þess fall- in að efla samstarf og sóknarhug sveitarfélaganna í landinu,“ segir þar ennfremur. Styðja húsa- leigubætur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Leigjendasamtakanna: Stjórn Leigjendasamtakanna fagnar framkomnum tillögum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um húsaleigubætur og lýsir yfir ein- dregnum stuðningi við þær. Stjórnin skorar á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér í þessu mikla réttlætismáli og væntir þess að fyrr- nefndar tillögur verði lögfestar fyr- ir áramót.“ „Hundaheppi“ RENAULT Megan var afhentur nýlega vinningshöfum í skafmiða- leik Sambíóanna, Vífilfells og B&L. „Hundaheppni er skafmiðaleik- ur sem gekk þannig fyrir sig að ef viðskiptavinir stórmarkaða keyptu kippu af tveggja Htra Coke eða Diet Coke fylgdi skafm- iði með. Það voru vinningar á öllum skafmiðunum og gat fólk unnið sér inn allt frá bíómiðum, kókskvísum til bílsins umrædda. Fjörutíu þúsund skafmiðar voru í boði. Leikurinn heppnaðist afar vel en hann snerist um kvikmynd- ina 101 dalmatíuhundur sem er páskamynd Sambíóanna," segir í fréttatilkynningu. Vilja breytingar á lögum um æskulýðsmál MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Æskulýðs- sambandi íslands: „Sambandsstjórnarfundur Æsku- iýðssambands Islands haldinn þann 3. apríl 1997 lýsir yfir ánægju sinni með að menntamálaráðuneytið skuli vera að vinna að breytingum á lögum um æskulýðsmál. Sambandsstjórnin telur að lögin verði líklegri til að ná markmiðum sínum komi fulltrúi sambands landssamtaka ungs fólks að þeirri vinnu strax á mótunarstigi en sé ekki ætlað að koma með lítils háttar lagfæringar eftir á. Fundur- inn lýsir yfir óánægju með að ráð- herra ætli að láta ráðuneytið vinna einhliða að breytingum á lögum um æskulýðsmál í stað þeirra væntinga sem hann hafði gefið ÆSÍ um að setja nefnd í málið þar sem fulltrúar sambandsins ættu aðild að.“ Mótmæla hækk- un á brauðum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verka- mannafélaginu Hlíf: „Fundur haldinn í Verkamanna- félaginu Hlíf, fimmtudaginn 3. apríl 1997, mótmælir harðlega nýlegri hækkun á brauðum. Fundurinn telur að frambærileg- ar forsendur fyrir þessum hækkun- um séu ekki fyrir hendi, þarna sé einungis um geðþóttaákvarðanir að ræða, sem almenningur verði að mótmæla harðlega. Fundurinn hvetur allt launafólk til að fylgjast vel með allri þróun verðlagsmála og sniðganga vörur frá fyrirtækjum sem hækka vörur sínar án þess að gildar forsendur liggi þar á bak við.“ Ennfremur: „Fundur í Verka- mannafélaginu Hlíf, fimmtudaginn 3. apríl 1997, tekur undir kröfur um bætt kjör aldraðra, sem fram komu á fundum í Félagi eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni þann 2. og 8. mars sl. Um leið og fundurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögur Félags eldri borgara í trygginga- málum, skattamálum, lífeyrismál- um og heilsugæslumálum, skorar hann á stjórnvöld að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tillögur félagsins nái fram að ganga sem fyrst. Jafnframt skorar fundurinn á hvert einstakt verkalýðsfélag og heildarsamtök launafólks að lýsa yfir stuðningi við fyrrgreindar til- lögur og þrýsta þar með á stjórn- völd um verulega bætt kjör ellilíf- eyrisþega, þannig að íslenska þjóðin geti kinnroðalaust sætt sig við hvernig búið er að þessum þjóðfé- lagshóp." A B A U G LV S 1 ISI < (9 NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 15. apríl 1997 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Bakkatjörn 12, Selfossi, þingl. eig. Ingvi Sigurðsson og Sigríður Bergsdóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Selfosskaupstaður. Baugstjörn 35, Selfossi, þingl. eig. Baldvin Kristjánsson, gerðarbeið- endur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Selfosskaupstaður, sýslu- maðurinn á Selfossi og Vátryggingafélag íslands hf. Dynskógar32, Hveragerði, þingl. eig. Páll Björgvin Kristjánsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki (slands Hveragerði, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Hveragerðisbær. Hásteinsvegur 12, Stokkseyri, þingl. eig. Kjartan Jónsson, gerðarbeið- andi Vátryggingafélag fslands hf. Hellisgata 6, Úthlið, Bisk., þingl. eig. BrynjúlfurThorarensen, gerðarb- eiðendur Sjóvá-Almennar hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og sýslumaðurinn á Selfossi. Reykjamörk 1, Hveragerði, þingl. eig. Gunnar Berg Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Félag veggfóðrarameistara. Sambyggð 2, íb. C-3, Þorlákshöfn, þingl. eig. Hafdís Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Seftjörn 18, Selfossi, þingl. eig. Védís Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Selfosskaupstaður. Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Nesvegi 3, lögreglu varðstofunni, Stykkishólmi, föstudaginn IS.apríl 1997 kl. 15.00: GV-397 IB-907 K-3293 R-38596 R-53649 Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Grundargötu 33, lög- regluvarðstofunni, Grundarfirði, föstudaginn 18. apríl 1997 kl. 13.00: IR-956 OK-307 R-32932 XE-805 Eftirtaldar bífreiðír verða boðnar upp á Ólafsbraut 34, lögregl- uvarðstofunni, Ólafsvík, föstudaginn 18. apríl 1997 kl. 11.00: A-12699 GÖ-363 HK-574 HP-437 HÞ-264 HÖ-316 IM-896 IY-356 JV-839 KS-364 MM-495 MU-681 PP-664 R-15765 R-21128 R-27116 R-28125 R-50929 RZ-803 TL-083 UN-182 XD-2336 Þ-2604 Ö-3611 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi 10. apríl 1997. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfélag Kópavogs. ;ópavogsbúar — opið hús Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10- 12 í Hamraborg 1, 3. hæð. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, verð- ur gestur i opnu húsi á morgun, laugardaginn 12. apríl. Allir bæjarbúar velkomnir. Heitt kaffi á könnunni. SMÁAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 heldur Haraldur Ólafsson prófessor erindi um shamanisma í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjón- usta félagsins opin með mikið ún/al andlegra bókmennta. Hugleiðslustund með leiðbeiningum er á sunnudögum kl. 17. Allir eru velkomnir. Félagar athugið að áður auglýstur aðalfundur félagsins flyst fram um eina viku til laugardagsins 10. maí 1997 kl. 15. I.O.O.F. 12 <■ 1784118'/2 - I.O.O.F. 1 = 1774118’/2 = Vf. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 13. apríl kl. 13: Afmælisganga 1. ferð Valhúsahæð — Suðurnes. Tilvalin fjölskylduganga. Brottför frá Mörkinni 6 og BSÍ, austan- megin. Hægt að mæta við Val- húsahæð. Afmælisganga í tilefni 70 ára afmælis Ferðafélagsins, fyrstu gönguferðar Ferðafélags- ins á Seltjarnarnes árið 1936 og 60 ára afmælis hringsjárinnar á Valhúsahæð. Allir velkomnir. Skíðaganga í Marardal kl. 10.30. - kjarni málsins! Sýslumaðurinn á Selfossi, 10. apríl 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.