Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 29 Varð frelsi í lyfja- verslun til góðs? í DAG er eitt ár síð- an verslunin Lyfja var opnuð. Lyfja var fyrsta apótekið í höfuðborg- inni sem var opnað samkvæmt ákvæðum nýrra lyfjalaga sem komu á frelsi í opnun lyfjabúða eftir aldir einokunar. Með opnun Lyfju urðu þáttaskil í lyfjaverslun hér á landi og af því tilefni er at- hyglisvert að líta eitt ár til baka og skoða áhrif nýju lyfjalaganna og stofnun Lyfju á markaðinn. Setjum lög og þó ekki... Ákvæði nýju lyfjalaganna um opnun lyfjabúða áttu að taka gildi í nóvember 1995. Lyfja hafði þá þegar fest kaup á húsnæði og aug- lýst eftir starfsfólki og stefnt var að opnun í lok nóvember. Heilbrigð- isráðherra tilkynnti hins vegar í byijun október að hann hyggðist fresta gildistöku ákvæðisins til júlí 1996. Haldbær rök fyrir þeirri frest- un voru þó engin og aðdragandinn að opnun Lyfju var því í raun próf- steinn á það, hvort ráðherra væri yfirleitt fylgjandi frelsi og sam- keppni á lyfsölumarkaði. Fyrir stofnendur Lyfju var þetta ekki síð- ur orðið spurning um það, hvort treystandi væri á gildandi lög. Nið- urstaðan varð sú að daginn áður en umrædd lagaákvæði áttu að öðlast gildi frestaði Alþingi gildis- tökunni til 15 mars á si. ári í stað 1. júli eins og stefnt hafði verið að. Þann 15. mars hafði kerfið þó ekki alveg gefist upp, því dráttur á umsögn Reykjavíkur- borgar og lyfsöluleyfi frá heilbrigðisráðu- neyti tafði opnun Lyfju til 11. apríl. Frá einokun til samkeppni á einum degi 11. apríl 1996 var í senn viðburðaríkur og eftirminnilegur. Lyfja tilkynnti að verslunin yrði opin alla daga vik- unnar frá 9-22 og að hún hyggðist ríða á vaðið og bjóða lægra lyfjaverð en áður hafði tíðkast hérlendis. Viðtökur neyt- enda voru mjög góðar og viðbrögð hefðbundinna apóteka létu heldur ekki á sér standa. Næstu daga og vikur reið yfir holskefla auglýsinga frá apótekum á höfuðborgarsvæð- inu þar sem í boði var tímabundið lægra lyfjaverð. í dag að ári liðnu er ljóst að nýju lyfjalögin hafa leitt til lægra lyfjaverðs og betri þjón- ustu fyrir neytendur. Á þessu tíma- bili hefur verð á lausasölulyfjum almennt lækkað og veruleg sam- keppni skapast í formi afslátta af lyfseðilsskyldum lyfjum til neyt- enda. Þjónusta apóteka hefur stór- aukist s.s. með lengri afgreiðslu- tíma, lyfjafræðilegri umsjá, sjálfs- afgreiðslu á vörum, ráðgjöf hjúkr- unarfræðings og svo mætti lengi telja. Hveijir lifa af? Frá því Lyfja var opnuð hefur apótekum fjölgað umtalsvert í Reykjavík. Mörgum hefur eflaust fundist þróunin vera hröð en þegar Frá stofnun Lyfju hefur verð á lausasölulyfjum almennt lækkað. Ingi Guðjónsson þakkar það aukinni samkeppni á lyfjamarkaðnum. betur er að gáð er hún ósköp eðli- leg. Fyrr var við lýði einokun og þeir sem höfðu áhuga og dug til að stofna apótek í Reykjavík frá grunni fengu ekki tækifæri til þess. Eini möguleikinn var að fara fyrst út á landsbyggðina með von um stærra brauð síðar til umbunar í höfuðborginni. Þegar til hennar var komið var tilveran áhyggjulaus í skjóli einokunar. Samkeppni var engin þar sem hvert apótek hafði sitt skilgreinda markaðssvæði og ekki þurfti að afla viðskiptavina. En nú er það liðin tíð. Þau apótek sem hafa verið sett á laggirnar samkvæmt nýju lyfjalögunum hafa byijað frá grunni í gjörbreyttu umhverfi þar sem samtrygging ræður ekki lengur ríkjum heldur bláköld samkeppni. Þau apótek sem standa sig betur í samkeppninni verða ofan á, hin lúta í lægra haldi. Þannig eru markaðslögmálin. Sam- keppnin á lyfjamarkaði, eins og annars staðar, skilar sér í hag- kvæmari rekstri, lægra verði og aukinni þjónustu. Þegar spurt er hvort frelsi í lyfjaverslun hafi orðið til góðs, svara neytendur þeirri spurningu því hiklaust játandi. Höfundur er forstjóri Lyfju. Ingi Guðjónsson Ráðgjafar- og sálfræðiþjón- usta barna á leikskólaaldri MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ gaf út skýrslu í september 1996 sem heitir „Ráð- stefna menntamála- ráðuneytisins um ýmis málefni barna og ungl- inga með sérþarfir, haldin 2. mars 1996.“ Kveikjan að ráðstefn- unni var ósk frá Lands- samtökunum Þroska- hjálp um að Sala- manea-yfirlýsingin yrði kynnt svo og rammaáætlun um að- gerðir vegna nemenda með sérþarfir. Sala- manca-yfirlýsingin er afrakstur alþjóðlegrar ráðstefnu um menntun nemenda með sérþarfir, haldin af UNESCO og spænska menntamálaráðuneytinu 7.-10. júní 1994. í skýrslunni er fyrst og fremst íjallað um námslegar sérþarfir barna, þrátt fyrir að nafn skýrsl- unnar gefi til kynna að fjallað verði um „ýmis málefni barna og ungl- inga með sérþarfir". Ekki kemur það á óvart, því bæði er að mennta- málaráðuneytið ber ábyrgð á menntun barna okkar og Sala- manca-yfírlýsingin er fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til menntunar, þ.e. að réttur til mennt- unar sé öllum tryggður, hversu sundurleitir sem einstaklingarnir eru. Ég er sammála þessum viðhorf- um til menntunar en ég hefði viljað sjá almennari umfjöllun um hvernig eigi að mæta margskonar sérþörf- um barna, ekki bara kennslufræði- legum. Einnig er sá annmarki á skýrslunni að lítið sem ekkert er Qallað um sérþarfir barna á leik- skólaaldri, hvort sem þau eru í leikskóla eða ekki. Ekki er skóla- skylda í leikskólann og ekki fá öll börn inn- göngu, einfaldlega vegna þess að ekki er búið að byggja upp leikskólakerfið, sem er þó mismunandi eftir sveitarfélögum. í lögum um leik- skóla nr. 78/1994 gr. 15. og 17. er kveðið á um að leikskólar skuli geta veitt börnum með sérþarfir eins og fötl- un, tilfinningalega eða félagslega erfiðleika, sérstaka aðstoð og þjálfun undir handleiðslu sérfræðinga og leik- skólar byggðir og reknir þannig að þeir geti sinnt fötluðum börnum. Mikilvægt er, segir Ingi Jón Hauksson, að öll börn og foreldrar geti notið þjónustunnar. 116. gr. stendur að veita beri for- eldrum barna og starfsfólki leik- skóla nauðsynlega ráðgjöf og þjón- ustu. Nánar er síðan kveðið á um þetta í reglugerð nr. 225/1995 um starfsemi leikskóla. Þar segir að öllum sveitarfélögum, er standa að rekstri leikskóla eða hafa heimilað rekstur leikskóla, er skylt að sjá leikskólum fyrir ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu. Skipulag slíkrar þjónustu er komin misvel á veg í hinum ýmsu sveitarfélögum. Von- andi bera sveitarfélögin gæfu til að skipuleggja þessa þjónustu af þekkingu á sérþörfum barna með því að leita aðstoðar greiningarað- ila (lækna, sálfræðinga, talmeina- fræðinga) og annarra reyndra starfsmanna ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustunnar sem hefur verið við lýði í leikskólum og grunnskól- um. Ég vara þó við að tekið sé mið af „Reglugerð um sérfræði- þjónustu skóla“ (386/1996), þar sem gert er ráð fyrir að allar sér- þarfir barna séu kennslufræðilegs eðlis. Ekki nægir að horfa bara til for- eldra og barna sem eru í leikskóla. Mikilvægt er og öll börn á aldrinum 0-18 ára og foreldrar geti notið ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu. Hér á ég við faglega góða ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu sem hefur að markmiði: forvarnir, leitarstarf, eft- irlit með þjálfun, kennslu og með- ferð barna og sálfræði- og uppeldis- ráðgjöf við fjölskyldur. Þjónusta við fjölskyldur með það að markmiði að hjálpa börnum með sérþarfir á heildstæðan og skilvirkan hátt þannig að öll börn á leikskóla- og grunnskólaaldri geti nýtt hæfileika sína þrátt fyrir þroskafrávik, til- finningaerfiðleika, líkamlega sjúk- dóma, misnotkun/ofbeldi og félags- legar aðstæður. Ekki ætla ég að koma með lausn á hvernig skipu- leggja skuli slíka þjónustu, en brýn þörf er að tengja saman með form- legum hætti þjónustu heilsugæslu- stöðva, aðra heilsugæslu barna, starfsemi svæðisskrifstofa um mál- efni fatlaðra, barnavernd og sál- fræðiþjónustu í leikskólum og grunnskólum. Höfundur er sálfræðingur á Dagvist barna íReykjavík. Ingi Jón Hauksson Um meina- tækni ALÞJOÐADAGUR meinatækna verður haldinn í fyrsta sinn þann 15. apríl 1997 og meginefni hans er lækning berkla. Meina- tæknar stunda rann- sóknir og fást við undirbúning þeirra. Þeir eru sérfræðingar í aðferðafræði rann- sókna, þ.e. sérfræðing- ar í meinatækni. Meinatæknar hafa stundað nám við Tækniskóla íslands frá árinu 1966 og árið 1968 var fyrsti ár- gangurinn útskrifaður. Fyrir 15 árum eða árið 1982 var ákveðið að meinatæknanámi lyki með B.Sc.-háskólagráðu. Meinatæknafélag íslands verður 30 ára þann 20. apríl nk. og heldur ráðstefnu 19. apríl um fjölbreytni og nýjungar í störfum meinatækna. Starfsemi vefjarannsókna Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafræði var stofnuð 1. janúar 1917 og þar hafa verið stundaðar rannsóknir í 80 ár. Meinafræði afl- ar þekkingar um sjúkdóma með því að rannsaka líffæri, vefi, frumur og frumuhluta. Verkefni rann- sóknastofunnar eru í líffærameina- fræði sem er sjúkdómsgreining á vefjum sem teknir eru við skurðað- gerðir eða við krufningu, sýkla- fræði sem er greining á sýklum úr sýkingum, litningarannsóknir og réttarkrufningar. Þar fara einnig fram ýmsar vísindalegar rannsóknir og kennsla læknanema. Rannsóknastofan var fýrst til húsa i Líkn sem var timburhús við hliðina á Alþingishúsinu. Núverandi húsnæði á Landspítalalóðinni var tekið í notkun árið 1934 og var húsið byggt fyrir fé sem fékkst fýr- ir sölu bóluefnis gegn sauðfjársjúk- dómum auk opinberrar íjárveitingar. Prófessor Níels Dungal (f. 1897) veitti rannsóknastofunni forstöðu í 39 ár eða frá 1926 til 1965. For- stöðumaðurinn bjó fyrstu árin í húsinu með fjölskyldu sinni. Níels Dungal hóf söfnun vefjasýna og eru þau elstu frá árinu 1935. Sýnin ná til þriggja kynslóða íslendinga. Þessi vefjasýni eru nú geymd á Dungalssafni og eru fjársjóður fyrir DNA erfðarannsóknir á íslending- um og góður efniviður fyrir vísinda- legar rannsóknir á hegðun og út- breiðslu sjúkdóma. Söguleg þróun Líffærameinafræðin er hluti læknisfræðinnar og átti lengi vel erfitt uppdráttar þar sem lík voru ekki krufin til rannsókna fyrr en árið 1281 í Bologna. Grikkir og Rómvetjar mótuðu heimsmyndina fyrir og eftir Krist og á 3.-10. öld voru arabar framarlega í læknavís- indum. Læknaskólinn í Salerno á Ítalíu var vel þekktur frá 1100 til 1300 en síðan tók há- skólinn í Montpellier í Frakklandi við. Með endurreisninni hófst nýtt tímabil í vís- indum og framfarir í læknisfræði urðu veru- legar. Skurðlækningar og krufningar eru for- senda þróunar í lækna- vísindum, þar sem þekking á mannslíka- manum er nauðsynleg til að hægt sé að lækna sjúkdóma. Á miðöldum átti almenningur fárra kosta völ nema leita til leikmanna en vitað er að keisarar, konungar og páfar höfðu líflækna, sem voru þá fremstir meðal lækna álfunnar. Arabískur læknir gaf út bók um Alþjóðadagur meina- tækna er 15. apríl nk. Kolbrún S. Ingólfs- dóttir skrifar um rann- sóknir í meinafræði hér á landi í 80 ár. læknisfræði á 12. öld sem var notuð sem kennslurit við læknaskóla í Evrópu og Asíu fram á 17. öld. Árið 1543 kom loks út bók um byggingu mannslíkamans og hægt og bítandi jókst þekking í líffæra- fræði. Loks var smásjártæknin tek- in upp í þágu læknavísinda til að greina frumur og vefi, uppbyggingu þeirra og innbyrðis afstöðu. Fyrsta fruman var greind árið 1665. Greina mátti sjúkan vef frá heil- brigðum og rannsóknum í líffæra- fræði fleygði hratt fram. Að lita vef Vefjasýni rotna hratt og fá sér- staka meðhöndlun hjá meinatækn- um og eru sett í viðeigandi vökva til varðveislu. Til að greina vef í smásjá þarf einnig að lita hann en vefur tekur upp litarefni en dæmi um slíkt úr daglegu lífi er beija- blámi á höndum. Vefjasýni er steypt inn í paraffín- blöndu til stuðnings og síðan er það skorið í örþunnar sneiðar í sérstöku skurðartæki. Sneiðarnar eru um tveir þúsundustu úr millimetra að þykkt, þannig að 500 slíkar sneiðar eru í einum millimetra. Þessi ör- þunna vefjasneið er sett í vatnsbað og veidd upp á smásjárgler og a.m.k. lituð með tveimur litarefnum til að fá fram andstæður í vefnum. Sneiðin er síðan greind í ljóssmásjá og þannig fæst niðurstaða hvort vefur er heilbrigður eða sjúkur. Lit- uð vefjasneið er í reynd hreinasta listaverk. Höfundur er meinatæknir. Kolbrún S. Ingólfsdóttir /yN SILFURBÚÐIN NJÍ-/ Kringlunni 8-12* Sími 568 9066 _______- Þar fœrðu gjöfma - Glcesileg hnífapör &) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12» Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfína - Glœsileg hnífapör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.