Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 25 LISTIR HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 9IR: HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNI, MUM, SELFOSSI, JÓKÓ, AKUREYRI, 1-- I, MIÐBÆ, HAFNARFIRÐI, REYNlí 3INGEYINGA, HÚSAVÍK, HLJÓf, Yortónleikar Rökkurkórsins Bjorgunbladid. Sauðárkróki. RÖKKURKÓRINN í Skagafirði er nú í söngferð syðra eftir vortón- leika, sem haldnir voru í félagsheim- ilinu Miðgarði sl. föstudagskvöld fyrir fullu húsi. í kvöld, föstudags- kvöld, syngur kórinn á Akranesi. Á söngskrá eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, og var kórnum mjög vel teki og varð hann að syngja fjölmörg aukahlutverk. Einsöngvarar voru Hallfríður Hafsteinsdóttir, Sigurlaug Marons- dóttir og Einar Valur Valgarðsson, en einnig kom fram sönghópurinn Sunnan sjö og Muni, en það eru félagar úr Rökkurkórnum, og fluttu þau nokkur létt lög. Milli atriða voru flutt gamamál, og fór þar Bjarni Maronsson mikinn, og skemmti tónleikagestum ágæt- lega. Söngstjóri kórsins er Sveinn Árnason og undirleik annast Páll Barna Szabó. Þórey Helgadóttir, formaður Rökkurkórsins, sagði vortónleikana nú heldur í seinna lagi, og væri það eingöngu vegna tímaskorts, það ein- faldlega vantaði fleiri helgar til að koma starfmu fyrir. Þórey sagði að í söngferðalaginu syðra yrði byijað á tónleikum í Vinaminni á Akranesi föstudagskvöldið 11. apríl en á laug- ardag kl. 15 í Seltjamarneskirkju og um kvöldið kl. 21 í Breiðholtskirkju. Á sunnudeginum liggur leið kórs- ins til Hveragerðis og verður sungið í kirkjunni þar kl. 15 en í félagsheim- ilinu í Aratungu um kvöldið kl. 21. Þar sagði Þórey að Sveinn söng- stjóri myndi taka fram nikkuna og vonuðust þeir félagarnir í Rökk- urkórnum eftir því að Tungnamenn tækju með þeim lagið. Morgunblaðið/Björn Bjömsson RÖKKURKÓRINN úr Skagafirði. LÚÐRASVEIT Seltjarnarness með stjórnanda sínum, Kára Einarssyni. Lúðra- sveitar- tónleikar LÚÐRASVEIT Seltjarnarness held- ur sína árlegu „stórtónleika" í ís- lensku óperunni á morgun, laugar- dag 12. apríl, kl. 14. Stjórnandi er Kári Einarsson og kynnir Jón Karl Einarsson. í kynningu segir, að á undanförn- um árum hafi stjórnandi sveitarinnar lagt áherslu á hefðbundna lúðra- sveitartónlist ásamt óperuforleikjum og annarri sígildri tónlist. Að þessu sinni verði efnisskráin með öðru sniði, því slegið verði á létta strengi með ýmsum djass- og dægurlögum liðinna ára eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Birdland, Garden- party, Bad, Some Skunk Funk, tón- list úr kvikmyndinni Konungur ljón- anna. Einnig koma fram tvær yngri lúð- rasveitir Tónlistarskóla Seltjarnar- ness. Richard Wagner-félagið Ragnarök í Norræna húsinu RICHARD Wagner-félagið á ís- landi sýnir óperuna Götterdám- merung eða Ragnarök í Norræna húsinu sunnudaginn 13. apríl kl. 15., Óperan er hin síðasta í röðinni úr fjórleik Richards Wagners, Nifl- ungahringnum, en sýningar á Hringóperunum fjórum hafa nú staðið yfír á vegum Wagner-félags- ins frá því í janúar. Niflungahringurinn var frum- fluttur í Bayreuth árið 1876. Við samningu þessa lengsta verks óperusögunnar leitaði Richard Wagner mjög fanga í íslenskum fornbókmenntum svo sem Eddu- kvæðum, Snorra-Eddu og Völs- ungasögu. Á undan sýningunni halda þau Anna M. Magnúsdóttir og Reynir Axelsson stuttan fyrirlestur með tóndæmum þar sem leiðarfrymi (Leitmotiv) úr óperunum verða kynnt. Sýnt verður af myndgeisladiski á stórum sjónvarpsskermi með enskum skjátexta. Uppfærslan er frá Bayreuth og er hljómsveitar- stjórn í höndum Daniels Barenbo- ims en leikstjóri er Harry Kaupfer. Aðgangur að sýningunum er ókeypis. Afek. GE þvottavél, 800 snúninga. Rétt verð kr. 61.900 stgr. 'Vcar úg Aiimar frd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.