Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 4 Hádegisverðarfundur ímarks um fríkortið Virk fríkort eru um 33 þúsund ÞRJÁTÍU og þrjú þúsund fríkort eru virk og mest hefur verið safnað 45 þúsund punktum á eitt kort um það bil mánuði eftir að byijað var með fríkortið og það sent öllum íslending- um á aldrinum 18 til 75 ára. Mar- grét Guðmundsdóttir, forstöðumað- ur markaðssviðs Skeljungs, segir að þessi viðbrögð væru betri en þau hefðu gert ráð fyrir er þau settu fríkortið á markað því áætlanir hefðu gert ráð fyrir að 20 þúsund kort yrðu virk eftir fyrsta mánuðinn. Þetta kom fram á hádegisverðar- fundi ímarks í gær, en þar fjöiluðu Margrét og Páll Þór Ármann, fram- kvæmdastjóri Fríkortsins, um að- draganda, þróunarferil og markaðs- setningu Fríkortsins. Fundurinn var íjölsóttur, en að loknum framsöguer- indum var svarað fyrirspurnum frá fundarmönnum. Að fríkortinu stóðu upphaflega fimm fyrirtæki, Hagkaup, Skeljung- ur, Húsasmiðjan, Islandsbanki og Flugleiðir, en nú hafa bæst við fimm fyrirtæki til viðbótar, IKEA, Tæknival, Toyota, Hans Petersen og Virgin. Við notkun fríkortsins við kaup hjá þessum aðilum ávinnur fólk sér punkta, sem geta nýst fólki í tómstundum þess, meðal annars til utanlandsferða. Ætlunin er að fjölga fyrirtækjunum enn frekar og er gert ráð fyrir að aðildarfyrirtæki fríkortsins verði endanlega 15 til 20, en búast má við næstu fjölgun fyrir- tækja um mánaðamótin. Markvissara markaðsstarf Margrét sagði að fríkortið væri umdeild markaðsnýjung, en þarna væri um að ræða stærsta markaðsá- tak á neytendamarkaði til þessa. Það gæfi auk þess möguleika á markviss- ara markaðsstarfi þar sem fyrirtæk- in gætu betur fylgst með hegðun viðskiptavinarins í gegnum notkun fríkortsins. Fyrirtækin sem stæðu að fríkortinu ætluðu sér að fá þann kostnað ríkulega til baka sem þau hefðu sett í það. Margrét sagði að Shell væri þátt- Opnum í dag eftir breytingar nýja og glæsilega verslun MARBERT kynning veröur föstudag og laugardag. Snyrtifræðingur frá MARBERT J veitir ráðgjöf. GLesilegt opnunartilboð, 50fyrstu fá svörtu hliðartöskuna að gjöfþegar keypt er fyrir 3.100 kr. í MARBERT. BRÁ Laugavegi 66,sími 551 2170. Póstsenum. Visa - Euro. Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Guðmundsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs, á fundi ímarks í gær. takandi í sams konar kortum víða um heim og það væri sammerkt með þeim verkefnum að þau hefðu alls staðar gengið mjög vel. í Hollandi hefðu 18 fyrirtæki, þ.á m. Shell, sett svona kort á laggirnar á árinu 1994 og nú væru 25% fjölskyldna þar í landi þátttakendur og markaðs- hlutdeild fyrirtækjanna hefði aukist mikið. Hún sagði að neikvæð viðbrögð samkeppnisaðila við útgáfu kortsins hefðu ekki komið á óvart. Það væri eðlilegt og hún hefði sjálf brugðist illa við hefði einhver samkeppnisaðil- anna orðið á undan að koma fram með svona kort. Hins vegar hefði neikvæð afstaða Neytendasamtak- anna til kortsins komið mjög á óvart og í bakið á þeim og það að f|ölmiðl- ar hefðu trúað útreikningum þeirra og tekið þá gilda án þess að bera þá undir útgefendur fríkortsins. Hún sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó umræðan um kortið hafi orðið neikvæð til að byija með, því neytandinn eigi síðasta orðið og hann muni sjá og kunna að meta kosti kortsins. Þau muni halda sínu striki, en lykilatriði sé að þjálfa starfsfólk vel, því það þurfi að svara fyrir kortið gagnvart viðskiptavinin- um. Fór hljótt Páll Þór Ármann sagði að þær markaðsuppiýsingar sem öfluðust með notkun fríkortsins væru mikil- vægar, en gagnagrunnurinn væri tvískiptur. Annars vegar væri haldið utan um korthafana og viðskipti þeirra og hins vegar stöðu hvers fyrirtækis. Stofnaður hefði verið sér- stakur rekstraraðili sem sæi um út- gáfu kortsins, dreifingu og alla þjón- ustu við það. Undirbúningur að út- gáfu kortsins hefði farið afar hljótt og sem dæmi um það hefði ekki nema 4-5 aðilum innan hvers fyrir- tækis verið kunnugt um fyrirætlan- irnar 10-15 dögum fyrir útgáfu kortsins. Mikil innri markaðssetning gagnvart starfsfólki hefði farið fram meðal annars með sameiginlegri starfsmannahátíð og kynningar- fundum innan hvers fyrirtækis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.