Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 21 ERLENT Prodi hvetur til samstöðu Róm. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, skoraði í gær á flokkana, sem standa að stjóminni, að snúa bökum saman en við lá, að stjórnin félli þegar einn þeirra, Kommúnísk end- urreisn, neitaði að styðja tillögu um að senda ítalskt herlið til Albaníu. Vegna þessa efast margir um, að stjórninni verði langra lífdaga auðið. Þrátt fyrir andstöðu Komm- únískrar endurreisnar var tillagan um að senda herlið til Albaníu sam- þykkt en með stuðningj nokkurra stjórnarandstöðuflokka. í framhaldi af því hófst í gær þriggja daga umræða í báðum þingdeildum um traust eða vantraust á stjórnina. Prodi sagði, að þörf væri á styrkri stjórn til að koma á óhjákvæmileg- um umbótum og búa í haginn fyrir þátttöku ítala í myntbandalagi Evr- ópusambandsríkj anna. Talsmaður Kommúnískrar ein- ingar sagði, að nú þegar Albaníu- málið væri frá, myndi flokkurinn styðja traustsyfirlýsingu á stjórnina. Reuter KONGOLU, sonur Mobutus forseta, og fleiri sljórnarhermenn stugguðu við fólki, sem safnaðist saman til mótmæla í Kinshasa í fyrradag. Handtóku hermennirnir Etienne Tshisekedi, sem kjörinn var forsætisráðherra í síðustu viku, og er ekki vitað hvar honum er haldið. Skæruliðar í Zaire ætla að beijast gegn spillingu og breyta hugarfari Fyrrverandi embættis- menn verði ekki saksóttir Kisangani. Reuter. SKÆRULIÐAR í Zaire hafa lýst yfir, að engir verði sóttir til saka fyrir spillingu eða annað misferli í stjórnartíð Mobutu Sese Sekos, for- seta landsins. Þeir leggja hins vegar áherslu á, að undir þeirra stjórn verði krafist dugnaðar og heiðar- leika af öllum, ekki síst opinberum embættismönnum. Skæruliðar ráða nú um helmingi Zaires, þriðja stærsta ríki í Afríku, og náðu Lumumbashi, annarri stærstu borg landsins, á sitt vald á miðvikudag. í gær lýstu þeir yfir, að þeir ætluðu að gera þriggja daga hlé á sókn sinni í átt tii Kinshasa, höfuðborgarinnar, til að gefa Mob- utu tækifæri til að láta af völdum. Yagi Sitolo, einn af hinum nýju héraðsstjórum skæruliða, sagði, að með nýrri stjórn yrði strokað yfir gamlar syndir og byrjað upp á nýtt. Var hann að útskýra hvers vegna Laurent Kabila, leiðtogi skæruliða, hefði skipað aftur marga embættis- menn Mobutu-stjórnarinnar á þeim svæðum, sem skæruliðar ráða. Léttir í Kisangani Almenningur í Kisangani er mjög feginn yfirráðum skæruliða og fólk getur nú aftur gengið óhrætt um borgina að kvöldlagi. Það var ekki hægt fyrir 15. mars en þá réðu stjórnarhermenn borginni og kúg- uðu fé út úr fólki við hvert fótmál. Fóru þeir síðan ránshendi um borg- ina áður en þeir flýðu. Opinberir embættismenn voru ekki hótinu skárri en hermennirnir og þeir lyftu aldrei fingri nema fyr- ir mútufé. „Nú þora þeir ekki leng- ur að þiggja eitt kóka-kóla-glas,“ sagði Yagi. Flestir æðstu embættismann- anna flýðu ásamt stjórnarhernum undan sókn skæruliða enda eru þeir yfirleitt af Ngbandi-ættbálkn- um í norðvesturhluta landsins, ætt- flokki Mobutus. Svo er einnig um forsetalífvörðinn, 10.000 manns, en hann einn hefur sýnt skæruliðum nokkra mótspyrnu. Ngbandi-fólkið býst ekki við neinu góðu frá skæru- liðum. Skæruliðar vita sem er, að refs- uðu þeir öllum fyrrverandi embætt- ismönnum, myndi stjórnkerfið hrynja en margir eru samt ósáttir við að sjá sömu mennina áfram í háu stöðunum. Raunar var embætt- ismönnum og stjórnarhermönnum nokkur vorkunn að því leyti, að Mobutu-stjórnin greiddi þeim lítil eða engin laun og í raun var ætlast til, að þeir lifðu á því að kúga fé út úr fóiki. 15. greinin í hávegum höfð „Við verðum að breyta hugsunar- hættinum. í 32 ár höfum við búið við kerfi þar sem allt stóð á haus og þjófnaður og spilling voru höfð i hávegum,“ sagði Yagi. Hér verður þó vafalaust við ramman reip að draga því að Zairebúar eru orðnir vanir að fara eftir 15. grein stjórn- arskrárinnar, sem er að vísu skáld- skapur, en samkvæmt henni mega menn stela öllu steini léttara. Vissu um efnavopna- geymslu BANDARÍSKA leyniþjónust- an (CIA) vissi um staðsetn- ingu íraskrar efnavopna- geymslu en láðist að vara heri bandamanna við áður en bandarískar sveitir sprengdu hana í loft upp í lok Persaflóa- stríðsins með þeim afleiðing- um, að hugsanlega hafa allt að 20.000 hermenn komist í snertingu við eiturgas. Kemur þetta fram í skýrslu CIA, sem birt var í gær. Þar segir að stofnunin hafi fylgst með og aflað gagna um eiturvopna- geymsluna allt frá 1984. Lögreglu- kona skotin LÖGREGLUKONA særðist í bænum Londonderry á Norð- ur-írlandi í gær er á hana var skotið skammt frá dómhúsi borgarinnar. Talið er að hryðjuverkamenn írska lýð- veldishersins (IRA) hafi verið að verki. Mistókst sakbending VITNI að morðinu á Ennis Cosby, syni leikarans Bills Cosby, mistókst að benda á meintan banamann hans við sakbendingu, að sögn Los Angeles Times. Blaðið sagði það geta orðið til þess að veikja mjög mál á hendur sakborningnum Mikail Mark- hasev. Fækkað í landamæra- sveitum JIANG Zemin forseti Kína heimsækir Rússlands 22.-26. apríl og mun þá m.a. undir- rita samkomulag ásamt for- setum Rússlands, Tadjíkíst- ans, Kazakhstans og Kírgízt- ans um sameiginlega landa- mæri þessara ríkja og veru- lega fækkun herafla meðfram þeim. Herþota hverf- ur sporlaust Washington. Reuter, Daily Telegraph. TALSMENN bandaríska flughers- ins sögðu í gær að ekkert benti til þess að rekja mætti hvarf A-10 sprengjuþotu til þjófnaðar eða skemmdarverks. í ljósi nýrra vís- bendinga og upplýsingar vitna beinist nú leit að þotunni að fjalls- tindum 25 kílómetra vestur af skíðabænum Vail í Colorado-ríki. Þotunnar hefur verið saknað frá 2. apríl, skömmu eftir að hún fór í æfingaflug frá Davis-Monthan herstöðinni skammt frá Tucson í Arizona-ríki. Fluginaðurinn, Craig Button ofursti, sem er 32 ára, var á leið til að æfa loftárás á skot- mörk í suðvesturhluta ríkisins. Tóku félagar hans ekki eftir því er hann varð viðskila enda rétt fyrir aftan þá í samflugi er leiðir skildu. Um borð voru fjórar Mark 82-sprengjur sem vega 250 kíló hver. „Æðsta takmarkið er að finna þotuna og flugmanninn," sagði í yfirlýsingu yfirmanna Davis- Monthan stöðvarinnar í gær. Ný gögn úr ratsjá bandarísku flug- málastjórnarinnar í Denver í Col- orado-ríki hafa orðið til þess að beina eftirgrennslan eftir þotunni að svæði sem er 25 km vestur af Vail í Colorado. Skíðagöngumenn á þeim slóðum hafa skýrt frá því að þeir hafi um það leyti sem þot- an hvarf heyrt gífurlegan sprengi- dynk og séð síðan risastórt og kolsvart ský stíga upp af svæði handan hryggjar sem þeir voru á. Urðu þeir þó aldrei þotunnar varir. Ekki stuldur Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins vísuðu á bug öllum vangaveltum þess efnis að þotunni hefði hugsanlega verið stol- ið. Snjóað hefur í fjöllum Colorado frá því þotan hvarf. Mörg dæmi eru um frá þessum slóðum, að flugvélar sem hafa horfið sporlaust að vetri til hafi fundist að sumarlagi eftir að snjó hafði tekið upp. Þingmenn misnota heimildir Helsinki. Morgunbladið. FINNAR eru mjög hneykslaðir á sumum þingmanna sinna um þessar mundir en í byijun þessa mánaðar gafst þingmönnum kostur á að ráða sér aðstoðarmenn á kostnað ríkis- sjóðs. Allnokkrir þingmannanna ákváðu þá að sækja sér aðstoðar- manninn í eigin Qölskyldu og hefur það vakið reiði landsmanna, einkum vegna þess, að hátt í hálf milljón manna er atvinnulaus. Riitta Uosukainen þingforseti hefur lýst yfir hneykslun sinni, m.a. á því að flokksbróðir hennar úr Hægri flokknum hafi ráðið sextán ára son sinn, enda er sonurinn enn- þá við skyldunám í grunnskóla. Nokkrir þingmenn hafa leyst fjöl- skyldumeðlimi sína frá starfi vegna mótmæla almennings. Anssi Raur- amo þingmaður hægri manna seg- ist hins vegar ekki láta hræða sig til að segja upp syni sínum. Að mati Rauramo er 16 ára drengur sem stundar ráðgjafastörf í frítíma einmitt hinn besti aðstoðarmaður. Kynning í Kópavogsapóteki í dag kl. 14-18 Fæst eingöngu i apotekum Skemmtileg sumartaska með þremur lúxusprufum fylgir kaupum á nýja kreminu Lift Activ eða ef keypt er fyrir kr. 2000 eða meira * VICHYS LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.