Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að bjarga mannkyninu en gleyma manneskjunni VERKIÐ er sett á svið á Renniverkstæðinu við Strandgötu á Akureyri, en á þessu ári eru liðin 70 ár frá því tímamótaskáldsagan Vefarinn mikli frá Kasmír kom út og jafnframt verður Nóbelsskáldið 95 ára innan tveggja vikna. Þetta eru því mikil tímamót, ekki síst vegna þess að aldrei fyrr hefur Vefarinn verið settur á svið, og þykir mörgum tími til kominn. Sér- stök hátíðarsýning verður svo 19. apríl, þegar Leikfélag Akureyrar verður 80 ára. Vefarinn mikli frá Kasmír er margslungin örlagasaga heims- mannsins og byltingarmannsins Steins Elliða og íslenska náttúru- bamsins Diljár og hverfist um allt í senn, heimspeki, trúarbrögð, stöðu mannsins í veröldinni, mannin og ofurmennið, ástina, lífið og tilver- una. Þetta er gríðarlega viðamikið verk og verður aldrei sýnt á sviði í einni leiksýningu frekar en nokkur önnur skáldsaga. Hinn ófullkomni rr.aður Halldór E. Laxness segir að við leikgerðina hafí aðallega verið mið- að að því að setja saman sýningu þar sem manneskjur sjáist í stórsjó hugsjónanna og trúarbragðanna. „Skáldsagan sjálf er óskaplegur hafsjór af atvikum um þessi mál, þar eru langir kaflar sem er stór- skemmtilegt að lesa á bók, en við einbeitum okkur að upplifun og þróun persónanna, sem er hægt að sýna á mun einfaldari hátt í leik- húsi. Þetta er í sjálfu sér einföldun án þess að við einföldum persónurn- ar sjálfar. Þeirra árekstrar og hvörf, barátta þeirra heldur áfram að vera hrein og klár. Við búum hins vegar um þetta þannig að það verði enn hreinna og klárara, eins og það Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld Vef- arann mikla frá Kasmír, leikgerð Halldórs E. Laxness og Trausta Olafssonar eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Sverrir Páll hitti þá félaga að máli og fylgdist með æf- ingu á verkinu. Morgunblaðið/Kristján DILJÁ og Steinn Elliði við brottför hans, en þau leika Marta Nordal og Þorsteinn Bachman. getur orðið á sviði. Það má segja verksins að hann ætli út í heim og að við höfum það þema að afhjúpa helga sig fullkomlega fegurðinni á ófullkomleika mannsins og þar af ásýnd hlutanna. En fegurðin á leiðandi felst leikurinn í því að af- ásýnd hlutanna er blekking. Sagan hjúpa þær persónur sem þurfa á er óðurinn um fegurð hlutanna. því að halda.“ Einfaldleikinn, á hinn bóginn, ein Er sýningin þá ef til vill aðallega stúlka yfírgefin af öllum sínum ljóð um lífið og manninn? nánustu á Péturstorginu í Róm, það „Já, það má á vissan hátt segja er eitthvert ægilegt drama fólgið í það. Steinn Elliði segir í upphafí því. Þetta stórkostlega umkomu- leysi manneskjunnar í þessari miklu baráttu um lífið. Um þetta, meðal annars, fjallar leikritið. Við reynum að einfalda hlutina og halda vissu þema, vissri dramatík sem styrkir þau rök að maðurinn er afskaplega ófullkominn. Þó að við séum sífellt að reyna að finna kerfi til að lifa eftir erum við alltaf jafnófullkom- in.“ Tímamót Nú er skáldsagan sjálf á tíma- mótum, sjötíu ár frá því hún kom út, og höfundurinn, Halldór Lax- ness á stórafmæli innan fárra daga. Trausti Ólafsson segir að þegar ákveðið hafi verið að gera leikgerð af Vefaranum og taka hann til sýn- inga hjá Leikfélagi Akureyrar hafi það raunar ekki verið gert sérstak- lega af þessu tilefni. „Það má því segja að það sé skemmtileg tilviljun að þetta skuli allt smella saman á þessu augnabliki. Ástæðan er hins vegar sú að Vefarinn er saga sem er á vissan hátt eilíf. Hún segir frá ungum manni sem er í mikilli leit að tilgangi í lífinu: Hvað á hann að gera við sitt líf? Auk þess er þetta gríðarlega sterk heimsmynd sem er máluð sterkum litum og lýsir raunveruleika fyrstu milli- stríðsáranna í hruninni Evrópu, það er að segja því hugarástandi sem margir eru í, og það hugar- ástand er ekkert bundið við þennan tíma því veröldin er alltaf að hrynja í rústir öðru hveiju." „Já, það er rétt. En ég held meira að segja að núna fyrst eigi þetta reglulegt erindi við okkur.“ segir Halldór E. Laxness. „Ef við hefðum sett þetta á svið fyrir 10 eða 15 árum, þá hefði þetta alls ekki átt við. Þetta sjötuga verk er svo mikið nútímaverk. Heims- myndin hefur breyst svo rosalega á síðustu 10 árum. Fall kommún- ismans í Sovétríkjunum, það sem er að gerast í Kína. Hugmyndir og stefnur af öllu tagi hafa verið að koma til sögunnar, menn hafa verið að koma með ný trúarbrögð, nýir trúflokkar spretta upp. Eg held að þessi spurning hafi aldrei verið jafnsterk og nú: Er ekki kom- inn tími til að finna Guð upp á nýtt? Blessuð manneskjan í öllum þessum ógnarlegu breytingum hef- ur verið skilin eftir með ekki neitt. Það er búið að taka trúna frá hin- um venjulega manni og hvað stend- ur eftir? Síðan falla stjórnmála- flokkarnir og menn hætta að trúa á þá. Og unga fólkið í dag er enn að spyija sig þessara spurninga - og spurningarnar eru enn hávær- ari en áður: Hveijum eigum við að fylgja? Á hvað eigum við að trúa?“ Halldór segir ennfremur að oft sé sagt í þessu firrta nútíma- þjóðfélagi að unglingarnir þekki betur til Los Angeles en Reykjavík- ur. Þeir horfi meira á sjónvarp og bíó sem kemur frá allt öðrum heimi með allt öðrum goðum en hér og trúi á þetta. Framandi tónlistar- stefnur, efnahagsstefnur, spurn- ingar um tilgang lífsins, hvort maður eigi að lifa til þess eins að græða peninga eða hvort tilgang- urinn _sé einhver annar og háleit- ari? „Ég held að það sé enn greini- legra en nokkru sinni áður að Vef- arinn er tímamótaverk. Og við megum ekki gleyma því að við stöndum á tímamótum núna. Það eru aldamót. Það er líka bæði merkilegt og skemmtilegt að þessi hugsjónamaður, Steinn Elliði, end- ar í blindgötu, því sá sem ætlar að bjarga mannkyninu og gleymir manneskjunni, hann er náttúrulega á villigötum." En Steinn Elliði er heimsmaður og svið sögu hans er öll Evrópa. Hvernig rúmast hún á gólfi renni- verkstæðisins? Trausti segir að saga Steins Elliða, hins víðförla manns, sé ekki sýnd í raunsærri eða natúralískri leikmynd heldur sé leikmyndin meira byggð á því að gefa til kynna grunnhugmynd að því sem er að gerast í verkinu. „Það eru tilvísan- ir í verkinu í ákveðinn raunveru- leika en þær eiga ekki að ná yfir- Klausturport- unum lokað Leikrit byggt á Vefaranum mikla frá Kasmír er nú komið á fjalimar hjá Leikfélagi Akureyrar, verður frum- sýnt í kvöld, og hátíðarsýning í næstu viku í tilefni —----------------7------------ afmælis félagsins. Pétur Már Olafsson hefur af þessu tilefni skrifað grein um bókina og höfund hennar. SUMARIÐ 1925 sat íslendingur við skriftir í Taormínu á Sikiley, á einum heitasta stað Evrópu. Hann hafði þijá um tvítugt. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar sent frá sér tvær skáldsög- ur og eitt smásagnasafn, auk kvers um ka- þólsk viðhorf. Nú var hann kominn suður til Italíu og var mikið niðri fyrir. Oft lagði hann nótt við dag, sitjandi við skrifborðið með ekki spjör á kroppnum utan einglyrni og lét pennann skeiða en hélt í hinni hendi á bar- efli til að veijast skorkvikindum: „Það var einsog einhverstaðar stendur í bók, aungu líkara en skáldinu fyndist alt undir því kom- ið að skrifaðir yrðu eins margir bókstafír á blað og kostur væri áður en sólin túnglið og stjörnurnar yrðu útmáð af festíngunni,“ sagði Halldór Laxness síðar um þennan tíma í Iífi sínu er hann ritaði Vefarann mikla frá Kasm- ír. Vefarinn mikli frá Kasmír sprettur upp úr því öngþveiti sem ríkti í vestrænni menningu á fyrstu áratugum 20. aldar. Andlegt líf var í deiglu. Margir vilja ganga svo langt að kalla byltingu þau umbrot sem þá urðu á samfélagsháttum, heimspekilegri hugsun, siðferði, í trúmálum og listum. Svo virtist sem allt væri á hverfanda hveli og heimsstyijöld- in fyrri 1914-1918 þótti hafa afhjúpað sið- menninguna og um leið manninn. í Vefaran- um mikla leitast Halldór Laxness við að tjá þennan glundroða - hann glímir af einurð viðsamtíma sinn. Á þessum árum leituðu menn sér athvarfs í ýmsum hugmyndastefnum og straumum. Sumir leituðu til guðs almáttugs, skapara himins og jarðar. Aðrir töldu daga þess sama guðs talda og hrópuðu: ,Guð er dauður! Mað- urinn hefur drepið hann með hugsun sinni!“ og aðhylltust ofurmenniskenningar Nietzsch- es. Hann sagði að tilfínningin fyrir jarðlífínu yrði ríkari ef öllum hugmyndum um æðri veruleika væri hafnað. Hann taldi að lýðræði og kenningar kristninnar um náungakærleika og samúð væri þrælasiðferði sem hefti innsta eðli mannsins. Hið nýja siðferði, herrasiðferð- ið, átti að byggjast á eðlislægum vilja manns- ins til valda og geta af sér ofurmenni sem risi af lífsþrótti upp úr meðalmennskunni. Margir sáu roðann í austri ogtöldu sameign- arstefnuna, kommúnismann, lausn á vanda mannkyns. Og svo mætti áfram telja. Menn töldu sig fá fótfestu í kenningum af þessu tagi, - haldreipi í h'finu. EGAR Halldór Laxness stóð á tví- tugu, í byijun desember 1922, gekk hann í klaustrið Saint Maurice de Clervaux í Lúxemborg og tók upp dýrlingsnafnið Kiljan. „Mig fýsti að vita meira um þá einkennilegu kirkju sem ótal pokaprestar á Norðurlöndum höfðu ekki gert annað en fussa við og sveia í mín eyru. Ég var haldinn óseðjandi laungun til að kynnast þeim trúarbrögðum sem plattþýskir dana- kóngar myrtu íslendínga útaf og nefnt var siðbót," sagði Halldór síðar í bók sinni Dagar hjá múnkum en þar er prentuð dagbók hans frá klausturtímanum. Eftir tæplega ársvist í klaustrinu, 4. októ- ber 1923, gerist hann „oblatus secularis" en það er eitt afbrigði munkdóms. Þeir sem taka slíka vígslu skuldbinda sig til að lifa í anda kaþólskrar trúar og á þessum tíma skrifar hann til vinar síns, Jóns Helgasonar í Kaup- mannahöfn, að haustið eftir ætli hann að láta loka sig inni til sex ára suður í Róm. Hann er staðráðinn í að gerast jesúítískur klerkur. Halldór virðist hafa fundið sér skjól í kaþólskunni í umbrotum samtímans. Haustið 1923 er hann kominn í skóla í Englandi hjá kristmunkum þar sem hann byijar að skrifa bókina Heiman eg fór en hún „varð eitt skrefanna í átttil Vefarans mikla,“ sagði Halldór síðar. í lok janúar 1924 hefur hann sagt skilið við skólann og heldur heim á leið en hann átti eftir að dvelja aftur í klaustrinu þegar hann var á leiðinni til ís- lands frá Sikiley með Vefarann mikla í far- teskinu. „Fyrri klausturvist mín í Clervaux setti mark sitt á þessa skáldsögu, lagði grunn að vangaveltum mínum um hið kristna guðs- hugtak. Vera mín í klaustrinu hið síðara sinn varð enn til að skýra línur. Bókin var að sönnu fyrsta svar mitt við himnahugmyndun- um; niðurstaða djúpra þeinkínga var efa- hyggja — Ég hafði með vissum hætti skrifað mig frá trúarbrögðunum í Vefaranum og óbeint lokað klausturportunum að baki mér á meðan ég sat með einglyrni í hitasvækju suður á Sikiley," segir Halldór í Dögum hjá múnkum. AÞRIÐJA áratugnum skrifaði Halldór Laxness fjölda greina í íslensk blöð. í þeim liggur hann ekki á skoðun- um sínum um íslenskt þjóðfélag og menningu. Þar tekur hann afstöðu með evrópskri borgarmenningu gegn íslenskri sveitamenningu. í einni af greinunum, sem síðar voru prentaðar í Af menníngarástandi, segir hann: „Sú tíð er liðin að bóndinn sé burðarstoð íslenskrar menníngar. — Nú á dögum hvílir íslensk menníng á herðum ment- aðra vitsmunamanna, vísindamanna og snill- ínga til orðs, myndar og tóns. Fjasið um dásemdir bændamenníngar á vorum dögum er ekki annað en samviskulaust pólitískt skjall." Svipaða skoðun er að finna hjá Steini Elliða, aðalpersónunni í Vefaranum mikla, en hann segir um íslendinga: ,Hvaða erindi á ég framar meðal þessarar sveitamannaþjóð- ar, innanum ruddalega búra og auðsjúka útvegsbændur, í þessu landi alþýðuspekinn- ar, þar sem fánasveit menníngarinnar er skipuð flökkurum, ömmum, spákellíngum og uppgj afahreppstjórum. “ Halldór kemur í greinum þessum fram sem boðberi nútímamenningar - borgarmenning- ar - og vill að þjóðin komist án tafar í kynni við hana með kostum og göllum, kasti af sér hinni fornu sveitamenningu. í skrifum þess- um lýsir hann einnig nútímamanninum og um hann segir skáldið: „Nútímamaðurinn hefur hundraðogfimtíu lífskoðanir en eingin þeirra er hans eigin. Hans eigin lífskoðun er hin eina sem hann ekki hefur.“ Þessi greinaskrif Halldórs Kiljans Laxness vöktu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.