Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 11 FRETTIR 500-600 íslendingar á meðal Parkinson-sjúklinga sem halda evrópskan Parkinson-dag JAMES Parkinson, enskur læknir varð fyrstur til að greina Parkinson- veikina árið 1817 og ber hún því nafn hans. Sjúkdómseinkenni koma yfirleitt fyrst í ljós hjá fólki á aldrin- ' um 50 til 70 ára og ber flestum rannsóknum saman um það að veik- in sé heldur algengari hjá körlum en konum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru skjálfti, stirðleiki, lítil svipbrigði í andliti, hægari hreyfíngar, klaufska í höndum, erfiðleikar og óstöðugleiki og segir Sigurlaug Sveinbjarnardótt- ir taugasérfræðingur hjá göngudeild Landspítalans að einkennin byiji hægt og bítandi og komi yfirleitt fyrst fram í öðrum helmingi líkam- ans. En eftir því sem tíminn líði ágerist þessi einkenni. Sjúkdómur- inn leggist hins vegar misjafnt á fólk, sumir séu með væg einkenni í mörg ár, en öðrum versni hratt. Talið er að um fimm til sex hundruð íslendingar séu haldnir þessum sjúk- dómi. Orsakir Parkinson-veikinnar eru enn ekki að fullu kunnar en að sögn Sigurlaugar eru ástæður hennar þekktar. „Það sem gerist er það að í ákveðnum kjörnum í heilanum, deyja og eyðast frumur sem fram- leiða dópamín, en það er boðefni sem notað er í fínstillingar á hreyfing- um,“ segir hún. Heilaskurðaðgerðir draga úr einkennum svo um munar Síðustu þrjá áratugi eða svo hefur meðferð við sjúkdómnum aðallega falist í því að gefa dópamín í staðinn fyrir það sem viðkomandi framleiðir ekki sjálfur, að sögn Sigurlaugar. Skurðaðgerðir á heila gefa góðar vonir Fyrsti evrópski Parkinson-dagurinn er hald- inn í dag, föstudag. Af því tilefni ræddi Arna Schram við Sigurlaugu Sveinbjamar- dóttur taugasérfræðing m.a. um nýjar heilaskurðaðgerðir sem draga úr einkennum veikinnar og Eyþór Guðmundsson, fyrsta íslendinginn sem farið hefur í slíka aðgerð og hlotið töluverðan bata af. „Sú lyfjameðferð hefur dregið úr einkennum sjúkdómsins í nokkur ár, en eftir það myndast einhvers konar ofurnæmi við lyfjunum. Fram koma aukahreyfingar eftir lyfjatökur og sjúkdómurinn fer að verða sveiflu- kenndari,“ segir hún. „Til að sporna við þessu hefur verið reynt að hefja dópamínmeðferðina eins seint og mögulegt er og treina þannig eigin framleiðslu á dópamíni. Því menn trúa því að það seinki byijun auka- hreyfinga og sveifluástands." Á undanförnum árum hefur í vax- andi mæli verið farið að gera ákveðnar aðgerðir á heila þeirra Parkinson-sjúklinga sem eru orðnir mjög slæmir af völdum sjúkdómsins, en með aðgerðunum hefur tekist að draga umtalsvert úr einkennum sjúkdómsins og minnka lyfja- skammtinn verulega, að sögn Sigur- laugar. „Heilaskurðaðgerðir hafa reyndar verið gerðar um árabil á Parkinson- sjúklingum með því að brenna Fór í heilaskurðaðgerð til Svíþjóðar Batamerki komu um leið“ EYÞÓR Guðmundsson bóndi á Eyjólfsstöðum í Fossárdal er fyrsti og eini íslendingurinn með Park- insonveiki sem farið hefur í svokallaða bleikkjarnaað- gerð, en sú aðgerð fer þannig fram að boruð er lítil hola í gegnum höfuð- kúpuna og farið inn með oddhvasst áhald til að brenna lítið svæði í bleik- kjarna heilans. Bleikkjarnar eru sitt- hvorum megin í heilanum og því þurfti Eyþór að fara í tvær aðgerðir. Þá fyrri fór hann í árið 1993. Þá var brennt fyrir bleik- kjarnann vinstra megin í heilan- um, en þá síðari fór hann í í sept- ember á síðasta ári og var þá brennt fyrir kjarnann hægra megin. Eyþór hefur að mati þeirra lækna sem hafa umgengist hann hlotið mikinn bata af þessum að- gerðum og sjálfur segir hann að þetta sé allt annað líf. Hann finni mikinn mun og þurfi ekki að taka inn nema þriðjung af þeim lyfja- skammti sem hann þurfti áður að taka. I samtali við Morgunblaðið seg- ist Eyþór hafa greinst með Park- insonveikina fyrir 20 árum eða þegar hann var 38 ára gamall. Hann varð fyrst var við einkenni sjúkdómsins þegar hann var við vinnu sína sem húsasmiður og átti bágt með að negla og halda á hamri. „Eins var ég farinn að ganga með krepptan hægri hand- Iegginn og sveiflaði honum ekki eðlilega,“ segir hann. Eftir að taugasérfræðingur á Borgarspítalanum hafði greint Eyþór með Parkinsonsveiki var hann strax settur á lyfjameðferð. Hann segir að á fyrstu árum meðferðarinnar hafi hann átt auðveldara með hreyfingar, „en síðar fór að bera á ósjálfráðum hreyfingum stuttu eftir að ég tók inn lyfjaskammtinn minn,“ segir hann, en það er mjög algengt hjá Morgunblaðið/Ómar Bogason EYÞÓR Guðmundsson að,“ segir hann. „Bataein- kennin komu strax í ljós og fann ég strax stóran mun eftir aðgerðina þar sem hún tók alveg fyrir þessar ósjálfráðu hreyf- ingar,“ segir hann. „Fram að fyrri aðgerðinni hélt ég hins vegar að einkenni sjúkdómsins væru aðallega hægra megin, en eftir að- gerðina kom í ljós að vinstri hliðin var lítið betri," segir hann. Eyþór fór því í seinni aðgerðina í september síð- astliðnum hjá sama lækni í Svíþjóð en þar var gerð nákvæmlega eins aðgerð í þeim sem hafa tekið inn þessi lyf í lengri tíma. Fór í skurðaðgerð af eigin rammleik Þegar Eyþór var búinn að vera í lyfjameðferð í þó nokkur ár sá hann grein í blaði Parkinsonsam- takanna á íslandi sem sagði frá Parkinsonsjúklingi sem hafði far- ið í heilaskurðaðgerð í Svíþjóð með góðum árangri. „Eftir það fór ég að kanna það hvort ég gæti einnig komist í slíka að- gerð,“ segir hann. „Fyrst athug- aði ég þetta hjá læknum hér á landi en þeir höfðu ekki mikla trú á þessari aðgerð. Því leitaði ég til frænda míns í Svíþjóð sem er læknir og aðstoðaði hann mig við að komast í samband við rétta aðila þarna úti.“ Eins og áður segir fór Eyþór í fyrri aðgerðina í mars, árið 1993. Aðgerðin fór fram á Soffíuheimil- inu í Stokkhólmi og var gerð af finnskum sérfræðingi, Laury Lat- hinei að nafni. Eyþór segir að þar sem þessi aðgerð hafi ekki verið viðurkennd hér á landi hafi hann ekki fengið neina fyrirgreiðslu frá Tryggingastofnun og því þurfti liann að bera allan kostnað sjálfur. „Fyrri aðgerðin var gerð í vinstra heilahvelinu, þannig að mér batnaði hægra megin, en þeim megin höfðu einkennin byrj- ákveðinn kjarna, og gera þar með smá skemmd innan ákveðins kjarna, í heilanum eða svonefndri stúku, sem er sitthvorum megin í heilanum, með þeim afleiðingum að ósjálfráður skjálfti hefur minnkað töluvert. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar að einhvetju leyti enn þann dag í dag, nema hvað nú er yfirleitt ekki brennt heldur er rafskaut lagt inn í kjarnann sem síðan er tengt við svo- kallaðan örvara og þannig er svæðið næst rafskautinu gert óstarfhæft." Þá nefnir Sigurlaug þijár aðrar aðgerðir á heila sem farið er að gera víða í Evrópu. En þær aðgerð- ir hafa fyrst og fremst áhrif á stirð- leika og hreyfifátækt Parkinson- sjúkra. í fyrsta lagi nefnir Sigurlaug að- gerðir á kjörnum í heila sem nefnast bleikkjarnar, en þeir eru báðum sitt- hvorum megin í heilanum og tengj- ast svonefndu stiýtukerfi, sem hefur með fínhreyfingar að gera. „Hægt er að gera þá aðgerð á tvennan hátt, annars vegar með því að setja pinna niður í þennan bleikkjarna og brenna fyrir en hins vegar með því að leggja rafskaut í kjarnann og tengja við ákveðinn örvara þannig að það verði raförvun í þessum kjarna. Með þessum aðgerðum lag- ast einkennin að verulegu leyti í þeim líkamshluta sem er öfugu meg- in við staðsetningu bleikkjarnans," segir hún. Þriðja aðgerðin felst í því að leggja rafskaut í enn einn kjarnann sem tengist þessu strítukerfi og heitir hann undirstúkukjarni. Sú aðgerð hefur svipuð áhrif og fyrrnefndar aðgerðir. Þá nefnir Sigurlaug enn eina heilaskurðaðgerð sem tíðkast hefur í nokkurn tíma en er þrátt fyrir það enn þá á tilraunastigi. Sú aðgerð felst í því að græða dópamínfram- leiðandi fósturfrumur inn í bleik- kjarnann. Að sögn Sigurlaugar eru áður- nefndar aðgerðir ekki gerðar á ís- landi, enda allur tækjabúnaður mjög dýr og ör þróun í honum. Erfðafræðilegir þættir virðast skipta máli Eins og fyrr segir eru orsakir Parkinson-veikinnar ekki að fulla kunnar, en margir hafa bent á að skýringar megi finna í erfðafræði- legum þáttum. „í rannsókn Kjartans Guðmunds- sonar um arfgengi Parkinson-veik- innar, sem var gerð hér á landi og kynnt árið 1967, kom fram að um 22% sjúklinga gátu nefnt einn ætt- ingja annaðhvort nákominn eða fjar- skyldan sem hafði Parkinson-veiki,“ segir Sigurlaug. Hún segir hins vegar að í rann- sókn sem hún sé nú með í gangi sé þetta hlutfall hærra, því um þriðj- ungur sjúklinga með Parkinson-veiki getur nefnt einn ættingja nákominn eða fjarskyldan, sem hafi Parkinson- veikina. Sigurlaug segir þó að skekkja gæti verið í tölum sínum, þar sem hún hafi aðeins athugað svarhlutföll hjá rúmlega 150 sjúkl- ingum, en hún eigi eftir að fá svör frá um 200 manns. „Í þessari rann- sókn minni eru langflestir með ná- komna ættingja sem hafa fengið veikina og þar af eru átta systkina- pör sem hafa þennan sjúkdóm," seg- ir hún ennfremur. „Það er því viss tilhneiging til þess að þessi veiki liggi í ættum," bætir hún við. „Rannsóknir erlendis hafa hins vegar sýnt fram á mjög mismunandi fjölskyldusögu og samkvæmt þeim eru þeir Parkinson-sjúklingar sem eiga ættingja með sömu veiki allt frá 6% og upp í rúmlega 60%, en að meðaltali hefur hlutfallið verið um 15% erlendis. íslendingar eru því í hærri kantinum hvað snertir já- kvæða fjölskyldusögu," segir hún. Rannsókn Sigurlaugar felst í því að kanna búsetu og ýmis faralds- fræðileg atriði, eins og hve gamall viðkomandi er, aldur þegar einkenni byija, aldur við greiningu, kyn og fieira. En auk þess er fjölskyldusag- an könnuð og tekin blóðprufa til væntanlegrar erfðaskoðunar. Sérstök göngudeild er fyrir þessa rannsókn á endurhæfmgardeild Landspítalans og biður Sigurlaug þá Parkinson-sjúklinga sem vilji gefa sig fram í rannsóknina að hafa samband við ritara endurhæfíngardeildar. hægra heilahvelinu. Segir Eyþór að sú aðgerð hafi jafnvel gengið betur, en áður var hann orðinn mjög slæmur vinstra megin. Þá fékk hann fyrirgreiðslu frá Tryggingastofnun, því íslenskir læknar höfðu séð árangur af fyrri aðgerðinni. Var aðeins einn sólarhring á spítalanum Eyþór segir að aðgerðir þessar taki mjög stuttan tíma og að bata- einkennin komi strax í ljós. „Og það tekur heldur ekki langan tíma að ná sér eftir svona aðgerð," segir hann. „Eg var einungis einn sólarhring inni á spítalanum og eftir það var fylgst með mér í eina viku,“ segir hann. Eyþór segist enn finna fyrir einkennum Parkinsonveikinnar, til dæmis sé hann ekki með góðar fínhreyfingar auk þess sem hann eigi það til að stoppa allt í einu á göngu. En þrátt fyrir það sé hann allur annar eftir aðgerðirn- ar í Svíþjóð. Fleiri Islendingar sem haldnir eru Parkinsonveikinni hyggjast feta í fótspor Eyþórs til Svíþjóðar á næstunni og er þegar búið að ákveða að einn fari í sömu aðgerð í næsta mánuði. Eyþór mælir líka eindregið með þessari aðgerð, ekki síst þegar veikindin séu kom- in á það stig að mcnn sjái ekki aðra möguleika. Komið og sjáið ARIKI ...fyrir dýravini! Grensásvegi sími 568 6668
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.